Keflavík
5
4
ÍA
Arnór Ingvi Traustason
'5
1-0
1-1
Garðar Gunnlaugsson
'11
Hörður Sveinsson
'19
2-1
2-2
Arnar Már Guðjónsson
'24
Hörður Sveinsson
'38
3-2
3-3
Jóhannes Karl Guðjónsson
'40
, víti
Hörður Sveinsson
'62
4-3
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'84
5-3
5-4
Guðlaugur Þór Brandsson
'88
12.09.2013 - 17:30
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rok
Dómari: Kristinn Jakobsson
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rok
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('82)
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
20. Magnús Þórir Matthíasson
Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('82)
25. Frans Elvarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ómar Jóhannsson ('39)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin með Fótbolta.net á Nettóvöllinn í Keflavík! Maður er búinn að koma sér fyrir hér í fréttamannaaðstöðu Keflvíkinga eftir gott Road-Trip með Tómasi Meyer. Framundan er rosalega mikilvægur leikur vægast sagt. Fallbaráttuslagur af bestu gerð.
Fyrir leik
Skagaliðið situr eitt á botni deildarinnar með 8 stig og því nokkuð ljóst að leikurinn í kvöld verður að vinnast ef ekki á illa að fara. Síðasti leikur Skagamanna var 26. ágúst síðastliðinn gegn liði Stjörnunnar þar sem þeir gulklæddu áttu fínan leik þrátt fyrir rýra uppskeru.
Fyrir leik
Keflavík er í tíunda sæti með 17 stig, þremur stigum meira en Víkingur Ólafsvík sem er í fallsæti. Það er því stríðsleikur framundan á Nettóvellinum í Keflavík.
Fyrir leik
"Menn er bara vel stemmdir fyrir leiknum í kvöld. Við ætlum að sjálfsögðu að leggja okkur alla fram í þennan leik, það er í rauninni bara nú eða aldrei hjá okkur og við lítum á þessa síðustu leiki sem hreina bikarúrslitaleiki," segir Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, við heimasíðu félagsins.
Fyrir leik
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Leiknis:
Kristján hefur fengið góðan tíma til að undirbúa sína menn fyrir þennan leik. Keflavík vinnur þetta 2-1.
Kristján hefur fengið góðan tíma til að undirbúa sína menn fyrir þennan leik. Keflavík vinnur þetta 2-1.
Fyrir leik
"Við höfum þetta í okkar höndum núna þegar við mætum ÍA og Þór. Þetta eru allt öðruvísi leikir heldur en sá síðasti þegar við mættum Stjörnunni. Það eru meiri slagsmál og spennustigið er meira. Þetta verða mikil átök," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fótbolta.net á dögunum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.
Keflavík gerir eina breytingu frá því í síðasta leik en Ray Anthony Jónsson er ekki með í dag. Daníel Gylfason tekur stöðu hans á kantinum en hann er í fyrsta skipti í byrjunarliði í Pepsi-deildinni.
Daníel er uppalinn Keflvíkingur en hann lék með Njarðvík fyrri hluta sumars í 2. deildinni.
Hjá ÍA kemur Garðar Bergmann Gunnlaugsson aftur inn í liðið fyrir Eggert Kára Karlsson sem er í leikbanni. Arnar Már Guðjónsson kemur einnig inn fyrir Jón Vilhelm Ákason.
Keflavík gerir eina breytingu frá því í síðasta leik en Ray Anthony Jónsson er ekki með í dag. Daníel Gylfason tekur stöðu hans á kantinum en hann er í fyrsta skipti í byrjunarliði í Pepsi-deildinni.
Daníel er uppalinn Keflvíkingur en hann lék með Njarðvík fyrri hluta sumars í 2. deildinni.
Hjá ÍA kemur Garðar Bergmann Gunnlaugsson aftur inn í liðið fyrir Eggert Kára Karlsson sem er í leikbanni. Arnar Már Guðjónsson kemur einnig inn fyrir Jón Vilhelm Ákason.
Fyrir leik
Verið er að blasta metaltónum meðan liðin hita upp. Það er að sjálfsögðu rok en völlurinn lítur vel út. Ég rölti yfir hann áðan.
Fyrir leik
Kópavogsdjúsinn sem fréttamönnum er boðið upp á þegar Breiðablik á heimaleiki er löngu orðinn frægur. Í Keflavík er boðið upp á vatn í tveggja lítra Pepsi-flösku. Flaskan er kölluð "Keflavíkurlandinn" meðal gárunga enda með mikið landa-yfirbragð yfir sér.
Fyrir leik
Að vanda í Keflavík er það Tómas Meyer sem spáir fyrir um lokatölur:
3-1 fyrir Keflavík. Nokkuð öruggt og þægilegt.
3-1 fyrir Keflavík. Nokkuð öruggt og þægilegt.
Fyrir leik
Fyrir þá lesendur sem hyggjast kaupa eða selja fasteign þá bendum við á auglýsinguna hér fyrir ofan textalýsinguna. Ekki verður þó hægt að hafa samband við fasteignasalann vinstra megin fyrr en eftir leik í kvöld.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Það verða ekki slegin nein áhorfendamet hér í Keflavík í kvöld. Guðni Már Harðarson prestur styður sína menn í ÍA í blíðu og stríðu og er mættur. Annars eru stuðningsmenn ÍA fjórtán samkvæmt talningu Tómasar Meyer.
2. mín
Skagamenn eiga fyrsta skotið. Þeir leika gegn Keflavík og rokinu einnig í fyrri hálfleiknum. Garðar Gunnlaugsson með skot beint á Ómar.
5. mín
MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
ÞVÍLÍKT SKOT! Arnór Ingvi er fullur sjálfstrausts þessa dagana. Skoraði með U21-landsliðinu gegn Kasakstan í vikunni og þarna kom glæsilegt mark. Skaut fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Frábært skot.
8. mín
HÖRKUFÆRI! Skagamenn stálheppnir að fá ekki annað mark í andlitið. Daníel Gylfason í dauðafæri og átti flott skot sem Páll Gísli varði vel, Hörður Sveinsson fékk frákastið en skaut framhjá.
10. mín
Ármann Smári með skalla á markteignum eftir horn en Ómar sýnir lipur tilþrif og nær með naumindum að slá boltann í horn. Stórskemmtileg byrjun á þessum leik!
11. mín
MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Arnar Már Guðjónsson
Stoðsending: Arnar Már Guðjónsson
FYRRUM HERRA ÍSLAND JAFNAR! Garðar Gunnlaugsson fékk sendingu frá Arnari Má Guðjónssyni og náði góðu skoti í hornið. Það stefnir í markaveislu!
16. mín
Hörður Sveinsson með fína skottilraun. Páll Gísli sló boltann í burtu. Maður má ekki horfa frá leiknum, þá er maður að missa af færi.
19. mín
MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Endre Ove Brenne
Stoðsending: Endre Ove Brenne
KEFLAVÍK ENDURHEIMTIR FORYSTUNA! Þarna opnaðist vörn Skagamanna upp á gátt! Löng sending fram og skyndilega var Hörður kominn einn gegn Páli Gísla og lyfti boltanum snyrtilega yfir hann.
23. mín
Byrjunin á þessum leik er veisla. Mörkin gætu vel verið orðin fleiri. Forysta Keflavíkur er verðskulduð. Þeir eru meira með boltann og fengið betri færi.
24. mín
MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Hector Pena Bustamante
Stoðsending: Hector Pena Bustamante
ÍA jafnar aftur! Hvað er í gangi í þessum leik!! Hector með flott tilþrif á vinstri vængnum, gaf fastan jarðarbolta fyrir þar sem Arnar Már var frír og negldi knettinum inn.
27. mín
Varnarleikur beggja liða er ekki til útflutnings en fram á við eru menn í stuði. Minnir á íslenska landsliðið... gæðin þó örlítið minni.
29. mín
Tómas Meyer vill breyta spánni sinni. Hann spáir því núna að þessi leikur endi 8-8.
33. mín
Liðin halda áfram að skiptast á að sækja. Daníel Gylfason er ákveðinn í að sanna sig í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og er að búa til usla.
Sigurður Mikael Jónsson, Skagamaður:
Markaregn í Keflavík og ég og @heidarm enn á Reykjanesbrautinni, á leiðinni! Týpískt!!
Markaregn í Keflavík og ég og @heidarm enn á Reykjanesbrautinni, á leiðinni! Týpískt!!
37. mín
Maður er orðinn svo kröfuharður. Það hefur ekki komið mark hérna í þrettán mínútur og maður er brjálaður!
Ármann Smári með skot af löngu færi en yfir. Lítil hætta.
Ármann Smári með skot af löngu færi en yfir. Lítil hætta.
38. mín
MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Arnór Ingvi Traustason
Stoðsending: Arnór Ingvi Traustason
Það hlaut að koma þessu! Keflavík tekur forystuna í þriðja sinn. Arnór með flottan sprett upp hægri kantinn, gaf fyrir þar sem Hörður Sveinsson skoraði af markteignum í annarri tilraun!
40. mín
Mark úr víti!
Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Garðar Gunnlaugsson
Stoðsending: Garðar Gunnlaugsson
SKAGAMENN JAFNA! Keflvíkingar ekki sáttir við Kristinn Jakobsson sem dæmdi Ómar Jóhannsson brotlegan. Ómar var aðeins of seinn í að kýla boltann í burtu og kýldi Garðar í hausinn. Jói Kalli fór á punktinn og skoraði af öryggi.
42. mín
Vonandi kemur enginn hálfleikur. Þetta er of skemmtilegt til að það sé gert hlé á þessu.
45. mín
Hálfleikur - Þvílíkur fyrri hálfleikur! Mörkin gætu vel verið orðin enn fleiri! Bæði lið sótt mikið og hér eru komin sex mörk. Keflavík hefur þrívegis náð forystu en alltaf tapað henni niður.
45. mín
Fréttamenn ekki sáttir við hversu þunnt kaffið er. "Þetta er eins og laufabrauðin í sveitinni, þau voru þunn," segir Sigmar Sigfússon frá Vísi. Tómas Meyer syngur með Iron Maiden sem er í græjunum.
45. mín
Skagamenn hafa áður lent í markasúpu í sumar. Eftirminnilegur er leikur liðsins gegn Val í lok júlí sem endaði 6-4. Þá var staðan í hálfleik 4-3 fyrir Val.
45. mín
Stuðningsmenn ÍA eru virkilega pirraðir út í varnarmanninn Kára Ársælsson. "Þeir vilja senda hann á Jan Mayen," segir einn.
49. mín
Byrjað að hellirigna hér í Keflavík. Bleyta enn frekar í vellinum, það hressir bara. Arnór Ingvi þarf aðhlynningu. Gleymum því ekki að hann var að spila U21-landsleik á þriðjudaginn.
51. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Arnór getur ekki haldið leik áfram. Leiðinlegt. Enda þrusuleikmaður.
53. mín
Hector Bustamante er tvífari Reynis Leóssonar að mati manna í fréttamannastúkunni... allavega úr fjarlægð.
58. mín
Lúmskt skot úr aukaspyrnu frá fyrrum leikmanni Watford, Jóhanni Birni. En hann hafði heppnina ekki með sér. Annar af tveimur leikmönnum á vellinum sem leikið hafa í ensku úrvalsdeildinni.
62. mín
MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
ÞRENNA FRÁ HERÐI!!! Frábær sókn hjá Keflavík og Hörður Sveinsson innsiglar þrennu sína! Fjórða sinn sem Keflavík nær forystu. Magnús Þórir kom með fyrirgjöf frá vinstri og Hörður skoraði af stuttu færi!
64. mín
Keflavík hefur verið beittara liðið í seinni hálfleiknum og þetta er verðskuldað. Hörður er á eldi um þessar mundir og er kominn með átta mörk.
67. mín
Hörður er ekkert saddur þrátt fyrir að vera á leið út að borða í boði Pepsi-markanna. Hann reyndi við fernuna en skallaði yfir.
Sigurbergur Elisson, leikmaður Keflavíkur:
Ohhh Höddi minn! Þú ert snillingur og aldrei gleyma því
Ohhh Höddi minn! Þú ert snillingur og aldrei gleyma því
71. mín
ÞVÍLÍKUR DARRAÐADANS! Mikil þvaga í teig Keflvíkinga. Þarna fór um heimamenn. ÍA fékk á endanum hornspyrnu en ekkert kom úr henni.
72. mín
ÍA færist nær því að jafna aftur! Jói Kalli með hættulegt skot sem Ómar náði að verja.
82. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
84. mín
MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
VARAMENNIRNIR BJUGGU ÞETTA TIL! Elías kom boltanum á Magnús sem fer ansi langt með að innsigla sigur Keflavíkur. Erfitt að sjá Skagamenn koma til baka úr þessu.
88. mín
MARK!
Guðlaugur Þór Brandsson (ÍA)
Stoðsending: Andri Adolphsson
Stoðsending: Andri Adolphsson
ÞÁ KOMA VARAMENN SKAGAMANNA! Andri nýkominn inná og hans fyrsta verk var að leggja upp mark fyrir Jorge. Mjög slakur varnarleikur Keflvíkinga.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
('73)
Ármann Smári Björnsson
('73)
2. Hákon Ingi Einarsson
('87)
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
10. Jón Vilhelm Ákason
('73)
17. Andri Adolphsson
('87)
20. Alexander Már Þorláksson
Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Gul spjöld:
Hallur Flosason ('78)
Arnar Már Guðjónsson ('48)
Thomas Sörensen ('43)
Rauð spjöld: