Fjölnir
3
0
Selfoss
Þórir Guðjónsson
'31
1-0
Þórir Guðjónsson
'60
2-0
Ragnar Leósson
'90
3-0
14.09.2013 - 14:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
('46)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
('46)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Illugi Þór Gunnarsson ('77)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-0 sigri Fjölnis. Þeir halda því enn toppsætinu fyrir lokaumferðina í 1. deild, sem verður hreint út sagt ótrúleg. Grindavík, Víkingur og Haukar eru öll með sigra í dag og eru því með 39 stig, einungis stigi á eftir Fjölni. Þá vinnur BÍ/Bolungarvík sigur gegn Leikni R. og á liðið því enn möguleika á að fara upp, þó fjarlægur sé. Liðið er með 37 stig. Það ætti því ENGINN að missa af lokaumferðinni, spennan er með ólíkindum!!
90. mín
MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
MAAAAAAARK!! Ragnar Leósson klárar leikinn fyrir Fjölni í uppbótartíma. Var kominn aleinn í gegn og kláraði af öryggi framhjá Jóhanni og í netið.
90. mín
Enn ein aukaspyrnan á hættulegum stað fyrir Selfoss. Spyrnuna tekur varamaðurinn Ingi Rafn en boltinn fer vel yfir markið.
86. mín
Inn:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir)
Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir Guðjónsson, hetja dagsins, fer af velli og inn í hans stað kemur Marínó Þór Jakobsson. Þórir heldur betur að tryggja Fjölni mikilvæg þrjú stig í dag.
83. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Stórkostleg spyrna frá Þorsteini Daníel Þorsteinssyni en Þórður Ingason ver mjög vel í horn.
81. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu og freista þess að minnka muninn. Boltinnfer hins vegar aftur fyrir,vonlaus spyrna.
77. mín
Gult spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Illugi Þór tekur leikmann Selfoss niður í álitlegri sókn og fær gult spjald.
69. mín
Þarna munaði engu að Fjölnismenn hefðu klárað leikinn en skot frá Ómari Hákonarsyni fer rétt framhjá.
67. mín
Fjölnismennfá aukaspyrnu á fínum stað. Hana tekur Bergsveinn Ólafsson, en boltinn fer vel yfir markið.
65. mín
Manni finnst svona heldur fáir vera á Fjölnisvellinum miðað við mikilvægi leiksins. Hins vegar verður að hrósa ákveðnum stuðningsmannahópi sem hefur sungið og trallað allan leikinn.
64. mín
Selfoss fær aukaspyrnuá stórhættulegum stað en spyrnan frá Sindra Snæ Magnússyni fer beint í vegginn.
60. mín
MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ómar Hákonarson
Stoðsending: Ómar Hákonarson
MAAARK!!! Þórir Guðjónsson tvöfaldar forystu Fjölnismanna, rétt eftir að þeir áttu gott færi. Selfyssingar misa boltann á hrikalega klaufalegum stað, Ómar Hákonarson leggur boltann á Þóri sem er einn gegn markverði og klárar frábærlega.
56. mín
Ekki mikið að gerast fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við höfum ekki séð eitt almennilegt færi til þessa.
46. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Fjölnismenn þurftu að gera skiptingu í hálfleik. Aron Sigurðarson fór af velliog inn í hans stað er kominn Guðmundur Böðvar Guðjónsson.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés í Grafarvoginum og eru það Fjölnismenn sem leiða leikinn 1-0.
45. mín
Dauðafæri hjá Selfossi. Hættuleg aukaspyrna Ingólfs inn í teig og illa gengur að hreinsa. Á endanum nær Þórður Ingason að blaka boltanum frá.
36. mín
Fínn kraftur í Fjölnismönnum eftir markið. Þeir eru að sækja en vantar þó að skapa sér almennileg færi.
31. mín
MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Selfyssingar í bölvuðu basli við að hreinsa boltann í burtu úr teignum og fara hrikalega illa að ráði sínu. Þórir er mættur til að refsa þeim og klárar vel!
29. mín
Ragnar Leósson kemst í fínt skotfæri en líkt og önnur skot Fjölnis veldur þetta Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga ekki miklum vandræðum.
24. mín
Gult spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Þórir Guðjónsson hleypur upp völlinn með boltann og Svavar Berg Jóhannsson hakkar hann niður og fær gult spjald.
24. mín
Ævintýraleg markvarsla frá Þórði Ingasyni. Mér sýndist það vera Ingvi Rafn sem átti skalla úr dauðafæri en Þórður blakaði boltanum yfir. Enn og aftur fá Selfyssingar hornspyrnu en hún rennur út í sandinn.
20. mín
Selfyssingar vilja fá víti þegar Javier Zurbano Lacelle er togaður niður í teignum, en þeir verða að sætta sig við hornspyrnu.
17. mín
Ingólfur með fína hornspyrnu en Þórður Ingason stekkur manna hæst og grípur boltann.
15. mín
ÞARNA MUNAÐI NÁNAST ENGU AÐ SELFOSS KÆMIST YFIR!!! Frábær aukaspyrna og skalli í stöng, boltinn rúllar framhjá marklínunni og annar Selfyssingur mætir í skotið, en boltinn fer í utanverða stöngina úr dauðafæri!! Þarna skall hurð nærri hælum fyrir heimamenn!
13. mín
Þórir Guðjónsson með fasta aukaspyrnu af löngu færi en boltinn beint á Jóhann í markinu.
12. mín
Aron Sigurðarson að byrja leikinn fáránlega vel. Drengurinn er magnaður á boltanum og fer létt með það að spæna sig framhjá leikmönnum gestanna. Fær svo aukaspyrnu þegar Selfyssingar sjá að eina leiðin til að stöðva hann er að brjóta á honum. Kæmi mér ekki á óvart að Aron spili í Pepsi-deildinni á næsta ári, hvort sem Fjölnir kemst þangað eða ekki.
9. mín
Selfyssingar fá sína fyrstu hornspyrnu. Ingólfur Þórarinsson tekur hana en Fjölnisemnn skalla frá og geysast upp í skyndisókn. Aron Sigurðarson ber boltann virkilega vel með sér og kemur honum á Guðmund Karl, sem lætur vaða. Skotið er hins vegar nokkurn veginn beint á Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga.
8. mín
Úff! Fjölnismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað en reyna að drífa sig að taka hana og boltinn fer framhjá.
7. mín
Leikurinn byrjar nokkuð jafnt. Fjölnismenn eru aðeins ákafari og áttu hættulegan bolta fyrir áðan, en enginn var mættur til að pota honum yfir línuna.
Fyrir leik
Selfoss var á fínu skriði fyrir síðasta leik. Þeir höfðu þá unnið þrjá leiki í röð en töpuðu svo 3-2 fyrir Leikni. Fjölnir hefur verið á ágætis skriði undanfarið utan við óvænt 3-1 tap gegn Þrótti á heimavelli í þarsíðustu umferð.
Fyrir leik
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Fjölnismenn í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni. Þeir eru í toppsætinu með 37 stig, en hins vegar eru þrjú lið fyrir aftan þá með 36 stig. Virkilega mikilvægt fyrir Fjölni að ná sigri í dag.
Byrjunarlið:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
5. Bernard Petrus Brons
7. Svavar Berg Jóhannsson
('73)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
('73)
10. Ingólfur Þórarinsson
12. Magnús Ingi Einarsson
14. Kristján Freyr Óðinsson
('90)
18. Javier Zurbano Lacalle
24. Sindri Snær Magnússon
Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
20. Sindri Pálmason
('73)
21. Juan Povedano Martinez
22. Andri Már Hermannsson
('90)
Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Sindri Rúnarsson
Gul spjöld:
Svavar Berg Jóhannsson ('24)
Sindri Snær Magnússon ('67)
Rauð spjöld: