Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
4
3
Stjarnan
Arnar Már Björgvinsson '39 1-0
Andri Rafn Yeoman '42 2-0
2-1 Baldvin Sturluson '54
Arnar Már Björgvinsson '66 3-1
3-2 Halldór Orri Björnsson '76
3-3 Aron Grétar Jafetsson '78
Guðmundur Pétursson '91 4-3
01.10.2011  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautt en annars ágætt veður
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 706
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('64)
16. Ernir Bjarnason
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
17. Elvar Páll Sigurðsson ('64)
21. Guðmundur Friðriksson
27. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Elvar Páll Sigurðsson ('70)
Kristinn Steindórsson ('57)
Guðmundur Kristjánsson ('28)
Davíð Kristján Ólafsson ('12)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar, sem fram fer klukkan 14:00 í dag á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Breiðablik gerir þrjár breytingar á sínu liði frá því í 2-1 útisigrinum gegn Þór á Akureyri. Rafn Andri Haraldsson, Arnar Már Björgvinsson og Kristinn Jónsson koma allir inn í liðið og út fara þeir Jökull Elísabetarson, Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson.
Fyrir leik
Stjarnan neyðist til að gera tvær breytingar frá því í 5-0 burstinu gegn Val. Jóhann Laxdal er í leikbanni og Hörður Árnason er meiddur, og því eru þeir ekki í hópnum. Þeir Bjarki Páll Eysteinsson og Hafsteinn Rúnar Helgason koma í byrjunarliðið í þeirra stað. Að öðru leiti er liðið óbreytt.
Fyrir leik
Já, dömur mínar og herrar, í dag er hvorki meira né minna en lokaumferð Pepsi deildarinnar þetta árið. Við vitum að KR eru Íslandsmeistarar, en annað liðanna hér hefur þó að einhverju að keppa. Stjarnan getur nefnilega tryggt sér 3. sætið og þátttökkurétt í Evrópudeildinni á næsta ári ef þeir vinna Blikana og Grindavík vinnur ÍBV í Eyjum. Blikarnir björguðu sér hins vegar frá falli í síðustu umferð og geta því tekið því rólega í dag, þó þeir muni sjálfsagt ekki gera það.
Fyrir leik
Það væri skondið ef Stjarnan myndi tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á Kópavogsvellinum í ár, sérstaklega í ljósi þess að Blikarnir fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Garðabænum í fyrrasumar. Spurning hvort að Blikar endurgjaldi Garðbæingunum gestrisnina í dag.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn, nú fer leikur að hefjast. Stjarnan leikur í hvítu en Blikarnir að sjálfsögðu í sínum grænu búningum.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það voru Blikar sem byrjuðu með boltann.
2. mín
Þeir sem vilja Twitta um leikinn mega endilega gera það, en notið þá hashtaggið #fotbolti. Þetta er skipun!
5. mín
Hætta við mark Blika! Stjörnumenn fá hornspyrnu sem er hættuleg en vörn Blika tekst að koma boltanum út úr teignum eftir klafs. Þá kemur Nikolaj Pedersen með þrumuskot sem Ingvar Kale tekur sjónvarpsmarkvörsluna á.
8. mín
Arnar Már Björgvinsson hársbreidd frá því að skora gegn sínum gömlu félögum, en hann er síðan dæmdur rangstæður. Gríðarlega hættulegur leikmaður Arnar, en hann hefur þó ekki náð sama krafti hjá Breiðablik og hann gerði hjá Stjörnunni.
11. mín
Blikar hársbreidd frá því að komast yfir!!! Þeir leika á Stjörnumenn inni í teig og Rafn Andri nær skoti sem fer í Hafstein Rúnar Helgason og stöngina! Þarna sluppu gestirnir með skrekkinn!
12. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Já, og Rafn Andri fékk síðan gult spjald fyrir að taka Tryggva Sveinn harkalega niður. Menn liggja mikið á að brjóta í þessum leik, Stjarnan er að fá sína sjöttu aukaspyrnu.
15. mín
Skondið atvik. Ingvar Kale grípur boltann eftir hornspyrnu Stjörnunnar en hendir boltanum beint út af í innkast.
18. mín
Þarna var Garðar Jóhannsson um það bil sex millimetra frá því að koma Stjörnunni yfir!! Bjarki Páll Eysteinsson gerir vel, kemur boltanum á Garðar sem kemur sér í fínt skotfæri en skýtur rétt framhjá markinu!
22. mín
Kristinn Jónsson kemur í fínt skotfæri en skot hans er lélegt og fer beint á Ingvar í markinu.
26. mín
Arnar Már setur boltann í netið en það var búið að flagga rangstöðu. Rangstaðan var samt upphaflega flögguð á leikmann sem lét boltann fara til Arnars, sem var líkast til réttstæður. Spurning hvort að Magnús Þórisson hefði átt að láta leikinn halda áfram.
27. mín
Þórður Steinar hársbreidd frá því að skora!!! Aukaspyrna frá Rafni Andra berst til Þórðar í teignum sem er í frábæru færi, en Ingvar Jónsson ver vel frá honum í horn.
28. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Gummi Kri fær spjald fyrir að fara aftan í Hafstein Rúnar þegar hann ætlaði að geysast upp í skyndisókn.
29. mín
Arnar Már er að valda sínum gömlu félögum miklum vandræðum! Rétt í þessu spændi hann framhjá þremur leikmönnum Stjörnunnar og náði ágætu skoti sem fór þó rétt framhjá markinu. Heimamenn eru talsvert hættulegri þessa stundina.
38. mín
Mark hjá Stjörnunni, en það er réttilega dæmt af vegna rangstöðu!! Bjarki Páll á fyrirgjöf sem Garðar skallar í slána, Baldvin Sturluson fylgir svo eftir og skallar í netið en hann var líkast til fyrir innan!
38. mín
Mark hjá Stjörnunni, en það er réttilega dæmt af vegna rangstöðu!! Bjarki Páll á fyrirgjöf sem Garðar skallar í slána, Baldvin Sturluson fylgir svo eftir og skallar í netið en hann var líkast til fyrir innan!
39. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
BLIKAR ERU KOMNIR YFIR!!! Kristinn Steindórsson átti frábæran sprett upp kantinn í skyndisókn, lagði svo boltann inn á Arnar Má sem þurfti lítið annað en að pota boltanum í netið! Gífurlega vel gert hjá Kidda og Arnar Már var réttur maður á réttum stað. 1-0 Breiðablik í vil.
42. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Allt að hrynja hjá gestunum!!! Andri Rafn Yeoman kemur Blikum í 2-0! Kristinn Steindórsson kom með heimsklassa sendingu á Andra Rafn sem var einn á auðum sjó, lét Ingvar verja frá sér og skoraði svo í frásparkinu. Góð skyndisókn aftur.
45. mín
Það hefur verið flautað til leikhlés hér á Kópavogsvelli. Blikarnir leiða verðskuldað 2-0 þó að bæði lið hafi vissulega fengið sín færi.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og það er Stjarnan sem byrjar með boltann. Engar breytingar.
50. mín
Nei nei nei!!! Garðar Jó með frábæra sendingu á Baldvin Sturluson inn í teiginn, og Baldvinn er í kjörstöðu til að gefa fyrir á menn sem þeytast inn í teiginn. Hann kýs frekar að skjóta úr þröngu færi og hittir boltann illa, þannig að hann fer vel framhjá. Ekki góð ákvörðun.
51. mín
Kristinn Jónsson á ævintýralega góðan sprett upp vinstri kantinn, en hann gefur boltann aðeins of seint fyrir og Ingvar Jónsson nær honum.
52. mín
Hvað er að frétta af þessum sendingum Kristins Steindórssonar? Hann er með frábæran bolta á Andra Rafn Yeoman sem er með allan tíma í heiminum, einn á móti Ingvari, en hann lætur verja frá sér.
52. mín
Sælla er að gefa en skjóta, en Kristinn Steindórsson ákveður að reyna eitt skot eftir að hafa dælt boltum á liðsfélaga sína allan leikinn. Skotið er vel fyrir utan teig en mjög fast og Ingvar þarf að verja í hrnspyrnu.
54. mín
Halldór Orri kemur með flotta fyrirgjöf og Garðar nær að pota í boltann, en Ingvar Kale ver virkilega vel yfir markið og í hornspyrnu. Fjörugur seinni hálfleikur!
54. mín MARK!
Baldvin Sturluson (Stjarnan)
MARK!!! Baldvin Sturluson minnkar muninn fyrir gestina!!! Hafsteinn Rúnar kemur með frábæra sendingu lengst utan af velli sem ratar á kollinn á Baldvin inni í teignum, og hann skallar boltann í netið. Þarna var Ingvar Kale ekki alveg með á nótunum, en reyndar var skallinn alveg í bláhorninu þó að hann hafi ekki verið mjög fastur.
54. mín
Inn:Þorvaldur Árnason (Stjarnan) Út:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Stjarnan gerir skiptingu strax eftir markið, Tryggvi Sveinn fer út af fyrir Þorvald.
57. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Baldvin Sturluson liggur óvígur eftir, en Kristinn Steindórsson sparkaði hann niður og fær gult spjald.
62. mín
Garðar Jóhannsson vill fá víti þarna! Það er farið aftan í hann en hann berst áfram og klárar skotið, sem er varið, en það er ekkert dæmt. Atli Jóhannsson átti frábæra sendingu inn á Garðar í teiginn.
63. mín
Ingvar Jónsson heldur Stjörnunni á floti!! Arnar Már kemst einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Kristjánssyni, en Ingvar kemur fljótt út á móti og ver frá Arnari.
64. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
66. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
Jæja, þarna fóru Blikarnir langt með að gera út af við Evrópudrauma Stjörnunnar. Þeir geysast upp í skyndisókn og aftur skorar Arnar Már gegn sínum gömlu félögum, og hver annar en Kristinn Steindórsson átti stoðsendinguna!? 3-1 fyrir Blika!
70. mín
Kristinn Jónsson í dauðafæri einn gegn Ingvari en markvörðurinn ver meistaralega í horn! Staðan gæti verið 7-3 í þessum leik!
70. mín Gult spjald: Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Garðar Jó fer af velli, þannig að það er ekkert sem hann getur gert ef Atli Viðar Björnsson skorar tvö mörk í viðbót og myndi þá trygja sér markakóngstitilinn, en hann er kominn með tvö gegn Fylkismönnum.
73. mín
Inn:Aron Grétar Jafetsson (Stjarnan) Út:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan)
76. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
ÞVÍLÍKT VEISLA HÉRNA Í KÓPAVOGINUM Í SEINNI HÁLFLEIKNUM!! Halldór Orri Björnsson minnkar muninn í 3-2 með skoti beint úr aukaspyrnu!! Þetta er rosalegt!
78. mín MARK!
Aron Grétar Jafetsson (Stjarnan)
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!! Kjúklingarnir jafna metin!! Víðir Þorvarðarson á frábæran sprett upp á Aron Grétar Jafetsson sem potar boltanum í netið!! Nánast alveg eins og fyrsta mark Blika! 3-3 takk fyrir!!
81. mín Gult spjald: Nikolaj Pedersen (Stjarnan)
Fær gult fyrir brot á Andra Rafni Yeoman.
83. mín
Grindavík er komið yfir gegn ÍBV í Eyjum!! Ef Stjarnan kemst yfir ná þeir Evrópusæti þvílíkt og annað eins!!
85. mín
Ingvar Jónsson ver meistaralega!! Ef Stjarnan vinnur leikinn er það bara honum að þakka!! Tíminn er hins vegar naumur!
91. mín MARK!
Guðmundur Pétursson (Breiðablik)
4-3!! Varamaðurinn Guðmundur Pétursson tryggir Blikum að öllum líkindum sigurinn og gerir út af við Evrópudrauma Stjörnunnar!!! Aron Grétar gerði hræðileg mistök, gaf boltann á Guðmund sem keyrði inn í gegn og skoraði! Ingvar Jónsson var í boltanum en hann lak inn í hliðarnetið!!
94. mín
Þessum ótrúlega leik er lokið með 4-3 sigri Blika gegn Stjörnunni!! ÍBV heldur því 3. sætinu þrátt fyrir tap gegn Grindavík, en Stjarnan hefði þurft sigur! Rosalega svekkjandi fyrir Garðbæingana, en þá er það hins vegar þannig að KR tekur efsta sætið og titilinn, FH verður í öðru sætinu og ÍBV í því þriðja. Grindavík bjargaði sér frá falli og Þórsarar fara því niður með Víkingum! Ótrúleg lokaumferð!!
Byrjunarlið:
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
17. Ólafur Karl Finsen
27. Garðar Jóhannsson ('71)

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nikolaj Pedersen ('81)

Rauð spjöld: