Stjarnan
3
1
Þór
0-1
Ármann Pétur Ævarsson
'4
Martin Rauschenberg
'36
Garðar Jóhannsson
'43
1-1
Halldór Orri Björnsson
'45
2-1
Robert Johan Sandnes
'80
3-1
12.09.2013 - 20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Kalt og eilítill suðvestan blástur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 757
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Kalt og eilítill suðvestan blástur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 757
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson
Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kennie Chopart ('45)
Rauð spjöld:
Martin Rauschenberg ('36)
Fyrir leik
Sælir lesendur góðir. Hér eftir klukkustund tekur Stjarnan á móti Þór í Pepsi-deild karla. Fótbolti.net verður að sjálfsögðu með beina lýsingu frá leiknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru ekki enn komin en þeirra er að vænta á hverri stundu.
Leikurinn í dag er þýðingarmikill fyrir bæði lið. Eins og staðan er núna þá eru Fylkir og FH að gera markalaust jafntefli en FH og Stjarnan voru fyrir leiki dagsins emð jafn mörg stig. Þórsarar eru sem stendur í níunda sæti, jafnir Keflvíkingum að stigum og með þriggja stiga forskot á Víking Ó. Leikurinn í kvöld gæti því verið kjörið tækifæri til að rífa sig frá fallbaráttunni.
Leikurinn í dag er þýðingarmikill fyrir bæði lið. Eins og staðan er núna þá eru Fylkir og FH að gera markalaust jafntefli en FH og Stjarnan voru fyrir leiki dagsins emð jafn mörg stig. Þórsarar eru sem stendur í níunda sæti, jafnir Keflvíkingum að stigum og með þriggja stiga forskot á Víking Ó. Leikurinn í kvöld gæti því verið kjörið tækifæri til að rífa sig frá fallbaráttunni.
Fyrir leik
Bæði lið gera þrjár breytingar á byrjunarliðum sínum. Hjá heimamönnum kemur Veigar Páll Gunnarsson aftur inn eftir að hafa tekið út leikbann og sömu sögu má segja um Robert Sandnes. Veigar Páll fékk einmitt rautt spjald í leik liðanna á Þórsvelli. Kennie Chopart kemur einnig aftur inn í liðið en Hörður Árnason og Gunnar Örn Jónsson eru ekki í hóp auk þess að Ólafur Karl Finsen tekur út leikbann.
Hjá Þórsurum tekur fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson út leikbann auk þess að Sigurður Marínó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson eru komnir á bekkinn. Þeirra stöður taka Baldvin Ólafsson, Mark Tubæk og Janez Vrenko.
Hjá Þórsurum tekur fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson út leikbann auk þess að Sigurður Marínó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson eru komnir á bekkinn. Þeirra stöður taka Baldvin Ólafsson, Mark Tubæk og Janez Vrenko.
Fyrir leik
Bandaríski framherji Þórsara, Chukwudi Chijindu, virðist enn eiga við meiðsli að stríða en hann er á bekknum þriðja leikinn í röð. Missir af þeirra markahæsta manni.
Bjarki Kristjánsson - Mjölnismaður
Silfurskeiðin og Mjölnismenn með sameiginlega upphitun á All-In í Hafnarfirði Sjá mynd
Silfurskeiðin og Mjölnismenn með sameiginlega upphitun á All-In í Hafnarfirði Sjá mynd
Fyrir leik
Dómarari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum innan handar verða Gunnar Sverrir Gunnarsson og Andri Vigfússon. Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Hálftími í leik og liðin eru í óðaönn að hita upp á vellinum. Virðist aðeins vera að draga úr vindinum.
Fyrir leik
FH-ingar setja pressu á Stjörnuna með marki á 88. mínútu í Lautinni og fara þar með þremur stigum yfir Stjörnuna. Gestirnir geta með sigri haft sex stig á milli sín og Víkings Ó.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og í bæði skiptin á Akureyri. Fyrri leikur liðanna var í Borgunarbikarnum og endaði 3-3 eftir framlengingu. Í vítaspyrnukeppni hafði Stjarnan betur. Síðari leikurinn fór 1-1 þar sem Veigar Páll Gunnarsson fékk m.a. rautt spjald.
Josh Wicks - markvörður Þórs
Wish us luck!!!! Sjá tengil
Wish us luck!!!! Sjá tengil
Fyrir leik
Liðin að ganga til búningsklefa. Silfurskeiðardrengir og Mjölnismenn byrjaðir að fylla stúkuna. Ljóst að það verður barist bæði á vellinum og í stúkunni.
Fyrir leik
KA syngur Silfurskeiðin sem er svarað um leið með Framarar frá Mjölnismönnum.
2. mín
Páll Viðar Gíslason hendir í 3-5-2 þar sem Ingi Freyr og Baldvin eru wing backs. Andri, Vrenko og Hlynur Atli leika sem hafsentar. Jóhannarnir tveir saman upp á topp.
4. mín
MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Tubæk með hornspyrnu sem ratar á fjær. Hlynur Atli skallar inn á teig, Stjarnan skallar frá á Baldvin. Baldvin sendi á Jóhann Helga að mér sýnist sem lyfti innfyrir á Ármann sem átti ekki erfitt með að afgreiða knöttinn í markið. Gef Jóhanni Helga stoðsendinguna þar til annað kemur í ljós.
5. mín
Kennie Chopart reynir að svara strax. Fær boltann á hægri kanti og hleður í skot. Beint á Wicks.
6. mín
Þórsarar heppnir. Jóhann Laxdal vór illa með Vrenko og sendi fyrir en hitti fyrir Þórsara. Honum lá á að losa sig við boltann og sendi beint á Atla Jóhannsson sem var í fínu færi. Skotið ekki merkilegt og beint á Wicks.
10. mín
BJARGAÐ Á MARKLÍNU! Stjarnan fær horn, boltinn dettur dauður niður í teignum og endar hjá Daníel Laxdal. Hann átti skot af markteig beint í annaðhvort Andra Hjörvar eða Janez Vrenko sem náði að hreinsa frá.
Halldór Orri fékk boltann í kjölfarið og skaut að marki en líkt og oft áður, beint á Wicks.
Halldór Orri fékk boltann í kjölfarið og skaut að marki en líkt og oft áður, beint á Wicks.
Atli Fannar Bjarkason - aðstoðarmaður Guðmunds Steingrímssonar
Markverðir Þórs bjóða yfirleitt upp á spennandi leiki fyrir sjónvarpsáhorfendur
Markverðir Þórs bjóða yfirleitt upp á spennandi leiki fyrir sjónvarpsáhorfendur
23. mín
Atli Jó með aukaspyrnu frá hægri sem ratar á skallann á Michael Præst. Skallinn laus og framhjá markinu.
25. mín
Præst með lúmska tilraun. Fær boltann á miðjum vallarhelmingi Þórs lítur upp og þykist ætla að gefa fyrir en lyfti boltanum svo og reyndi að vippa yfir Wicks. Sá Bandaríski sá í gegnum þetta og greip boltann.
26. mín
Tubæk með tilraun, tekur Sandnes á og með knöttinn á vinstri skýtur hann framhjá.
31. mín
Þórsarar hættir í 3-5-2 og komnir í 4-5-1 líkt og þeir hafa yfirleitt verið í í allt sumar. Hlynur Atli færir sig upp á miðju til Orra Hjaltalín. Jóhann Helgi upp á topp og Jói Þórhalls á vinstri.
35. mín
Hornspyrna Tubæk flýtur í gegnum pakkann og aftur fyrir endamörk á fjær. Vantaði bara haus eða öxl í þennan bolta og forysta Þórs gæti verið 2-0. Janez Vrenko vill víti. Fær ekki.
36. mín
Rautt spjald: Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Jóhann Helgi og Rauschenberg í kapphlaupi um boltann og Jóhann hafði betur. Rauschenberg klippti hann niður sem aftasti maður og fékk rautt spjald fyrir vikið.
Orri Hjaltalín með ömurlegt skot úr aukaspyrnunni beint í vegginn.
Orri Hjaltalín með ömurlegt skot úr aukaspyrnunni beint í vegginn.
37. mín
Ingi Freyr fíflaði landsliðsmannin Laxdal í hægri bakverðinum og sendi fyrir með hægri. Orri Freyr í dauðafæri skallaði yfir á markteig. Gullið færi.
38. mín
Michael Præst hefur fært sig niður í miðvörð við spjaldið en að öðru leiti virðist uppstilling Stjörnunnar nokkuð óbreytt.
39. mín
Halldór Orri fellur innan teigs og Vilhjálmur Alvar metur það svo að þetta hafi verið leikaraskapur. Josh Wicks rauk útúr markinu og heimtaði spjald en ekkert gerðist.
43. mín
MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Þetta var stórgott spil. Hröð sókn Stjörnunnar, Halldór Orri með boltann á fínum spretti, sendi á Veigar Pál á sem var á enn betri spretti. Sá skilaði boltanum á Garðar sem afgreiddi boltann í hornið nær framhjá Wicks.
Markið kemur á besta tíma fyrir Stjörnuna.
Markið kemur á besta tíma fyrir Stjörnuna.
45. mín
MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Ég skal segja ykkur það! Einum færri er Stjarnan komið marki yfir!
Atli Jóhanns tók aukaspyrnuna eftir brotið hans Hlyns. Boltinn var hár og virtist vera hættulaus. Endaði hjá Halldóri Orra sem hálf datt á boltann og af honum lak hann inn. Ekki mikið fyrir augað þetta mark.
Atli Jóhanns tók aukaspyrnuna eftir brotið hans Hlyns. Boltinn var hár og virtist vera hættulaus. Endaði hjá Halldóri Orra sem hálf datt á boltann og af honum lak hann inn. Ekki mikið fyrir augað þetta mark.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks en markið kom í uppbótartíma. Silfurskeiðin lifnað aldeilis við eftir mörkin en hún hafði verið frekar líflaus framan af leik.
Henry Birgir blaðamaður á Vísi
Wicks á eftir að renna í öllum þessum laufblöðum í teignum.
Almáttugur Þórsarar. Hljóta að skrifa þetta á laufin.
Wicks á eftir að renna í öllum þessum laufblöðum í teignum.
Almáttugur Þórsarar. Hljóta að skrifa þetta á laufin.
Arnór Þór Gunnarsson handknattleiksmaður og Þórsari
Við spilum betur 11 á móti 11 ég bara
Skil þetta ekki #sorry #þór #fotbolti
Við spilum betur 11 á móti 11 ég bara
Skil þetta ekki #sorry #þór #fotbolti
Viktor Hólmgeirsson laganemi og Silfurskeið
Tölfræðimoli dagsins: Stjarnan hefur spilað þrjá leiki gegn Þór á tímabilinu og fengið rautt spjald í þeim öllum. #Fotbolti #Skeidin
Tölfræðimoli dagsins: Stjarnan hefur spilað þrjá leiki gegn Þór á tímabilinu og fengið rautt spjald í þeim öllum. #Fotbolti #Skeidin
53. mín
Stjörnuvörnin alveg úti á túni. Ingi Freyr með sendingu sem Jóhann Helgi hefur allan tíma heimsins til að taka niður. Á skot með vinstri sem fer hárfínt framhjá. Flott færi.
54. mín
Skelfing Garðar Jóhannsson. Miskilningur hjá Andra og Vrenko, Garðar stal boltanum og ætlaði að taka Vrenko á. Stoppaði í miðju kafi og færið rann út í sandinn.
58. mín
Præst með skot. Veigar með horn sem Halldór Orri kom áfram á Præst sem skaut beint á Wicks. Vert að minnast á móttöku og sendingu Halldórs, það var í frysta klassa.
59. mín
Chopart reynir skot fyrir aftan miðju. Allt í lagi að reyna en dreif ekki og skakkt að auki.
62. mín
Inn:Chukwudi Chijindu (Þór )
Út:Janez Vrenko (Þór )
Hlynur fer niður í vörn og Chuck upp á topp.
63. mín
Vantar alla greddu í Þórssóknina þarna. Chuck byrjar líflegur, keyrir á vörnina og leggur á Tubæk. Hann sendir á Jóhann Helga út á kanti sem nær sendingu fyrir. Enginn keyrir í sendinguna.
64. mín
Halldór Orri með skot sem hafnar í Hlyn Atla. Stjörnumenn vilja víti en fá ekki. Ég ætla ekki að fullyrða neitt en mér sýndist að þetta hafi farið í búkinn.
75. mín
Jóhann Þórhalls með skot utan af kanti sem Ingvar slær yfir. Óvænt skot. Jóhann langar í sitt annað mark í sumar.
76. mín
Landsliðs Jóhann Laxdal með skot eftir góðan undirbúning Halldórs Orra. Báðir verið líflegir í leiknum.
76. mín
Enn á ný Veigar og Halldór Orri að spila flott. Veigar með gullbolta innfyrir á Sandnes. Hann hamrar og Wicks slær hann yfir.
Úr horninu nær Garðar Jó skalla eftir úthlaup Wicks. Orri Hjaltalín bjargar á línu.
Úr horninu nær Garðar Jó skalla eftir úthlaup Wicks. Orri Hjaltalín bjargar á línu.
78. mín
Jóhann Laxdal með sendingu inn á Garðar sem tók boltann niður og skaut með hægri. Já hægri. Nokkuð yfir.
79. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Baldvin kláraði einmitt vítakeppnina fyrir norðan fyrr í sumar.
80. mín
MARK!
Robert Johan Sandnes (Stjarnan)
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
Alveg eðlilegt. Manni færri eru Stjörnumenn að sækja tveir á fimm. Einfaldur þríhyrningur og vinstri bakvörðurinn Robert Sandnes mættur einn í gegn og á í engum vandræðum með að skora.
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko
('62)
20. Jóhann Þórhallsson
('83)
Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('83)
18. Jónas Sigurbergsson
('83)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Hlynur Atli Magnússon ('45)
Janez Vrenko ('42)
Rauð spjöld: