ÍBV
1
2
Stjarnan
Víðir Þorvarðarson
'25
, misnotað víti
0-0
0-1
Ólafur Karl Finsen
'45
Matt Garner
'65
, sjálfsmark
0-2
Arnar Bragi Bergsson
'84
, víti
1-2
08.05.2014 - 17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá gola og völlurinn í fínu ástandi miðað við árstíma
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 516
Maður leiksins: Michael Præst
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá gola og völlurinn í fínu ástandi miðað við árstíma
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 516
Maður leiksins: Michael Præst
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
('80)
Ian David Jeffs
('68)
5. Jón Ingason
6. Gunnar Þorsteinsson
('68)
11. Víðir Þorvarðarson
17. Bjarni Gunnarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
Varamenn:
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
21. Dominic Khori Adams
Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Yngvi Magnús Borgþórsson
Gul spjöld:
Víðir Þorvarðarson ('30)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu á leik ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar
Brynjar Gauti Guðjónsson er ekki með liði ÍBV í dag vegna höfuðmeiðsla sem hann fékk gegn Fram og kemur Matt Garner inn í liðið í hans stað.
Hjá Stjörnunni kemur danski framherjinn Jeppe Hansen inn í stað Veigars Páls Gunnarssonar sem meiddist gegn Fylki í seinustu umferð.
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, er klár í slaginn og kemur inn í liðið fyrir Þorra Geir Rúnarsson.
Brynjar Gauti Guðjónsson er ekki með liði ÍBV í dag vegna höfuðmeiðsla sem hann fékk gegn Fram og kemur Matt Garner inn í liðið í hans stað.
Hjá Stjörnunni kemur danski framherjinn Jeppe Hansen inn í stað Veigars Páls Gunnarssonar sem meiddist gegn Fylki í seinustu umferð.
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, er klár í slaginn og kemur inn í liðið fyrir Þorra Geir Rúnarsson.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita upp og ólíkt flestum völlum á höfuðborgarsvæðinu er völlurinn hér í góðu ásigkomulagi og er t.a.m. komið nýtt gras á miðjuna þar sem hún var orðin illa farin undir lok móts í fyrra.
Fyrir leik
Veðrið í Eyjum þessa stundina er ágætt, frekar skýjað og lítið um sól en aðeins smá gola og því góðar aðstæður fyrir leikinn sem er framundan.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn við mikið lófatak áhorfenda og er mikil stemning uppi í áhorfendastúkunni.
5. mín
Bjarni Gunnarsson sleppur einn inn fyrir varnarlínu Stjörnunnar en Ingvar er fljótur út úr markinu og nær að loka vel á hann. Þarna hefði Bjarni átt að gera betur.
13. mín
ÍBV er meira með boltann þessa stundina en eru ekki búnir að ná að skapa sér mikið af færum hingað til.
14. mín
Víðir Þorvarðarson kemur með góða stungusendingu inn fyrir varnarlínu Stjörnunnar sem er frekar hátt uppi á vellinum og Bjarni sleppur aftur inn fyrir og virðist sem hann hafi verið felldur rétt fyrir utan vítateig af Herði Árnasyni en dómari leiksins Gunnar Jarl dæmir ekkert við litla hrifningu Eyjamanna sem heimtuðu aukaspyrnu og rautt spjald.
20. mín
Stjarnan næla sér í aukaspyrnu á hættulegum stað en leikmenn ÍBV koma þessum bolta örugglega frá. Aðeins búið að lifna yfir Stjörnumönnum.
24. mín
Vítaspyrna dæmd á Stjörnuna! Hörður missir boltann á klaufalegan hátt og Ingvar brýtur á Víði innan vítateigs.
25. mín
Misnotað víti!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Ingvar Jónsson ver vítaspyrnu Víðis, en hann var einmitt samherji Ingvars hjá Stjörnunni áður fyrr. Staðan enn markalaus.
30. mín
Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Víðir nælir sér í gult spjald hér fyrir dýfu.
34. mín
ÍBV eru mun líklegri aðilinn til að skora þessa stundina á meðan Stjörnumenn eru að mestu leyti að eltast við boltann.
38. mín
Innköstin hjá ÍBV eru ekki að gera sig þessa stundina en nú er þrisvar búið að dæma vitlaust innkast á Óskar Zoega hægri bakvörð ÍBV. Ekki eitthvað sem maður sér vanalega í meistaraflokksleik.
40. mín
Fyrsta almennilega færi Stjörnunnar kemur hér á 40. mínútu en það er Jeppe Hansen, nýjasta viðbótin í Stjörnuliðið sem skýtur rétt yfir eftir mikinn barning í vítateig Eyjamanna.
42. mín
Önnur sókn Stjörnumanna á jafnmörgum mínútum og aftur er það Jeppe sem er mikið í boltanum þessa stundina en hann tekur sér of langan tíma með boltann og nær ekki skoti á markið.
44. mín
Stjarnan er allt í öllu eins og er en í þetta skipti var það Atli Jóhannsson með gott skot sem Abel Dhaira, Úgandamaðurinn sem snúið hefur aftur í mark ÍBV í sumar, ver.
45. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Misskilningur milli Abel og Eiðs í vörn ÍBV og Ólafur Karl Finsen kemst á mill þeirra, framhjá Abel í markinu og setur hann í autt markið. Staðan 1-0 fyrir Stjörnumönnum!
45. mín
Mark Ólafs var einmitt síðasta spyrna þessa fyrri hálfleiks þar sem Gunnar Jarl, dómari flautar hér til loka fyrri hálfleiks. Stjarnan leiðir 1-0 þrátt fyrir að Eyjamenn hafi sótt mun meira í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn en Eyjamenn munu væntanlega mæta dýrvitlausir til leiks eftir að hafa fengið mark á sig í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áhorfendur á Hásteinsvelli eru 516 í dag.
55. mín
Fyrsta almennilega sókn seinni hálfleiks að líta dagsins ljós hér en aukaspyrna Ian Jeffs fór þá af kollinum á leikmanni ÍBV og aftur fyrir.
62. mín
Lítið markvert að gerast í augnablikinu, mikil barátta hjá báðum liðum en ekkert meira en það.
65. mín
SJÁLFSMARK!
Matt Garner (ÍBV)
Fyrirgjöf frá Arnari Má Björgvinssyni af hægri kantinum fer af Matt Garner og í fjærhornið. Það verður að segjast eins og er að þetta mark kom algjörlega eins og þruma úr heiðskíru lofti og Stjarnan komin í ansi vænlega stöðu. 2-0!
68. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV)
Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
Eyjamenn gera hér tvær breytingar á sínu liði og munu reyna að freista þess að koma til baka í leiknum.
75. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnumönnum.
77. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnumanna fer hér fram.
80. mín
Inn:Dean Martin (ÍBV)
Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
Hinn 41 ára gamli spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV, Dean Martin, kemur hér inn á fyrir Jonathan Glenn.
83. mín
Eyjamenn fá annað víti! Ingvar brýtur aftur af sér innan vítateigs en í þetta sinn varð Atli Fannar fyrir barðinu á honum.
84. mín
Mark úr víti!
Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)
Arnar Bragi skorar af miklu öryggi og þetta er aftur orðið að leik.
87. mín
Fyrirgjöf Jóns Ingasonar hafnar í þverslánni! Eyjamenn ætla sér ekki að gefast upp baráttulaust.
90. mín
Þung sókn hjá Eyjamönnum sem endar með slöku skoti sem svífur yfir markið, hættulaust. Þetta gæti hafa verið síðasta tækifæri ÍBV til að fá eitthvað út úr þessum leik.
Byrjunarlið:
2. Heiðar Ægisson
('75)
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
('77)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen
('75)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
18. Jón Arnar Barðdal
('75)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('73)
Rauð spjöld: