City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Króatía
2
0
Ísland
Mario Mandzukic '27 1-0
Mario Mandzukic '38
Darijo Srna '47 2-0
19.11.2013  -  19:15
Maksimir Stadion, Zagreb
Undankeppni HM 2014 - Umspil
Dómari: Björn Kuipers (Hollandi)
Byrjunarlið:
1. Stipe Pletikosa (m)
3. Josip Simunic
4. Ivan Perisic
5. Vedran Corluka
6. Danijel Pranjic
7. Ivan Rakitic
8. Mateo Kovacic
10. Luka Modric (f)
11. Darijo Srna
17. Mario Mandzukic
18. Ivica Olic

Varamenn:
12. Lovre Kalinic (m)
6. Dejan Lovren
9. Nikica Jelavic
13. Gordon Schildenfeld
15. Ivo Ilicevic
19. Niko Kranjcar
22. Eduardo Da Silva

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ivica Olic ('7)

Rauð spjöld:
Mario Mandzukic ('38)
Leik lokið!
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
87. mín
Gylfi með fína skottilraun en yfir markið.
85. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Viðar Ingi Pétursson:
Hvursu ofmetin er hollenska deildin krakkar, fattiði það núna!? Lagerback veit það #poormansAlves #AF11
Tómas Þór Þórðarson:
Fagmennskan verður ekki tekin af Króötum. Verjast frábærlega, loka svæðum, vinna hættuleg bolta, eyða tíma og fá færi.
Smári Jökull Jónsson:
Ömurlegt að vera markmaður. Hannes búinn að eiga magnaðan leik, fyrir utan ein mistök, sem drápu leikinn
83. mín
Aukaspyrna frá vinstri sem Gylfi tók, sending inn í teiginn en markvörður Króata kýldi frá. Jói Berg fékk boltann og sendi frábæra fyrirgjöf. Króatar björguðu í horn. Ekkert kom upp úr horninu.
Magnús Þór Jónsson:
Skiljanleg þessi skipting, Aron átti erfitt...fer í reynslubakkann hans. Pottþétt #glerharður #þorparinn
71. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron átti mjög slakan leik. Gylfi tekur við bandinu.
Jón Kári Eldon:
Jæja strákar, erum við búnir að missa alla getu til að spila á samherja ? #spacejam
66. mín
Íslenska liðið er úti á þekju í dag.
65. mín
Miðja íslenska liðsins er gjörsamlega í ruglinu. Aron Einar tapar boltanum aftur og Króatarnir í stórhættulega skyndisókn. Hannes náði að verja.
64. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Sverrir Ingi Ingason:
Við eigum ekki breik a móti þeim 10
61. mín
STÁLHEPPNIR að lenda ekki 3-0 undir. Fyrst tók Hannes magnaða markvörslu þegar Kovacic var skyndilega kominn einn í gegn. Svo eftir hornið fór boltinn í slánna.
Guðni Þ. Guðjónsson:
Aron og Gylfi þið megið alveg setja ykkur i stand
56. mín
Leiðinlegt að segja frá því... en Króatar virðast líklegri til að bæta við marki en við að minnka muninn.
Tómas Þór Þórðarson:
Af hverju tóku Aron eða Kári ekki straujið á manninn?! Hvurslags dúkkulísu varnarleikur er þetta? Og Hannes...úff.
47. mín MARK!
Darijo Srna (Króatía)
Darijo Srna fyrirliði Króata óð upp hægri vænginn, fékk boltann og skaut. Hannes náði ekki að ráða við skotið. Þessi sókn hófst á því að Aron Einar tapaði boltanum klaufalega á miðjunni. Hannes hefði átt að gera betur og líka útileikmenn sem hefðu getað stöðvað þetta í fæðingu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Komaaaa svooo
Guðjón Guðmundsson:
Kolbeinn skilur eftir sig stórt skarð. Það mun draga af Krótum í síðari hálfleik. Þeir hafa keyrt rosalega í fyrri. Þurfum smá heppni.
45. mín
Hálfleikur - Ein mínúta í uppbót. Rétt fyrir hálfleikinn tók Gylfi skot vel fyrir utan teig en hitti ekki rammann. Seinni hálfleikur eftir og við einum fleiri...
44. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Braut af sér en aðstoðardómarinn nappaði hann.
42. mín
Jæja Ísland á skot á markið... það er allavega í áttina.
Magnús Már Einarsson:
Öskrin í Jóa heyrðust upp í stúku þegar Mandzukic fór í hann. Þögn í stúkunni hjá Króötum fyrst eftir að spjaldið fór á loft en síðan baul
38. mín Rautt spjald: Mario Mandzukic (Króatía)
Gróft brot á Jóa Berg og beint rautt. Hárréttur dómur. Þetta var bara að gerast...
37. mín
Króatar halda áfram að sækja... okkar strákar eiga svo sannarlega undir högg að sækja. Mandzukic átti lúmskan skalla út við stöng sem Hannes náði að verja.
Magnús Þór Jónsson:
Fá hálfleikinn bara fljótlega, þurfum að tala í okkur kjarkinn aðeins. Fáir sem vilja boltann þessa stundina...
Axel Helgi Ívarsson:
Mandzukic virkar mjög leiðinleg manneskja
27. mín MARK!
Mario Mandzukic (Króatía)
Það verður að viðurkennast að mark frá Króatíu hefur legið í loftinu. Eftir hornspyrnu barst boltinn á fjærstöngina þar sem Mandzukic var réttur maður á réttum stað og skoraði.
26. mín
Jói Berg og Birkir Bjarna hafa skipt um kanta. Jói kominn vinstra megin og Birkir hægra megin.
25. mín
Við erum ekki að na að halda boltanum lengi innan liðsins.
Magnús Þór Jónsson:
Hannes nálgast pro fótbolta...getur bara ekki annað verið...
23. mín
Srna með aukaspyrnu sem Hannes varði frábærlega í horn. Upp úr horninu átti Mandzukic skalla yfir.
20. mín
Ekkert verður úr þvi.
19. mín
Króatía að fá sitt fjórða horn...
16. mín
Birkir Már náði að koma sér upp hægri vænginn og kom með bolta fyrir en Króatar hreinsuðu frá. Ágætis uppbygging að þessu.
12. mín
Gylfi með skot sem Pletikosa varði. Alfreð náði frákastinu en búið var að flagga rangstöðu.
11. mín
Króatískir blaðamenn hika ekki við að draga upp blysin. Reykingar eru leyfðar íá Maksimir vellinum... eins og reyndar nánast allstaðar í Króatíu.
10. mín
Luka Modric með misheppnaða sendingu sem Hannes handsamaði.
7. mín Gult spjald: Ivica Olic (Króatía)
Alltof seinn í tæklingu.
5. mín
Króatar halda áfram að sækja. Setja nokkra pressu á íslenska liðið hér í byrjun.
1. mín
Það er svakalegt færi hér strax í byrjun! Það eiga Króatarnir. Kovacic fékk fínt skotfæri við vítateigsendann en hitti ekki á rammann.
1. mín
ÞETTA ER HAFIÐ - Króatía byrjaði með knöttinn.
Fyrir leik
Þjóðsöngvum er lokið. Þetta er allt að bresta á.... hjartslátturinn er ör.
Fyrir leik
Það held ég. Liðin eru komin út á völlinn og nú er sko komið að því að hlusta á þjóðsöngva.
Fyrir leik
"Ef Ísland fer á HM mun það breyta lífi ykkar allra," sagði Gummi Ben á töflufundi með stuðningsmönnum Íslands fyrir leikinn.
Sigurjón Jónsson:
íslenska liðið raðar inn mörkum hérna í léttri skotæfingu. Þetta leggst vel í mig. #fotbolti
Auðunn Blöndal:
Var að tala við Sveppa, Eiður byrjar innà!!!
Edda Sif Pálsdóttir, RÚV:
Ef allt klikkar í útsendingunni klippum við á Kolla sem verður staddur í Bakarameistaranum að baka rúvstykki. #planE
Óðinn Svan Óðinsson:
Er án djóks peppaðari en þegar ég tók á móti dóttur minni í þennan heim fyrir 3 vikum. #fotbolti
Fyrir leik
Ein fréttakonan hér er í bleikum buxum og vekur mikla athygli kollega hennar af hinu kyninu.
Fyrir leik
Hér við hlið mér er Gummi Hilmars, sá mikli fagmaður af Mogganum. Hann er til í að svara spurningum frá lesendum Fótbolta.net. Endilega sendið spurningu á [email protected] eða í gegnum sms í síma 894-9207.
Fyrir leik
Vinsælasta spáin fyrir leikinn er 1-1. Ég er einmitt á 1-1 vagninum líka.
Fyrir leik
Íslenska landsliðið er að hita upp á vellinum. Þetta verður eitthvað, já... þetta verður eitthvað.
Fyrir leik
Skömmin í Maksimir kallast leikvangurinn sem leikið er á. Svakalegt skrímsli þessi leikvangur og arkitektamistök í sinni hreinustu mynd.
Fyrir leik
Það er glimrandi partítónlist á vellinum og allir í besta skapi. Það er alvöru öryggisgæsla og var leitað í töskum hjá mér og ég þurfti að sýna fjölmiðlapassann sirka 50 sinnum.
Fyrir leik
Menn eru að koma sér í fréttamannastúkunni. Engar veitingar fyrir fjölmiðlamenn, ekki einu sinni kaffi. Ég hef ákveðið að kenna Kolbeini Tuma um það.
Fyrir leik
Rúmur einn og hálfur tími í leik og strákarnir okkar eru mættir á blautt grasið í Zagreb. Það var mikil stemning fyrir utan völlinn þegar fréttamenn Fótbolta.net mættu á svæðið, sungið og trallað. Enn sem komið er eru þó afskaplega fáir komnir inn í stúkuna.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Byrjunarlið Ísland er mætt á svæðið, nákvæmlega eins og við bjuggumst við að það yrði. Eiður Smári kemur aftur inn í byrjunarliðið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar og Birkir Már Sævarsson kemur í hægri bakvörðinn á ný. Að öðru leiti er liðið það sama og vanalega.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Það er hér í Zagreb sem draumur okkar Íslendinga, sem eitt sinn var svo fjarlægur, getur orðið að veruleika. Ísland er aðeins einum leik frá því að komast á heimsmeistaramótið í Brasilíu og skrifa nýjan og stórkostlegan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu.
Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá Maksimir leikvangnum í Zagreb.

Hér fer fram leikur Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM 2014.

Fyrri leiknum á Laugardalsvelli lauk með markalausu jafntefli.
Alexander Freyr Tamimi
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('71)
22. Eiður Smári Guðjohnsen ('64)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
3. Hallgrímur Jónasson
8. Eggert Gunnþór Jónsson
19. Rúrik Gíslason ('64)
20. Emil Hallfreðsson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Sigurðsson ('44)
Emil Hallfreðsson ('85)

Rauð spjöld: