Wales
3
1
Ísland
James Collins
'12
1-0
1-1
Jóhann Berg Guðmundsson
'26
Sam Vokes
'64
2-1
Gareth Bale
'70
3-1
04.03.2014 - 19:45
Cardiff City Stadium
Vináttulandsleikur
Dómari: Eiko Saar (Eistland)
Cardiff City Stadium
Vináttulandsleikur
Dómari: Eiko Saar (Eistland)
Byrjunarlið:
1. Wayne Hennesey (m)
2. Chris Gunter
3. Neil Taylor
4. Emyr Huws
5. James Collins
6. Ashley Williams (f)
7. Joe Allen
8. Hal Robson-Kanu
('87)
9. Sam Vokes
10. Andy King
11. Gareth Bale
('72)
Varamenn:
12. Boaz Myhill
14. Danny Gabbidon
15. Samuel Ricketts
16. Ben Davies
('87)
17. Jack Collison
18. Ashley Richards
19. Jonathan Williams
('72)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
Leik lokið með sanngjörnum 3-1 sigri Wales. Gareth Bale fór virkilega illa með íslenska liðið en hann lagði upp tvö mörk og skoraði það þriðja eftir góðan sprett.
Jóhann Berg skoraði mark Íslands með skoti sem fór í Ashley Williams og netið en íslenska liðið var alls ekki jafn öflugt og í kvöld og í undankeppni HM.
Viðtöl og nánari umfjöllun á Fótbolta.net innan tíðar.
Jóhann Berg skoraði mark Íslands með skoti sem fór í Ashley Williams og netið en íslenska liðið var alls ekki jafn öflugt og í kvöld og í undankeppni HM.
Viðtöl og nánari umfjöllun á Fótbolta.net innan tíðar.
90. mín
Björn Daníel nálægt því að skora! Varamaðurinn átti skalla eftir hornspyrnu en Walesverjar bjarga á línu.
87. mín
Inn:Ben Davies (Wales)
Út:Hal Robson-Kanu (Wales)
Rólegt yfir leiknum þessa stundina. Wales gerir aðra breytingu.
84. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Ísland)
Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Kiddi Jóns fær nokkrar mínútur.
79. mín
Robson-Kanu vinnur boltann af Kára og á þrumuskot fyrir utan teig en Hannes ver í horn.
77. mín
Áhorfendur eru enn að syngja um Gareth Bale þrátt fyrir að hann sé farinn af velli. Einhverjir í stúkunni farnir að kasta svörtum ruslapokum niður. Ekki alveg að skilja það samt.
75. mín
Allir sem horfðu á þennan leik geta ekki annað en heillast af frammistöðu Bale. Hvort sem það er Ancelotti heima í stofu á Spáni eða húsmóðir á Háteigsveginum.
72. mín
Inn:Jonathan Williams (Wales)
Út:Gareth Bale (Wales)
Bale er farinn af velli! Nú er mönnum létt í íslenska liðinu! Langbesti maður vallarins. Laaangbesti.
70. mín
MARK!
Gareth Bale (Wales)
Bale skorar eftir einstaklingsframtak... hann er óstöðvandi, við ráðum ekkert við hann! Spændi upp hægri kantinn á miklum hraða, kom inn á völlinn og skaut í bláhornið. Mark!
69. mín
Carlo Ancelotti má fara að hringja í Coleman og segja honum að þetta sé komið gott hjá Bale í dag! Hann hefur borið okkur ofurliði.
64. mín
MARK!
Sam Vokes (Wales)
Stoðsending: Gareth Bale
Stoðsending: Gareth Bale
Gareth Bale lék á Ara Frey og skaut á markið. Kári bjargaði á línu en Sam Vokes náði frákastinu. Bale bara bjó þetta mark til. Búinn að leggja upp bæði mörkin.
61. mín
...Gylfi tekur hornið, gefur fyrir. Skallað frá, boltinn á Jóa Berg sem skýtur í varnarmann. Hætta á ferðum upp við mark Wales en Ashley Williams kemur hættunni frá.
47. mín
Verðum að gefa heimamönnum mínus fyrir að hafa ekki skemmtiatriði á vellinum í hálfleik. Hefði nú ekki kostað mikið að fá velsku útgáfuna af hljómsveit Ingimars Eydal.
46. mín
Inn:Birkir Bjarnason (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Gylfi færist fram og Birkir fer á kantinn, Emil á miðjuna.
46. mín
Inn:Sölvi Geir Ottesen (Ísland)
Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Miðvarðaskipti í hálfleik.
45. mín
Eiko Saar dómari hefur haft ágætis tök á þessum leik en byrjum ekki að fagna. Þegar kemur að stórum ákvörðunum er hann víst til alls vís. Hann snýr lukkuhjólinu á enska barnum í hausnum á sér.
45. mín
Það eru möguleikar í stöðunni. Það er klárt mál. Síðasta hluta fyrri hálfleiksins þá fengum við þokkalegt plásss sem hægt er að nýta.
44. mín
Sóknarlota frá Íslandi. Ari og Jói Berg hafa átt ágætis fyrirgjafir en Wales með hávaxna menn í hjarta varnarinnar og náð að skalla frá.
39. mín
Wales heimtaði vítaspyrnu. Var í hættulegri sókn. Ekkert dæmt. Boltinn var farinn en Elmar tæklaði hann niður. Það hefði verið hægt að flauta þarna held ég.
Ríkharð Óskar Guðnason:
Er síðasti maðurinn sem á að tjá sig um tísku en Coleman er eins og milljón dollarar á meðan Lager og Heimir splæsa í Pulis fashion.#Suitup
Er síðasti maðurinn sem á að tjá sig um tísku en Coleman er eins og milljón dollarar á meðan Lager og Heimir splæsa í Pulis fashion.#Suitup
36. mín
Hornspyrna. Collins með skot en í Ragga. Wales heldur boltanum... en ekki lengur. Gylfi vann hann. Við eigum innkast.
33. mín
Það er vel kalt á vellinum. Reyndar það kalt að velsku blaðamennirnir eru þegar farnir að tala um hvað kaffið verði gott í hálfleik. Kakan sem er á boðstólnum verður þó látin vera enda líkist hún helst legköku.
Ríkharð Óskar Guðnason:
Vá hvað við áttum ALDREI skilið að jafna þennan leik! Ömurleg spilamennska en það skiptir ENGU MÁLI! Rífa þetta núna í gang og nýta þetta.
Vá hvað við áttum ALDREI skilið að jafna þennan leik! Ömurleg spilamennska en það skiptir ENGU MÁLI! Rífa þetta núna í gang og nýta þetta.
26. mín
MARK!
Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Alfreð Finnbogason
Stoðsending: Alfreð Finnbogason
Ísland hefur jafnað metin!!! Þarna!!! Jóhann Berg Guðmundsson fékk boltann frá Alfreði eftir smá fimbulfamb í teignum. Jóhann var hægra megin í teignum, boltinn hafði viðkomu af Ashley Williams áður en hann fór í netið. Þessi sókn hófst á fyrirgjöf sem Emil átti frá vinstri.
Henry Birgir Gunnarsson:
Gaman að sjá íslensku landsliðsþjálfarana í glæsilegum jakkafötum á hliðarlínunni. #sveitamennskan
Gaman að sjá íslensku landsliðsþjálfarana í glæsilegum jakkafötum á hliðarlínunni. #sveitamennskan
23. mín
Bale með brellur og svo utanfótarsnuddu fyrir á Robson-Kanu sem skallaði yfir. Bale ALLT í öllu í sóknarleik Wales, eins og búast mátti kannski við.
Björn Orri Hermannsson:
Hvað ætli maður muni heyra Bale oft í þessari útsendingu? Búinn að telja 63. sinnum á 19.min #fótbolti #BaleVsÍsland
Hvað ætli maður muni heyra Bale oft í þessari útsendingu? Búinn að telja 63. sinnum á 19.min #fótbolti #BaleVsÍsland
19. mín
Wales fékk hornspyrnu. Kári skallaði boltann frá. Heimamenn talsvert meira með boltann og eru bitmeiri í kjölfar marksins.
Magnús Gunnarsson, fótboltaáhugamaður:
þvílík gjöf þessi aukaspyrna sem þeir fá, algjör óþarfi að brjóta
þvílík gjöf þessi aukaspyrna sem þeir fá, algjör óþarfi að brjóta
14. mín
Gareth Bale á siglingu hægra megin, leitaði inn völlinn og lét vaða en Hannes varði.
12. mín
MARK!
James Collins (Wales)
Stoðsending: Gareth Bale
Stoðsending: Gareth Bale
Aukaspyrna hægra megin. Bale með frábæra fyrirgjöf og James Collins skallaði þennan inn. Wales hefur tekið forystuna. Collins var á milli manna þarna og hljóp svo bara í svæðið.
12. mín
Bale með boltann við hægri hornfánann og reyndi að koma boltanum framhjá Ara en var stöðvaður. Vel gert Ari.
Ívar Benediktsson, Morgunblaðinu:
Kári er ekki alveg að finna fæturnar sína í upphafi leiks #KingGuðjónÞ #walesísland
Kári er ekki alveg að finna fæturnar sína í upphafi leiks #KingGuðjónÞ #walesísland
5. mín
Theodór Elmar með sendingu upp hægri kantinn þar sem Alfreð var á ferðinni en sendingin aðeins of föst.
2. mín
Gareth Bale með sína fyrstu ispu í leiknum, komst framhjá Ara og Emil með skærum en við náðum að komast í fyrirgjöfina. Fólk lyftist úr sætum þegar Bale fær boltann.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Ekki margir Íslendingar meðal áhorfenda en það má sjá íslenska fánann í stúkunni.
Fyrir leik
Sá einn grjótharðan stuðningsmann með Cardiff bláfuglinn tattúveraðan á hálsinn. Sá hefur verið pirraður þegar Vincent Tan ákvað að skipta yfir í drekann!
Fyrir leik
Klappað fyrir Aroni Einari Gunnarssyni þegar liðin eru kynnt í hátalarakerfinu. Hann er eini leikmaður Cardiff sem spilar þennan leik. Allt trylltist þegar Bale var kynntur.
Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður:
Emyr Huws Ekki sa hradasti en frábær tækni og sendigeta. Svo compare the http://markets.com med framherjana. Championship vs Holland
Emyr Huws Ekki sa hradasti en frábær tækni og sendigeta. Svo compare the http://markets.com med framherjana. Championship vs Holland
Fyrir leik
Miðjumaðurinn Emyr Huws er að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Wales en þessi tvítugi leikmaður er hjá Birmingham á láni frá Manchester City. Meðal leikmanna í byrjunarliði Wales er Joe Allen, leikmaður Liverpool.
Alex Ralph, stuðningsmaður Wales:
Af hverju er talað um Bale eins og hann sé stærri en Wales þegar það eru landsleikjahlé? Fólk talar eins og hann sé að gera greiða með því að spila fyrir liðið.
Af hverju er talað um Bale eins og hann sé stærri en Wales þegar það eru landsleikjahlé? Fólk talar eins og hann sé að gera greiða með því að spila fyrir liðið.
Fyrir leik
Kerfið hér til hliðar býður ekki upp á nægilega mikið pláss fyrir varamenn. Varamenn Íslands í dag eru: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m), Birkir Már Sævarsson, Kristinn Jónsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Birkir Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson, Helgi Valur Daníelsson, Ólafur Ingi Skúlason.
Fyrir leik
Byrjunarlið Wales er á leiðinni en staðfest er að Gareth Bale er í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Já það er staðfest að Theodór Elmar Bjarnason mun byrja í hægri bakverði. Hann er vanari því að leika á miðjunni en sýndi í vináttuleiknum gegn Svíþjóð að hann hefur þróast á þann hátt að vera öflugur varnarlega. Oft hefur verið talað um hægri bakvörðinn sem vandræðastöðu hjá íslenska liðinu og fróðlegt að sjá hvernig þessi tilraun kemur út.
Byrjunarlið Ísland: Hannes (m); Elmar, Raggi, Kári, Ari; Jói Berg, Aron (m), Gylfi, Emil; Alfreð, Kolli.
Birkir Már og Birkir Bjarnason á bekknum.
Byrjunarlið Ísland: Hannes (m); Elmar, Raggi, Kári, Ari; Jói Berg, Aron (m), Gylfi, Emil; Alfreð, Kolli.
Birkir Már og Birkir Bjarnason á bekknum.
Fyrir leik
Vináttulandsleikir eiga það oft til að vera þurrir, hægir og oft á tíðum leiðinlegir. Vonum að sú verði ekki raunin núna. Draumurinn að fá íslenskt mark snemma leiks!
Fyrir leik
Í liði Wales má finna nokkra leikmenn sem íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja vel úr ensku deildinni en stærsta nafnið er að sjálfsögðu Gareth Bale. Það þarf að passa sig á að selja sig ekki gegn honum því hann er snjall og með mikinn hraða (eins og allir vita!).
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt á næsta klukkutímanum. Theodór Elmar Bjarnason var notaður sem hægri bakvörður hluta af æfingunni í gær og fróðlegt að sjá hvort hann muni hefja leik þar. Annars má ekki búast við mörgu óvæntu í byrjunarliðinu eins og fram hefur komið í viðtölum fyrir leik.
Fyrir leik
Hér í Wales er vel tekið á móti manni og fjölmiðlamenn eru farnir að koma sér fyrir í þeirri fínu aðstöðu sem leikvangurinn hefur uppá að bjóða.
Í leikskránni er kyning á íslenska liðinu og eru nefndir þrír lykilmenn; einn í vörn, einn á miðju og annar í sóknarleiknum. Það voru Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson sem fengu sérstaka umfjöllun.
Í leikskránni er kyning á íslenska liðinu og eru nefndir þrír lykilmenn; einn í vörn, einn á miðju og annar í sóknarleiknum. Það voru Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson sem fengu sérstaka umfjöllun.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin í beina textalýsingu frá Cardiff þar sem Wales og Ísland mætast í vináttulandsleik á heimavelli Cardiff City. Það er aðeins einn leikmaður úr því liði að fara að leika í kvöld og það er fyrirliðinn okkar Aron Einar Gunnarsson.
Aron hefur enn ekki skorað mark með A-landsliðinu en vann skotkeppni á æfingu í gær og ég spái því að ísinn verði brotinn með stæl í kvöld!
Dómaratríó leiksins er frá Eistlandi en um flautuna heldur Eiko Saar sem er nú ekki mjög hátt skrifaður í þessum bransa.
Þetta verður sjöunda viðureign þjóðanna. Íslendingar hafa einu sinni haft sigur, 1-0 árið 1984 á Laugardalsvelli. Einu sinni hafa þjóðirnar skilið jafnar, 2-2 árið 1981 en Wales hefur fjórum sinnum haft betur, síðast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli árið 2008.
Strákarnir í Wales eru í 51. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í sæti 48.
Aron hefur enn ekki skorað mark með A-landsliðinu en vann skotkeppni á æfingu í gær og ég spái því að ísinn verði brotinn með stæl í kvöld!
Dómaratríó leiksins er frá Eistlandi en um flautuna heldur Eiko Saar sem er nú ekki mjög hátt skrifaður í þessum bransa.
Þetta verður sjöunda viðureign þjóðanna. Íslendingar hafa einu sinni haft sigur, 1-0 árið 1984 á Laugardalsvelli. Einu sinni hafa þjóðirnar skilið jafnar, 2-2 árið 1981 en Wales hefur fjórum sinnum haft betur, síðast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli árið 2008.
Strákarnir í Wales eru í 51. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í sæti 48.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson
('46)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
9. Kolbeinn Sigþórsson
('76)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
('46)
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson
23. Ari Freyr Skúlason
('84)
25. Theodór Elmar Bjarnason
Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
8. Eggert Gunnþór Jónsson
8. Birkir Bjarnason
('46)
16. Ólafur Ingi Skúlason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kristinn Jónsson ('90)
Rauð spjöld: