Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
1
2
KR
0-1 Haukur Heiðar Hauksson '2
Elfar Árni Aðalsteinsson '38 1-1
1-2 Óskar Örn Hauksson '57
08.05.2014  -  19:15
Samsungvöllurinn
Pepsí-deild karla
Aðstæður: Blautt
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Jordan Leonard Halsman
7. Stefán Gíslason ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('77)
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('67)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('77)
22. Ellert Hreinsson ('67)
27. Tómas Óli Garðarsson ('83)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðablik og KR sem fram fer í Garðabænum þetta skiptið þar sem vellir liðanna eru enn að jafna sig.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við miklu fjöri í kvöld.
Fyrir leik
Blikar eru komnir út á völl að hita upp en KRingar eru enn inn í klefa.

KR gera þrjár breytingar á liði sínu síðan í tapleiknum á móti Val í fyrstu umferð. Gary Martin og Óskar Örn koma inn í liðið og Emil Atlason kemur sömuleiðis inn. Kjartan Henry, Almarr og Þorsteinn Már fá sér sæti á tréverkinu.
Fyrir leik
Blikar gera tvær breytingar frá leiknum á móti FH þar sem þeir gerðu jafntefli.

Elfar Freyr kemur í vörnina og Stefán verður því á miðjunni en hann byrjaði síðasta leik í
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Smári Stefánsson.
Fyrir leik
Það styttist í að leikurinn hefjist eða tæpar 10 mínútur. Þetta verður vonandi fjörugur leikur!
Fyrir leik
Lagið ,,Í sól og sumaryl" ómar um alla stúkuna. Það er nú ekki alveg beint sumar og sól um að lítast úti, þungskýjað og blautt og völlurinn þar með blautur sem býður upp á hraðann leik.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Fyrirliðarnir standa hér á miðjum velli og takast í hendur. KR spilar í áttina að Hagkaup en Blikar spila í áttina að Hafnarfirði.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Blikar byrja með boltann.
2. mín MARK!
Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
MAAAARRRRK!!!! KR byrja af krafti! Strax á annarri mínútu leiksins áttu þeir sókn, Gary Martin sendi boltann upp í hornið og þar tók Atli á móti honum og sendi fyrir þar sem Haukur Heiðar var ekki í neinum vandræðum með að setja boltann laglega í markið.
6. mín
Guðmundur Reynir var upprunalega í byrjunarliðinu samkvæmt skýrslu en virðist hafa orðið fyrir hnjaski í upphitun því að Ivar Furu er í byrjunarliðinu.
8. mín
KR byrjar leikinn af mikilli ákefð og eru mun sterkari þessar fyrstu mínútur.
11. mín
Óskar Örn Hauksson í dauðafæri einn á móti Gulla en varnarmaður Blika kom á fullri ferð og kastaði sér fyrir skotið.
18. mín
Páll Olgeir með ágætis skot að marki KR sem Stefán Logi varði vel.

Blikar hafa aðeins verið að sækja í sig veðrið síðustu mínútur en eru ekki að ná að brjóta KRinga á bak aftur.
22. mín
Flott spilamennska hjá KR, Gary sendi boltann yfir á SmalaBaldur þar sem hann komst upp á móti marki Blika og náði fínu skoti sem Gulli varði vel og tiltörulega auðveldlega.
25. mín
Atli Sigurjónsson situr á vellinum og fær aðhlynningu. Það sá enginn hvað gerðist en hann labbar út á hliðarlínuna og er kominn úr öðrum skónum.
28. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Atli fer meiddur af velli og Þorsteinn Már kemur í hans stað.
30. mín
Það er eitthvað sem segir mér að Óli Kristjáns þjálfari Blika muni ekki vera neitt sérstaklega rólegur inn í klefa í hálfleik.

Spilamennska Blikana er ekki búin að vera upp á marga fiska það sem af er af leiknum.
33. mín
Þetta var ótrúlegt! Haukur Heiðar sendi boltann fyrir mark Blika, Baldur Sig kiksaði á boltann og boltinn barst til Gary Martins sem kiksaði líka. Ákjósanlegt færi fór þarna forgörðum.
38. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Elfar Árni jafnar metin!! Eiginlega frekar mikið gegn gangi leiksins. Árni Vilhjálmsson átti ágætis keyrslu inn í vörn KR, náði skoti sem fór af varnarmönnum yfir til Elfars Árna sem setti hann laglega framhjá Stefáni Loga.
42. mín
Óskar Örn með aukaspyrnu og boltinn sveif yfir varnamenn Blika og út á fjærstöngina þar sem Grétar Sigfinnur var einn á auðum sjó en rétt missti af boltanum.
45. mín
Það er kominn hálfleikur og staðan er 1-1. Við fáum okkur kaffi og með því þangað til að seinni hálfleikurinn hefst.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný
55. mín
Það er lítið búið að eiga sér stað síðustu mínútur frá því að leikurinn hófst aftur
57. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Óskar Örn kemur KR yfir á nýjan leik. Boltinn barst til Óskars sem fór upp í vinstra jornið og setti hann laglega í markið. Gunnleifur átti ekki möguleika í að verja.
60. mín
Haukur Heiðar með stórfenglega sendingu á Gary sem setti boltann í netið en var dæmdur rangstæður. Flott sókn hjá gríðarsterkum KRingum
63. mín
KRingar eru miklu betri það verður eiginlega að segjast eins og er.
64. mín Gult spjald: Farid Zato (KR)
Zato fær gult spjald fyrir brot. Fyrsta spjald leiksins komið.
67. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik)
Blikar gera breytingu.
75. mín
Blikar eru varla búnir að eiga færi í seinni hálfleik á meðan KRingar keyra ítrekað á varnarlínu Blika.

Kæmi ekki á óvart þó að þeir myndu setja eitt til tvö mörk í viðbót.
77. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Þetta var furðulegt. Árni Vilhjálmsson var í sókn, missir annan skóinn og Þóroddur flautar og dæmir aukaspyrnu á Blika?! Í kjölfarið fer svo Árni af velli og Elvar kemur í hans stað.
80. mín
Haukur Heiðar óð hér upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir en enginn leikmaður KR var inn í teig Blika til að taka á móti sendingunni.
83. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) Út:Stefán Gíslason (Breiðablik)
86. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
90. mín
Blikar eru búnir að vera pressa Kringa síðustu mínútur. Það eru komnar 90 mínútur og væntanlega tveim til þrem mínútum bætt við.
93. mín
Elfar Freyr komst einn á móti Stefáni en skot hans lélegt og fór framhjá. Síðasta færi Blika væntanlega.
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Góður og sanngjarn sigur KR hér í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('28)
28. Ivar Furu

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('28)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('86)
11. Almarr Ormarsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Farid Zato ('64)

Rauð spjöld: