Ísland
2
1
Albanía
0-1
Valdet Rama
'9
Birkir Bjarnason
'14
1-1
Kolbeinn Sigþórsson
'47
2-1
10.09.2013 - 19:00
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Rigning
Dómari: Andre Marriner (Eng)
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Rigning
Dómari: Andre Marriner (Eng)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
('92)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
22. Eiður Smári Guðjohnsen
('79)
23. Ari Freyr Skúlason
Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hallgrímur Jónasson
('92)
10. Arnór Smárason
11. Alfreð Finnbogason
13. Jóhann Laxdal
16. Ólafur Ingi Skúlason
('79)
21. Haukur Páll Sigurðsson
25. Helgi Valur Daníelsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('77)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður fylgst grannt með gangi mála í mikilvægasta landsleik Íslands í háa herrans tíð. HM-draumurinn lifir en sigur þarf að vinnast í kvöld. Uppselt er á leikinn og búist við flottri stemningu. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins.
Fyrir leik
Dómaratríóið er enskt. Með flautuna er úrvalsdeildardómarinn Andre Marriner en hann dæmdi m.a. síðasta bikarúrslitaleik á Englandi.
Fyrir leik
Um klukkutíma fyrir leik verður byrjunarlið Íslands tilkynnt. Stærsta spurningin er hvort Eiður Smári komi inn í byrjunarliðið. Þá gæti verið að Lars skipti um hægri bakvörð.
Fyrir leik
Einn helsti leikmaður Albana er miðvörðurinn Lorik Cana. Sex leikmenn albanska landsliðsins eru á mála hjá ítölskum liðum. Albanía er í 38. sæti heimslistans og á einnig góða möguleika á öðru sætinu.
Fyrir leik
Okkar menn eru sigurstranglegri í kvöld samkvæmt stuðlum Bet365. Stuðullinn 2,30 er gefinn á Ísland, jafntefli 3,40 og útisigur 3,40.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá til hliðar. Íslenska liðið er það sama og lauk leik gegn Sviss fyrir utan að Birkir Már Sævarsson heldur stöðu sinni sem hægri bakvörður. Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn fyrir Helga Val Daníelsson. Eiður er frammi með Kolbeini og Gylfi á miðjunni.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita upp á fullum krafti á vellinum. 35 mínútur í leik og talsvert síðan byrjað var að streyma á völlinn.
Fyrir leik
Spámaður okkar að þessu sinni er Tómas Þór Þórðarson, útvarpsmaður og blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann spáir 4-0 sigri í kvöld! Bjartsýnn hann Tom.
Fyrir leik
"Þorparinn" ómar í græjunum. Það er kominn einhver 50 manna hópur af albönskum stuðningsmönnum í stúkuna.
Fyrir leik
Var að heyra að 15 manna hópur hafi fengið miða hjá KSÍ sem blaðamenn en í ljós kom að þetta eru svo bara almennir stuðningsmenn. Eru hressir með blaðamannapassana sína í albönskum treyjum, búnir að hella vel í sig fyrir leikinn.
Tómas Þór Þórðarson, mbl.is:
Þetta var handboltaþjóðsöngur. Allir tóku undir og þvílík stemning. GET IT ÍSLAND
Þetta var handboltaþjóðsöngur. Allir tóku undir og þvílík stemning. GET IT ÍSLAND
5. mín
Hörkuskot frá Gylfa sem markvörður Albana varði með tilþrifum alveg út við stöng!
9. mín
MARK!
Valdet Rama (Albanía)
Pressa íslenska liðsins var orðin heldur þung en þá kemur þessi blauta tuska í andlitið. Skot af löngu færi sem steinlá í netinu.
14. mín
MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
ÍSLAND JAFNAR! Jói Berg með sendingu á Birki Má sem kom upp hægri vænginn og sendi fyrir. Albana mistókst að hreinsa frá og Birkir Bjarnason var við markteiginn og kom boltanum inn! Eiður sótti líka að boltanum en Birkir var frekari og skaut upp í þaknetið.
20. mín
Í upphafi textalýsingarinnar voru netvandræði í gangi hér á Laugardalsvelli. Þetta er orðið skárra núna en mætti vera mun betra. Ansi hægt netið.
22. mín
Gestirnir með hörkuskot rétt framhjá. úff... þarna fór um mann. Hélt að þessi væri á leið inn.
33. mín
Íslenska liðið átt nokkra hreint frábæra spilkafla. Mikið mun meira með boltann.
34. mín
Kolbeinn með stórhættulega sendingu á Eið sem var ótrúlega nálægt því að ná til boltans! Sóknirnar farnar að þyngjast á ný.
Ásgeir Aron Ásgeirsson:
Djöfull er gaman að sjá gylfa og eið spila saman #gæði #hættiðisamtadgefaáBM
Djöfull er gaman að sjá gylfa og eið spila saman #gæði #hættiðisamtadgefaáBM
Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur:
Eiður Smári og Gylfi eru að spila eins og Iniesta og Xavi hingað til
Eiður Smári og Gylfi eru að spila eins og Iniesta og Xavi hingað til
39. mín
Salihi með stórhættulegt skot en fín viðbrögð hjá Hannesi sem var fljótur niður og varði af stuttu færi.
45. mín
Var þetta ekki víti?? Albani með hörmulega hreinsun sem virtist einfaldlega fara upp í hendina á honum. Ekkert dæmt.
47. mín
MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
JÁÁÁÁÁ!!!! Birkir Már með aðra stoðsendingu! Fór framhjá bakverði Albaníu og kom boltanum fyrir. Kolbeinn skoraði með hælnum, glæsilegt. Ég kalla þetta Berbatov-mark!
Guðjón Guðmundsson, 365:
Birkir Már hefur svarað fyrir sig með stæl. Svona gera bara topp eintök. Vel gert. Allir í stuði í Eskihlíðinni. Elli líka.
Birkir Már hefur svarað fyrir sig með stæl. Svona gera bara topp eintök. Vel gert. Allir í stuði í Eskihlíðinni. Elli líka.
61. mín
Stórhættuleg sókn hjá Íslandi. Gylfi með skot og fær takkana frá varnarmanni Albaníu upp á móti sér og á ristina. Þetta leit ekki vel út. Mikið högg. Gylfi þarf aðhlynningu.
70. mín
Birkir Már hársbreidd frá því að leggja upp þriðja markið! Var kominn inn í teiginn og gaf fyrir en boltinn sigldi framhjá bláum treyjum.
76. mín
Við erum farnir að gefa of mörg færi á okkur. Sóknir gestana að þyngjast og við ekki að ná að halda boltanum nægilega vel framarlega á vellinum.
79. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Eiði klappað vel í lofa. Vinsæll og veit af því.
84. mín
Gylfi með flottan snúning og hættulegt skot naumlega framhjá. Gylfi hefur verið frábær í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Etrit Berisha (m)
2. Andi Lila
3. Admir Teli
4. Armend Dallku
5. Lorik Cana (f)
7. Ergys Kage
9. Edgar Cani
('64)
14. Migjen Basha
18. Hamdi Salihi
20. Valdet Rama
21. Odise Roshi
Varamenn:
1. Gentian Selmani (m)
6. Debatik Curri
8. Ervin Bulku
10. Jürgen Gjasula
11. Emiljano Vila
15. Renato Arapi
22. Amir Abrashi
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Armando Sadiku ('80)
Armend Dallku ('59)
Ergys Kage ('44)
Rauð spjöld: