Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
5
0
KFS
1-0 Jónas Bergsteinsson '3 , sjálfsmark
Ragnar Pétursson '8 2-0
Matthew Eliason '39 3-0
Hlynur Hauksson '61 4-0
Árni Þór Jakobsson '85 5-0
13.05.2014  -  19:15
Gervigrasvöllur Laugardal
Borgunarbikar karla
Dómari: Aðalbörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason ('67)
9. Andri Björn Sigurðsson
10. Ingólfur Sigurðsson ('40)
14. Hlynur Hauksson
17. Ragnar Pétursson
23. Aron Lloyd Green
23. Matthew Eliason ('46)

Varamenn:
10. Alexander Veigar Þórarinsson
16. Andri Már Bjarnason ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og KFS í 2. umferð Borgunarbikar karla.
Fyrir leik
Leikið er á Gervigrasvellinum í Laugardal. Menn eru löngur búnir að tapa tölunni á þeim leikjum sem fram hafa farið hér síðustu daga!

Tvær deildir skilja að liðin sem mætast í kvöld. Þróttur leikur eins og kunnugt er í 1. deild, á meðan Eyjamenn í KFS leika í 4. deild. Þeir síðarnefndu komust í 2. umferð Borgunarbikarsins með því að leggja 2. deildarlið Gróttu að velli, 3-1.
Fyrir leik
Fyrir knattspyrnuáhugamenn eru tvö kunnuleg nöfn í liði KFS. Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson gekk í raðir liðsins fyrir skömmu og byrjar hann á bekknum í dag. Gamall samherji hans úr FH, varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson, er í byrjunarliði KFS eftir að hafa gengið í raðir liðsins um helgina. Sverrir lék með Fylki síðasta sumar.
Fyrir leik
Þróttur fór afskaplega vel af stað í 1. deildinni um liðna helgi. Liðið lagði Hauka 4-1 á útivelli, sem verða að teljast nokkuð óvænt úrslit. Það verður því líklega á brattann að sækja fyrir KFS í dag.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út a völl og það styttist í að flautað verði til leiks.

Samkvæmt óopinberinni en þó afar nákvæmri talningu eru 10 manns í stúkunni.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað og það eru Þróttarar sem hefja leik.
3. mín SJÁLFSMARK!
Jónas Bergsteinsson (KFS)
Leikurinn er vart farinn af stað þegar Þróttar eru komnir yfir! Fyrirgjöf af vinstri kanti endar með því að boltinn fer af Jónasi Bergsteinssyni og í netið
6. mín
Heimamenn verið í nær stanslausri sókn frá því að leikurinn hófst. Einstefna í upphafi leiks.
8. mín MARK!
Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
Þróttur komið í 2-0! Laglegt samspil endar með því að Ragnar Pétursson er einn á auðum sjó og skorar auðveldlega framhjá Elíasi í marki KFS.
10. mín
Sóknin heldur áfram. Held ég geti lofað að mörkin verði fleiri í dag.
13. mín
Ingólfur Sigurðsson í ágætis færi fyrir utan teig en skot hans fer yfir markið
20. mín
Leikurinn talsvert búinn að róast. Þróttarar gerðu þó tilkall til vítaspyrnu rétt í þessu. Aðalbjörn dómari benti í upphafi á punktinn vegna brots við teiginn, en eftir að hafa rætt við aðstoðaradómara sinn færð hann brotið utan teigs.
27. mín
Eftir flott þríhyrningsspil fær Andri Björn Sigurðsson dauðafæri. Slakt skot hans er hinsvegar beint á markvörð KFS.
33. mín
Vörn KFS mun þéttari þessa stundina heldur en fyrstu 10 mínúturnar. Gestirnir eru einnig búnir að ná nokkrum hröðum sóknum sem hafa þó hingað til ekkert ógnað marki Þróttar.
39. mín MARK!
Matthew Eliason (Þróttur R.)
Bandaríkjamaður Matthew Eliason kemur Þrótturum í 3-0 með fínu skallamarki í fjærhornið eftir fyrirgjöf frá hægri.
40. mín
Inn:Hermann Ágúst Björnsson (Þróttur R.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Þróttur R.)
Ingólfur haltraði meiddur af velli
45. mín
Hálfleikur á gervigrasinu. Eftir algjöra einstefnu fyrsta korterið hafa Þróttarar slakað á böndunum og leiða örugglega 3-0 í hálfleik.
46. mín
Og leikurinn er hafinn að nýju. Það er farið að rigna í dalnum, en þó ekki mikið.
46. mín
Inn:Andri Már Bjarnason (Þróttur R.) Út:Matthew Eliason (Þróttur R.)
47. mín
Tryggvi Guðmundsson var skráður sem varamaður hjá KFS í kvöld. Hann stendur hinsvegar kappklæddur við varamannaskýlið og er í gallabuxum.
48. mín
Hermann Ágúst fær ekki betra færi en þetta! Fyrirgjöf Arons Ýmis af hægri vænt fellur fyrir Hermann sem skallar boltann í þverslánna fyrir opnu marki af meters færi. Ótrúlegt klúður.
57. mín
Þróttarar áfram með yfirhöndina en hafa þó lítið skapað sér síðustu mínúturnar.
61. mín MARK!
Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Fyrirliðinn þrumar knettinum upp í þaknetið eftir að boltinn barst á milli Þróttara í teig KFS. Alvöru afgreiðsla.
63. mín
Inn:Elvar Aron Björnsson (KFS) Út:Valur Smári Heimisson (KFS)
66. mín
Góð fyrirjöf Hermanns endar á höfði Andra Más en skalli hans fer rétt yfir.
67. mín
Inn:Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
72. mín
Hlynur Hauksson nálægt því að skora sitt annað mark. Aukaspyrna hans siglir hárfínt framhjá markinu.
76. mín
Inn:Hjalti Jóhannsson (KFS) Út:Bjarni Rúnar Einarsson (KFS)
80. mín Gult spjald: Guðjón Ólafsson (KFS)
Fyrsta gula spjaldið kemur á 80. mínútu.
85. mín MARK!
Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.)
Varamaðurinn Árni Þór snýr sér laglega með boltann og skorar í bláhornið. Þróttarar komnir með fimm mörk.
90. mín
Niðurstaðan löngu ljós og stutt í lokaflaut.
Leik lokið!
Afar þægilegur og öruggur sigur Þróttara á KFS í kvöld. Þróttarar hafa nú skorað 9 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.
Byrjunarlið:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
5. Trausti Hjaltason
6. Bjarni Rúnar Einarsson ('76)
7. Ingólfur Einisson
10. Guðjón Ólafsson
13. Gauti Þorvarðarson
14. Guðmundur Geir Jónsson
15. Guðmundur Tómas Sigfússon
16. Sverrir Garðarsson
17. Valur Smári Heimisson ('63)
18. Jónas Bergsteinsson

Varamenn:
12. Jón Helgi Sveinsson (m)
2. Jóhann Ingi Þórðarson
3. Hilmar Ágúst Björnsson
4. Elvar Aron Björnsson ('63)
8. Hjalti Jóhannsson ('76)
9. Tryggvi Guðmundsson
11. Pétur Geir Sveinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Ólafsson ('80)

Rauð spjöld: