City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
3
2
Keflavík
Ellert Hreinsson '11 1-0
1-1 Elías Már Ómarsson '18
1-2 Bojan Stefán Ljubicic '25 , víti
Árni Vilhjálmsson '38 2-2
Guðjón Pétur Lýðsson '87 3-2
28.09.2013  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Framúrskarandi miðað við árstíma.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 543
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason ('45)
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('72)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason ('45)
17. Elvar Páll Sigurðsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('46)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('71)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá lokaumferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Breytingar Blika eru þrjár alls. Elfar Freyr, Renee Troost og Guðjón Pétur Lýðsson koma inn í byrjunarliðið en Þórður Steinar Hreiðarsson og Tómas Óli Garðarsson fara á bekkinn. Sverrir Ingi Ingason tekur út leikbann.

Hjá gestunum frá Keflavík eru breytingarnar fimm. Fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson og Jóhann Birnir Guðmundsson eru báðir í leikbanni og Arnór Yngvi Traustason er meiddur. Endre Ove Brenne og Einar Orri Einarsson eru hvorugir í hóp sennilega. Þeirra stöður taka Frans Elvarsson, Grétar Atli Grétarsson, Elías Már Ómarsson, Daníel Gylfason og Andri Fannar Freysson.
Fyrir leik
Blikar verða að venju hvítir og grænir hér í dag. Gestirnir leika í skærgulum varabúningum sínum.
Fyrir leik
Ef við lítum á viðureignir liðanna síðustu tuttugu ár í úrvalsdeild auk bikarleikja hafa liðin mæst alls 38 sinnum. Breiðablik hefur unnið fimmtán leiki en Keflavík fjórtán. Níu leikjum hefur lokið með jafntefli. Keflvíkingar hafa þó skorað fleiri mörk, alls 68, á meðan Blikar hafa skorað 58.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram 14. júlí og endaði með sigri Breiðabliks. Elías Már Ómarsson kom Keflavík yfir í upphafi síðari hálfleiks en mörk Guðjóns Péturs Lýðssonar og Andra Rafns Yeoman færðu þeim grænklæddu stigin þrjú.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildini er þannig að hvorugt liðið hefur að miklu að keppa. Sama hvernig leikurinn fer þá mun Breiðablik ljúka leik í fjórða sæti Pepsi deildarinnar. Keflavík er í sjöunda sæti og getur ekki endað hærra en það. Tapi liðið og liðin fyrir neðan sigri þá er möguleiki á því að Keflavík fari alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Ég ætla að hrósa plötusnúð Kópavogsvallar. Seinast þegar ég mætti hingað fékk hvert lag að hljóma í rúma mínútu að hámarki áður en skipt var um lag. Og í þokkabót lék hann ekkert nema annars flokks euro trance eitthvað. Nú fá lögin að hljóma í gegn og hljómsveitir á borð við Guns 'n' Roses og Fleetwood Mac hafa verið spilaðar.
Fyrir leik
Grýlurnar - Sísí. Vel gert.
Fyrir leik
Áhorfendur eru varla byrjaðir að mæta. Hér eru fjórir ungir drengir í Breiðabliks treyjum, gæslumenn og svo virðist rúta full af Keflvískum eldri borgurum hafa verið að mæta.
Fyrir leik
Dómarari leiksins er Þóroddur Hjaltalín og honum til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson. Eftirlitsmaður er Einar K. Guðmundsson.

Að venju er það Finnur Orri Margeirsson sem ber fyrirliðabandið hjá Blikum en ómar Jóhannsson verður fyrirliði gestanna í dag í fjarveru Haraldar Freys.
Fyrir leik
Verið er að kynna liðin til leiks þó þau séu enn í búningsklefanum.

Það má skjóta því að að Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, er að leika sinn 200. mótsleik fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Liðin að ganga inn á völlinn undir fögrum tónum AC/DC - Hells Bells.
1. mín
Leikurinn hafinn. Gestirnir byrja með boltann.
5. mín
Fyrsta hornspyrnan er heimamanna. Guðjón Pétur með frábæra sendingu yfir á hægri kannt og Gísli Páll vann hornið.

Hornspyrna Guðjóns er reyndar algert bíó. Rennur á rassinn og smellir í einn "air ball" sem drífur ekki einu sinni á nærstöngina.
7. mín
Önnur skelfingar hornspyrna frá Guðjóni. Jarðarbolti sem deyr á fyrsta varnarmanni.
9. mín
Önnur flott sókn upp hægri vænginn. Finnur Orri með sendingu upp í horn sem Gísli Páll náði að krossa. Ellert náði skoti en það var alltof hátt og yfir.
11. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
Þetta var fallegt. Blikar höfðu verið að pressa á gestina og voru flestir staddir inn í teig. Renee fékk boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna og sendi fyrir. Ellert stökk hærra en allir og stangaði boltann glæsilega í fjærhornið. Fastur skalli.
14. mín
Rosalega góð varnarvinna hjá Andra Yeoman. Elías Már ætlaði að nýta sér að Gísli Páll var út úr stöðu og tók á rás. Andri náði honum á sprettinum, steig hann út og hirti boltann.
18. mín MARK!
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Stoðsending: Bojan Stefán Ljubicic
Bojan Stefán er allt í einn á auðum sjó á vinstri vængnum. Gísli Páll víðsfjarri. Bojan skýtur að marki og Gunnleifur ver en út í teiginn. Elías Már er fyrstu á vettvang og nær skoti sem fer af Troost og þaðan í netið. Þessi snerting Troost skiptir engu, alltaf mark Elíasar.
21. mín
Elías aftur í séns í þetta sinn eftir innkast. Nær skoti af markteig. Skóflar boltanum yfir.
22. mín
Rosalega fór Hörður Sveins illa með Elfar Frey þarna. Þetta var það sem kallast "ankle breaker" í körfuboltanum. Nær svo sendingu út til vinstri á Bojan en skot hans ekki nógu gott.
23. mín
Stúkan er eign stuðningsmanna Keflavíkur í augnablikinu.
25. mín
VÍTI! Mjög rangur dómur sýnist mér.
25. mín Mark úr víti!
Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Stoðsending: Magnús Þórir Matthíasson
Bojan setur boltann til hægri en Gulli fer til vinstri.
25. mín
Þetta átti aldrei að vera víti. Bojan fékk boltann á vinstri og sendir inn fyrir á Magnús Þóri. Mér sýndist Andri Yeoman koma aðvífandi í vörnina og Magnús Þórir dýfði sér líkt og hann hafi aldrei gert neitt annað. Varla snerting og ef það var snerting þá á ekki nokkur maður að falla við hana.
31. mín Gult spjald: Daníel Gylfason (Keflavík)
Braut á Guðjóni Pétri.
32. mín
Akureyringurinn Gísli Páll byrjaði vel en hefur verið heillum horfinn eftir fyrstu fimm ínúturnar. Varla sending heppnast hjá honum.
33. mín
Þetta var efnilegt. Kristinn Jónsson með sprett upp vinstri og sendir fyrir markið. Þar er samskiptaleysi milli Árna og Elfars Árna, Árni fer í hjólhest og missir af honum og Elfar lendir eiginlega á honum þegar hann skýtur. Yfir markið.
33. mín Gult spjald: Hörður Sveinsson (Keflavík)
Hörður og Elfar Freyr í kapphlaupi og virðast toga eitthvað aðeins í hvorn annan. Hörður fær spjald fyrir viðskiptin.
36. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús fer í Árna Vill við hliðarlínuna. Alveg gult spjald. Árni Vilhjálms sveik samt loforðið sitt um leikaraskap. Kryddaði þetta þónokkuð.
38. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur. Leikur á einn og fer óvart framhjá öðrum. Er nánast einn í gegn en leggur á Árna sem var í enn betri stöðu og á ekki í vandræðum með að skora.
41. mín
Kæruleysi í Blikum. Grétar Atli með skot eftir að þeir misstu boltann á miðjum vallarhelmingi undir engri pressu. Sendingarnar þeirra í dag , sérstaklega þær stuttu verið slæmar. Keflvíkingar hefðu getað gert betur.
42. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Keflavík)
Finnur Orri liggur eftir fullorðinstæklingu frá Halldóri Kristni. Sjúkraþjálfari mættur inn á völlinn en Finnur nær að haltra sér á lappir. Heppinn að hafa náð að hoppa örlítið upp úr þessu. Annars væri hann að fara út af á börum.
43. mín
Enn eitt fast leikatriðið hjá Blikum mistekst í fæðingu. Guðjón Pétur hefur ekki náð einum einasta bolta almennilega úr spyrnunum sínum.
45. mín
Keflvíkingar lágu hærra en þeir eru vanir og Blikar spiluðu sig í gegn. Elfar Árni átti mjög góða sendingu inn fyrir á Ellert sem var í fínni stöðu. Magnús Þórir náði að tækla boltann í gegnum klofið á honum og bjarga þarna. Flott vörn.
45. mín
Búið að flauta til hálfleiks. Fjögur mörk komin og margt í gangi. Hress leikur. Þó mikið um klaufaskap og tæknifeila.

Máni Pétursson og Gunnleifur Gunnleifsson að kítast aðeins á hliðarlínunni. Mána heitt í hamsi en Gunnleifur glottir bara.
45. mín
Kópavogsdjúsinn sem boðið er upp á í dag er eiginlega ekkert nema þykkni. Það er vel.
45. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Gísli Páll Helgason (Breiðablik)
Skipting sem kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart.
46. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) Út:Jordan Halsman (Breiðablik)
Síðari hálfleikur hafinn
46. mín
Árni Vill og Ellert byrja af krafti. Árni leggur út á Ellert sem leikur á varnarmann og hleður í fast sko. Ómar ver auðvleldega enda beint á hann.

Upp úr hornspyrnunni spila Elfar Árni og Guðjón Pétur vel saman sem endar með skoti Kristins Jónssonar. Fast á nærstöngina en aftur er Ómar vel á verði.
47. mín
Viggó er í bakverðinum hægra megin, Finnur Orri kominn í miðvörðinn, Guðjón Pétur á miðjuna og Tómas Óli fer á vinstri kantinn.
49. mín
Bojan hættulegur vinstra megin ekki í fyrsta skipti í leiknum. Skiptin Blika átti ábyggilega að koma í veg fyrir svona lagað en hann er aftur mættur upp í horn og nær skoti. Fast en framhjá.
54. mín
Það þarf einhver að láta Tómas Óla vita af því að hann sé ekki Messi. Fékk boltann við miðlínu og hljóp framhjá þremur. Var að lokum á markteigshorninu og náði skoti sem var varið. Fáránlegur sprettur samt.
57. mín
Flott spil hjá Blikum. Tómas Óli vippar boltanum yfir til hægri eftir smá spil þar sem Ellert hleður í skot með vinstri. Það sást langar leiðir að það yrði ekki mikið úr skotinu. Það fór að marki en varla meira en það og auðvelt fyrir Ómar.
58. mín
Fyrsta tilraun gestana í síðari hálfleik er frá Elíasi Má. Fær boltann á vítateignum og skýtur með vinstri. Ekki nægilega gott skot.
59. mín
Finnur Orri óvart með tilraun eftir fyrirgjöf. Virtist fá boltann bara í öxlina eða eitthvað. Þaðan fór hann í háum boga og stenfdi í samskeytin. Of laust til að valda Ómari vandræðum.
60. mín
Þetta hár á Daníel Gylfasyni, ég veit ekki með það. Zlatan komst upp með þessa greiðslu af því hann er Zlatan.
62. mín
Elfar Freyr vinnur aukaspyrnu á vænlegum stað.

Liðin hafa skipst á um að sækja á seinustu mínútum. Líflegt.
63. mín
Kristinn Jóns tók spyrnuna en ekki Guðjón í þetta skiptið. Hún dreif yfir vegginn og yfir markið líka. Framför.
64. mín
Fyrsta horn Keflavíkur. Finnur Orri missti boltann út af.
65. mín
Ray Anthony hleður í langt innkast en lauk atrennunni með að stíga góða 40 cm inn á völlinn. Það má víst ekki.
66. mín
Elfar Árni með sendingu inn fyrir á Tómas Óla sem nær honum við endalínu og fyrir markið. Ellert náði föstu skoti sem Halldór Kristinn komst í veg fyrir. Einhverjir vildu fá hendi, víti og rautt en mér sýndist þetta fara í bakið eða hausinn á drengnum.
68. mín
Tómas Óli bjargar á línu! Hornspyrna Keflavíkur endar hjá Elíasi Má eftir klafs sem klafsar áfram í átt að marki. Framhjá Gulla í markinu en boltinn endaði í Tómasi Óla sem var réttur maður á réttum stað á nærstönginni.
70. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir Blika. Elías Már klippir Yeoman niður. Sleppur ivð spjaldið.

Guðjón Pétur með skotið sýnist mér.
70. mín
Loksins spyrna frá Guðjóni Pétri sem eitthvað er varið í. Hamrar hann í slánna!
71. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Breiðablik)
Reif í Bojan úti á kanti.
72. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Ellert búinn að vera góður. Seinasta skipting Blika.
72. mín
Árni Vilhjálms fær tiltal frá Dodda dómara en hann er búinn að liggja mikið í grasinu á seinustu mínútum. Þrisvar hið minnsta.
73. mín
Þessar sendingar hjá Elfari Árna í leiknum eru fáránlega góðar. Lyfti honum núna inn fyrir á Andra Yeoman sem var í fínu færi. Náði skoti en Ómar varði í horn. Loksins kom svo góð hornspyrna frá Guðjóni Pétri. Samherjar misstu bara af boltanum frá honum.
77. mín
Frans Elvarsson með skot framhjá frá vítateigshorninu.
78. mín
Það var þá ekkert móttakan hjá Árna Vil að skapa þetta. Tekur boltann á kassann og leggur út í teiginn á Andra Yeoman. Hann leggur út í vítabogann þar sem Tómas Óli er mættur og skýtur í fyrsta. Fast, mjög fast, og hárfínt yfir markið.
82. mín
Kristinn Jóns nær skoti með hægri eftir hornspyrnu. Það var ekki alveg til útflutnings eins og gefur að skilja.
86. mín
VÍTI! Heimamenn fá víti. Tómas Óli í baráttu og fellur og er sparkaður niður þegar hann reynir að standa upp. Aðstoðardómarinn viss í sinni sök.
87. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Tómas Óli Garðarsson
Guðjón sendir Ómar í öfugt horn.
88. mín
Tómas Óli hefur verið mjög líflegur. Reyndi núna hælspyrnu inn fyrir vörnina sem vantaði örlítið upp á að gengi.
88. mín
Ég kvíði næstu mínútu. Keflavík er að henda í þrefalda skiptingu. Það er ekki gaman í textalýsingu.
90. mín
Inn:Fannar Orri Sævarsson (Keflavík) Út:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Fæddur 1997 að koma inn á.
90. mín
Inn:Jón Tómas Rúnarsson (Keflavík) Út:Daníel Gylfason (Keflavík)
Jón Tómas fæddur 1996
90. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Og Ari einnig fæddur 1996.
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Blika. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('90)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
2. Anton Freyr Hauksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('90)
29. Fannar Orri Sævarsson ('90)

Liðsstjórn:
Aron Elís Árnason

Gul spjöld:
Halldór Kristinn Halldórsson ('42)
Magnús Þórir Matthíasson ('36)
Hörður Sveinsson ('33)
Daníel Gylfason ('31)

Rauð spjöld: