Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
0
Stjarnan
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '49 1-0
13.05.2014  -  19:15
Fífan
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
Ragna Björg Einarsdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('45)
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('45)
22. Rakel Hönnudóttir ('74)
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
3. Hlín Gunnlaugsdóttir ('45)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
19. Esther Rós Arnardóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('74)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Birna Kristjánsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Gul spjöld:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('65)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 1. umferð í Pepsi-deild kvenna.

Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrra og er spáð sigri á nýjan leik. Blikum er spáð 2. sætinu og má því búast við hörkuleik, en þessi tvö lið ásamt Val sem spila við Þór/KA á Akureyri þykja ansi líkleg til að skipta á milli sín efstum þremur sætunum í deildinni.

Dómari leiksins er Gunnar Sverrir Gunnarsson.

Leikurinn fer fram í Fífunni þar sem Kópavogsvöllur er ekki klár í slaginn.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru í óða önn að hita sig upp.

Breiðablik hefur valið einhverja sýrðustu upphitunartónlist sem til er, hvort hún virki. Það verður að koma í ljós.

Einungis 25 mínútur í upphafsflautið.
Fyrir leik
Bergsveinn Arilíusson sjálfur, oftast þekktur sem Beggi í Sóldögg er á grillinu í sjoppunni. Það eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að drífa sig á leikinn.

Korter í leik og liðin skottast í klefana og fá síðustu hvatningarræðurnar frá þjálfurunum og stappa í sig stálinu.
Fyrir leik
Þessi lið mættust þann 27.apríl í úrslitum Lengjubikarsins. Þeim leik lauk með 3-0 sigri Stjörnunnar. Breiðablik munu því sennilega vera enn æstari í að hefna fyrir þann ósigur.

Athygli vekur að Danka Podovac byrjar á tréverkinu í dag, en hún skoraði eitt af mörkum Stjörnunnar í síðasta leik á móti Breiðablik.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað, eitthvað um misheppnaðar sendingar. Lítill sumarbragur hérna inni í Fífunni.
6. mín
Sigrún Ella með skot inni í vítateig en Ásta Eir bjargar á línu !!
10. mín
Fyrsti bolti, af sennilega mörgum, sem fór upp í loftbitana hérna í Fífunni... Skemmtilegt!
14. mín
Liðin hafa hingað til ekki náð meira en 5 heppnuðum sendingum í röð.
20. mín
Leikurinn hingað til búinn að einkennast af löngum boltum fram sem framherjar liðanna eru ekki að ná að kljást almennilega við.
22. mín
Thelma Hjaltalín með skondingu af vinstri kantinum, ekki langt framhjá.
25. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins. Sigrún Ella sleppur ein í gegn og Sonný Lára misreiknar boltann og fær hann yfir sig fyrir utan teig, en Ragna Björg henti sér í góða tæklingu og setti boltann í horn.

Ekkert kom úr hornspyrnunni.
28. mín
Thelma hefur greinilega reimað á sig skotskóna. Á hér skot rétt fyrir utan teig sem Sandra grípur nokkuð auðveldlega.
31. mín Gult spjald: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Fyrsta gula spjalidð. Óþarfa tækling hjá fyrirliðanum
36. mín
Blikar við það að sleppa í gegn en Bryndís Björnsdóttir með hetjulega tæklingu og setur boltann í innkast
41. mín
Fólkið sem er mætt í Fífuna er sennilega þakklátt fyrir snjallsímana eins og staðan er núna. Bragðdauft svo ekki sé meira sagt.
44. mín
Fyrirgjöf frá Sigrúni Ellu, Blikar skalla í horn.

Hornspyrnan dreif ekki inní teig.
45. mín
Hálfleikur.

Menn drífa sig í sjoppuna, Beggi í Sóldögg stendur sveittur fyrir utan að grilla.
45. mín
Louder með DJ Muscleboy er á fóninum þegar leikmenn ganga inná völlinn. Kvalitet !
45. mín
Leikurinn er hafinn.
45. mín
Inn:Hlín Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
45. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting. Eitthvað sem segir mér að Hlynur sé ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik.
49. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Misheppnuð sending til baka á markmann hjá Stjörnunni, Aldís Kara komst inní sendinguna og klárar snyrtilega í fjærhornið framhjá Söndru sem kom engum vörnum við.
51. mín
Breiðablik byrjar þennan seinni hálfleik af miklum krafti!
56. mín
Sigrún Ella með skot réttframhjá eftir flotta sendingu frá Hörpu.

Sigrún Ella bókstaflega verið allt í öllu í Stjörnuliðinu það sem af er.
60. mín
Inn:Maegan Kelly (Stjarnan) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
62. mín
Harpa Þorsteins með fyrirgjöf frá hægri kantinum og Ásgerður hársbreidd frá því að ná að skalla boltann.
65. mín Gult spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Fyrir brot á Ásgerði.
70. mín
Fyrir utan þetta mark þá er seinni hálfleikurinn bara eins og sá fyrri. Lítið í gangi og engin alvöru hætta á ferðum við hvorugt markanna.

Markmennirnir eru bara á góðri markmannsæfingu hérna.
71. mín
VÁ !! Ásgerður Stefanía með bylmingsskot rétt fyrir utan teig sem endar í stönginni.

Stjörnustúlkur að sækja í sig veðrið og komnar framar á völlinn.
73. mín
Inn:Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Sigrún búin að skila góðu dagsverki.
74. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Þriðja og síðasta skipting Breiðabliks.
75. mín
Írunn liggur á vellinum og heldur um andlitið á sér, lenti í samstuði. Megan gefur boltann útaf.

Skulum vona að þetta sé ekkert alvarlegt.
77. mín
Stjarnan búnar að vera í einni samfelldri sókn síðustu 5 mínútur. Það liggur mark í loftinu.
79. mín
Inn:Edda María Birgisdóttir (Stjarnan) Út:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Írunn greinilega mikið meidd og verður að fara af leikvelli.
82. mín
Fyrirgjöf frá Hörpu sem enginn nær að setja kollinn í.
88. mín
Thelma Hjaltalín hleypur með boltann að hornfánanum og reynir að tefja. Einkennilegt, svo ekki sé meira sagt.
92. mín
Hlynur Svan vill fá dæmda bakhrindingu á leikmann Stjörnunnar. Honum er heitt í hamsi, enda mikið í húfi.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Breiðabliks!! Stjarnan vann alla deildarleiki sína í fyrrasumar en byrjar titilvörnina á tapi!
Alexander Freyr Tamimi
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('79)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('73)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('60)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir

Varamenn:
4. Edda María Birgisdóttir ('79)
5. Maegan Kelly ('60)
6. Lára Kristín Pedersen
11. Elva Friðjónsdóttir ('73)
27. Danka Podovac

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('31)

Rauð spjöld: