ÍA
1
3
Fylkir
0-1
Tómas Joð Þorsteinsson
'7
0-2
Viðar Örn Kjartansson
'31
, víti
Kristján Hauksson
'48
0-3
Pablo Punyed
'77
Jóhannes Karl Guðjónsson
'80
1-3
28.09.2013 - 14:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsí-deild karla
Aðstæður: Völlurinn sæmilegur og nokkuð hvasst
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 500
Maður leiksins: Viðar Örn Kjartansson
Norðurálsvöllurinn
Pepsí-deild karla
Aðstæður: Völlurinn sæmilegur og nokkuð hvasst
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 500
Maður leiksins: Viðar Örn Kjartansson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
2. Hákon Ingi Einarsson
10. Jón Vilhelm Ákason
('46)
19. Eggert Kári Karlsson
('78)
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
17. Andri Adolphsson
('46)
20. Alexander Már Þorláksson
('78)
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Albert Hafsteinsson
Gul spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('72)
Andri Adolphsson ('62)
Hákon Ingi Einarsson ('42)
Árni Snær Ólafsson ('31)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Fylkis í 22. umferð Íslandsmótsins en um síðasta leik tímabilsins er að ræða.
Fyrir leik
Þessi leikur skiptir í raun litlu máli fyrir liðin. ÍA er fallið í 1.deild og Fylkir er í sjöunda sæti deildarinnar og endar á því bili í sumar.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 39 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 20 leiki, Fylkir 12 og 7 sinnum hefur leikur endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 70 mörk gegn 54 mörkum Fylkis.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Kristinn Jakobsson. Honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Sverrir Gunnar Pálmason. Eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.
Fyrir leik
Vallaraðstæður eru ekkert sérstakar í dag. Völlurinn er frekar illa farinn á miðjunni á báðum vallarhelmingunum. Sterkur hliðarvindur er svo þannig að það er frekar kalt fyrir þá áhorfendur sem eru mættir.
3. mín
Eftir barning í vítateig Fylkis á Jóhannes Karl Guðjónsson fast skot en boltinn fór nokkuð framhjá markinu.
7. mín
MARK!
Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Tómas J. Þorsteinsson á lúmskt skot á nærstöngina á marki ÍA og boltinn fór inn án þess að Árni Snær Ólafsson fengi rönd við reist.
11. mín
Viðar Örn Kjartansson með fast skot að marki ÍA sem Árni Snær Ólafsson ver út í teig. Þar kemur Tómas J. Þorsteinsson aðvífandi en Árni Snær bjargar meistaralega í horn með góðu úthlaupi.
15. mín
Hafþór Ægir Vilhjálmsson með góða fyrirgjöf inn í vítateig Fylkis þar sem Garðar Gunnlaugsson á skalla sem Ólafur Íshólm Ólafsson ver auðveldlega.
16. mín
Stungusending inn fyrir vörn ÍA þar sem Viðar Örn Kjartansson er einn á móti markverði en skýtur boltanum framhjá.
22. mín
Aukaspyrna sem ÍA á rétt fyrir utan vítateig Fylkis. Hafþór Ægir Vilhjálmsson tekur spyrnuna og Ólafur Íshólm Ólafsson má hafa sig allan við að verja boltann í horn.
26. mín
Pablo Punyed með hörkuskot að marki ÍA sem Árni Snær varði snilldarlega út við stöng.
31. mín
Mark úr víti!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Stoðsending: Emil Berger
Stoðsending: Emil Berger
Emil Berger á stungusendingu inn fyrir vörn ÍA. Viðar Örn Kjartansson fer einn á móti markverði ÍA sem brýtur á honum og vítaspyrna dæmd. Viðar Örn skorar svo af öryggi úr vítinu.
48. mín
Rautt spjald: Kristján Hauksson (Fylkir)
Kristján Hauksson fékk sitt annað gula spjald.
63. mín
Lítið að gerast í leiknum. Fylkismenn hafa þétt varnarleik sinn og beita skyndisóknum en sóknarlotur Skagamanna eru frekar bitlausar.
65. mín
Viðar Örn Kjartansson með frábæran einleik þar sem hann splundrar vörn ÍA. Hann kemst einn á móti markverði en skot hans fer rétt framhjá stönginni.
70. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson með sendingu inn í vítateig Fylkis þar sem þrír sóknarmenn ÍA voru en enginn þeirra náði boltanum.
71. mín
Viðar Örn Kjartansson kemst enn og aftur í gott marktækifæri en skot hans fer framhjá markinu.
74. mín
Hallur Flosason með sendingu inn í vítateig Fylkis og Thomas Sörensen nær skalla yfir markið.
77. mín
MARK!
Pablo Punyed (Fylkir)
Pablo Punyed leikur sér að varnarmönnum ÍA og skorar framhjá Árna Snæ.
80. mín
MARK!
Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Hallur Flosason
Stoðsending: Hallur Flosason
Hallur Flosason á hornspyrnu sem Jóhannes Karl Guðjónsson skallar í nærhornið.
86. mín
Hector Pena Bustamante með góða sendingu inn í markteig Fylkis. Þar var Alexander Már Þorláksson og átti skot sem Ólafur Íshólm varði vel í markinu. Frákstinu náði Garðar Gunnlaugsson en skot hans fór yfir markið.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Kristján Hauksson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
('67)
Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
('90)
22. Davíð Einarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kristján Hauksson ('21)
Rauð spjöld:
Kristján Hauksson ('48)