City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur Ó.
0
1
KR
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson '57
12.09.2013  -  17:30
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Haustveður, 8 stiga hiti og sólarglenna, nánast logn. Völlurinn er blautur en lítur þó vel út á yfirborðinu.
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 605
Maður leiksins: Grétar Sigfinnur Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('89)
3. Samuel Jimenez Hernandez
4. Damir Muminovic
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('85)
11. Eyþór Helgi Birgisson ('69)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic
25. Insa Bohigues Fransisco
27. Toni Espinosa

Varamenn:
30. Sergio Lloves Ferreiro (m)
5. Björn Pálsson ('85)
9. Guðmundur Magnússon ('69)
10. Steinar Már Ragnarsson
19. Juan Manuel Torres Tena
21. Fannar Hilmarsson ('89)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Fannar Hilmarsson ('94)
Insa Bohigues Fransisco ('84)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í textatlýsingu frá Ólafsvíkurvelli þar sem að heimamenn taka á móti efsta liði deildarinnar, KR-ingum úr Vesturbæ.
Fyrir leik
Töluvert ryk hefur sest á íslensku fótboltaliðin undanfarið vegna landsleikjahlés.

Síðast léku gestirnir 29.ágúst, eða fyrir 14 dögum, en heimamenn hafa beðið í 12 daga.

Síðasti leikur á Ólafsvíkurvelli var 25.júlí, síðan eru liðnir 20 dagar.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Örvar Sær Gíslason og honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðarson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Eftirlitsmaður leiksins er akurneska sjarmatröllið Ólafur Ingi Guðmundsson.
Fyrir leik
KR er að mæta í fyrsta sinn í sögunni á Ólafsvíkurvöll, enda saga félaganna töluvert ólík.

Engir bikarleikir hafa farið fram á milli liðanna í gegnum tíðina og óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé að fá sigursælasta lið landsins á Snæfellsnes.

Eins og áður bendi ég á eðalsíðu Ólsarans, Helga Bjargar, www.helgik.bloggar.is til að fá skemmtilegan fróðleik og vangaveltur um leikinn.
Fyrir leik
Í hópi KR inga eru tveir fyrrum leikmenn Víkinga.

Flestir þekkja Grundfirðinginn Þorstein Má sem leikið hefur töluvert leikið með KR í sumar en tvíburabróðir hans Steinar Már er í hópi heimamanna.

Að auki á Torfi Karl Ólafsson einn leik með gestunum í sumar, en hann var í lykilhlutverki í liði Víkings í liðinu sem fór upp í fyrrasumar.

Enginn leikmaður Víkinga á sögu með KR.
Fyrir leik
Hér er legendið Bjarni Fel í boxinu að slá okkur kjúklingunum við og fara létt með það þegar kemur að taktíkinni.

Og svo sögur af alvöru gömlum fótboltaleikjum.
Fyrir leik
Ein breyting er á liði gestanna frá síðasta leik gegn Val.

Brynjar Björn er í leikbanni og Bjarni Guðjóns kemur inn á miðjuna.
Fyrir leik
Tvær breytingar á liði heimamanna frá FH.

Brynjar Kristmundsson og Tena detta út en Samuel Hernandez og Eyþór Helgi Birgisson koma inn.
Fyrir leik
Ofanritaður tippar á að KR stilli upp í 4-3-3 en heimamenn í 5-3-2 afbrigði sem verst í 5-4-1.

Það hefur virkað vel í síðustu leikjum gegn stóru liðunum.
Fyrir leik
Byrjað að rigna duglega en dottið niður í logn.

Völlurinn hefur látið á sjá hér í upphituninni!
Fyrir leik
Liðin komin inn eftir upphitunina, eitthvað týnist á völlinn en þó virðast fáir hafa lagt leið sína úr vesturbænum sem við sjáum ennþá.

Leiðinlegur leiktími sennilega aðalástæðan en mögulega líka veðrið að spila inní...
Fyrir leik
Og þá týnast menn út á ný, núna komnir úr upphitunargallanum og í leikbúningana sína sem eru hefðbundnir.

Albláir heimamenn gegn langröndóttum KR-ingum. Dómaratríóið er gult.
1. mín
Komnir í gang.
1. mín
Misreiknaði heimaliðið.

Spila 4-5-1.
2. mín
Emir er hægri bakvörður, Insa og Damir hafsentar, Samuel vinstri bak.

Zato og Eldar þar fyrir framan, Alfreð á hægri kanti, Eyþór undir senter, Mossi vinstri og Guðmundur Steinn uppi á topp.
3. mín
KR er klassískt.

Haukur er hægri, Grönner og Grétar í hafsent og Guðmundur Reynir vinstri bak.

Jónas, Bjarni og Baldur á miðju, Atli hægri kantur, Óskar vinstri og Martin uppi á topp.
5. mín
Þreifingar í gangi, ekki síst að læra á völlinn sem er ofboðslega blautur!
6. mín
Heimamenn liggja aftarlega í byrjuninni og leyfa KR að vera með boltann.

Ætla að sækja hratt og taka tíma í set-piece atriðin.
7. mín
Gary Martin nálægt því að komast einn í gegn, komst inn í teig en ákvað þá að senda frekar en skjóta og það voru mistök, endaði beint í höndum Einars.
8. mín
Hörkufæri hjá heimamönnum, Samuel prjónaði sig í teiginn og sendi á vítapunkt þar sem Alfreð átti skot, aðeins of laust sem Hannes varði vel.
12. mín
KR hafa náð völdum hér síðustu fimm mínútur en varnarmúr heimamanna er þettur.
16. mín
Leikurinn dottinn niður í bili, sendingafeilar væri orðið sem maður myndi nota hér.
18. mín
Bjarni stakk inn í gegnum vörnina, Baldur með flott skot utarlega úr teignum en Einar ver.
21. mín
Eyþór með hörkuskot utan teigs sem Hannes þarf að hafa sig allan við að slá frá!

Heimamenn eru beittir í skyndisóknunum hér, sérstaklega upp hægri vænginn.
23. mín
Masic í góðu skotfæri en er vel blokkaður af Grétari.

Boltinn fer út á kant þar sem hann er sendur inní aftur þar sem Eyþór dúndrar yfir.
24. mín
Einar þarf að kýla lúmska fyrirgjöf frá Gary Martin.
25. mín
Gary Martin dæmdur rangstæður en setur boltann í markið.

Áhorfendur vildu gult en KR vildu að markið stæði. Svona er þetta stundum...
27. mín
Guðmundur Steinn prjónar sig í gegn og sendir inn í markteig þar sem Hannes þarf að skutla sér til að slá boltann frá rétt á undan Alfreð sem lendir utan í honum og Hannes þarf smá aðhlynningu.
30. mín
Leikurinn fer að miklu leyti fram á miðsvæðinu hér þessa stundina.
32. mín
KR reyna nú að prjóna sig mikið í gegnum miðjuna og þar eru Damir og Kiko að éta allt!
34. mín
Þung pressa frá heimamönnum sem endar með skoti hátt yfir frá Emir Dokara.
35. mín
Farid að prjóna sig framhjá Grönner og leggur á Eyþór sem skýtur framhjá.

Ennþá verið að hlú að Hannesi annað slagið þegar dautt er í leiknum.
38. mín
Guðmundur missir boltann í bakverðinum, Alfreð þræðir hann beint á Guðmund Stein sem neglir yfir.

Heimamenn mun sterkari þessa stundina, berjast eins og ljón.
42. mín
Áhlaupið aðeins að renna af heimamönnum, KR eiga erfitt með að ná upp samleik hér.
45. mín
Zato með skot framhjá af löngu færi.
45. mín
Kominn hálfleikur í Ólafsvík, markalaus fyrri.

Heimamenn hafa fengið mun betri færi og verið sterkari aðilinn hér.

KR ingar eiga erfitt með að ná upp spili og hafa verið að sparka langt í bleytunni.
46. mín
Gary Martin komst óvænt einn í gegn og framhjá Einari utarlega í teignum. Valdi að senda inní í stað þess að skjóta og þar var Insa mættur.

Besta sóknarfæri KR:
46. mín
Komnir í gang aftur, engar liðsbreytingar.
47. mín
Eyþór á fyrsta skotið að marki hér, mistök í vörn KR og hann skýtur af 25 metrum en beint á Hannes.
49. mín
Seinni hálfleikur byrjar eins og sá fyrri endaði.

Heimamenn mun sterkari.
51. mín
Guðmundur Steinn nálægt því að komast í gegn en Grönner stoppar hann með magnaðri tæklingu.
52. mín
DAUÐAFÆRI!

Guðmundur Steinn prjónar sig í gegnum KR vörnina en Hannes bjargar einn gegn einum og Eyþór skýtur frákastinu framhjá.
54. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Bjarni Guðjónsson (KR)
Þá er Grundarfjarðartröllið komið inná.

Baldur verður nú færður aftar með Jónasi og Þorsteinn undir senter.
55. mín
Jónas Guðni einn í gegn utarlega í teignum en skýtur framhjá á fjær eftir flottan undirbúning Atla.

Nú er að lifna yfir leiknum.
57. mín
Damir blokkar skot Þorsteins í horn.
57. mín MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Horn Atla var hreinsað til hans aftur, hann á frábæra sendingu inn í markteiginn þar sem Grétar dúndrar honum með höfðinu í markið.
60. mín
Samuel kemst framhjá Hauki og ákveður að senda inn í markteig þar sem enginn er frekar en að leggja á Eyþór eða Eldar sem láta hann heyra það.
61. mín
Held að það stefni í frasann "meistaraheppni" hér - Víkingar geta nagað sig fyrir að vera ekki búnir að skora en KR skora upp úr fyrsta færinu sínu.
63. mín
Emir með skot úr teignum og beint á Hannes.
63. mín
Guðmundur Steinn skallar yfir flotta sendingu frá Mossi.
66. mín
Eyþór með skot yfir úr teignum.

Allt heimamenn núna!
69. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.) Út:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Þar með held ég að sé sett upp í 4-4-2 hjá heimamönnum.
70. mín
Inn:Emil Atlason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Emil fer beint á kantinn fyrir Atla sem fær skráða á sig stoðsendingu í þessum leik.
74. mín
Darraðadans í vítateig KR þar sem gestirnir ná að hreinsa út úr honum.

Zato reynir þá skot af löngur færi yfir.
76. mín
KR eru komnir mjög aftarlega á völlinn þessar mínúturnar.
76. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
Kjartan klárar leikinn segja KR-ingar hér í stúkunni.
78. mín
Heimsklassa varsla hjá Einari eftir skalla Baldurs.

Óskar með frábært hlaup og sendingu sem Baldur neglir að marki og Einar ver.
79. mín
Önnur heimsklassi hjá Hjörleifssyni, nú með fætinum eftir skot Þorsteins úr dauðafæri.
81. mín
Einar á Bessastaði.

Nú ver hann frá Kjartani einum á einn eftir sendingu Þorsteins!
81. mín
Einar ver skalla Baldurs úr markteignum eftir horn.
84. mín Gult spjald: Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
Örvar segir fyrir síbrotamennsku.
85. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Aftur klárt 4-5-1.

Gummi Magg upp á topp, Bjössi fer fyrir aftan í þríhyrningi og Eldar undir senter.
86. mín
Spjald á bekk heimamanna, sá ekki á hvern.
89. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Síðasta kast tenginganna. Fannar fer upp á topp, þriggja manna vörn það sem eftir er.
92. mín
Mikill darraðadans í KR teignum þessa stundina.
94. mín
Einar bjargar frá Kjartani einum í gegn!

Þvílík læti hér.
Leik lokið!
Sterkur karaktersigur KR hér í Ólafsvík, en þeir þurftu að kafa djúpt!
94. mín Gult spjald: Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Mótmæli við dómara eftir leik.
94. mín
Ejub kemur og þaggar niður í neikvæðum röddum í stúkunni sem voru að garga á dómaratríóið.

Þjálfarinn ákveðinn hér í leikslok!
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('70)
30. Jonas Grönner

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('54)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('76)
11. Emil Atlason ('70)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: