City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
3
0
KR
Ellert Hreinsson '8 1-0
Árni Vilhjálmsson '80 2-0
Guðjón Pétur Lýðsson '82 3-0
19.09.2013  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Ágætar
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1.930
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
10. Árni Vilhjálmsson ('91)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('64)
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('87)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson ('87)
30. Andri Rafn Yeoman ('64)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('93)
Gísli Páll Helgason ('92)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin með Fótbolta.net á Kópavogsvöll! Framundan er leikur Breiðabliks og KR. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en leik var hætt eftir nokkurra mínútna leik þegar Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Blika, hlaut höfuðhögg og var óttast hið versta. En sem betur fer fór mikið betur en á horfðist og Elfar er farinn að æfa á ný og var í leikmannahópnum í síðasta leik.
Fyrir leik
Ef KR vinnur þennan leik verður liðið Íslandsmeistari í 26. sinn. KR-ingar þurfa aðeins tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum til að titillinn sé þeirra.
Fyrir leik
Breiðablik verður að vinna til að halda í vonina um að ná Evrópusæti. Liðinu hefur gengið illa síðustu vikur en er með 33 stig og á þrjá leiki eftir. Stjarnan er með 40 stig í þriðja sætinu og á tvo leiki eftir en liðin eigast við á sunnudag.
Fyrir leik
Leikurinn verður 54. leikur KR og Blika á Íslandsmóti. KR hefur sigrað í 26 leikjum, Beiðablik í 12 en 15 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 82-52 KR í hag. (Vefskrá KR)
Fyrir leik
Tveir í leikmannahópi Breiðabliks hafa leikið með báðum félögum í efstu deild. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður lék 36 leiki með KR á árunum 1998 og 1999, þar af 11 í efstu deild. Jökull I Elísabetarson lék 140 leiki með KR á árunum 2001 til 2005, þar af 61 í efstu deild.

Báðir þjálfarar Breiðabliks, Ólafur Helgi Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson, hafa leikið með KR í efstu deild. (Vefskrá KR)
Fyrir leik
Rauði baróninn, Garðar Örn Hinriksson, sér um að dæma leikinn en hann hefur verið einn besti dómari tímabilsins, ef ekki sá besti.

Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon flagga í dag og málarameistarinn Erlendur Eiríksson verður með skilti.

Ókeypis aðgangur er að leiknum en það var ákveðið eftir að fresta þurfti leiknum í síðasta mánuði.
Fyrir leik
Gary Martin, leikmaður KR:
"Markmiðið er að vinna deildina í kvöld ef við getum. Breiðablik mun samt ekki gera þetta auðvelt fyrir okkur. Þeir vilja ekki að við vinnum titilinn á þeirra velli þar sem þeir komu sjálfir til greina í titilbaráttu fyrir tímabilið."
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson var hvíldur í síðasta leik en Þröstur Emilsson í KR-útvarpinu segir að hann sé klár í slaginn í kvöld. Hann var víst mættur á Kópavogsvöll rúmum tveimur tímum í leik. Byrjunarliðin fara að detta inn.
Fyrir leik
KR-ingar gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Fylki. Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Atlason koma inn fyrir Guðmund Reyni Gunnarsson og Atla Sigurjónsson.
Fyrir leik
Breiðablik gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði. Rene Troost og Nichlas Rohde eru meiddir. Inn í liðið koma Elfar Freyr Helgason og Gísli Páll Helgason.

Í fréttamannastúkunni er spekúlerað hvernig Blikar munu stilla upp. Það kemur bara í ljós.
Fyrir leik
Kópavogsdjúsinn er í sínu besta standi. Afskaplega sterkur og bragðgóður.
Fyrir leik
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, stillir upp í 3-5-2 leikkerfið í kvöld.

Gunnleifur í marki; Þórður, Sverrir og Elfar eru hafsentar; Gísli Páll og Kristinn vængbakverðir; Finnur djúpur á miðju og Guðjón Pétur og Tómas Óli framar á miðju; Árni og Ellert fremstir.
Fyrir leik
Byrjunarlið KR:
Hannes
Haukur - Grétar - Grönner - Gunnar Þór
Jónas Guðni - Brynjar Björn
Baldur
Óskar Örn - Martin - Emil
Fyrir leik
Upphitun í fullum gangi. Fimmtán mínútur í leik og KR-hluti nýju stúkunnar að fyllast.
Fyrir leik
Hægur vindur. Rigningarlegt þó ekki dropi niður sem stendur. Líklegt þó að það fari að rigna á eftir.
Fyrir leik
Jæja liðin ganga út á völlinn. Vonandi fáum við einstaklega hressandi fótboltaleik.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Sporthúsinu.
2. mín
Óskar Örn með skemmtilegt skot eftir að boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf frá vinstri. Klippti boltann á markið og Gunnleifur þurfti að hafa sig allan við að verja þetta í horn.
3. mín
KR-ingar hættulegir í upphafi. Grétar Sigfinnur með skot yfir.
8. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
BLIKAR KOMNIR YFIR! Árni Vilhjálmsson með sendingu á félaga sinn Ellert Hreinsson sem var gríðarlega beinskeyttur, óð að marki og skaut föstu skoti með tánni í netið! Vel gert! Stoðsendingin hjá Árna var líka gull, með hælnum.
11. mín
KR nálægt því að jafna! Óskar Örn Hauksson með skot en Gunnleifur varði, hélt ekki boltanum. Emil fékk hörkufæri en aftur varði Gunnleifur. Líf og fjör!
19. mín
Brynjar Björn með skot fyrir utan teig. Yfir markið.
22. mín
Ellert með skot fyrir utan teig en auðvelt fyrir Hannes.
Einar Matthías Kristjánsson:
Halda Valsmenn í laumi með KR í dag? Annars gætu þeir verið að fagna titlinum á Hlíðarenda í næstu umferð. #pæling
29. mín
Blikar komnir með þéttan varnarmúr. Liggja aftarlega.
38. mín
Leikurinn afskaplega daufur þessar mínútur.
40. mín
Óskar Örn Hauksson tók hornspyrnu. Rann í aðhlaupinu og sparkaði boltanum beint út af í markspyrnu. Mjög klaufalegt.
42. mín
Guðjón Pétur Lýðsson með sprett og skot á markið en auðvelt viðureignar fyrir Hannes.
45. mín
Hálfleikur - Blikar leiða í hálfleik. Ellert Hreinsson með eina markið.
45. mín
Gísli Páll Helgason bað boltastrákana að hafa handklæði tilbúin fyrir seinni hálfleik. Það er von á löngum innköstum hjá Blikum eftir hlé!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
52. mín
Óskar Örn með hornspyrnu en Blikar hreinsuðu frá. Langt síðan almennilegt færi kom í þessum leik.
56. mín
Fín sókn Blika, Tómas með sendingu sem sigldi rétt framhjá fjærstönginni.
56. mín
Kjartan Henry Finnbogason er að hita.
58. mín
Árni Vilhjálmsson einn á auðum sjó í fínu færi í teignum en hitti ekki boltann.
60. mín
Blikar einfaldlega betri þessa stundina. Líklegri til að bæta við en KR að jafna segi ég.
61. mín
1930 áhorfendur í kvöld.
63. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
64. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
67. mín
Inn:Bjarni Guðjónsson (KR) Út:Brynjar Björn Gunnarsson (KR)
68. mín
Frábær fyrirgjöf á Baldur Sigurðsson sem var í dauðafæri en skallaði framhjá!
73. mín
Inn:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Síðasta skipting KR.
74. mín
Árni Vilhjálmsson við það að sleppa í gegn. Virtist kolrangstæður en KR bjargaði á síðustu stundu.
76. mín
Blikar að halda gestunum vel í skefjum. KR lítið að ná að skapa sér.
77. mín
Árni Vilhjálms hefur verið mjög sprækur í dag. Hann með klobba og frábæra sendingu á Ellert sem var kominn einn í gegn en fór illa að ráði sínu. Var ekki eins beinskeyttur og þegar hann skoraði.
80. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
KR-ingar þurfa að setja kampavínið á ís! Árni Vilhjálmsson skorar með skalla eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Boltinn lak inn.
82. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ellert Hreinsson
Ég skal segja ykkur það! Breiðablik er að klára þetta endanlega. Guðjón Pétur gerir út um leikinn eftir sendingu Ellerts Hreinssonar.
85. mín
Maður leiksins: Árni Vilhjálmsson.
87. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
88. mín
Það verður líka að hrósa Garðari Erni dómara. Hefur leyft mikið og leikurinn fengið að fljóta. Haldið línunni vel.
90. mín
Komið að uppbótartíma.
91. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
92. mín Gult spjald: Gísli Páll Helgason (Breiðablik)
93. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
Leik lokið!
Mjög döpur frammistaða hjá KR í kvöld. Breiðablik heldur Evrópuvonum sínum á lífi og leikur hörkuleik við Stjörnuna á sunnudaginn. Vel gert hjá Blikum í kvöld!
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('73)
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
30. Jonas Grönner

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('63)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('73)
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: