Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
1
ÍBV
Arnþór Ari Atlason '33 1-0
1-1 Bjarni Gunnarsson '74
04.05.2014  -  16:00
Gervigrasvöllur Laugardal
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Sólin kemur og fer, fínasta veður.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 976
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Aron Þórður Albertsson ('80)
8. Einar Bjarni Ómarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
11. Ásgeir Marteinsson ('67)
13. Viktor Bjarki Arnarsson
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('46)

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
9. Haukur Baldvinsson ('67)
11. Jökull Steinn Ólafsson
14. Halldór Arnarsson
16. Aron Bjarnason
21. Einar Már Þórisson ('80)
77. Guðmundur Magnússon ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('68)
Aron Þórður Albertsson ('44)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Fram og ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla árið 2014.

Eins og alþjóð veit fer leikurinn fram á gervigrasvelli Þróttar þar sem Laugardalsvöllur kom illa undan vetrinum.

Byrjunarlið eru væntanleg á næstu mínútum.
Fyrir leik
Um er að ræða fyrsta leik Bjarna Guðjónssonar, þjálfara Fram og Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar, þjálfara ÍBV, sem þjálfarar í efstu deild.

Það verður gaman að sjá hvor þeirra ætlar að byrja þann hluta feril síns betur.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. Það kemur e.t.v. á óvart í liðsuppstillingu Eyjamanna að Dominic Adams og Gunnar Þorsteinsson byrja á bekknum. Matt Garner er í banni og spilar því ekki í dag.
Fyrir leik
Hjá Frömurum er Haukur Baldvinsson á bekknum en 2. flokks strákarnir Aron Þórður Albertsson og Ingiberg Ólafur Jónsson eru í byrjunarliði.
Fyrir leik
Leikmenn eru nú að týnast inn á völlinn að hefja upphitun. Dean Martin er búinn að setja upp keilur og stýrir þessu Eyjamegin.
Fyrir leik
Ef tekið er mið af leikjum liðanna á síðustu leiktíð má ekki gera ráð fyrir markaleik. Samsvarandi viðureign á Laugardalsvelli í september lauk með 0-1 sigri Eyjamanna. Eins unnu Eyjamenn 1-0 í Eyjum í júní í fyrra.
Fyrir leik
Miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum síðan í fyrra. Eyjamenn hafa fengið um sex nýja leikmenn inn en misst um tíu.

Framarar hafa einnig tekið lið sitt algjörlega í gegn og losað sig við alla útlendingana sína og fengið inn 14 nýja leikmenn.
Fyrir leik
Leikmenn halda nú til búningsherbergja. Þjálfarar hafa því korter til að koma sínum mönnum í gírinn.
Fyrir leik
Þá leiðir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins í dag, leikmenn inn á völlinn.
1. mín
Framarar hefja leik!
3. mín
Leikurinn fer kröftuglega af stað. Bæði lið hafa komist í álitlegar stöður án þess að skapa sér almennnilegt skotfæri.
6. mín
Framarar taka stutt horn, Viktor Bjarki fær boltann á vítateigshorninu og gefur fyrir á hausinn á Hafsteini Briem en skalli hans fer langt framhjá.
13. mín
Arnþór Ari klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Ásgeir Marteinsson átti lága fyrirgjöf fyrir markið sem barst til Arnþórs á fjærstönginni sem skaut yfir markið frá markteig.

Eyjavörnin leit ekki vel út þarna en hann var dauðafríar á fjærstönginni.
17. mín
Víðir Þorvarðarson á gott skot frá vítateig vinstra megin, Ögmundur ver til hliðar - beint á Bjarna Gunnarsson sem á skot útr þröngu færi sem Ögmundur ver í horn.
19. mín
Ásgeir Marteinsson á skot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi, en fer rétt yfir.
22. mín
Aftur er Arnþór Ari í álitlegu færi, vörn ÍBV er hvergi sjáanleg og Framarar voru nánast fimm gegn þremur. Arnþór fær boltann innfyrir en skýtur beint í Abel Dhaira, markmann ÍBV.
23. mín
Bjarni Gunnarsson fær færi fyrir ÍBV, strax eftir færi Arnþórs hinu megin. Hreinsun fram datt inn fyrir á Bjarna sem ætlaði framhjá Ögmundi en það gekk ekki, hann hefði átt að skjóta á markið.
24. mín
Framarar komast í fína sóknarstöðu en ná ekki að koma inn úrslitasendingunni. Mikið tempo er í leiknum þessa stundina.
27. mín
Arnar Bragi reynir skot af löngu færi en það fer hátt yfir mark Framara.
33. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Fram)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Það kom loksins að því að Arnþór skoraði. Enn einu sinni er varnarlína Eyjamanna alltof framarlega og Ásgeir á góða sendingu inn fyrir á Arnþór sem bregst ekki bogalistin í þriðja sinn.
35. mín
Það var í raun bara tímaspursmál hvenær Framarar kæmust yfir meðan varnarleikur Eyjamanna var svona. Hafa misst þá innfyrir sig nokkrum sinnum í dag.
41. mín
Eyjamenn hafa aðeins sótt í sig veðrið síðustu mínútur en sóknaraðgerðir þeirra ógna vörn Fram hins vegar ekki mikið.
44. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Fyrsta gula spjald leiksins. Kom seint inn í Óskar Elías.
45. mín
Hálfleikur - 1-0 sanngjörn staða í hálfleik. Framarar litið vel út og náð upp fínu spili á köflum. Jóhannes Karl hefur stýrt mönnum vel þegar liðið verst og lætur vel í sér heyra.
45. mín
Úlfur Blandon, aðstoðarþjálfari Fram, átti mikið spjall við Guðmund Magnússon í hálfleik sem var að hita upp. Lítur út fyrir að Framarar séu að undirbúa skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Guðmundur Magnússon kemur inn fyrir nafna sinn í hálfleik.
46. mín
Eyjamenn hefja leik í síðari hálfleik.
48. mín
Brynjar Gauti liggur eftir skallaeinvígi. Hann þarf að fara útaf tímabundið vegna aðhlynningar. Jökull Elísabetarson sinnir miðvarðarstöðunni á meðan Eyjamenn eru tíu.
50. mín
Þá kemur Brynjar inn á aftur vel bundinn um hausinn og jafnt í liðum á ný.
53. mín
Ingiberg Ólafur Jónsson, miðvörður Framara, steinliggur eftir skot Víðis Þorvarðarsonar. Fékk skotið í hausinn og virðist hafa rotast, sjáum til hvað gerist.
55. mín
Ingiberg kemur aftur inn, búinn að jafna sig.
58. mín
Eyjamenn virðast þéttari nú í seinni hálfleik og hafa verið sterkari. Framarar lítið komist áleiðis með sóknaraðgerðum sínum, ÍBV þó ekki fengið nein færi.
60. mín
Það virðist vera smá hiti í mönnum. Einhver kítingur eftir brot Brynjars Gauta á Guðmundi Magnússyni. Þó lítilvægt og engin spjöld á loft.
63. mín
Eyjamenn eiga skalla eftir horn sem fer af Framara og rétt framhjá, hætta við mark Fram.
63. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Stöðvaði skyndisókn.
67. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Ásgeir Marteinsson (Fram)
68. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Fyrir brot á Arnari Braga sem virtist snúa sig, hann liggur eftir.
71. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
74. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Óskar Elías Zoega Óskarsson
Eyjamenn jafna nánast upp úr þurru, djúp fyrirgjöf frá hægri fer yfir allan pakkann á fjærstöngina þar sem Bjarni Gunnarsson afgreiðir frábærlega í fjærhornið.
77. mín
Framarar virtust ætla að sigla þessu heim en þeir hafa drepið niður tempo-ið í síðari hálfleik. Nánast ekkert bent til þess að annað mark kæmi í þennan leik, þetta mark kom því í raun sem þruma úr heiðskíru lofti.
79. mín
Jón Ingason með fína tilraun á lofti utan teigs, yfir markið fór boltinn.
80. mín
Inn:Einar Már Þórisson (Fram) Út:Aron Þórður Albertsson (Fram)
81. mín
Ósvald Jarl fær boltann í fínu færi, en hann er með hægri fót á við Arjen Robben og hægri fótar skot hans eftir því skelfilegt.
83. mín
Hafsteinn Briem á skot yfir eftir fyrirgjöf frá vinstri, ágætis færi en skoppandi boltinn erfiður viðureignar.
84. mín
Inn:Dominic Khori Adams (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
86. mín
Víðir á frábært skot upp í hægra hornið eftir skyndisókn Eyjamanna, Ögmundur ver frábærlega í horn.
90. mín
ÍBV fær umdeilda óbeina aukaspyrnu á stórhættulegum stað, vafasamt hvort að um sendingu til baka var að ræða, en Ögmundur tók boltann upp.
90. mín
Jonathan Glenn tók skotið en Framarar komu hættunni frá.
90. mín
Fram fer beint upp í skyndisókn og uppskera aukaspyrnu við vítateigslínuna vinstra megin.
90. mín
Aukaspyrna Jóhannes Karls er slök og fer yfir markið. Hann vildi horn en fær ekki.
Leik lokið!
1-1 niðurstaðan og Framarar ef til vill ósáttari liðanna.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Ian David Jeffs ('71)
5. Jón Ingason (f)
11. Víðir Þorvarðarson
17. Bjarni Gunnarsson ('84)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
6. Gunnar Þorsteinsson
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
21. Dominic Khori Adams ('84)

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Yngvi Magnús Borgþórsson

Gul spjöld:
Jón Ingason ('63)

Rauð spjöld: