Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
2
0
Breiðablik
Elías Már Ómarsson '62 1-0
Elías Már Ómarsson '82 2-0
12.05.2014  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Sunny Kef stendur undir nafni
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1250
Maður leiksins: Elías Már Ómarsson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('73)
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('63)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('83)
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
3. Andri Fannar Freysson ('73)
9. Daníel Gylfason ('63)
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('87)
Halldór Kristinn Halldórsson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Breiðabliks. Liðin eru klár hér sitthvorum megin við textann. Árni Vilhjálms er á bekknum hjá Blikum og þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Hörður Sveinsson ekki í leikmannahópi Keflavíkur.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Eins og kom fram hjá okkur hérna á Fótbolta.net um daginn að þá verður mikil stemmning í Bítlabænum í sumar og hefur innkoma Drummersins sem nýs vallarþuls greinilega gert góða hluti.

Langbest-Skotið sláarkeppnin á milli stuðningsmannaliðanna í deildinni hefur farið af stað með glæsibrag, og ætla þeir Keflvíkingar nú að gera enn betur og hafa ákveðið að hlaða í eitt stykki utanlandsferð fyrir einn gríðarheppinn stuðningsmann!

Þeir 11 stuðningsmenn liðanna í sumar sem vinna Langbest-Skotið í hálfleik fara allir í pottinn og svo í síðasta leik sumarsins hjá Keflvíkingum sem verður á Nettóvellinum gegn Víkingum 4.október eiga þessir 11 aðilar möguleika á að vinna sér inn ferðina í loka Langbest-Skoti sumarsins.

Þannig að það verður heldur betur mikið í boði fyrir stuðningsmenn liðanna í Pepsídeildinni þegar þeir gera sér ferð til Sunny Kef í sumar.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hér í Keflavík er allt að verða klárt, lagakeppni Drummersins búinn og liðin að ganga inn á völl. Við vonum að við fáum fjörugan leik.
1. mín
Leikur hafinn hér í Keflavík
4. mín
Þetta fer rólega af stað hér suður með sjó og liðin að þreyfa fyrir sér. Blikar meira með boltann en ekki að skapa neina hættu
11. mín
Keflvíkingar með fyrsta hálffæri leiksins þegar Elías Már Ómarsson á skot af löngu færi en hitti knöttinn illa og engin hætta á ferðum
14. mín
Keflavík á hér aukaspyrnu rétt utan teigs en Blika skalla frá. Sigurbergur Elísson fær svo knöttinn, sækir að marki en Blikar bjarga í horn
15. mín
Upp úr horninu fær Sigurbergur dauðafæri en skot hans framhjá markinu
20. mín
Heimamenn eru mun öflugri í öllum aðgerðum hér á Nettóvellinum. Blikar meira með boltann en ekkert að gerast
20. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Keflavík)
Hörð tækling og ekkert annað í stöðunni fyrir Þorval Árnason en spjalda Halldór
23. mín
Magnús Sverrir Þorsteinsson með skot af löngu færi en auðvelt fyrir Gunnleif
31. mín
Hér er allt með kyrrum kjörum, fátt markvert í gangi þó heimamenn virki mun öflugri í öllu
37. mín
Það er langt síðan undirritaður hefur séð Blikaliðið jafn dapurt og þeir hafa sýnt hér það sem af er leiks. Engin broddur framávið og áhugaleysi ríkjandi
40. mín
Fyrsta færi gestanna. Eftir skyndisókn átti Tómas Óli máttlitla marktilraun sem var auðvelt fyrir Jonas að verja
41. mín
Blikar aftur í færi og að þessu sinni var það Finnur Orri sem átti skot en Jonas varði vel
42. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Út:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik)
42. mín
Blikar skoruðu mark sem réttilega var dæmt af þar sem boltinn var farinn afturfyrir
45. mín
Keflavík í dauðafæri en skot Bojan Ljubicic yfir markið
45. mín
Elías Már í algjöru dauðafæri inn á vítateig Blika en skot hans framhjá. Í þeim töluðu flautar Þorvaldur Árnason til leikhlés.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn hér í Keflavík. Liðin óbreytt fyrir utan skiptinguna hjá Blikum á 42. mín, þegar Árni Vilhjálmsson kom inn fyrir Pál Olgeir Þorsteinsson. Spurning hvort meiðsli hafi orsakað þá skiptingu eða bitleysi Blika framávið? Engin sem getur svarað því nema Óli Kristjáns
50. mín
Magnús Þórir með stórglæsilegt skot utan teigs sem Gunnleifur ver með tilþrifum.
51. mín
Elías Már í öðru dauðafæri fyrir heimamenn en skot hans í varnarmann og yfir markið
54. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Tómas af velli vegna meiðsla
55. mín
Magnús Sverrir með hörkuskot að marki en beint á Gunnleif. Keflvíkingar eru miklu betri hér í upphafi seinni hálfleiks
57. mín Gult spjald: Stefán Gíslason (Breiðablik)
58. mín
Magnús Þórir með skot úr aukaspyrnu rétt við vítateigshornið en Gunnleifur vandanum vaxinn
59. mín
Elvar Páll í færi fyrir Blika en skalli hans yfir markið. Lang besta færi Blika og nánast það eina markverða hjá þeim upp við mark heimamanna
62. mín MARK!
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Fékk boltann óvænt inn á miðjum teig eftir skelfileg varnarmistök Blika
63. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
64. mín
Blikar í nauðvörn eftir góða fyrirgjöf Magnúsar Þóris
68. mín
Elías Már enn að hrella vörn Blika og var hér með gott skot að marki eftir frábæra sendingu frá Magnúsi Þóri
69. mín
Einar Orri í dauðafæri en skot hans framhjá.
71. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
79. mín
Elías Már enn að reyna á Gunnleif en sá gamli er með þetta
82. mín MARK!
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Elías Már að fullkomna stórleik sinn með öðru marki sínu. Fékk stungusendingu innfyrir vörn Blika og kláraði færið vel
83. mín
Inn:Ray Anthony Jónsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
84. mín
Keflvíkingar einfaldlega númeri of stórir fyrir Blika hér í dag.
87. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
hættuspark
90. mín
Leik lokið með sigri heimamanna. Komum með umfjöllun síðar
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Stefán Gíslason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('71)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('42)
27. Tómas Óli Garðarsson ('54)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
10. Árni Vilhjálmsson ('42)
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson ('54)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Stefán Gíslason ('57)

Rauð spjöld: