City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland U21
2
0
Kasakstan U21
Arnór Ingvi Traustason '57 1-0
Aron Elís Þrándarson '85 2-0
10.09.2013  -  16:00
Kópavogsvöllur
Undankeppni EM U-21
Aðstæður: Íslenskar
Dómari: Smyth Mervyn (N-Írland)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Adam Örn Arnarson
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hörður Björgvin Magnússon
6. Guðmundur Þórarinsson
7. Andri Rafn Yeoman
8. Arnór Ingvi Traustason ('90)
9. Jón Daði Böðvarsson
10. Aron Elís Þrándarson ('88)
15. Brynjar Gauti Guðjónsson
18. Kristján Gauti Emilsson ('71)

Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
5. Hjörtur Hermannsson ('88)
11. Ævar Ingi Jóhannesson ('71)
14. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
15. Gunnar Þorsteinsson
17. Aron Heiðdal
18. Tómas Óli Garðarsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hörður Björgvin Magnússon ('61)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur góðir. Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu héðan úr Kópavoginum.

Framundan er leikur Íslands og Kasakstan í Undankeppni Evrópumótsins U-21 árs.
Fyrir leik
Íslenska liðið er með fullt hús stiga í 10 riðli keppninnar eftir þrjá leiki.

Kasakar eru með þrjú stig eftir jafn marga leiki.
Fyrir leik
Í síðasta leik vann Ísland 4-1 sigur gegn Hvíta-Rússlandi þar sem Emil Atlason skoraði þrennu og Jón Daði Böðvarsson eitt. Byrjunarlið Íslands er óbreytt frá þeim leik.
Fyrir leik
Athyglisvert að sjá að allir leikmenn Íslands hita upp af krafti. Markmennirnir eru í sérþjálfun, þeir Rúnar Alex og Frederik Schram.
Fyrir leik
Það er sannkallað íslenskt veður sem boðið er upp á í dag. Leikmenn hita upp í síðbuxum, peysum og sumir í úlpum. Nánast allir með húfu. Hressandi.
Fyrir leik
Kasakarnir eru farnir inn. Íslensku-leikmennirnir á leiðinni.
Fyrir leik
Vúps. Varamannaskýli Íslendinga fór af stað og ruslatunnan fauk. Magnús Valur Böðvarsson vallarstarfsmaður fljótur til og tínir upp ruslið.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leiks og stúkan nánast tóm. Eitthvað í kringum 20 áhorfendur.
Fyrir leik
Nú er allt að verða klárt. Kasakarnir komnir úr úlpum sínum og Íslenskaliðið stillir sér upp í myndatöku. Þar eru menn misvel klárir í myndatöku. Það er enginn meira tilbúinn í þessa myndatöku en Hörður Björgvin sem skartar myndarlegu dúi.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Hann hófst 30 sekúndum á undan áætlun. Íslenska-liðið leikur í átt að Fífunni.
2. mín
Íslendingarnir leika í hinum sígildu bláu búningum. Á meðan eru Kasakarnir í gulum.
6. mín
Sjúkrabílinn er loks mættur.
8. mín
Vá! Hörður Björgvin með þrumufleyg langt fyrir utan teig en markvörður Kasaka náði með naumindum að slæma hendinni í boltann og yfir fór boltinn.

Guðmundur Þórarinsson með hornspyrnu sem Brynjar Gauti skallar framhjá fjærstönginni.
10. mín
Íslenska-liðið leikur semsagt með vindinn í bakið.
19. mín
Lítið að frétta nema það að nú virðist eins og gestirnir séu að leika með vindi.
20. mín Gult spjald: Alexndr Ulshin (Kasakstan U21)
Hörður Björgvin liggur á vellinum á miðjum vellinum. Uslhin fær gula spjaldið fyrir vikið.
22. mín
Andri Rafn Yeoman í dauðafæri eftir frábæran undirbúning frá Emil Atlasyni. Andri Rafn virtist ekki hitta boltann nægilega vel og skotið í hliðarnetið.
26. mín
Það er enn að bæta í vindinn. Guðmundur Þórarinsson tók nú hornspyrnu rétt í þessu, hann ætlaði aldrei að ná að taka spyrnuna, þar sem boltinn var alltaf á ferð. Loks náði hann að taka spyrnuna, og hún dreif ekki lengra en að vítateigslínunni og fauk síðan útaf.
29. mín
Dmitriy Miroshnichenko var ekki langt frá því að koma sínu liði yfir nú rétt í þessu. Slæm ákvörðunartaka í vörn Íslands varð þeim nærri að falli. En á síðustu stundu náði varnarmaður Íslands að komast fyrir skot Dmitriy.
33. mín
Dmitriy aftur á ferð. Nú með skot fyrir utan teig en nokkuð yfir. Engin hætta svosem. Gestirnir meira með boltann síðustu mínútur og íslenskaliðið á í erifðleikum með að halda boltanum sín á milli.
41. mín
Arnór Ingvi með fyrirgjöf á nærstöngina sem Emil Atlason náði að teygja sig í. Hann náði hinsvegar ekki að gera mikið meira en það og Sergey í markinu handsamaði boltann.
42. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Kristján Gauti skóflaði yfir markið. Fáránlega gott færi en Kristján Gauti líklega ekki enn fundið hinn rétta markaskó sem hann hefur verið að leita af ansi lengi í sumar.
45. mín
Eftir horn féll boltinn fyrir fætur Sverris Inga sem var nokkrum sekúndubrotum af lengi að athafna sig og rétt eftir að hann lét vaða á markið, kom eitt stykki fótur frá varnarmanni gestanna fyrir og sóknin því lokið.
45. mín
Hálfleikur. Markalaust í hálfleik. Nokkuð sanngjarnt svosem þó að Íslenska liðið hafi átt hættulegri færi.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.

Það sem er að frétta er það að varamannaskýli gestanna fór af stað í hálfleiknum og fauk nokkra metra.
46. mín
Hér er hægt að sjá mynd af varamannaskýlinu, síðustu færslu til sönnunar:

https://twitter.com/arnardadi/status/377476820192755712/photo/1
49. mín
Hörður Björgvin með sendingu á Emil Atlason. Emil með skot á markið en skotið ekki í heimsklassa og boltinn endaði afturfyrir endamörk.
51. mín
Vel varið Rúnar, vel varið! Fyrirliðinn, Bauryzhan Islamkhan með fínt skot fyrir utan teig sem Rúnar blakaði yfir markið. Eftir hornspyrnuna átti Ilya Kalinin skot yfir markið.
54. mín
Fjör í leiknum þessa stundina. Jón Daði tók boltann á kassann svokallaðan, og negldi boltanum rétt yfir þverslánna.
57. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Ísland U21)
Stoðsending: Guðmundur Þórarinsson
Jájájájá! Arnór Ingvi skorar!

Guðmundur Þórarinsson með hornspyrnu sem fer á fjærstöngina. Þar tók Arnór Ingvi boltann niður og kláraði færið vel. Þetta mark lá í loftinu.
61. mín Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21)
Braut á Dmitriy Miroshnichenko eftir að Dmitriy hafi leikið á hann. Réttilega dæmt.
65. mín
Inn:Roman Murtazayev (Kasakstan U21) Út:Sayat Sariyev (Kasakstan U21)
69. mín
Hörður Björgvin með skalla yfir markið eftir hornspyrnu frá Arnóri Ingva.
71. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21) Út:Kristján Gauti Emilsson (Ísland U21)
74. mín Gult spjald: Ilya Kalinin (Kasakstan U21)
75. mín
Inn:Kuat Islambek (Kasakstan U21) Út:Ilya Kalinin (Kasakstan U21)
80. mín
Tíu mínútur eftir. Gestirnir þurfa að fara gefa extra í, ætli þeir sér stig úr þessum leik. Íslenska-liðið má að sama skapi ekki gefa eftir.
82. mín Gult spjald: Bauyrzhan Islamkhan (Kasakstan U21)
82. mín
Dmitriy Miroshnichenko meiddist í aðdraganda marksins og virðist ekki vera á leiðinni inná aftur. Hann hefur verið manna ferskastur í liði gestanna hér í dag.
84. mín
Úff!! Stórsókn Íslendinga sem endar með skoti frá Arnóri Ingva. Markvörður Kasaka ver í stöngina og horn....
85. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
Guðmundur Þórarinsson með hornspyrnu, eftir darraðadans í teignum, virtist boltinn vera löngu kominn inn en það var ekki fyrr en Emil Atlason kom boltanum endanlega yfir línuna.
87. mín
Jón Daði Böðvarsson í dauðafæri en skóflar boltanum framhjá fjærstönginni.
88. mín
Inn:Grek Maxim (Kasakstan U21) Út:Dmitriy Miroshnichenko (Kasakstan U21)
88. mín
Inn:Hjörtur Hermannsson (Ísland U21) Út:Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
90. mín
Uppbót 3 mín.
90. mín Gult spjald: Bakdaulet Kozhabayev (Kasakstan U21)
90. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Ísland U21) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland U21)
Leik lokið!
Leik lokið. Fjórði sigur Íslands í riðlinum staðreynd. Tólf stig af tólf mögulegum. Frábær árangur.

Sanngjörn sigur Íslendinga eftir markalausan fyrri hálfleik.

Umfjöllun & viðtöl síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
18. Sergey Tkachuk (m)
3. Sayat Sariyev ('65)
4. Bakdaulet Kozhabayev
5. Kirill Passichnik
7. Ilya Kalinin ('75)
8. Alexndr Ulshin
9. Bauyrzhan Islamkhan
11. Abzal Beisekekov
12. Igor Pikalkin
13. Dmitriy Miroshnichenko ('88)
15. Grigoriy Sartakov

Varamenn:
1. Stas Pokatilov (m)
2. Grek Maxim ('88)
6. Kuat Islambek ('75)
10. Alibek Ayaganov
14. Roman Murtazayev ('65)
16. Sherkhan Bayurzhan
17. Elvin Allayarov

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bakdaulet Kozhabayev ('90)
Bauyrzhan Islamkhan ('82)
Ilya Kalinin ('74)
Alexndr Ulshin ('20)

Rauð spjöld: