Breiðablik
1
2
Fram
0-1
Almarr Ormarsson
'42
0-2
Kristinn Ingi Halldórsson
'56
1-2
Halldór Arnarsson
'57
, sjálfsmark
16.09.2013 - 17:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 620
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 620
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
('80)
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
27. Tómas Óli Garðarsson
('67)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson
Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
('80)
16. Ernir Bjarnason
('67)
17. Elvar Páll Sigurðsson
('28)
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Innilega velkomin með Fótbolta.net á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik og Fram eigast við klukkan 17:15.
Fyrir leik
Stórt skarð kom í Evrópuvonir Blika í síðasta leik þegar þeir gerðu jafntefli við Val. Kópavogsliðið er í fjórða sæti og þarf allt að ganga upp ef liðið ætlar að enda ofar. Vonin er veik. Framarar eru fimm stigum fyrir ofan Víking Ólafsvík sem er í fallsæti. Bikarmeistararnir eru því enn í fallhættu!
Fyrir leik
Það er svakalegur kuldi úti en hér í fréttamannastúkunni er hlýtt og gott. Vallarstjórinn Magnús Valur Böðvarsson er að leggja lokahönd á völlinn sem lítur bara þokkalega út. Það hefur lægt mikið og alveg þolanlegur vindstyrkur núna. Það varður spilað. Það er ljóst.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson dæmir leikinn í kvöld. Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru aðstoðarmenn en þetta tríó verður að störfum á Evrópuleik Lazio og Legia Varsjá næsta fimmtudagskvöld.
Fyrir leik
Það eru talsverðar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks frá síðasta leik, jafntefli gegn Val, enda voru fjórir leikmenn í banni þar. Renee Troost kemur aftur í vörnina og Elfar Freyr Helgason fer á bekkinn. Andri Rafn Yeoman er ekki með Blikum í dag vegna meiðsla.
Fyrir leik
Viktor Bjarki Arnarsson er ekki með Fram í dag þar sem hann tekur út leikbann.
Fyrir leik
Jæja, spekingarnir í fréttamannastúkunni fá að spá fyrir um úrslit leiksins. Það eru skiptar skoðanir:
Hörður Snævar, 433.is:
3-1 sigur Breiðabliks.
Tómas Meyer, 365:
4-0 fyrir Breiðablik (með fyrirvara).
Guðmundur Hilmarsson, mbl.is:
2-2 jafntefli.
Böddi the Great, tökumaður á Stöð 2:
1-2 fyrir Fram!
Hörður Snævar, 433.is:
3-1 sigur Breiðabliks.
Tómas Meyer, 365:
4-0 fyrir Breiðablik (með fyrirvara).
Guðmundur Hilmarsson, mbl.is:
2-2 jafntefli.
Böddi the Great, tökumaður á Stöð 2:
1-2 fyrir Fram!
Fyrir leik
35 mínútur í leik. Framararnir mættir út að hita í kuldanum. Blikarnir eru enn inni í klefa. Nóg af bílstæðum laus og enginn mættur í stúkuna.
Fyrir leik
Halldór Arnarsson, varnarmaður Fram, hitar einn með því að skokka fram og til baka á miðlínunni. Líklega eitthvað tæpur.
Fyrir leik
Vil misnota aðstöðu mína og óska Kópavogsbúum til hamingju með nýja hringtorgið á Dalvegi. Kópavogur líklega með flest hringtorg í heimi miðað við höfðatölu.
Fyrir leik
Jæja, fimmtán mínútur í leikinn. Kominn góður hópur af ungum Blikakrökkum í stúkuna.
3. mín
Árni Vilhjálmsson fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Hann lofaði eftir síððasta leik að dýfa sér ekki aftur svo þetta var 100 aukaspyrna. Guðjón Pétur Lýðsson tók spyrnuna en hitti ekki rammann.
11. mín
Hólmbert eitthvað meiddur. Hefur legið tvívegis á vellinum. Sjúkraþjálfari Fram er inni á vellinum núna að aðstoða hann.
15. mín
Þórður Steinar með skiptingu frá hægri yfir til vinstri, Tómas Óli átti þar frábæra sendingu á Árna Vilhjálms í teignum en Framarar björguðu í horn. Ekkert kom út úr horninu.
21. mín
BAKFALLSSPYRNA Í STÖNGINA! Þarna voru Blikar stálheppnir. Gunnleifur Gunnleifsson í ruglinu eftir hornspyrnu, missti boltann og Almarr Ormarsson tók bakfallsspyrnu í stöngina. Þetta var rosalegt.
28. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
Út:Nichlas Rohde (Breiðablik)
Rohde haltrar meiddur af velli.
33. mín
Árni Vilhjálmsson náði að stinga sér framfyrir Halldór Arnarsson og skaut á markið en beint á Ögmund.
37. mín
Guðjón Lýðs með lúmskt skot úr þröngu færi! Ögmundur vel á verði. Annars er þessi leikur alls ekki mikil skemmtun.
42. mín
MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
Stoðsending: Orri Gunnarsson
Stoðsending: Orri Gunnarsson
FRAM KEMST YFIR! Vörn Blika klikkaði illilega. Orri Gunnarsson fékk boltann hægra megin í teignum og átti fasta sendingu fyrir. Almarr kom knettinum inn af mjög stuttu færi.
43. mín
Skömmu fyrir mark Fram fengu Blikar hörkufæri þegar Árni Vilhjálmsson dansaði framhjá varnarmönnum og kom boltanum á Ellert. Skot hans var varið af Ögmundi.
44. mín
Guðjón Lýðsson með skot úr aukaspyrnu en Ögmundur reiknaði þetta rétt út og varði.
45. mín
Það hefur verið jafnræði með þessum tveimur liðum í dag. Markið sem skilur liðin að skoraði Almarr Ormarsson af stuttu færi. Blikar reyndu að fá Almarr í glugganum.
45. mín
620 áhorfendur eru á leiknum í dag. Menn eru að tala um að það sé líklega Framari í talningunni.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað - Kristinn Ingi kemur inn fyrir Hólmbert sem hefur verið á öðrum fætinum vegna meiðsla.
48. mín
Fram með hættulega hornspyrnu. Halldór Arnarsson skallaði yfir. Lenti í samstuði við Rene Troost sem liggur eftir. Þarf aðhlynningu.
56. mín
MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
Stoðsending: Almarr Ormarsson
GLÆSILEGA KLÁRAÐ! Almarr með sendinguna á Kristinn sem kom sér inn í teiginn, skaut góðu skoti í fjærhornið. 2-0 fyrir Fram!
57. mín
SJÁLFSMARK!
Halldór Arnarsson (Fram)
Stoðsending: Sverrir Ingi Ingason
Stoðsending: Sverrir Ingi Ingason
BLIKAR SVARA STRAX! Halldór Arnarsson skorar sjálfsmark annan leikinn í röð. Hann skoraði einnig í eigið net í 1-0 tapi gegn ÍBV síðasta föstudag. Sverrir Ingi skallaði fyrir markið og Halldór varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Guðmundur Kristjánsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks:
Eins og ég elska Hauk Baldvins vin minn þá er ég orðinn hundleiður á að tapa fyrir Fram! Megi þeir skora 100 sjálfsmörk í kvöld!
Eins og ég elska Hauk Baldvins vin minn þá er ég orðinn hundleiður á að tapa fyrir Fram! Megi þeir skora 100 sjálfsmörk í kvöld!
64. mín
Það eru tvö "köld" lið að mætast hér í kvöld. Báðum liðum hefur gengið illa eftir Verslunarmannahelgi og erfiðlega gengið að innbyrða sigra.
72. mín
Guðjón Pétur með tilþrfi. Fékk sendingu frá Finni Orra, lék inn völlinn og lét svo vaða. Yfir markið. Fín tilraun samt.
76. mín
Finnur Orri með sendingu fyrir markið. Guðjón Lýðs skallaði rétt framhjá. Blikar líklegri núna.
78. mín
DAUÐAFÆRI! Ellert Hreinsson fékk boltann á silfurfati beint fyrir framan markið en skallaði beint í hendur Ögmundar. Þarna átti Ellert að gera betur. Miklu betur.
80. mín
SLÁARSKOT! Árni Vilhjálmsson skýtur í slánna og niður. Með hreinum ólíkindum að Blikar hafa ekki náð að jafna.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
10. Orri Gunnarsson
11. Almarr Ormarsson
14. Halldór Arnarsson
Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
9. Haukur Baldvinsson
16. Aron Bjarnason
('61)
23. Benedikt Októ Bjarnason
Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Gul spjöld:
Halldór Hermann Jónsson ('61)
Jon André Röyrane ('45)
Rauð spjöld: