Fylkir
2
1
Víkingur Ó.
Viðar Örn Kjartansson
'62
1-0
Emil Berger
'67
, víti
2-0
2-1
Eyþór Helgi Birgisson
'84
22.09.2013 - 16:00
Lautin
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Prýðilegar
Dómari: Erlendur Eiríksson
Lautin
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Prýðilegar
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
Kristján Hauksson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
('90)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
Varamenn:
22. Davíð Einarsson
('90)
Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson
Gul spjöld:
Ásgeir Örn Arnþórsson ('80)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('76)
Kjartan Ágúst Breiðdal ('43)
Pablo Punyed ('34)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin með Fótbolta.net í lautarferð. Framundan er alvöru bardagi, fallbaráttubardagi. Víkingar eru í fallsæti með 17 stig, þremur stigum minna en Fylkismenn. Tvær umferðir eftir og nú er að duga eða drepast. Ef Þór vinnur ÍA og Ólafsvíkingar tapa þá falla þeir í dag.
Fyrir leik
Fylkir steinlá fyrir KR 4-1 í síðasta leik en Víkingar unnu ÍA 5-0 og hentu Skagamönnum niður í 1. deild.
Fyrir leik
Helgi Kristjánsson, stuðningsmaður Víkings Ó.:
Takist okkur að vinna þá með þremur mörkum eða meira að þá förum við uppfyrir þá á markatölu. Hvers vegna ættum við ekki að geta unnið annan leik i röð stórt? Ég veit að Víking Ó mun ekki skorta stuðning í leiknum. Ég á von á því að við munum yfirgnæfa áhorfendapallana. Í liði Fylkis er markahæsti leikmaður Pepsídeildarinnar hingað til. Þann leikmann verðum við að hafa auga með.
Takist okkur að vinna þá með þremur mörkum eða meira að þá förum við uppfyrir þá á markatölu. Hvers vegna ættum við ekki að geta unnið annan leik i röð stórt? Ég veit að Víking Ó mun ekki skorta stuðning í leiknum. Ég á von á því að við munum yfirgnæfa áhorfendapallana. Í liði Fylkis er markahæsti leikmaður Pepsídeildarinnar hingað til. Þann leikmann verðum við að hafa auga með.
Fyrir leik
Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, spáir 0-2 í dag. Sigri Víkings Ó.:
Víkingarnir verða að vinna og þeir halda áfram að vera öflugir frá því í síðasta leik. Það verður að halda spennunni fyrir lokaumferðina.
Víkingarnir verða að vinna og þeir halda áfram að vera öflugir frá því í síðasta leik. Það verður að halda spennunni fyrir lokaumferðina.
Fyrir leik
Athygli vekur að Bjarni Þórður Halldórsson er á bekknum hjá Fylki. Ekki höfum við upplýsingar um að hann sé meiddur en hann átti allavega dapran dag gegn KR í síðasta leik. Reynsluboltinn Kristján Finnbogason ver mark Árbæjarliðsins í dag.
Fyrir leik
Árbæingar eru það heppnir að eiga háværustu kaffivél landsins. Versta við vélina er að kaffið úr henni er viðbjóður.
Fyrir leik
Verið að tjúna stuðið upp hér í Lautinni og DJ-inn byrjaður að bjóða upp á einhvern eðal. Það er víst von á mörgum háværum stuðningsmönnum Ólafsvíkurliðsins í heimsókn. Fylkismenn eru byrjaðir að grilla pulsur og krakkar eru hlaupandi um allt. Allt samkvæmt vana hér í Lautinni.
Fyrir leik
Magnús Kjartan Eyjólfsson, trúbador, útvarpsmaður og starfsmaður fyrir Stöð 2 Sport, er mættur út á völlinn til að láta Björn Pálsson fá Pepsi fyrir að vera leikmaður síðustu umferðar í Pepsi-mörkunum.
Fyrir leik
Dómararnir byrjaðir að hita. Erlendur Eiríksson málarameistari er með flautuna. Áskell Gíslason og Andri Vigfússon eru með flögg. Vonandi helst dómaratríóið heilt. Dómarar eru vanir því að meiðast á þessum velli.
Fyrir leik
Krissi starfsmaður Fylkis mættur til að þjónusta íþróttafréttamenn. Toppmaður í því starfi. Vel hugsað um mann hérna í Árbænum. Þó fréttamannaskúrinn sé ofan í skurði þá er maður alveg óhultur.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Ólafsvíkurliðsins þrusuflottir. Mættir tímanlega og eru fjölmennir. Bein á það.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og vallarþulur hvetur til heiðarlegrar framkomu utan vallar sem innan. Vallarþulurinn er Þorsteinn Lár Rottweiler-hundur með meiru.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Fylkismenn byrjuðu með knöttinn og sækja í átt að Árbæjarlaug.
7. mín
...ekkert kom út úr horninu. Þess má geta að Kjartan Ágúst Breiðdal er í miðverði með Kristjáni Haukssyni í dag. Agnar Bragi Magnússon er á miðjunni. Eins og turn á miðjum vellinum.
14. mín
Mikil barátta í gangi (bjóst einhver við öðru?). Erlendur dómari búinn að gefa einn "svan" á hvort lið. Menn fá aðvaranir áður en gulu spjöldin fara á loft.
17. mín
Alfreð Már Hjaltalín með skemmtileg tilþrif. Lék á Kjartan Ágúst og Tómas Joð sem litu ansi illa út! Sendi svo fyrir en þar var enginn Ólsari.
24. mín
Frábært spænskt spil sem áhorfendur fengu frá Ólsurum þarna. Smá darraðadans í teignum áður en Kjartan Ágúst hreinsaði frá marki.
32. mín
ÞVÍLÍK SÓKN FYLKIS! Gestirnir stálheppnir að vera ekki lentir undir. Ásgeir Örn Arnþórsson lék á Hernandez og komst í teiginn. Boltinn barst á Viðar Örn sem var í dauðafæri en á síðustu stundu kastaði Damir Muminovic sér fyrir skotið. Elís Rafn tók svo skot sem hitti ekki markið.
37. mín
Hernandez að komast í dauðafæri eftir sendingu frá Tena, Guðmundur Steinn hirti boltann og færið af honum og Kristján Finnbogason varði. Hernandez ekki sáttur, skiljanlega! Illa gert hjá fyrirliðanum.
41. mín
Deyja fyrir klúbbinn!! Guðmundur Steinn í skotfæri en Ásgeir Börkur kastaði sér fyrir skotið. Fórnaði sjálfum sér... þvílíkur stríðsmaður.
44. mín
Óvænt dauðafæri sem Viðar Örn fékk eftir hornið. Einar misreiknaði knöttinn og Viðar virtist ekki tilbúinn. Skallaði yfir.
45. mín
Guðmundur Steinn með sendingu á Alfreð sem skaut en beint í fangið á Kristjáni. Við virðumst vera að færast nær marki... það er bara þannig.
48. mín
Viðar Örn Kjartansson með skemmtilegan sprett, kom sér inn í teiginn og skaut naumlega framhjá fjærstönginni.
50. mín
Fylkismenn afskaplega hættulegir í upphafi seinni hálfleiks. Ásgeir Örn með skot. Einar varði.
52. mín
STÖNGIN!!! Viðar Örn funheitur í upphafi seinni hálfleiks. Komst einn í gegn en skaut í stöngina. Það liggur Fylkismark í loftinu núna.
59. mín
Tómas Joð með frábæran sprett... fór framhjá hverjum Ólsaranum á eftir öðrum. Náði þó ekki að koma sér í skotfæri.
60. mín
Boltinn naumlega framhjá marki gestana. Ólafsvíkingar stálheppnir að vera ekki lentir undir.
62. mín
MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Stoðsending: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
Þetta mark hefur legið í loftinu allan seinni hálfleikinn. Eftir hornspyrnu frá Pablo Punyed nær Viðar að skora enda verið stórhættulegur síðustu mínútur. Afskaplega verðskulduð staða.
66. mín
Eins og staðan í leikjunum er núna þá er Víkingur Ólafsvík á leiðinni niður í 1. deild.
67. mín
Mark úr víti!
Emil Berger (Fylkir)
Stoðsending: Viðar Örn Kjartansson
Stoðsending: Viðar Örn Kjartansson
2-0 fyrir Fylki! Insa braut á Viðari Erni. Rakarasonurinn verið á eldi í seinni hálfleik! Berger fór á punktinn, Einar fór í rétt horn en spyrnan góð.
69. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Út:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Ejub gerir tvöfalda skiptingu! Nú skal blása til sóknar... enda verður að taka áhættu. Ólafsvíkingar á leið niður eins og staðan er.
74. mín
Ólafsvíkingar ná að koma boltanum í netið en Áskell aðstoðardómari hafði flaggað. Rangstaða. Æ æ.
83. mín
SLÁIN! Farid Zato með hörkuskot í slánna af löngu færi! Þarna munaði einhverjum 2-3 sentimetrum.
84. mín
MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Farid Zato
Stoðsending: Farid Zato
Farid með stórkostlega sendingu á Eyþór Helga. Rangstöðugildra heimamanna brást og Eyþór slapp einn í gegn og kláraði vel. Nú er spenna! Ólafsvík þarf eitt mark til að ná líflínu! Stúkan tekur við sér!
85. mín
ÍA að pressa og Þórsarar virka stressaðir á Akureyri. Þar er Þór 1-0 yfir. Ef Þór vinnur og Víkingur tapar þá fellur Víkingur í dag. Spennan mikil.
88. mín
Gult spjald: Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Sóknarbrot dæmt á Eyþór. Í pirringi dúndraði hann knettinum í burtu. Það er gult. Elli dómari kann reglurnar.
92. mín
Búið á Þórsvellinum 1-0. Víkingur ÞARF nauðsynlega á marki að halda. Ekki mikið eftir.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín
3. Samuel Jimenez Hernandez
('69)
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
('69)
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
19. Juan Manuel Torres Tena
('57)
25. Insa Bohigues Fransisco
27. Toni Espinosa
Varamenn:
30. Sergio Lloves Ferreiro (m)
9. Guðmundur Magnússon
('69)
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson
('69)
20. Eldar Masic
('57)
21. Fannar Hilmarsson
Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('91)
Eyþór Helgi Birgisson ('88)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('26)
Rauð spjöld: