City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
1
2
Þór
0-1 Mark Tubæk '27
0-2 Chukwudi Chijindu '33
Víðir Þorvarðarson '35 1-2
Matt Garner '93
Chukwudi Chijindu '94
28.09.2013  -  14:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Frábært veður en völlurinn ekkert spes.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 414
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason
6. Gunnar Þorsteinsson
17. Bjarni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Hermann Hreiðarsson ('81)
Víðir Þorvarðarson ('42)
Matt Garner ('40)
Yngvi Borgþórsson ('40)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('20)

Rauð spjöld:
Matt Garner ('93)
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur Fótbolti.net.
Í dag fer fram leikur ÍBV og Þórs í lokaumferð Pepsí deildarinnar. Hvorugt liðið er að berjast um neitt í dag þar sem er ráðið hvaða lið fara niður.

Fyrir leik
Guðjón Orri Sigurjónsson stendur í marki ÍBV í dag í fjarveru David James. Guðjón skrifaði undir nýjan 2 ára samning við ÍBV í morgun.
Fyrir leik
Hjá ÍBV fara Gunnar Þorsteins, Arnar Bragi, Aaron Spear, Jón Ingason, Aziz Kemba og Bjarni Gunnarsson. Inn koma Matt Garner, Gunnar Már, Yngvi Borgþórs, Víðir Þorvarðarson, Jón Gísli og Ian Jeffs.

Þórsara mæta með sitt sama lið og vann ÍA 1-0 í síðustu umferð á Akureyri.
Fyrir leik
Yngvi Magnús Borgþórsson er fyrirliði ÍBV í dag. Þetta er fyrsti leikur Yngva á tímabilinu og einnig hans síðasti á ferlinum.
Fyrir leik
Liðin eru að farinn inn í klefa og styttist í leik.
Fyrir leik
Frábært veður í Eyjum í dag. Sól og blíða og frábært veður til að spila fótbolta. En völlurinn er ekkert frábær.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn. Styttist í þetta.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn og er þetta hans fyrsti leikur sem dómari í Pepsi deild karla.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
5. mín
Eyjamenn fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Garner tók spyrnuna sem rataði á kollinn á Gunnari Má en skallinn yfir markið.
13. mín
Það er voða lítið að gerast í upphafi leiks.
17. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fyrir að sparka boltanum í Yngva Borgþórs sem lá á vellinum eftir að var brotið á honum.
19. mín
Það er ágætt spil á köflum í leiknum núna. ÍBV virka betri. Yngvi Borgþórs átti skot rétt fyrir utan teig en yfir markið
20. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
25. mín
Jón Gísli Ström brunaði upp kantinn og komst inn á teig og átti skot sem Rajkovic varði en missti boltann út í teiginn en náði að handsama boltann áður en Gunnar Már kæmmist í boltann.
27. mín MARK!
Mark Tubæk (Þór )
Algjörlega gegn gangi leiksins. Fékk boltann úti á kanti og komst inn á teiginn og lagði boltann í hornið framhjá Guðjóni. Vel klárað.
32. mín
Víðir fékk boltann inn á teignum og átti skot sem Rajkovic varði vel pg Yngvi Bor var nálægt því að pota í boltann.
33. mín MARK!
Chukwudi Chijindu (Þór )
Stoðsending: Edin Beslija
Edin Beslija átti sendingu frá af vinstri kanti og beint á hausinn á Chuck sem skallaði í markið.
35. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Ian Jeffs
Ian Jeffs átti sendingu inn fyrir vörnina og fór framhjá Rajkovic og átti þá ekki í erfiðileikum með að leggja boltann í markið.
40. mín Gult spjald: Yngvi Borgþórsson (ÍBV)
40. mín Gult spjald: Matt Garner (ÍBV)
42. mín Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
45. mín
Kominn hálfleikur í Eyjum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
46. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
48. mín
Ármann Pétur átti ágætt skot rétt fyrir utan teig sem Guðjón varði.
56. mín
Þvílíkt færi!. Sending frá Arnóri frá hægri á Gunnar Má sem skallaði á Jeffs sem var í dauðafæri en boltinn framhjá markinu!.
57. mín
Inn:Ragnar Pétursson (ÍBV) Út:Yngvi Borgþórsson (ÍBV)
Yngvi Magnús fer útaf og er mikið klappað fyrir honum. Hann er nú hættur knattspyrnuiðkun.
62. mín
ÍBV mun líklegri að jafna en Þór að bæta við eins og staðan er núna.
67. mín
Inn:Hermann Hreiðarsson (ÍBV) Út:Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV)
67. mín
Inn:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV) Út:Tonny Mawejje (ÍBV)
71. mín
Víðir lék boltann inn í teiginn og átti sendingu á Ian Jeffs sem skaut yfir úr dauðafæri.
76. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Jónas Sigurbergsson (Þór )
81. mín Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (ÍBV)
Hermann ekki sáttur!.
82. mín
Garner átti sendingu í gegnum teiginn og boltinn endaði hjá Jón Gísla Ström sem átti laust skot sem Rajkovic varði.
84. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Mark Tubæk (Þór )
90. mín
Komnar 90 mín á klukkuna.
93. mín Rautt spjald: Matt Garner (ÍBV)
Fær sitt annað gula spjald fyrir brot.
94. mín Rautt spjald: Chukwudi Chijindu (Þór )
Kastar boltanum í Garner, virkilega heimskulegt.
Leik lokið!
Leik lokið hér í Eyjum. Þórsarar vinna góðan sigur á ÍBV 1-2.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
5. Atli Jens Albertsson ('46)
6. Ármann Pétur Ævarsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
18. Jónas Sigurbergsson ('76)

Varamenn:
Andri Hjörvar Albertsson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('84)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('76)
14. Hlynur Atli Magnússon ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('17)

Rauð spjöld:
Chukwudi Chijindu ('94)