Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
2
2
Fjölnir
Árni Vilhjálmsson '28 1-0
1-1 Guðmundur Karl Guðmundsson '55
Davíð Kristján Ólafsson '61 2-1
2-2 Þórir Guðjónsson '73
18.05.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('83)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('72)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('72)
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Höskuldur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('90)
Andri Rafn Yeoman ('85)
Finnur Orri Margeirsson ('76)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fjölnis í Pepsi deildinni. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15.
Fyrir leik
Kópavogurinn skartar svo sannarlega sínu fegursta í dag. Veðrið hefur verið frábært, sólin skín og örlítil gola. Kópavogsvöllur er í ágætis standi, græn og flottur með smá sárablettum. Ekki í draumaástandi miðað við árstíma en í flottu standi miðað við hversu illa hann fór í vetur. Þetta verður fyrsti leikurinn á velli þessum í sumar.
Fyrir leik
Annað þessara liða sem mætast hér í kvöld er í 4. sæti en hitt liðið er í 11. sæti. Fyrirfram myndu flestir halda að Blikar væru efra liðið og Fjölnir neðra liðið, en svo er ekki!! Nýliðarnir úr Grafarvogi hafa tekið sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum, en Blikar eru einungis með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.
Fyrir leik
Breiðablik tapaði síðasta leik sínum, 2-0 gegn Keflavík, þar sem Elías Már Ómarsson skoraði bæði mörk heimamanna.

Fjölnir gerði 1-1 jafntefli við Val í síðasta leik sínum, en Einar Karl Ingvarsson skoraði mark heimamanna í Grafarvoginum.
Fyrir leik
Við á Fótbolta.net elskum Twitter og við elskum skemmtilegt fólk á Twitter. Þeir sem eru að fylgjast með þessum leik eða hafa eitthvað um hann að segja mega endilega tjá sig og nota hashtaggið #fotbolti. Viljið þið spá? Við bíðum spennt!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Blikar gera nokkrar breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik. Stefán Gíslason er ekki í hóp og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Páll Olgeir Þorsteinsson og Guðmundur Friðriksson fara á bekkinn. Gísli Páll Helgason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elvar Páll Sigurðsson og Árni Vilhjálmsson koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Fjölnismenn eru búnir að gera eina breytingu frá síðasta leik. Gunnar Valur Gunnarsson fer á bekkinn og inn í hans stað kemur Matthew Turner Ratajczak.
Fyrir leik
Get ekki sagt að ég sé í sjokki að heyra laginu "Louder" eftir DJ MuscleBoy blastað hér á Kópavogsvellinum. Maðurinn er stolt Kópavogs og íbúar þessa fallega bæjarfélags gersamlega elska þetta lag. Ef þetta lag hefði farið í Eurovision er ég hræddur um að Conchita Wurst hefði þurft að sætta sig við annað sætið.
Fyrir leik
Dómarinn okkar í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Steinar Berg Sævarsson. Sprotadómarar eru þeir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín Jr.
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að Blikar séu í góðum málum þegar kemur að liðsstjórninni á bekknum. Þar eru þeir Stefán Gíslason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson innan handar, þó þeir séu greinilega ekki að fara að spila í kvöld. Tveir reynsluboltar sem geta sjálfsagt sent frá sér góða strauma inn á völlinn.
Fyrir leik
Leikmennirnir skokka inn á völl og byrja að hita upp. Þeir virðast allir vera í hörkuformi, enda hafa menn verið að æfa vel yfir veturinn á lengsta undirbúningstímabili Íslands.
Fyrir leik
Tveimur leikjum fer senn að ljúka í Pepsi deildinni. Stjarnan er að vinna Þór en jafnt er hjá FH og ÍBV. Klukkan 19:15 hefst auk þessa leiks viðureign Keflavíkur og KR.
Fyrir leik
Tæpur hálftími í leik. Blaðamannakaffið komið og allt að gerast. Menn virðast almennt vera mjög vel stemmdir fyrir þessum leik.
Fyrir leik
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi deildinni. Stjarnan vann 4-3 sigur gegn Þór eftir að hafa verið 4-1 yfir. Þórsarar nálægt því að koma til baka.

FH vann 1-0 sigur gegn ÍBV. Eina markið skoraði Atli Viðar Björnsson á 96. mínútu!! Skógarhlaup hjá Abel og þessi magnaði markaskorari nýtti sér það og tryggði FH stigin þrjú.
Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast í veisluna, rétt rúmar 10 mínútur í þetta. Tekst Óla Kristjáns og félögum loksins að landa sigri, nú þegar þeir eru komnir á heimavöll? Eða halda Fjölnismenn áfram að koma á óvart? Eða fer þetta bara jafntefli og þá á eiginlega hvorugt af þessu við? Endilega komdu með spá á Twitter.
Fyrir leik
Þvílíkt pepp hérna í gangi á Kópavogsvelli. Lið Fjölnis lesið upp eins og það væri verið að lesa nöfn látinna hermanna úr einhverju stríði, en svo þegar kemur að Blikaliðinu, þá er keyrt beint upp í fimmta gír! Dúndurgott lag sett undir og nöfnin hrópuð og kölluð, þvílík veisla.
Fyrir leik
Jæja, þá ganga leikmenn inn á völlinn með dómarana í fararbroddi og á eftir einhverjum krökkum með fána. Nú fer þetta að skella á. Ég veit ekki af hverju, en það eru spilaðar kirkjuklukkur þegar leikmennirnir ganga inn á. What the...?
Fyrir leik
Jæja, nú er byrjað að blasta einhverju rosalega dramatísku lagi, ég held að það sé úr Tarantino bíómynd? Allavega, þetta fer að byrja!
1. mín
Leikurinn er hafinn hér á Kópavogsvelli. Vá hvað þetta er allt skrítið hérna í aðdraganda leiksins. Það var spilað "We will Rock you" nema útgáfa af tónleikum greinilega, þar sem áhorfendur syngja lagið. Veit ekki hvort planið var að búa til einhverja fake-stemningu hérna, láta leikmennina halda að áhorfendur hafi bara verið að taka undir með laginu? En allavega.. nóg um það, Fjölnir hefur leik.
2. mín
Blikar voru ekki lengi að ná boltanum og fá hornspyrnu strax eftir 45 sekúndur. Taka hana stutt en ekkert verður úr henni.
6. mín
Fyrsta skot leiksins! Þórir Guðjónsson fær ágætis sendingu sem hann tekur á kassann, nær að snúa og þrumar yfir. Skotið var rétt fyrir utan teig en fór ekki hátt yfir. Ágætis tilraun hjá Þóri. Þetta hefur verið nokkuð jafnt hérna fyrstu fimm sex mínúturnar.
8. mín
Fjölnismenn gera aðra atlögu að marki Blika. Ragnar Leósson með skemmtilega rispu inni í teig en skýtur framhjá. Var í heldur þröngu færi en gerði ágætlega.
10. mín
Fjölnismenn eru bara miklu hættulegri þessa stundina. Komust í frábæra sókn sem endaði með sendingu inn í teiginn, stórhættulegri, en þar bægðu Blikar hættunni frá. Heimamenn geysast svo upp í skyndisókn sem er eyðilögð með skelfilegri sendingu.
14. mín
Blikar aðeins að komast betur inn í leikinn. Áttu hér ágætis sókn en vantaði herslumuninn til að skapa sér gott færi.
16. mín
ÞARNA MUNAÐI ENGU AÐ FJÖLNIR SKORAÐI!! Guðmundur Þór Júlíusson átti frábæra rispu upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir, og Aron Sigurðarson var mættur í teiginn. Hann tók vel á móti boltanum og skaut rétt yfir!
18. mín
Fjölnismenn eru svo miklu betri!!! Þarna var Ragnar Leósson hársbreidd frá því að skora með skoti úr teignum en Gunnleifur ver frábærlega í horn! Þeir gulklæddu eiga að vera búnir að skora, ekkert flóknara en það!
22. mín
Fjölnismenn taka hornspyrnu og boltinn endar hjá Herra Fjölni, Gunnari Má, en hann skýtur langt yfir.
25. mín
Enn eitt skotið hjá Fjölnismönnum. Ragnar Leósson lætur aftur vaða en boltinn beint á Gulla sem heldur honum.
27. mín
ÞARNA MUNAÐI AFTUR ENGU AÐ FJÖLNIR KÆMIST YFIR!! Frábær sending inn á Ragnar Leósson sem skýtur úr teignum en boltinn leeeeeeekur rétt framhjá!! Ef Fjölnismenn verða ekki yfir í hálfleik ættu þeir að vera hundfúlir!
28. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
MAAAAAAAAAAAARK!!! ÁRNI VILHJÁLMSSON MEÐ ROOOOOOSALEGT MARKK!!!!!!! ÓTRÚLEGT SKOT HJÁ BIG Á.V. SEM ÞRUMAR BOLTANUM Í VINKILINN ÚR FYRSTA FÆRI BLIKA!!!!
30. mín
Þetta var roooosalegt!! Þvílíkt mark hjá Árna Vill, sem þakkar heldur betur fyrir tækifærið í byrjunarliðinu. Þetta var líka svo rosalegt mark!! Ekki annað hægt að segja samt en að þetta sé viðbjóðslega ósanngjarnt. Fjölnismenn voru miklu betri, en sofnuðu aðeins á verðinum þarna.
31. mín
Markið hefur greinilega kveikt í Blikum!! Eiga aðra fína sókn og Elvar Páll á skot sem fer af varnarmanni og rétt framhjá. Hornspyrna sem Fjölnismenn ná að bjarga.
33. mín
Frábær sókn hjá Fjölnismönnum sem endar með flottri fyrirgjöf frá Aroni inn í teig, en Damir dúndrar boltanum burt.
42. mín
Afskaplega lítið búið að vera að gerast undanfarið. Nokkuð jafnræði með liðunum. Fjölnismenn eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir áfallið en Blikar eru farnir að vinna sig betur í þetta.
44. mín
Blikar fá aukaspyrnu, Guðjón Pétur kemur með hættulegan bolta inn í teig sem Fjölnismenn koma í horn. Hornspyrnan hættuleg og endar með skoti frá Andra Yeoman sem fer beint á Þórð í marki Fjölnis.
45. mín
Svakaleg sókn hjá Fjölni! Hörkuskot sem Gulli slær út og herra Fjölnir fylgir eftir með öðru þrumuskoti sem Gulli ver, en búið að flagga rangstöðu.
45. mín
Flautað til leikhlés eftir ágætan fyrri hálfleik. Staðan 1-0 fyrir Blikum, þökk sé stórkostlegu marki frá Árna Vill. Fjölnismenn hafa verið betri aðilinn og átt góð færi, en Blikar refsa þeim fyrir að nýta þau ekki.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný hér í sólinni í Kópavogi. Blikar byrja með boltann.
47. mín
Árni Vill nær skoti úr ágætis færi í teignum en það fer rétt framhjá.
55. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
MAAAAAAAAAARK!!! GUÐMUNDUR KARL JAFNAR METIN FYRIR FJÖLNI!! KOMST EINN Í GEGN OG KLÁRAÐI AF STAKRI SNILLD FRAMHJÁ GULLA GULL!
60. mín
Ekki mikið búið að gerast eftir markið. Má alveg segja að það hafi verið sanngjarnt jöfnunarmark. Fjölnismenn að sýna flotta takta hér í Kópavogi. Spila boltanum vel á milli sín og eru mjög ákafir.
61. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!! ÞVÍLÍKT MARK HJÁ DAVÍÐ KRISTJÁNI ÓLAFSSYNI!!!! TEKUR SIG TIL OG KEMUR MEÐ ÞRUMUSKOT FYRIR UTAN TEIG SEM SYNGUR Í FJÆRHORNINU!! ÞVÍLÍKT MARK OG HANN TEKUR SKEMMTILEGT HELJASTÖKK Í FAGNINU!
62. mín
Fjölnismenn eru brjálaðir!! Allir Blikar voru komnir á eigin vallarhelming að fagna og Fjölnismenn tóku miðjuna og voru að keyra áfram! En Vilhjálmur Alvar dómari leyfir eim ekki að halda áfram og segir þeim að taka miðjuna aftur!
63. mín Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Fékk gult fyrir mótmæli eftir að Fjölnismenn fengu ekki að taka miðjuna.
Egill Einarsson, Gillz:
Sláin inn. Svo heljarstökk með skrúfu á eftir. Ekki flókin íþrótt!
67. mín
SLÁIN!!!!!!! RAGNAR LEÓSSON TEKUR LANGA AUKASPYRNU, ÞRUMUSKOT SEM ENDAR Í SLÁNNI! Fjölnismenn fylgja eftir en boltinn beint á Gulla!
68. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (Fjölnir)
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Viking og fyrrum leikmaður Breiðabliks:
Unga Kynslóðin að halda Blikum gangandi enn og aftur ! #Future
71. mín
Þórir Guðjónsson klúðrar dauðafæri fyrir Fjölni!! Frábær sókn endar með því að Aron Sigurðar gefur inn á Þóri Guðjónsson í teignum, sem skýtur framhjá af markteig!! Aaaalgjört dauðafæri!!
72. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
73. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
MAAAAAAAAAAAARK!!! ÞÓRIR BÆTIR UPP FYRIR KLÚÐRIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ SKORA!! FJÖLNISMENN EIGA AUKASPYRNU FRÁ MIÐJU NÁNAST, HÚN BERST INN Í TEIG OG ÞAR ER KLAFS! BOLTINN ENDAR HJÁ ÞÓRI SEM KEMUR BOLTANUM YFIR LÍNUNA! Verðskuldað jöfnunarmark þeirra gulu!
74. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
75. mín
Aron Sigurðarson á skot en það er laust og beint á Gulla! Hef það á tilfinningunni að það komi annað mark í þennan leik!
76. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
Verðskuldað gult á Finn Orra fyrir að hakka einn Fjölnismanninn niður aftan frá. Gestirnir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum, hvað gera þeir nú??
81. mín
ELVAR PÁLL HÁRSBREIDD FRÁ ÞVÍ AÐ KOMA BLIKUM YFIR!! Fékk frábæra sendingu út á kant frá Tómasi Óla, keyrði inn og skaut rétt framhjá markinu. Sleikti stöngina þessi.
83. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
83. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
84. mín
Fjölnismenn fóru þarna hrikalega illa að ráði sínu, þá aðallega varamaðurinn Christopher Tsonis. Þeir gulu geystust upp í skyndisókn og Þórir gaf á Tsonis, sem reyndi glatað hlaup í staðinn fyrir að gefa hann aftur á Þóri sem hefði verið kominn einn í gegn.
85. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri Rafn Yeoman fær hérna gula spjaldið.
89. mín
Þórir Guðjónsson með þrumuskot fyrir utan teig en beint á Gunnleif sem nær að halda boltanum.
90. mín
Brotið á Árna Vill og Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað hér í uppbótartíma.
90. mín
Í stað þess að skjóta úr frábæru færi gefa Blikar inn í teig, Elvar nær skallanum en fer framhjá.
90. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli! Fjölnismenn sjálfsagt fúlir, þeir voru betri og áttu skilið að vinna. Hlutirnir ekki alveg að ganga hjá Blikum.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Guðmundur Þór Júlíusson ('68)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('83)
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson ('74)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Viðar Ari Jónsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('83)

Liðsstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('63)

Rauð spjöld: