City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KA
3
1
Þróttur R.
Ævar Ingi Jóhannesson '11 1-0
1-1 Andri Björn Sigurðsson '47
Atli Sveinn Þórarinsson '66 2-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson '91 3-1
14.09.2013  -  14:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól, logn og blíða.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
2. Gunnar Valur Gunnarsson ('57)
5. Ómar Friðriksson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Bjarki Baldvinsson ('80)
7. Ævar Ingi Jóhannesson ('90)
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
25. Carsten Faarbech Pedersen
27. Darren Lough
33. Ivan Dragicevic

Varamenn:
29. Sandor Matus (m)
10. Bessi Víðisson
18. Jón Heiðar Magnússon
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Gunnar Örvar Stefánsson

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('90)
Atli Sveinn Þórarinsson ('46)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli. Tæknin var aðeins með vesen þannig að þetta er allt saman afar seint á ferð, afsakið það lesendur góðir.
1. mín
Guðmundur Ársæll hefur flautað leikinn á.
4. mín
Vilhjálmur Pálmason með laglega takta hér, heldur boltanum á lofti á sprettinum framhjá varnarmanni og endar á skoti sem fer yfir... laglegir taktar samt sem áður þótt að skotið hafi verið dapurt.
5. mín
Það er ekki mikið undir hér í dag en þó er enn tölfræðilegur möguleiki á því að Þróttur geti fallið í 2. deild. Til þess að það gerist þá verða þeir að tapa báðum sínum leikjum og KF verður að vinna sína leiki gegn Grindavík og Selfoss.
7. mín
Hasar í teignum hjá Þrótti. Ivan Dragicevic á skot að marki eftir horn og Atli Sveinn fylgir eftir en er dæmdur brotlegur. Trausti Sigurbjörnsson er smá stund að jafna sig eftir þetta en það hefst þó á endanum og leikur heldur áfram.
10. mín
Sveinbjörn Jónasson á skalla rétt framhjá eftir horn, Fannar Hafsteinsson kom út en ekki nægilega langt til þess að koma í veg fyrir að Sveinbjörn kæmist í boltann.
11. mín
öhhh... hvað er í gangi? Mark? Rangstaða?
11. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Stoðsending: Darren Lough
mark er það! Darren Lough með sendingu fyrir markið af vinstri vængum þar sem Ævar nær skalla að marki. Trausti Sigurbjörnsson var í boltanum en hann fór yfir línuna samkvæmt línuverðinum... einhverjir héldu að um rangstöðu væri að ræða en Rúna Kristín var ekki sammála því.
12. mín
Ævar Ingi er vægast sagt heitur þessa daga en þetta er fjórða markið hans í síðustu þremur leikjum.
20. mín
Fréttir voru að berast hingað að Grindavík er komið 1-0 yfir á móti KF sem Þróttarar eru eflaust nokkuð sáttir með. Víkingar eru einnig komnir 5-0 yfir á móti Völsung eftir aðeins 18 mínútur, það er ekkert grín gott fólk.
25. mín
Carsten Pedersen með snúning og stungu í gegnum vörn Þróttar þar sem Ævar Ingi er við það að sleppa í gegn en Trausti Sigurbjörnsson er rétt staðsettur og nær boltanum á undan Ævari.
27. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Þróttur R.)
Tók Hallgrím Mar niður, Hallgrímur er búinn að vera líflegur hér í upphafi leiks.
27. mín
Hallgrímur tekur spyrninga sjálfur og hún fer rétt framhjá markinu, fín spyrna af vinstri vængnum rúmlega fimm metrum frá vítateigslínu.
30. mín
Boltinn er í slá... en var þetta skot? Vilhjálmur Pálsson er á hægri vængnum og virðist vera að reyna að koma boltanum fyrir en hann fer í boga yfir Fannar í markinu og ofaná tréverkið. Þetta var tæpt en mig grunar að þetta hafi þó veril algjörlega óvart.
32. mín Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Hallur fær gult spjald fyrir að sparka C. Pedersen niður tvisvar í röð.
32. mín
C. Pedersen var tæpur á því að fá gult sjálfur þarna en hann og Hallur voru eitthvað að nudda saman brjóstkössum eftir að Guðmundur Ársæll flautaði.
37. mín
Ævar Ingi með skot rétt við vítateigslínuna, boltinn er milli fóta á varnarmanni en Trausti er öruggur í búrinu og grípur boltann.
40. mín
Sveinbjrön Jónasson með skot úr aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi, skotið er fast en beint á Fannar í markinu.
43. mín
Nýjustu fréttir frá Ólafsfirði eru þær að Grindavík eru komnir í 0-3 og leikmenn KF manni færri eftir að Eiríkur Ingi Magnússon fékk rautt spjald. Það er því að verða nokkuð pottþétt að Þróttur spilar í 1. deild á næsta ári.
45. mín
Dauðfæri! C. Pedersen er aleinn í teignum en skallar yfir, hann hefði klárlega átt að gera betur enda aleinn og fínasta sending á hann frá Ævari Inga.
45. mín
Hálfleikur - Þróttarar fagna aðeins á leið útaf vellinum þegar vallarþulur les upp stöðuna í leik KF og Grindavíkur.
46. mín
Seinni hálfleikur hefst, engar breytingar.
46. mín Gult spjald: Atli Sveinn Þórarinsson (KA)
Atli Sveinn ekki lengi að byrja seinni hálfleikinn, nær sér í gult fyrir að vera of seinn í tæklingu á miðjum vellinum.
47. mín MARK!
Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.)
Andri Björn slapp í gegn eftir hnoð á miðjum vellinum og gerði ekki nein mistök, kláraði færið eins og sannur fagmaður framhjá Fannari í markinu.
50. mín
Dauðafæri! Gunnar Valur kemst í ákjósanlegt færi eftir sendingu fyrir markið frá Bjarka Baldvins en skot hans er yfir/framhjá... ekki nægilega vel klárað.
57. mín
Inn:Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
66. mín MARK!
Atli Sveinn Þórarinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Heimamenn fengu aukaspyrnu á vinstri vængnum. Hallgrímur Mar mætti á svæðið og átti þessa fínu spyrnu fyrir markið beint á Atla Svein sem er algjrölega aleinn á fjær og stangar boltann í netið.
70. mín
Drengur, hvernig er þetta hægt?!?! Ómar Friðriks er aleinn á móti nánast opnu marki eftir frábæra sendingu frá Hallgrími en setur hann framhjá... vá!
71. mín
Nú er það Ævar Ingi sem á skalla rétt yfir, vörn Þróttar virðist hafa dottað aðeins eftir markið.
73. mín
Þetta fer nú að verða fyndið hreinlega, menn verða að klára svona færi. Núna er það C. Pedersen sem sleppur einn í gegn en á skot rétt framhjá markinu, aftur var það Hallgrímur sem átti sendinguna.
76. mín
Dauðafæri... en ekki mark, hvað annað? Í þetta sinn eru það gestirnir en Arnþór Ari fær nánast frítt skot við markteigslínuna en skotið er beint á Fannar í markinu. Hann varð að snúa sér þannig að þetta var ekkert það auðveldasta hingað til en hefði auðveldlega getað gert betur og jafnað leikinn.
80. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Bjarki Baldvinsson (KA)
87. mín
Liðin skiptast á að sækja og þetta er hálfgert sprell hér á lokakaflanum... menn virðast ekki vera að taka þetta of alvarlega.
90. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Fyrir mótmæli, sérstök tímasetning.
90. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (KA) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Gunnar Övar fær þessar þrjár mínútur sem dómarinn bætir við
91. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Carsten Faarbech Pedersen
Þá er þessi leikur endanlega afgreiddur sem og titillinn maður leiksins, Hallgrímur búinn að vera frábær hér í dag.
Leik lokið!
Sanngjarn sigur heimamanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Haukur Hinriksson
9. Arnþór Ari Atlason
9. Andri Björn Sigurðsson
10. Ingólfur Sigurðsson
21. Sveinbjörn Jónasson
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
1. Ögmundur Ólafsson (m)
16. Jón Konráð Guðbergsson
16. Geir Kristinsson
22. Kristjón Geir Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hallur Hallsson ('32)
Arnþór Ari Atlason ('27)

Rauð spjöld: