Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
0
2
Grindavík
0-1 Ólafur Örn Bjarnason '80
0-2 Magnús Björgvinsson '84
01.10.2011  -  14:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn blautur og svolítið rok
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 663
Maður leiksins: Óskar Pétursson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
5. Jón Ingason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('22)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkominn í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Grindavíkur sem fer fram í Eyjum í dag í lokaumferð Pepsi deildar karla. Hér í Eyjum er mikið undir, Eyjamenn þurfa stig til að ná að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni og þá er Grinadvík í fallsæti og þurfa helst að vinna en jafntefli gæti dugað falli önnur úrslit með þeim!
Fyrir leik
Það er að sjálfsögðu smá rok hérna í Eyjum en það er nánast svo að heimamenn kalla þetta logn þetta er hinsvegar ágætis rok og hefur bætt í það frá því að undirritaður mætti á Eyjuna í morgun!
Fyrir leik
Þórarinn Ingi Valdimarsson er í miðverðinum í dag með Rasmus en Brynjar Gauti Guðjónsson sem fékk rautt gegn KR er eitthvað tæpur og er á bekknum.
Fyrir leik
Umbúðirnar sem Tryggvi Guðmundsson er með á höfðinu eru í dýrara lagi en þær hylja skurðin sem hann er með vel!
Fyrir leik
Það styttist í leikinn hérna í Eyjum og fólk er að týnast á völlinn en þetta er eins og allir ættu að vita síðasti leikur Heimis Hallgrímssonar með ÍBV liðið í bili að minnsta kosti. Magnús Gylfason tekur við liðinu af honum en hann ku vera mættur til Eyja é leikinn!
1. mín
Leikurinn er hafinn hérna í Vestmannaeyjum en það virðist vera að lægja eitthvað og gera betra veður en það gæti breyst aftur enda getur allt gerst hérna í Eyjum.
8. mín
Guðmundur Þórarinsson var kominn einn gegn Óskari Péturssyni en tók afar heimskulega ákvörðun og ætlaði að vippa boltanum en hitti boltann illa og Óskar greip boltann auðveldlega.
9. mín
Leikurinn byrjar fjörlega og bæði lið reyna að sækja, þetta gærði orðið fjörugur leikur en Eyjamenn byrja þó betur.
16. mín
Eyjamenn fá vítaspyrnu en brotið var á Tryggva Guðmundssyni!
16. mín
Óskar Pétursson ver vítaspyrnuna frá Tryggva Guðmundssyni, Grindvíkingar voru ósáttir við spyrnuna og fagna því mikið!
19. mín
Grindvíkingar eru uppi eins og staðan er núna því Keflavík er að vinna Þór 2-0.
21. mín
Tryggvi Guðmundsson hikar ekki við að fara í skallaboltana þrátt fyrir þessar miklu umbúðir á hausnum.
22. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
22. mín
Grindvíkingar eru aftur komnir í fallsæti því Þórsarar hafa skorað mark!
30. mín
Grindvíkingar eru að sækja í sig veðrið hérna og setja pressu á Eyjamenn þessar mínúturnar!
38. mín
Jamie McCunnie var ekki langt frá því að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Ian Jeffs en boltinn fór rétt framhjá stönginni!
45. mín
Tryggvi Guðmundsson var nálægt því að slá markametið þarna en Óskar Pétursson varði vel frá Tryggva í góðu færi! Þá er búið að flauta til hálfleiks hér í Eyjum eftir færið!
45. mín
Grindvíkingar eru niðri þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjum fallbaráttunnar. Staðan er markalaus í Vestmannaeyjum en Þórsarar hanga uppi á einu marki sem stendur. Þeir hafa skorað fjórum mörkum meira en Grindavík!

Hálfleikur:
Fram - Víkingur 1-1
ÍBV - Grindavík 0-0
Keflavík - Þór 2-1

Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 22 stig (-9)
10. Þór 21 stig (-13)
11. Grindavík 21 stig (-13)
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn hérna í Eyjum en hvorugur þjálfari gerir breytingar!
46. mín
Heimir Hallgrímsson gerir taktískar breytingar í hálfleik. Matt Garner kemur í miðvörðinn fyrir Þórarinn Inga sem fer á vinstri kant og Guðmundur Þórarinsson fer í vinstri bakvörð.
46. mín
Einar Ingi Jóhannsson varadómari spurði Heimir Hallgrímsson hvort hann hefði gert breytingar á sínu liði í hálfleik. ,,Fannst þér vera þörf á því," svaraði Heimir léttur að venju.
49. mín
Þórarinn Ingi skýtur yfir markið nánast á línu eftir fyrirgjöf frá Arnóri Eyvari. Eitt af klúðrum sumarsins það er alveg á hreinu.
Gylfi Steinn
Grindjánar falla ekki í dag
62. mín
Tryggvi Guðmundsson er eini leikmaður ÍBV sem er að koma sér í færi þessa stundina og var ekki langt frá því að skora þarna en enn og aftur er Óskar Pétursson vel á verði!
67. mín
Það er þvílík rigning hérna í Eyjum þessa stundian og völlurinn var nú blautur og þungur fyrir!
71. mín Gult spjald: Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
72. mín
Þar sem Framarar eru að vinna Víkinga 2-1 hefur staðan í fallbaráttunni breyst. Þórsarar eru enn að hanga uppi á fleiri mörkum skoruðum en Grindavík en það má lítið út af bregða. Lítur út fyrir að það verði Þór eða Grindavík sem fari niður nema eitthvað mikið breytist.

Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 24 stig (-8)
10. Þór 21 stig (-13)
11. Grindavík 21 stig (-13)
Elvar Geir Magnússon
78. mín
Inn:Bjarni Þórarinn Hallfreðsson (Grindavík) Út:Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
Haukur Ingi fer af velli og Pospisil kemur inná. Nær hann að tryggja sæti Grindavíkur í deildinni?
80. mín MARK!
Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík)
Þjálfarinn sjálfur skorar með skalla eftir horn Scott Ramsey!!! Þvílíkt og annað eins. Grindavík er uppi eins og staðan er núna. Ljóst er að sama hvernig aðrir leikir fara þá heldur Grindavík sér uppi með sigri.
84. mín MARK!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Grindvíkingar eru að bjarga sér því Magnús Björgvinsson slapp einn í gegn og skoraði en það var mikil og góð rangstöðulykt af markinu!
88. mín
Inn:Ray Anthony Jónsson (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
88. mín
Inn:Kjartan Guðjónsson (ÍBV) Út:Aaron Spear (ÍBV)
89. mín
Þórsarar eru í mjööög slæmum málum þar sem Grindavík er 2-0 yfir í Vestmannaeyjum! Þvílíkt og annað eins. Þór er á leiðinni niður.

Staðan núna (eftir sirka 89 mín):
Fram - Víkingur 2-1
ÍBV - Grindavík 0-2
Keflavík - Þór 2-1

Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 24 stig (-8)
10. Grindavík 23 stig (-11)
11. Þór 21 stig (-13)
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Tryggvi Guðmundsson klikkar úr vítaspyrnu, númer tvö í þessum leik. Hreint ótrúlegt, markametið fellur ekki í dag. það er á hreinu
90. mín
Leiknum er lokið hérna í Eyjum. Eyjamenn í Evrópusæti og Grindavík hélt sér.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Orri Freyr Hjaltalín
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('88)
17. Magnús Björgvinsson
20. Stefán Þór Pálsson ('78)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson
16. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson ('78)
18. Guðmundur Andri Bjarnason

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Matthías Örn Friðriksson ('71)

Rauð spjöld: