Víkingur Ó.
0
5
Valur
Samuel Jimenez Hernandez
'23
0-1
Sigurður Egill Lárusson
'48
Damir Muminovic
'58
, sjálfsmark
0-2
0-3
Sigurður Egill Lárusson
'60
0-4
Ragnar Þór Gunnarsson
'90
0-5
Haukur Ásberg Hilmarsson
'91
28.09.2013 - 14:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsideild karla
Aðstæður: Haustveður, Hvass vindur á annað markið, skúrir og 5 stiga hiti. Völlurinn ansi blautur.
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 317
Maður leiksins: Sigurður Egill Lárusson
Ólafsvíkurvöllur
Pepsideild karla
Aðstæður: Haustveður, Hvass vindur á annað markið, skúrir og 5 stiga hiti. Völlurinn ansi blautur.
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 317
Maður leiksins: Sigurður Egill Lárusson
Byrjunarlið:
30. Sergio Lloves Ferreiro (m)
Brynjar Kristmundsson
3. Samuel Jimenez Hernandez
4. Damir Muminovic
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
9. Guðmundur Magnússon
11. Eyþór Helgi Birgisson
('71)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic
('71)
27. Toni Espinosa
('49)
Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín
5. Björn Pálsson
('49)
7. Tomasz Luba
10. Steinar Már Ragnarsson
('71)
19. Juan Manuel Torres Tena
21. Fannar Hilmarsson
('71)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Samuel Jimenez Hernandez ('23)
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu frá síðasta efstu deildar leik á Ólafsvíkurvelli í bili.
Hér mæta heimamenn í Víkingum drengjunum frá Hlíðarenda, Völsurum.
Hér mæta heimamenn í Víkingum drengjunum frá Hlíðarenda, Völsurum.
Fyrir leik
Það er orðið ljóst nú þegar að Víkingar munu enda í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar sem þýðir jú fall.
Valsmenn sitja í 5.sæti og til að halda því þurfa þeir að ná jafngóðum úrslitum og ÍBV gera í dag. Ef Vestmanneyingar ná betri úrslitum en Valsarar enda rauðklæddir Reykvíkingar í 6.sæti.
Valsmenn sitja í 5.sæti og til að halda því þurfa þeir að ná jafngóðum úrslitum og ÍBV gera í dag. Ef Vestmanneyingar ná betri úrslitum en Valsarar enda rauðklæddir Reykvíkingar í 6.sæti.
Fyrir leik
Segja má að bara nokkuð miklar tengingar séu á milli þessara liða.
Ef við byrjum á heimaliðinu þá þjálfaði Ejub Purisevic lið Valsara 1999 og 2000, í fyrstu og efstu deild.
Fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er uppalinn Valsari og Brynjar Kristmundsson lék þar hluta síðustu tveggja tímabila.
Ef við byrjum á heimaliðinu þá þjálfaði Ejub Purisevic lið Valsara 1999 og 2000, í fyrstu og efstu deild.
Fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er uppalinn Valsari og Brynjar Kristmundsson lék þar hluta síðustu tveggja tímabila.
Fyrir leik
Valsarar eru þjálfaðir af eðal-Ólsaranum Magnúsi Gylfasyni.
Maggi lék 125 leiki og skoraði 28 mörk í Víkingsbúningnum, síðast árið 1982 þegar hann var spilandi þjálfari.
Að auki hafa þeir Matarr Jobé og Arnar Sveinn Geirsson klæðst Víkingstreyjunni bláu, en leika nú gegn þeim treyjum.
Maggi lék 125 leiki og skoraði 28 mörk í Víkingsbúningnum, síðast árið 1982 þegar hann var spilandi þjálfari.
Að auki hafa þeir Matarr Jobé og Arnar Sveinn Geirsson klæðst Víkingstreyjunni bláu, en leika nú gegn þeim treyjum.
Fyrir leik
Tölfræðin hans Magga Gylfa kemur auðvitað af síðunni hans Helga Bjargar, www.helgik.bloggar.is
Helgi er Ólsari inn í kjarna en hefur töluvert skipt sér af Val í gegnum tíðina enda búandi í Reykjavíkinni. Það má eiginlega segja að því sé Helgi á tvöföldum heimavelli í dag.
Við Snæfellsbæingar vitum þó auðvitað hvar hollustan liggur, eins og sást á sætaskipan hans á Vodafonevellinum í sumar.
En Helgi er klárlega heiðursgesturinn í dag!
Helgi er Ólsari inn í kjarna en hefur töluvert skipt sér af Val í gegnum tíðina enda búandi í Reykjavíkinni. Það má eiginlega segja að því sé Helgi á tvöföldum heimavelli í dag.
Við Snæfellsbæingar vitum þó auðvitað hvar hollustan liggur, eins og sást á sætaskipan hans á Vodafonevellinum í sumar.
En Helgi er klárlega heiðursgesturinn í dag!
Fyrir leik
Ekki má svo gleyma því að tveir Ólsarar urðu lykilmenn hjá Val á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.
Þetta eru þeir Þorgrímur Þráinsson og Steinar Adolfsson.
Þetta eru þeir Þorgrímur Þráinsson og Steinar Adolfsson.
Fyrir leik
Dómari leiksins er hið eilífa unglamb Valdimar Pálsson, norðlenska tæknitröllið úr gullaldarliði Þórs.
Honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Björn Valdimarsson af Skaganum.
Eftirlitið er í höndum Jóns Sigurjónssonar.
Honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Björn Valdimarsson af Skaganum.
Eftirlitið er í höndum Jóns Sigurjónssonar.
1. mín
Leikurinn hafinn í Ólafsvík, heimamenn fara vel af stað og Guðmundur Magnússon á skalla að marki sem fer rétt framhjá eftir aukaspyrnu Saumels Hernandez.
10. mín
Guðmundur Steinn fyrirliði Víkinga við það að sleppa í gegn en Valsmenn bjarga á síðustu stundu.
12. mín
Guðmundur Magnússon með skemmtileg tilþrif inn í teig gestana sem endar með því að Víkingar fá hornspyrnu sem ekkert varð úr.
20. mín
Guðmundur Magnússon með skot að marki Vals sem fer yfir markið. Víkingar spila með vindinn í bakið og það á greinilega að láta reyna á Fjalar í markinu enda ágætis vindur beint á markið.
23. mín
Rautt spjald: Samuel Jimenez Hernandez (Víkingur Ó.)
Víkingar að missa Samuel Hernandez af velli. Lucas Ohlander var sloppinn í gegn og Samuel missti jafnvægið og féll á Ohlander sem féll sömuleiðis rétt fyrir utan teig. Heimamenn ekki sáttir við dóminn en e.t.v. lítið við þessu að kvarta.
31. mín
Patrick Pederesen með hörku skot að marki Víkings eftir efnilega skyndisókn hjá gestunum í Val. Sergio Lloves í marki Víkings ver vel.
33. mín
Víkingar svara með skyndisókn þar sem Guðmundur Steinn var nálægt því að pota inn fyrirgjöf Antonio Espinosa Mossi eftir góðan undirbúning Eyþórs Helga.
35. mín
Patrick Pedersen með álitlegt skot að marki sem fer af varnarmanni og í stöngina á marki Víkings. Ekkert varð úr hornspyrnunni og Eyþór Helgi brunar fram, nær að leik á varnarmenn Vals og koma á skoti sem Fjalar ver.
45. mín
Valdimár Pálsson dómari flautar til hálfleiks. Staðan 0-0 á Ólafsvíkurvelli þar sem heimamenn eru einum færri eftir að Samuel Jiminez Hernandez var vikið af velli á 23. mínútu.
48. mín
MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Sigurður Egill Lárrusson kemur gestunum í Val yfir með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Valsmenn fengu horn sem þeir tóku stutt. Sigurður skaut hnitmiðuðu skoti niðri í hornið fjær, óverjandi fyrir Sergio í marki Víkings.
49. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Út:Toni Espinosa (Víkingur Ó.)
Björn Pálsson kemur inn á fyrir Antonio Espinosa í liði Víkings.
55. mín
Valsmenn að sækja í sig veðrið þessa stundina og þjarma hressilega að marki Víkings.
58. mín
SJÁLFSMARK!
Damir Muminovic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Boltinn skoppaði eftir blautu grasinu eftir skalla Arnars í markteignum og í Damir og þaðan inn.
60. mín
MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Matthías Guðmundsson
Stoðsending: Matthías Guðmundsson
Sending frá hægri yfir allan völlinn þar sem Sigurður Egill hamraði hann í markið.
Nú lítur út fyrir að það rigni hér fleiru en mörkum.
Nú lítur út fyrir að það rigni hér fleiru en mörkum.
61. mín
Inn:Guðmundur Þór Júlíusson (Valur)
Út:Stefán Ragnar Guðlaugsson (Valur)
Guðmundur kemur beint í hafsentinn.
67. mín
Víkingar eitthvað aðeins að koma ofar á völlinn sem er að breytast í drullusvað um miðjuna.
71. mín
Inn:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Út:Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Steinar fer í hægri bakvörð fyrir Eldar og Fannar í framlínuna fyrir Eyþór.
74. mín
Við skulum vera sanngjörn. Hér er bara verið að bíða eftir því að leikurinn verði flautaður af.
75. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur)
Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
Ungir menn fá að hlaupa hér síðustu mínúturnar.
76. mín
Fannar Hilmarsson skallar í stöng eftir flotta sendingu Brynjars Kristmundssonar.
78. mín
Arnar Sveinn stingur inn á Sigurð Egil sem skýtur að marki en Ferreiro ver og Damir hreinsar í burtu.
85. mín
Arnar Sveinn tékkar sig framhjá Steinari og á gott skot að marki sem Ferreiro slær í horn.
87. mín
Guðmundur Steinn sleppur einn í gegn og fer framhjá Fjalari en á skot í hliðarnetið.
88. mín
Rafmagnsleysi í Ólafsvík en batterí og pungur eru lykilatriði lýsandans í dreifbýlinu krakkar mínir. Vallarklukkan er dottin út, má það?
90. mín
MARK!
Ragnar Þór Gunnarsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Fallegur skalli upp úr horni, fyrsta mark Ragnars fyrir Val.
91. mín
MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Löng sending yfir á fjær þar sem Haukur klínir hann í markið.
Líka hans fyrsta mark fyrir Valsara.
Líka hans fyrsta mark fyrir Valsara.
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
('75)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
22. Darri Sigþórsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: