City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
5
0
Valur
Tryggvi Sveinn Bjarnason '2 1-0
Atli Jóhannsson '9 2-0
Garðar Jóhannsson '30 , víti 3-0
Garðar Jóhannsson '77 4-0
Víðir Þorvarðarson '89 5-0
25.09.2011  -  16:00
Stjörnuvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Hressandi rok og smá bleyta
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 628
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal ('75)
7. Atli Jóhannsson ('81)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('61)
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Laxdal ('65)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í næstsíðustu umferð Pepsi deildar karla. Þrátt fyrir að þessi leikur kunni að falla í skuggann á tveimur öðrum stórleikjum dagsins má ekki gleyma því að bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda í vonina um Evrópusæti.
Fyrir leik
Fyrir þennan leik er Valur í 4. sætinu með 35 stig á meðan Stjarnan fylgir fast á hæla þeirra með 34 stig. Ef svo fer að KR tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í dag er hvorugt liðanna í sérstaklega góðum málum hvað Evrópusæti varðar, en ljóst er að minnsta kosti að þau verða að vinna báða sína leiki og treysta á mjöööög hagstæð úrslit á öðrum vígstöðvum. En þrátt fyrir að möguleikinn sé langsóttur er líklegt að bæði lið muni gefa allt sitt í leikinn í dag.
Fyrir leik
Stjarnan gerir þrjár breytingar á sínu byrjunarliði frá því í 3-2 sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð. Þeir Atli Jóhannsson, Ólafur Karl Finsen og Baldvin Sturluson koma allir inn í byrjunarliðið á meðan þeir Ellert Hreinsson, Þorvaldur Árnason og Bjarki Páll Eysteinsson detta út úr liðinu, Ellert er að ég held farinn aftur í háskólanám í Bandaríkjunum en Þorvaldur og Bjarki fara á bekkinn.
Fyrir leik
Valsliðið gerir heilar fjórar breytingar á sínu byrjunarliði frá því í 2-1 sigrinum gegn Þór í óveðrinu um daginn. Halldór Kristinn Halldórsson, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fara allir úr liðinu, og þeir Hörður Sveinsson, Jón Vilhelm Ákason, Christian Mouritsen og Haukur Páll Sigurðsson koma í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Þið lesendur megið endilega vera duglegir að nota Twitter ef þið hafið einhverja skoðun á þessum leik, eru ekki allir komnir með netið í símann í dag? Notið bara endilega hashtaggið #fotbolti og vel valdar færslur birtast inn á þessari lýsingu.
Fyrir leik
Heil umferð sem er að fara fram hérna klukkan 16:00. Það væri auðvitað skemmtilegt ef baráttan væri galopin á öllum vígstöðvum að þessari umferð lokinni, og það gæti vel verið.
Pétur Sæmundsen
Vindurinn blæs beint inní stjörnuvallastúkuna. Það sem maður gerir ekki fyrir Val #fotbolti
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem byrja með boltann!
2. mín MARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA!! Halldór Orri Björnsson kemur með frábæra aukaspyrnu og á fjærstöngina er mættur Tryggvi Sveinn Bjarnason og hann skallaði knöttinn í netið!!
3. mín
Tryggvi Sveinn skorar aftur!!! En að þessu sinni er markið dæmt af við litla hrifningu Stjörnumanna! Þeir eru að byrja af krafti!
6. mín
Valsararnir bíta aðeins frá sér líka. Rétt í þessu átti Rúnar Már Sigurjónsson fínt skot sem fór naumlega yfir markið.
9. mín MARK!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
2-0 eftir níu mínútur!!!! Jóhann Laxdal kom með innkast sem barst á kollinn á Atla Jóhannssyni sem skallar boltann í netið!!! Alger klaufagangur í vörn Valsaranna en Atli gerði virkilega vel!!
Gudmundur Hafthorsson
Stjarnan mun enda í 3.sæti deildarinnar eftir 2 sigurleiki á meðan Valur tapar 2 leikjum og FH tapar og gerir jafntefli #fotbolti
Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net
Vörn vals hvorki fugl en fiskur þegar Halldór Kristinn er ekki með #leikbann #fotbolti
18. mín
Þetta er fínasti leikur hér í Garðabæ. Bæði lið reyna að sækja en það gengur þó lítið upp hjá gestunum. Það hafa ekki verið nein teljandi færi frá því að seinna mark Stjörnunnar kom.
26. mín
Hætta við mark Valsara! Ólafur Karl Finsen á þarna skot úr ágætis færi en það er ekki nógu fast og Haraldur ver.
29. mín
Pól Jóhannus Jústiníussen er að eiga sinn versta leik á ævinni í dag! Hann fær boltina í hönd sína inni í teig og Valgeir Valgeirsson getur ekki annað en dæmt víti.
30. mín Mark úr víti!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Niðurlæging Valsara heldur áfram!!! Garðar Jóhannsson skorar úr vítinu en ekki mátti tæpara standa! Haraldur virtist vera að verja en boltinn lak undir hann og í markið! 3-0 fyrir Stjörnumönnum takk fyrir!
33. mín
Jæja, Valsarar eru samt ekki hættir. Christian Mouritsen fær boltann í þröngu færi eftir laglega sókn en Ingvar Jónsson ver vel frá honum. Gestirnir fá hornspyrnu en ekkert verður úr henni.
36. mín
Ólafur Karl Finsen klúðrar dauðafæri!! Garðar Jó kemur með frábæra stungusendingu á Ólaf Karl sem er kominn í fyrirtaksfæri, en skot hans fer framhjá.
39. mín
Stjarnan splæsir í laglega einnar snertingar sókn með hælsendingum og öllum pakkanum, sem endar með því að boltinn berst á Halldór Orra. Skot hans er þó ekki nægilega gott og fer ekki á markið.
43. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll fær að líta gula spjalidð fyrir að sparka í leikmann Stjörnunnar, hálfgert pirringsbrot að því er virtist.
44. mín
Nikolaj Pedersen í frábæru skotfæri fyrir utan teiginn, aleinn og óvaldaður, en hann hittir boltann illa og skotið fer vel framhjá. Flott sókn og vel gert hjá leikmanni Stjörnunnar sem hoppaði yfir boltann svo að hann bærist til Danans.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés og er útlitið hrikalega gott fyrir heimamenn í Stjörnunni. Staðan er 3-0 fyrir Garðbæingana.
Rögnvaldur Már
Ég finn rjúkandi ilm af Evrópusæti og nýju meti í efstu deild karla #stjarnan #fotbolti #verdanr3
46. mín
Leikurinn er hafinn.
46. mín
Inn:Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
46. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Christian Mouritsen (Valur)
46. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
47. mín
Já dömur mínar og herrar, hvorki meira né minna en þreföld skipting hjá Völsurum í hálfleik. Það er bara vonandi fyrir þá að enginn meiðist í seinni hálfleiknum!
48. mín
Garðar Jó með þrumuskot úr ágætis færi en það fer vel yfir markið. Garðar fær boltann af kantinum og skýtur í fyrsta en nær ekki að halda boltanum niðri.
49. mín
Varamaðurinn Matthías Guðmundsson lætur strax til sín taka. Hann fær boltann inni í teignum, snýr og kemur sér í skotfæri, en boltinn fer í hliðarnetið.
Valsmenn
Kappid er ekki ad bera fegurdina ofurlidi i fyrri halfleik Valsmanna, svo mikid er vist #fotbolti
53. mín
Garðar Jóhannsson fer hrikalega illa með Atla Svein Þórarinsson og kemst í gott færi, en Haraldur Björnsson ver skot hans virkilega vel og hættunni er bægt frá. Þarna átti þessi mikli markaskorari að gera betur, en færið var kannski full þröngt.
61. mín
Inn:Hafsteinn Rúnar Helgason (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
Hörður Árnason meiddist eitthvað áðan og þarf að fara af velli, inn í hans stað kemur Hafsteinn Rúnar Helgason.
65. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann Laxdal fær að líta gult spjald fyrir litlar sakir og er alveg virkilega fúll, enda þýðir það að hann er í leikbanni í lokaleiknum gegn Breiðablik.
68. mín
Valsarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað þegar boltinn fer í hendina á Nikolaj Pedersen, en spyrna Brynjars Kristmundssonar fer rétt yfir markið.
74. mín
Dauðafæri hjá Val!!!! Rúnar Már á sendingu inn í markteiginn og Arnar Sveinn er mættur og þarf bara að pikka boltanum í netið, en hann hittir ekki knöttinn. Annars hefur seinni hálfleikurinn verið talsvert rólegri en sá fyrri. Færin hafa verið fá og ekki mikið í gangi hjá Völsurum sem virðast hafa gefist upp, að frátöldu þessu frábæra færi Valsara.
75. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
77. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
GARÐAR JÓHANNSSON skorar sitt 15. mark í sumar!!! Atli Jó kom með hornspyrnuna og Garðar stangaði knöttinn í netið, 4-0 fyrir Stjörnunni!!!
79. mín Gult spjald: Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
81. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
87. mín
Haukur Páll með fínt skot en það fer yfir markið. Bendir allt til þess að Valur verði eina liðið í umferðinni sem ekki skorar.
89. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (Stjarnan)
Víðir Þorvarðarson fullkomnar niðurlægingu Valsara með fimmta markinu!! Hann fékk boltann inn í teig og afgreiddi af stakri snilld í fyrstu snertingu í netið! Hrikalega vel gert!
90. mín
Leiknum er lokið með ótrúlegum 5-0 sigri Stjörnunnar!! Garðbæingarnir eiga enn möguleika á Evrópusæti, en þeir þurfa þá að vinna Breiðablik og freista þess að ÍBV tapi fyrir Grindavík í Eyjum. Það gæti gerst þar sem Blikar eru öruggir með sæti sitt í deildinni ef þeir sigra Þór og Grindavík mun þurfa að berjast fyrir lífi sínu ef svo fer að þeir tapi fyrir Fram.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('46) ('46)

Varamenn:
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Rúnar Már Sigurjónsson ('79)
Haukur Páll Sigurðsson ('43)

Rauð spjöld: