City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
0
2
Sviss
0-1 Ramona Bachmann '8
0-2 Lara Dickenmann '54 , víti
26.09.2013  -  18:30
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM kvenna
Dómari: Bibiana Steinhaus (Þýs)
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir ('59)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('63)
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
18. Anna María Baldursdóttir ('77)

Varamenn:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
8. Katrín Ómarsdóttir ('63)
14. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('77)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hólmfríður Magnúsdóttir ('30)

Rauð spjöld:
90. mín
+3. Leik lokið. Alls ekki nógu góður leikur hjá íslensku stelpunum í kvöld, en virkilega margir leikir eru eftir. Viðtöl koma hér inn síðar í kvöld. Takk fyrir mig og áfram Ísland!
90. mín
Inn:Eseosa Aigbogun (Sviss) Út:Vanessa Bürki (Sviss)
Eseosa í sínum öðrum landsleik.
90. mín
Uppbótartími er þrjár mínútur.
88. mín
Hægri bakvörður Sviss er einfaldlega eins og hraðlest hérna upp kantinn. Hún er með áætlunarferðir og er alltaf mætt í að hjálpa félögum sínum í sókninni.
86. mín
Inn:Selina Kuster (Sviss) Út:Fabienne Humm (Sviss)
83. mín
Inn:Martina Moser (Sviss) Út:Vanessa Bernauer (Sviss)
80. mín
Leikurinn er einfaldlega að fjara út. Ég sé íslenska liðið ekki ógna mikið úr þessu.
77. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Ísland) Út:Anna María Baldursdóttir (Ísland)
Dóra María í hægri bakvörðinn, og Rakel fer þá á vinstri vænginn.
75. mín
Úff! Þarna munaði litlu. Fabienne Humm nær að setja löppina í boltann, en boltann rétt framhjá markinu!
71. mín
Ramona Bachmann með hörkuskot, en Guðbjörg varði yfir.
69. mín
Íslenska liðið er ekki að gera neitt fram á við. Margrét Lára hefur ekkert sést enda liðið varla farið fram fyrir miðju.
63. mín
Inn:Katrín Ómarsdóttir (Ísland) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
Hólmfríður meiddist við brotið sem hún framdi áðan, og Katrín, leikmaður Liverpool, er kominn inná.
62. mín
Þarna hefði Hólmfríður getað fengið sitt síðara gula spjald. Bakvörður Sviss var á fleygiferð upp hægri vænginn og Hólmfríður fór aftan í hana.
59. mín Gult spjald: Fabienne Humm (Sviss)
Fyrir brot á Hólmfríði.
59. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) Út:Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Ísland)
Hallbera í bakvörðinn, Hólmfríður yfir á vinstri kantinn og Fanndís á hægri kantinn.
55. mín
Fyrsta almennilega sókn Íslands síðan á annari mínútu. Dóra María í góðu færi, en Thalmann ver frá henni.
54. mín Mark úr víti!
Lara Dickenmann (Sviss)
Öruggt. Guðbjörg í hitt hornið.
53. mín
VÍTI! Sviss fær víti eftir að einn Svisslendingurinn þrumaði boltanum í hönd Margrétar Láru.
52. mín
Bachmann með ágætis sendingu á Crnogorevic, en Guðbjörg vel á verði í markinu.
50. mín
Íslensku varamennirnir eru farnir að hita upp! Freyr og Heimir líklega að fara gera eitthverjar breytingar.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur. Afar slakur fyrri hálfleikur að baki. Vonandi rífa stelpurnar sig upp í síðari hálfleik! Áfram Ísland!
38. mín
DAAAUÐAFÆRI! Ramona Bachmann enn og aftur í dauðafæri, fékk sendingu út í teignn, leikur á þrjár til fjórar íslenskar stelpur og snýr boltanum framhjá Guðbjörgu, en sem betur fer framhjá markinu líka.
35. mín
Þarna voru stúlkurnar heppnar! Ramona Bachmann hirti einfaldlega boltann af Katrínu, en Glódís náði að tækla í veg fyrir hana og hún fór með boltann út af vellinum.
Atli Sigurjónsson, leikmaður KR:
haha fanndís á bekknum OK #FreyrOut
30. mín Gult spjald: Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
Fyrir brot á Vanessu Bernauer.
27. mín
Glódís Perla missir boltann og Ramona Bachmann hirti af henni boltann, tók þrumuskot, en boltinn rétt framhjá.
20. mín
Ekkert að gerast þessa stundina. Íslenska liðið heldur boltanum ekki nægilega vel, en pressa Svisslendinga er fáranlega góð. Alltaf mættar tvær til þrjár á hvern einasta lausa bolta.
10. mín
Fín hornspyrna frá Ólínu sem Katrín stangar að markinu, en Svisslendingar koma boltanum frá.
8. mín MARK!
Ramona Bachmann (Sviss)
Svisslendingar komnir yfir. Ramona brýst í gegnum þrjá varnamenn Íslendinga, skýtur og Guðbjörg missir nánast boltann undir sig. Þarna átti íslenska liðið að gera betur.
6. mín
Íslenska liðið pressar hér í byrjun sem og Svisslendingarnir. Völlurinn er rennandi blautur og eiga leikmenn í smá veseni með að ná valdi á boltanum.
Henry Birgir, blaðamaður:
"María Dóra". #Dollavaktin
1. mín
Leikurinn er hafinn hér í Ólafsvík - Víkingur á aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Valsmanna og Guðmundur Magnússson skallar framhjá markinu.
Magnús Þór Jónsson
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Jón Páll Pálmason, knattspyrnuþjálfari:
Ég var 12 ára þegar Kata Jóns spilaði sinn fyrsta A-landsleik! #fotbolti #reynslubolti
Fyrir leik
Liðin eru kominn út á völl og nú í þessum töluðu orðum er verið að afhenda Katríni Jónsdóttur blómvönd fyrir framlag sitt til landsliðsins.
Fyrir leik
Ætli fólk að tísta um leikinn hvet ég það endilega til að nota hash-taggið #fotbolti! Valin tíst birtast hér í textalýsingunni!
Fyrir leik
Um tuttugu mínútur í leikinn, en að fá þrjú stig hér í dag væri frábær byrjun hjá Frey og liðinu. Leikurinn er einnig kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur, en hún hefur spilað í 19 ár fyrir kvennalandsliðið!
Fyrir leik
Sif Atladóttir er ekki leikfær vegna meiðsla og er Katrín Jónsdóttir í byrjunarliðinu en þetta er kveðjuleikur hennar.

Anna María Baldursdóttir, ungur varnarmaður Stjörnunnar, er í byrjunarliðinu en það kemur nokkuð á óvart.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem átti frábært Evrópumóti, er í markinu en í aðdraganda leiksins var talsvert rætt um hvort hún eða Þóra Björg Helgadóttir yrði númer eitt.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna.

Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppninni og er jafnframt fyrsti leikur íslenska landsliðsins undir stjórn nýs þjálfara, Freys Alexanderssonar. Freyr tók við liðinu af Sigurði Ragnari fyrir þessa keppni.

Athyglisvert verður að sjá hvort Freyr gerir eitthverjar breytingar á liðinu, en þá er mesta spennan hver mun verja mark Íslands í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð sig frábærlega á EM í sumar og Þóra Helgadóttir hefur verið að spila vel fyrir lið sitt, Malmö, í Svíþjóð.

Sviss hefur nú þegar spilað einn leik í riðlinum, en þær kjölrógu Serbíu 9-0 í vikunni.
Byrjunarlið:
1. Gaëlle Thalmann (m)
5. Noelle Maritz
9. Ana-Maria Crnogorcevic
10. Ramona Bachmann
11. Lara Dickenmann
13. Lia Wälti
14. Rahel Kiwic
15. Caroline Abbé
16. Fabienne Humm ('86)
22. Vanessa Bernauer ('83)
23. Vanessa Bürki ('90)

Varamenn:
3. Sandra Betschart
6. Selina Kuster ('86)
7. Martina Moser ('83)
8. Sandy Maendly
19. Eseosa Aigbogun ('90)
23. Fabienne Bangerter

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Fabienne Humm ('59)

Rauð spjöld: