City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
0
0
Króatía
Ólafur Ingi Skúlason '50
15.11.2013  -  19:00
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2014 - Umspil
Dómari: Alberto Undiano (Spánn)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('46)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
16. Ólafur Ingi Skúlason
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
3. Hallgrímur Jónasson
8. Eggert Gunnþór Jónsson
19. Rúrik Gíslason ('64)
20. Emil Hallfreðsson
22. Eiður Smári Guðjohnsen ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Ólafur Ingi Skúlason ('50)
Fyrir leik
Komið þið sælir kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá stórleik Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM 2014.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli klukkan 19:00, en þetta er stærsti leikur íslenskrar knattspyrnusögu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið inn. Tvær breytingar eru frá liði undanfarinna leikja. Birkir Már Sævarsson er í leikbanni og er því ekki með, í stað hans verður Ólafur Ingi Skúlason í hægri bakverðinum.

Þá er Alfreð Finnbogason kominn aftur í byrjunarliðið og byrjar Eiður Smári Guðjohnsen á bekknum.
Fyrir leik
Uppselt er á Laugardalsvöllinn og má búast við frábærri stemningu á þessum stórleik.

Völlurinn er í toppstandi og í þokkabót er veðrið bara með mestu ágætum. Þetta er bara eins og best verður á kosið um miðjan nóvember.
Fyrir leik
Hér má sjá grein sem undirritaður skrifaði um fimm spennandi einvígi í leiknum í kvöld - verður gaman að fylgjast með þessu:

http://fotbolti.net/news/15-11-2013/fimm-spennandi-einvigi-i-leik-islands-og-kroatiu
Fyrir leik
Króatíska byrjunarliðið er mætt. Athygli vekur að Dejan Lovren er ekki í liðinu. Þá eru það bara fjögur spennandi einvígi!
Fyrir leik
Því miður leyfir tölvukerfið ekki að setja inn alla varamenn.

Hér eru varamannabekkir liðanna í heild sinni.

Ísland:
Gunnleifur Gunnleifsson
Haraldur Björnsson
Kristinn Jónsson
Hallgrímur Jónasson
Eggert Gunnþór Jónsson
Sölvi Geir Ottesen
Guðlaugur Victor Pálsson
Helgi Valur Daníelsson
Arnór Smárason
Rúrik Gíslason
Emil Hallfreðsson
Eiður Smári Guðjohnsen

Króatía: Lovre Kalinic (M), Danijel Subacic (M), Sime Vrsaljko, Dejan Lovren, Mate Males, Ante Rebic, Gordon Schildenfeld, Leon Benko, Milan Badelj, Ivica Olic, Niko Kranjcar, Mateo Kovacic.
Fyrir leik
Nikica Jelavic, sem mætti með Króötum til landsins, er ekki einu sinni í hóp. Hann leikur með Everton en hefur vermt bekkinn mikið að undanförnu.
Fyrir leik
Lið Króatíu inniheldur nokkrar stórstjörnur. Luka Modric hjá Real Madrid og Mario Mandzukic hjá Bayern eru þar fremstir meðal jafningja, en þó alls ekkiþeir einu.

Eduardo Da Silva lék áður fyrr með Arsenal við góðan orðstír en leikur nú með Shakhtar Donetsk.

Ivan Rakitic er lykilmaður og fyrirliði í liði Sevilla í spænsku La Liga.

Josip Simunic, Vedran Corluka, Darijo Srna og Ivan Perisic eru svo nöfn sem margir kannast við.
Fyrir leik
Nú er heldur betur farið að styttast í leikinn. Áhorfendur eru farnir að mæta þó enn sé nóg af auðum sjálfum.

Tólfan er búin að afhjúpa risastora Errea treyju sem er mjög flott!
Fyrir leik
Ekki nema tíu mínútur í leik! Spennan er einfaldlega ótrúleg. Þetta er svo stór leikur að orð fá því varla lýst. Vonandi ná strákarnir okkar flottum úrslitum í kvöld, en við getum klárlega verið stolt hvernig sem fer. En að því sögðu, þá munum við ekki sætta okkur við neitt minna en HM 2014, fyrst við erum komin svona langt!
Fyrir leik
Miðað við allan hræðsluáróðurinn var maður farinn að búast við því að Laugardalsvöllur yrði eins og moldarsvað, og jafnvel frost í honum. Svo átti víst að vera snjókoma og 100 stiga frost. En aðstæður eru til algerrar fyrirmyndar!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völl með spænsku dómarana í fararbroddi.
Fyrir leik
Vááááá!! Gæsahúðin er í hámarki! Að hlusta á þjóðsönginn var ólýsanlegt! Þvílík læti, þvílík stemning.. ÁFRAM ÍSLAND!!!!
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir frá Króatíu sem byrja með boltann.
1. mín
Króatar strax hættulegir! Munar minnstu að Eduardo komi boltanum yfir línuna en Ari Freyr hreinsar á marklínu!!
2. mín
Alfreð í hörkufæri eftir frábæran undirbúning frá Birki Bjarnasyni en varnarmaður Króatíu bjargar naumlega! Gylfi fer og tekur hornið!
5. mín
Króatar fá hornspyrnu. Ivan Rakitic tekur hana en boltinn endar aftur fyrir og markspyrna.
6. mín
Fín sókn, Birkir kemur boltanum á Jóa Berg sem gerir vel og Króatar neyðast til að setja boltann í horn.
7. mín
Þetta var bara æfingabolti fyrir Pletikosa. Beint í hrammana á honum, Króatar sækja hratt en Raggi Sig bjargar í innkast.
9. mín
Íslendingar ekki sáttir. Vildu fá hornspyrnu en markspyrna var dæmd.
11. mín
Kolbeinn, sem er einu spjaldi frá leikbanni, er ansi nálægt því að fá gult fyrir brot, en ekkert dæmt.
13. mín
Króatar hafa dælt inn þremur fyrirgjöfum og reynt á Hannes, en hann hefur staðið sig vel og gripið allt.
17. mín
Þokkalega lítið að gerast, sem er bara fínt. Fram að þessu hefur íslenska liðinu þó ekki tekist að halda boltanum vel, en Króatar eru allavega ekki að skapa sér neitt af viti.
19. mín
Króatar fá ansi ódýra hornspyrnu eftir misheppnaða hreinsun frá Ólafi Inga Skúlasyni. Hættunni er þó bægt frá.
21. mín
Ivan Perisic reynir skot fyrir utan teig en það fer vel framhjá markinu.
28. mín
Flott sókn hjá íslenska liðinu og fyrirgjöf frá Ara Frey, en Jóhann Berg fékk boltann í teig og reyndi að gefa aftur fyrir og það tókst ekki. Ísland aðeins að ná tökum á þessu!
30. mín
Langt innkast frá Kára Árnasyni og Kolbeinn nær skalanum, en hann er laus og beint á Pletikosa.
35. mín
Daniel Pranjic liggur sárþjáður á vellinum eftir að hafa snúið sig. Skömmu áður hafði Hannes Þór átt einkennilega hreinsun með fætinum eftir hættulega fyrirgjöf.
40. mín
Ivan Perisic er með skot utan teigs en það er beint á Hannes. Skoppandi bolti og vel gert hjá Hannesi að halda honum. Annars hefur þessi leikur verið að spilast fínt til þessa. Króatar meira með boltann en ekki að gera mikið.
44. mín
Ansi vont þetta!! Kolbeinn meiðist og er að fara af velli! Sneri sig skelfilega illa. Hræðilegar fréttir fyrir íslenska landsliðið.
45. mín
Við spilum manni færri þangað til Eiður Smári kemur inn fyrir Kolbein.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés. Flottur hálfleikur hjá íslenska landsliðinu en vissulega svartur blettur að Kolbeinn er að öllum líkindum ekki að fara að spila seinni hálfleikinn. Hann virtist meiðast ansi illa, en ekki amalegt að eiga mann eins og Eið Smára á bekknum. Áfram Ísland!
46. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Leikurinn er hafinn á ný og við þurfum því miður að horfa á eftir Kolbeini. En í staðinn kemur ansi flottur leikmaður, okkar besti Eiður Smári! Haldið áfram að gera góða hluti strákar!
46. mín
Inn:Ivica Olic (Króatía) Út:Ivo Ilicevic (Króatía)
Króatar gerðu líka skiptingu í byrjun. Reynsluboltinn Olic inn fyrir Ivo Ilicevic.
48. mín
Þvílíkir töfrar í fótunum hjá Gudjohnsen!! Tekur lystivel á móti boltanum og kemur honum á Alfreð, sem á skot sem hittir ekki á rammann úr heldur þröngu færi.
50. mín Rautt spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Þvílík martröð!! Ísland þarf að spila allan seinni hálfleik manni færri! Ólafur Ingi fær rautt spjald fyrir að rífa niður Ivan Perisic!!
52. mín
Rakitic tekur aukaspyrnuna en sem betur fer endar boltinn ekki inni. Þetta verða erfiðar 40 mínútur fyrir Ísland!!
54. mín
Hörkufæri hjá Króötum, Rakitic með skot en Hannes ver virklega vel.
55. mín
Dauðafæri hjá Króötum!! Frábær fyrirgjöf frá Eduardo á Olic en Hannes ver vel!
59. mín
Þetta verður ekkert venjulega stressandi! Klárlega yrði maður sáttur við að halda núllinu bara úr því sem komið er.
Guðjón Baldvinsson, leikmaður Halmstad
Það sem eg elska að horfa á Eið Smára spila fótbolta, what a playa what a touch
62. mín
Það verður að koma fram að Ari Freyr Skúlason hefur verið frábær í þessum leik og ekki stigið feilspor.
64. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Skipting hjá Lagerback. Alfreð fer út af og Rúrik Gúslason kemur inn á.
65. mín
Þessi spænski Elitudómari, sem dæmdi El Clasico um daginn, er ekki að gera sig. Mér hefur þótt hann vera afskaplega slakur í kvöld. Honum líður greinilega ekki vel í kuldanum.
Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður:
Holdum tetta ut og tha afram #aframisland
70. mín
Þrumuskot hjá Rakitic en frábærlega varið hjá Hannesi! Boltinn nokkuð beint á hann en hann gerði vel að halda honum!
72. mín
Inn:Ante Rebic (Króatía) Út:Eduardo Da Silva (Króatía)
Króatar gera skiptingu. Ante Rebic inn fyrir Eduardo.
73. mín
Maðursér það á Twitter að íslenska þjóðin er að fra á taugum. Þar er ég engin undantekning, ég er alveg fáránlega stressaður!
73. mín
Lagerback er brjálaður yfir dómgæslunni, sá annars rólegi maður. Fjórði dómarinn segir honum að róa sig.
Daði Bergsson, leikmaður NEC Nijmegen:
@FIFAcom who is this referee in iceland vs croatia?! He's doing a terrible job!!
75. mín
Króatar fá aukaspyrnuá stórhættulegum stað. Ivan Raktic tekur hana og hún fer beint í vegginn. Króatar fá boltann aftur en hann endar í útsparki.
79. mín
Nenni ekki að taka jinx á þetta, en við höfum verið frábærir manni færri fyrir utan tvö færi Króata í byrjun. Síðustu 10 mínúturnar verða gríðarlega erfiðar, menn fara að þreytast. En vonandi halda þeir áfram þessari frábæru baráttu.
79. mín
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað þegar brotið er á Rúrik! KOMA SVO GYLFI!!!
80. mín
Frábær spyrna frá Gylfa en Króatar bjarga svo naumlega! Eiður vinnur svo hornspyrnu!
81. mín
Ódýr aukaspyrna dæmd á Rúrik á hættulegum fyrirgjafarstað. Allt of flautugjarn þegar Íslendingar eru í baráttunni, þessi dómari!
82. mín
Ég er svo stoltur af þessum strákum að það nær engri átt. Þeir eru að gefa gersamlega allt í þennan leik. Þvílík barátta, þvílík fyrirmyndarbarátta! Þið eruð frábærir strákar!
83. mín
Dauðafæri hjá Króötum!! Þennan sá ég inni en Perisic skaut rétt framhjá! Sem betur fer!
88. mín
Inn:Leon Benko (Króatía) Út:Mario Mandzukic (Króatía)
Mario Mandzukic hefur ekkert getað í baráttunni við Ragga og Kára. Leon Benko kemur nú inn í hans stað.
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið! Nú þurfum við bara að halda út uppbótartímann. Það yrði stórkostlega vel gert! Einungis tveimur mínútum bættum við!
90. mín
LEIKNUM ER LOKIÐ!! ÍSLAND SÝNIR ÓTRÚLEGAN KARAKTER OG NÆR MARKALAUSU JAFNTEFLI Á LAUGARDALSVELLI, ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA VERIÐ MANNI FÆRRI ALLAN SEINNI HÁLFLEIKINN!! KRÓATAR SKORUÐU EKKI ÚTIVALLARMARK OG VIÐ ERUM ENN Í BULLANDI SÉNS!!!!
Byrjunarlið:
1. Stipe Pletikosa (m)
3. Josip Simunic
4. Ivan Perisic
5. Vedran Corluka
6. Danijel Pranjic
7. Ivan Rakitic
10. Luka Modric (f)
11. Darijo Srna
15. Ivo Ilicevic ('46)
17. Mario Mandzukic ('88)
22. Eduardo Da Silva ('72)

Varamenn:
6. Dejan Lovren
13. Gordon Schildenfeld
14. Milan Badelj
15. Sime Vrsaljko
18. Ivica Olic ('46)
19. Niko Kranjcar
23. Daniel Subasic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: