City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
2
0
Kýpur
Kolbeinn Sigþórsson '60 1-0
Gylfi Þór Sigurðsson '76 2-0
11.10.2013  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Dómari: István Vad (Ungverjaland)
Áhorfendur: 9.800 (Uppselt)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('82)
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('78)
22. Eiður Smári Guðjohnsen ('66)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
8. Eggert Gunnþór Jónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl. Velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM. Strákarnir okkar munu vonandi sína allar sínar bestu hliðar í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Löngu uppselt er á leikinn enda Ísland að berjast um að komast upp úr riðlinum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kýpverjar eru aðeins með fjögur stig, þar af eru þrjú sem þeir fengu í fyrri leiknum gegn Íslandi. Þar misstigu okkar menn sig rækilega en eru í hefndarhug í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson markvörður verður klæddur í bleikt í kvöld. Þetta er gert í samstarfi við Bleiku Slaufuna sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
"Það er mjög erfitt að reikna þá út," segir Heimir Hallgrímsson um Kýpverja. "Við höfum kynnt okkur þá í þeim leikjum sem þeir hafa spilað en það eru ansi margir nýir leikmenn sem eru að fara að spila. Við eigum ansi erfitt með að greina hvað þeir ætla að fara að gera. Það er nýr þjálfari og við vitum ekkert um þeirra taktík."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Átta leikmenn Íslands eru á hættusvæði og verða að forðast það að fá gult til að vera ekki í banni í leiknum gegn Noregi ytra á þriðjudag. Áminningarnar gilda einnig inn í umspil ef Ísland kemst þangað. Þeir leikmenn eru: Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Már Sævarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það verða ungverskir dómarar sem munu dæma leik Íslands og Kýpur. István Vad dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða þeir Istvan Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják. Fjórði dómari verður Tamás Bognár.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðið verður tilkynnt um klukkutíma fyrir leik en búast má við sama liði og gegn Albaníu. Allir eru heilir nema Ólafur Ingi Skúlason sem er meiddur aftan í læri.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stuðningsmenn eru farnir að hita upp um alla borg. Stór hluti af þeim er á Ölveri í Glæsibæ eða í Laugardalshöllinni. Tólfan er á Ölveri og Þróttarar standa fyrir stuði í Höllinni.
Elvar Geir Magnússon
Tómas Þór Þórðarson:
Búið að raða spjöldum í Sýnarstúkuna til að búa til mósaík sem stafar Ísland. Verður helvíti kúl ef fólk drattast til að mæta á réttum tíma.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Hér á Laugardalsvelli er stemningin öll að lifna við. Það á að reyna að mynda "Ísland" mósaíkmynd í Sýnarstúkunni þegar þjóðsöngvarnir eru spilaðir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, er með bleikt bindi í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kerfið okkar býður því miður ekki upp á það að hafa nægilega marga skráða varamenn. Allir í hópnum sem ekki eru í byrjunarliðinu eru auðvitað á bekknum.
Elvar Geir Magnússon
Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis:
Dreymdi að Gudjohnsen myndi panna boltann inn og við vinnum 1-0, ég var reyndar að spila leikinn en það er annað mál! #kingguddy
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson fasteignasali og þjálfari Keflavíkur er mættur á völlinn. Hann er í rauðum buxum og með pensara á hausnum. Í besta skapi því fasteignirnar hafa rokið út í dag.
Elvar Geir Magnússon
Alexander Freyr Einarsson, Fótbolti.net:
Kýpur hefur valdið okkur vandræðum í undanförnum tveimur undankeppnum. Við eigum samt að vinna þá og gerum það vonandi! #fotbolti
Elvar Geir Magnússon
Einar Matthías Kristjánsson:
Held að margir vanmeti hversu gott það er að eiga leikmann eins og Eið Smára í nákvæmlega svona leik. Enginn sem kemst nálægt hans reynslu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Korter í leik. Kýpverjar löngu farnir inn í klefa á meðan íslensku strákarnir eru í þessum töluðu orðum að rölta inn í klefa.
Fyrir leik
Miðað við að uppselt er á leikinn, eru frekar fáir mættir í stúkuna sjálfa. Íslendingar eru duglegir að mæta seint á leiki.
Fyrir leik
Bakpoka-Palli, Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs í Pepsi-deild karla er mættur á völlinn. Hann er í Sýn-ar stúkunni. Með bakpoka.
Fyrir leik
Það er strekkings vindur, og boltakrakkarnir sem halda á fánum þjóðanna, fá líklega harðsperrur í upphandleggina og með því.
1. mín
Leikurinn á Laugardalsvelli er hafinn.
Alexander Freyr Tamimi
2. mín
Ísland fær strax aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir að brotið er á Birki Bjarnasyni. Gylfi Þór Sigurðsson tekur spyrnuna en hún fer því miður yfir markið.
Alexander Freyr Tamimi
5. mín
Stemningin á Laugardalsvelli er frábær. Áhorfendur létu vel í sér heyra þegar þjóðsöngurinn var sunginn og halda því áfram.
Alexander Freyr Tamimi
6. mín
Íslenskaliðið býður upp á mikla pressu. Kýpverjar fá lítinn sem engan tíma með boltann.
9. mín
Caralambidis tók aukaspyrnu fyrir gestina sem Kári Árnason skallaði frá.
11. mín
Caralambidis braut á Aroni Einari inn á vallarhelming Kýpur. Gylfi tók spyrnuna sem fór aftur fyrir endamörk. Birkir Bjarnason náði ekki til boltans.
13. mín Gult spjald: Caralambidis (Kýpur)
Fær gult spjald fyrir á Birki Bjarnasyni. Gylfi mundar fótinn. Fimm metrum fyrir framan teiginn.
14. mín
Aukaspyrnan stórhættuleg, en Charalambous hreinsar í horn.
17. mín
Vá! Þarna skall hurð nærri hælum. Frábær sókn sem endar með skalla frá Birki Bjarnasyni milli meter yfir þverslánna. Eiður Smári átti fyrirgjöfina sem var hreinn gullmoli.
19. mín
Nektarios Alexandrou með fyrirgjöf, stórhættulega sem Ragnar Sigurðsson nær til og hreinsar í horn. Ekkert kom úr horninu.

Ísland keyrir í sókn sem endar með skoti frá Gylfa Sigurðssyni rétt framhjá. Fjör í þessu öllu saman.
25. mín
Kári Árnason með langt innkast inn í teig Kýpverja. Endaði með skoti Kolbeins framhjá fjærstönginni.
26. mín Gult spjald: Georgos Merkis (Kýpur)
Braut á Jóhanni Berg. Gylfti tekur aukaspyrnuna sem fer í varnarvegginn og sóknin rennur út í sandinn.
28. mín
Kolbeinn Sigþórsson með skalla framhjá eftir góða sendingu frá Ragnari Sigurðssyni, miðverði Íslendinga.
36. mín
Eftir fjörugan hálftíma hefur þetta aðeins dottið niður. Kýpverjar eru duglegir að tefja á meðan tækifæri gefst til.
41. mín
Áhorfendur hér í Laugardalnum eru duglegir að púa á Kýpverjana.
Hans St Bjarnason, fréttamaður:
Spjallaði við þjálfara Kýpur í gær. Off camera sagðist hann kvíða mikið fyrir rokinu. Ekki skrítið að þeir tefji út í eitt. #vindstigin
45. mín
Hálfleikur. Markalaust í hálfleik. Íslenska liðið þarf að gefa aðeins meira í. Þeir hafa þó verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum, en það eru mörkin sem telja.
45. mín
Í þessum töluðu orðum var eitt undrabarn, níu ára að aldri að tryggja sér tvo flugmiða frá Icelandair. Hann smellti boltanum í þverslánna frá vítapunktinum. Vel gert.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolti.net telur að minnkað hafi í vindnum.
47. mín
Birkir Bjarnason með skot innan teigs sem Giorgallidis varði auðveldlega. Undirbúningurinn var góður.
50. mín
Hannes Þór grípur aukaspyrnu gestanna auðveldlega. Georgos Merkis sem er á spjaldi fór hinsvegar í Hannes og dæmdur brotlegur. Merkis liggur hinsvegar eftir og þarf börur. Kallast að tefja á íslensku.
54. mín
Gylfi Sigurðsson með slakt skot framhjá. Virtist hitta boltann afleitlega. Kolbeinn Sigþórsson átti fyrirgjöfina fyrir á Gylfa.

Nú þarf að stíga á bensíngjöfina!
60. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Hver annar en Kolbeinn Sigþórsson!!! Fyrirgjöf frá vinstri, Jóhann Berg fær hann á fjær, tekur einn varnarmann á skýtur á marki. Giorgalldis ver en Kolbeinn réttur maður á réttum stað og lokar þessari sókn!

Ísland logar!
65. mín Gult spjald: Aloneftis (Kýpur)
Gult fyrir leikaraskap í vítateignum.
Magnús Már Einarsson
66. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Flott frammistaða hjá Eiði. Alfreð fær 25 mínútur til að stimpla sig inn.
Magnús Már Einarsson
68. mín
Inn:Caralambidis (Kýpur) Út:Giorgos Efrem (Kýpur)
Fyrirliðinn farinn af velli.
70. mín
Kári Árnason með hörkuskot fyrir utan teig, en yfir markið fór boltinn. Fast var skotið, en þetta er spurning um að halla sér yfir boltann.
73. mín
Brotið á Alfreði Finnbogasyni. Gylfi Sigurðsson tók spyrnuna sem Birkir Bjarnason skallar að marki en á markvörður gestanna varði nokkuð vel. Skallinn var af stuttu færi, stórhættulegt.
75. mín
Inn:Pieros Sotiriou (Kýpur) Út:Nestor Mytidis (Kýpur)
76. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Birkir Bjarnason
Birkir gerði vel, lék á varnarmann inn í teig, átti hörkuskot sem var varið en Gylfi Sigurðsson fylgdi eftir með skalla. Síðasta snerting boltans áður en í markið var komið, var frá varnarmanni Kýpverja en við skrifum þetta mark alltaf á Gylfa.
78. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron Einar fór haltrandi af velli. Vonandi ekki alvarlegt, við þurfum á honum að halda í Noregsleiknum á þriðjudaginn.
82. mín
Rúrik að gera sig kláran til að koma inná.
82. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gylfi fer einnig haltrandi af velli. Hvað er að gerast...
83. mín
Svisslendingar báru sigur úr bítum gegn Albaníu 2-1 og eru því komnir á HM.
84. mín
Inn:Kyriakos Pavlou (Kýpur) Út:Nektarios Alexandrou (Kýpur)
84. mín
Gestirnir hafa ekki átt eitt hættulegt færi í öllum leiknum. Til hamingju með það.
90. mín
Þvílík stórsókn og þvílíkt klúður. Þreföld tilraun sem endar með því að Kolbeinn klikkar af innan við metersfæri.
Leik lokið!
2-0 sigur Íslands staðreynd. Sanngjörn, öruggur og mikilvægur sigur og nú er bara lokaprófið á þriðjudaginn næstkomandi í Noregi.

Kýpverjar ógnuðu aldrei einu né neinu og eftir að Íslendingar brutu ísinn var sigurinn aldrei í hættu.

Til hamingju Ísland.
Byrjunarlið:
3. Georgios Vasileiou
4. Georgos Merkis
5. Eleftherios Mertakkas
6. Angelis Charalmpous
6. Charalambous
7. Aloneftis
10. Caralambidis ('68)
11. Nektarios Alexandrou ('84)
13. Jason Demtriou
21. Vincent Laban

Varamenn:
1. Tasos Kissas (m)
15. Marios Antoniades
16. Pieros Sotiriou ('75)
17. Giorgos Efrem ('68)
18. Kyriakos Pavlou ('84)
20. Andreas Avraam
23. Marios Nikolaou

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aloneftis ('65)
Georgos Merkis ('26)
Caralambidis ('13)

Rauð spjöld: