City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
1
2
Breiðablik
Ingi Freyr Hilmarsson '3 1-0
1-1 Guðmundur Kristjánsson '29
1-2 Kristinn Steindórsson '64
25.09.2011  -  16:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 13° og flott fótboltaveður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1137
Maður leiksins: Kristinn Steindórsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
2. Gísli Páll Helgason
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('45)
11. Atli Sigurjónsson ('45)
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('61)
15. Janez Vrenko

Varamenn:
6. Ármann Pétur Ævarsson ('45)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('61)

Liðsstjórn:
Ragnar Haukur Hauksson

Gul spjöld:
Clark Keltie ('50)
Gísli Páll Helgason ('5)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðann daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum, það er fallegt fóboltaveður í boði í dag og auðvitað vonumst við eftir því að leikurinn verði í takt við það.
Fyrir leik
Það verður að teljast nokkuð sérstakt að í þessum fallbaráttuslag hér í dag eigast við nýliðar og ríkjandi Íslandsmeistarar en þetta er einfaldlega raunveruleikinn. Sigur í leiknum hér í dag tryggir aftur á móti veru í efstu deild á næsta ári þannig að nóg er undir hér í dag, vægast sagt.
Fyrir leik
Ingvar Kale er mættur aftur í markið hjá Blikum og Olgeir byrjar í dag en hjá Þórsurum fagna heimamenn endurkomu Atla Sigurjóns á mðijuna.
Fyrir leik
Tvær mínútur í leik gott fólk, dramatíska tónlistin komin í loftið hér á vellinum og spennan magnast.
1. mín
Þorvaldur Árnason hefur flautað til leiks.
3. mín MARK!
Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Ingi Freyr er búinn að skora og koma Þór yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Ingi Freyr, Gunnar Már og Jóhann Helgi tóku sig til þarna og spiluðu vörn Breiðabliks gjörsamlega í bita sem endaði á því að Ingi komst einn á móti Ingvari og skoraði á nærstöng.
5. mín Gult spjald: Gísli Páll Helgason (Þór )
Gísli Páll fékk gult spjald fyrir það að stoppa hraða sókn Breiðabliks
8. mín
Liðin skiptast á að sækja, þetta er alvöru leikur hér í upphafi og það kæmi manni stórkostlega á óvart ef þetta verður eina mark leiksins hér í dag.
13. mín
Sveinn Elías kemst upp hægri vænginn og er í topp stoðu til að koma boltanum fyrir á Jóhann Helga en sendingin er léleg og fer aftur fyrir mark Breiðabliks. Vörn Blika er í allskonar vandræðum hér í upphafi leiks
15. mín
Kristinn Steindórsson á hér fyrsta skot Blika í leiknnum rétt fyrir utan teig, Rajkovic á ekki í neinum erfiðleikum með þetta skot enda laust.
17. mín
nú er komið að Guðmundi Kristjáns en hann vinnur boltann af dugnaði rétt við miðjuna og tekur á sprett sem endar með lausu skoti sem rúllar vel framhjá marki Þórs.
18. mín
Allt verður vitlaust! Kári Ársælsson fyrirliði Blika var ekki sáttur með það hversu ágengur Ingi Freyr var við Ingvar Kale í marki Blika og hljóp hann niður, hann er ekki alveg vinsælasti maðurinn á vellinum eins og er og var heppinn að sleppa þarna án þess að fá spjald en dómari leiksins sá ekki brotið og dæmdi því ekkert.
21. mín
Aftur er vörn Blika í vandræðum sem endar á því að Olgeir gerist brotlegur rétt fyrir utan vinstra horn vítateigs þeirra. Clark Keltie mætir á svæðið og á gott skot sem fer rétt yfir mark Blika.
23. mín
Rétt í þessu var verið að dæma rangstöðu úr innkasti... í hvaða reglubók fann línuvörðurinn þessa reglu?
24. mín
Gríðarlegur pirringur í gangi hér á Þórsvellinum og mikið um brot, Þorvaldur Árnason verður að fara að róa menn niður áður en allt fer í rugl hérna... dramatík!
26. mín
1137 áhorfendur mættir hér í dag samkvæmt nýjustu tölum
28. mín
Blikarnir eru að lifna við og eru búnir að halda boltanum vel innan liðsins og ná góðu spili og m.a. fengið þrjár hornspyrnur á nokkuð stuttum tíma, pressan að aukast á vörn Þórs
29. mín MARK!
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Guðmundur Kristjánsson er búinn að jafna og það líka með þessu fallega marki! Blikar fengu sína þriðju hornspyrnu á stuttum tíma, boltinn barst út úr teignum á Guðmund sem tók hann á brjóstið og átti svo viðstöðulaust skot sem Srdjan Rajkovic átti ekki möguleika á að verja, vel gert Guðmundur!
33. mín
Jóhann Helgi á skalla rétt framhjá marki Breiðabliks eftir laglega sendingu frá Þorsteini fyrirliða Þórs
35. mín
Kristinn Steindórsson með flott skot rétt fyrir utan vítateig Þórs en Rajkovic með sannkallaða sjónvarpsmarkvörslu... þetta er alvöru leikur!
37. mín
Halló! Kristinn Steindórs á aftur skot en í þetta sinn smellur boltinn í stöng og þaðan beint í fangið á Rajkovic sem stóð og horfði á enda átti hann aldrei séns í að verja þetta. Blikarnir eru heldur betur búnir að bæta leik sinn og núna er það vörn Þórs sem er í bullandi vandræðum.
42. mín
Atli Sigurjónsson hefur látið lítið fyrir sér fara hingað til en tekur nú á sprett framhjá tveimur miðjumönnum Breiðabliks og á svo gott skot af löngu færi sem Ingvar ver í horn.
45. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri fær gult spjald fyrir klaufalegt brot í hraði sókn Þórs, hann svo gott sem bað um þetta spjald
45. mín
Fyrri hálfleik lokið og þessum líka rosalega hálfleik, svona eiga fótboltaleikir að vera!
45. mín
Inn:Dávid Disztl (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
45. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Atli Sigurjónsson (Þór )
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn hér á Þórsvellinum eftir tvöfalda skiptingu Þórsara. Vonandi verður þessi seinni hálfleikur eitthvað í takt við þann fyrri sem var virkilega hress vægast sagt.
50. mín Gult spjald: Clark Keltie (Þór )
Clark Keltie fær gult spjald fyrir vel fasta tæklingu á Þórði Steinari á mðijum vellinum, þetta var svokölluð tjallatækling og verðskuldaði spjald.
53. mín
Ingi Freyr á sprett upp vinstri vænginn og kemur boltanum fyrir þar sem Sveinn Elías skallar að marki en Ingvar Kale er með þetta allt á hreinu í marki Breiðabliks og ver örugglega.
61. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
62. mín
Srdjan Rajkovic aftur með tilþrif í markinu, í þetta sinn eftir aukaspyrnu Blika rétt fyrir utan vítateig en ég verð að viðurkenna að ég sá ekki hver tók spyrnuna.
63. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
64. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kristinn Steindórsson er búinn að koma Blikum yfir! Allt í einu kom stungusending og þar var að verki, held ég, Jökull Elísarbetarson. Kristinn var allt í einu aleinn gegn Rajkovic og gerði ekki nein mistök, hver sagði að hann skoraði bara á Kópavogsvelli?
72. mín
Lítið merkilegt að gerast síðustu mínútur enda eiga liðin erfitt með að ná upp spili. Blikarnir verðskuldað yfir, eftir erfiða byrjun hafa þeir unnið sig vel inn í leikinn.
76. mín
David Disztl dettur í teignum og einhverjir vilja víti, menn fá nú seint víti fyrir það að hitta ekki boltann og sparka í varnarmenn.
80. mín
Inn:Guðmundur Pétursson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni Vilhjálmsson fer útaf á börum eftir samstuð, hann virðist vera langt frá því að vera heill eftir þetta og fær aðhlynningu við varamannabekk Breiðabliks
87. mín Gult spjald: Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
Þórður tekur niður Svein Elías sem er að sleppa einn í gegn og fær aðeins gult spjald, held að Þórður geti verið mjög sáttur með það en stúkan er mjög langt frá því að vera sammála og vill rautt. Allt gjörsamlega vitlaust hér á Þórsvellinum!
90. mín
Leik lokið og Blikar fagna gríðarlega enda þungu fargi af þeim létt og sætið í efstu deild sumarið 2012 komið í hús.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson ('80)
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('63)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
7. Höskuldur Gunnlaugsson
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('87)
Andri Rafn Yeoman ('45)

Rauð spjöld: