Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
1
1
KR
Haukur Lárusson '45 1-0
1-1 Gary Martin '45
22.05.2014  -  19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson ('74)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('54)
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson ('85)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Viðar Ari Jónsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('85)

Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('89)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fjölnis og KR í Pepsi-deildinni 2014.
Fyrir leik
Fjölnir og KR hafa mæst fjórum sinnum í efstu deild. Fjölnismenn spiluðu sinn fyrsta heimaleik í úrvalsdeild gegn KR-ingum árið 2008, í mögnuðum leik.

Fjölnir vann 2-1 sigur, þökk sé marki frá Gunnari Má Guðmundssyni úr vítaspyrnu á 93. mínútu. Yfir 2.000 manns voru mætt á leikinn!

KR hefur unnið hina þrjá leikina, einu sinni 2-0 og tvisvar 2-1.
Fyrir leik
Fjölnir er í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir fyrstu fjóra leikina og er liðið enn taplaust.

KR er hins vegar í 6. sætinu með sex stig, liðið hefur unnið tvo leiki en tapað tveimur.
Fyrir leik
Miðað við að KR og Fjölnir hafa einungis mæst fjórum sinnum, þá er magnað hversu fjölmargir sögulegir hlutir hafa gerst í viðureignum þessara liða. Hlutir sem hafa markað tímamót í íslenskri knattspyrnu.

Til dæmis:
Jordao Diogo spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í efstu deild gegn Fjölni árið 2008, en hann kom frá Portúgal og hatar Val.

Bjarni Guðjónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR gegn Fjölni þegar liðin mættust í seinni leik sínum árið 2008. Tveimur dögum áður hafði hann spilað með ÍA gegn FH og er líklega fyrsti leikmaðurinn til að spila með tveimur félögum í sömu umferð í efstu deild.

Jónas Grani Garðarsson skoraði fyrsta mark Pepsi-deildarinnar 2009 í leik þessara liða.

Aron Jóhannsson, sem verður líklega fyrsti Íslendingurinn til að fara á HM, fékk rautt spjald í þeim leik.

Prince Rajcomar skoraði eitt af sínum fáu mörkum fyrir KR gegn Fjölni.
Fyrir leik
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hann lék einu sinni með KR. Ef ég man rétt, þá skoraði hann fjögur mörk í 41 leik fyrir KR á árunum 2004 til 2007.
Fyrir leik
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, hann spilaði líka fyrir KR, tvo leiki í efstu deild árið 2010.
Fyrir leik
Glöggir aðilar hafa tekið eftir því að byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Fjölnir gerir eina breytingu. Gunnar Valur Gunnarsson kemur inn á fyrir Guðmund Þór Júlíusson.

KR gerir tvær breytingar. Kjartan Henry Finnbogason fer á bekkinn og Emil Atlason er ekki með vegna meiðsla. Inn í þeirra stað koma Haukur Heiðar Hauksson og Egill Jónsson.
Fyrir leik
Ég hlýt að vera pítsa, því ég er að bakast hérna í Grafarvoginum. Veðrið hérna er hreint út sagt stórkostlegt, sólin skín og aðstæður til knattspyrnu gætu ekki verið betri!

Völlurinn sjálfur er í ágætis standi, þeir hafa samt örugglega þurft að vökva hann vel í dag.
Fyrir leik
Tónlistin er byrjuð hérna í Grafarvoginum. Vallar-hátalararnir eru alveg ofan í eyrunum á okkur blaðamönnum, svo við fáum svo sannarlega að njóta þessarar góðu íslensku tónlistar í botn.
Skúli Jón Friðgeirsson, fyrrum leikmaður KR:
Jón Elimar er í KR-útvarpinu #tunein #ekkivitleysatöluðþar
Fyrir leik
Eins og glöggir sáu, þá var ég að birta hér að neðan svokallað "twitt", eða á íslensku oft kallað tíst. Ef þú vilt tjá þig um þennan leik, eða jafnvel spá fyrir um úrslitin, hentu þá endilega í eitt "tíst" með hashtaggið #fotbolti.
Fyrir leik
Í síðustu umferð gerði Fjölnir 2-2 jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli í leik sem liðið átti klárlega að vinna. Fjölnismenn fengu mun fleiri færi en þurftu að sætta sig við eitt stig.

KR vann sterkan 1-0 sigur í Keflavík þar sem Óskar Örn Hauksson tryggði Íslandsmeisturunum sigur alveg í blálokin.
Fyrir leik
Hver nennir að lesa endalaust eitthvað bull sem ég er að skrifa hérna. Við skulum sjá hvað sérfræðingurinn okkar, Tryggvi Guðmundsson, hafði um leikinn að segja.

,,Taplausir nýliðar taka á móti Íslandsmeisturunum sjálfum. Það vilja allir vinna KR og hér verður ekkert gefið eftir. Sóknarleikur liðsins hefur verið góður það sem af er og hérna er bara spurning um spennustig leikmanna. Verða að halda því í góðu jafnvægi. Gústi Gylfa og Kristó "fer í stuð" að gera góða hluti í Grafarvoginum.

Ákveðið var hjá KR að byrja mótið í 4. umferð sem er ekki gáfulegt! En svona án gríns þá náðu þeir í góðan vinnusigur í Keflavík og verða að fylgja því eftir með sigri hér. Eiginlega skylda að Íslandsmeistarar sigri nýliða hvort sem það er heima eða úti og hvort sem það skíni sól eða rigni. Óskar Örn hefur verið heitur og vonandi fyrir KR heldur það áfram. Verður samt að fara að koma meira frá mönnum eins og Gary Martin og Baldri Sigurðssyni."
Fyrir leik
Tónlistin hérna í Grafarvoginum er svo grátlega léleg að í fyrsta skiptið á ævinni óska ég þess að ég væri heyrnarlaus.
Gunnar Steinn Schram:
Algjör snilld að fá Ella í KR-útvarpið og ég tek undir hans spá og spái KR 2-0 sigri þar sem Óskar og @G1Bov sjá um mörkin #fotbolti #KR
Fyrir leik
Dómari leiksins hér í Grafarvoginum er Valgeir Valgeirsson. Honum til aðstoðar eru Áskell Þór Gíslason og Jóhann Gunnar Guðmundsson.
Fyrir leik
DJ-inn virðist lesa textalýsingu Fótbolta.net, enda er hann núna að blasta "Inni í mér syngur vitleysingur" með Sigur Rós. Klassa tónlist þar á ferðinni.
Fyrir leik
Sléttur stundarfjórðungur í leik hérna í Grafarvoginum. Persónulega býst ég við hörku spennandi leik. KR-ingar hafa ekki byrjað mótið jafn vel og þeir hefðu viljað, en að sama skapi bjuggust Fjölnismenn sjálfsagt ekki við því að vera taplausir með átta stig eftir fjórar umferðir.
Fyrir leik
Leikmenn eru hættir að hita upp og ganga nú til búningsklefanna til að fá síðustu fyrirmælin fá þjálfurum sínum áður en leikurinn hefst.
Guðmundur Guðjónsson:
KR+Sól = vesen #fotbolti #ámótisól #smalinn #mývatnssveitin #kúluskítur
Fyrir leik
Áhorfendur halda áfram að hrannast inn á völlinn. Íslendingar eru ekki beint þekktir fyrir að vera mættir tímanlega á fótboltaleiki og mun streymið sjálfsagt halda áfram næsta korterið eða svo. Stúkan er nú ekkert sérlega þétt setin hér í Grafarvoginum eins og er.
Fyrir leik
Jæja, krakkarnir með fánana labba inn á völlinn og leikmennirnir fylgja svo væntanlega í kjölfarið ásamt dómurum. Fáránlega epísk tónlist undir, ég held að þetta sé úr Pirates of The Caribbean eða eitthvað álíka.
Fyrir leik
Já, þarna koma leikmennirnir og dómararnir! Nú fer leikurinn að hefjat, vonandi verður boðið upp á veislu hér í Grafarvoginum!!
1. mín
Valgeir Valgeirsson hefur flautað til leiks!! Það eru heimamenn í Fjölni sem byrja með boltann.
2. mín
HRÆÐILEG VARNARMISTÖK HJÁ KR!! Aron Bjarki klikkar algerlega í sendingu til baka á Stefán Loga! Þórir Guðjónsson kemst á milli en Stefán Logi nær naumlega að bjarga. Þórir fer að vísu niður og stuðningsmenn Fjölnis vilja að fá víti, vilja meina að Stefán Logi hafi fellt Þóri, en ekkert dæmt og það líklega rétt.
7. mín
Nokkuð rólegt þessa stundina. Liðin skiptast á að spila boltanum sín á milli en hafa enn ekki náð að skapa sér neinar sérlega álitlegar sóknir.
8. mín
KR-ingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fína sókn. Óskar Örn kemur með góðan bolta inn í teiginn en Mat Ratajczak tekur enga sénsa og skallar boltann í horn.
9. mín
Hornspyrnan leiðir af sér aðra hornspyrnu. Fjölnismaður skallaði boltann út en KR hélt boltanum og náði að krækja sér í aðra hornspyrnu. Fyrirgjöf Hauks Heiðars fór út af eftir viðkomu í varnarmanni.
11. mín
Fjölnismenn ná að komast í sókn en hún endar með því að fyrirgjöf endar fyrir aftan endamörk. KR-ingar geysast upp og fá sína þriðju hornspyrnu.
12. mín
Ágætis hornspyrna hjá Óskari, Farid Zato kemst í skallann en skallar boltann framhjá.
13. mín
HÖRKUSKOT!!! Haukur Heiðar með frábæra sendingu inn á Gary Martin í teignum, sem snýr og kemur með þrumuskot. Virkilega vel varið hjá Þórði Ingasyni, boltinn fellur fyrir Baldur Sigurðsson en Fjönismenn komast fyrir. Gestirnir líklegri til þessa.
15. mín
KR-ingar stjórna leiknum algerlega og eru mun líklegri. Haukur Heiðar búinn að vera virkilega öflugur og Óskar Örn hættulegur þegar hann fær boltann.
16. mín
FRÁBÆR SKYNDISÓKN HJÁ KR!! Gary Martin skilur Hauk Lárusson eftir í rykinu og kemur með virkilega góða fyrirgjöf á Almarr sem er dauðafrír. Almarr nær hörkuskalla sem Þórður Ingason ver meistaralega í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
19. mín
Ágætis rispa hjá Fjölni. Góð sending frá Aroni Sig á Gunnar Má, sem vippar boltanum yfir varnarmann KR og snýr, en hann nær ekki skotinu.
22. mín
Ágætis sókn hjá KR-ingum. Gary Martin hefur verið mjög skeinuhættur og farið illa með varnarmenn Fjölnis. Hann lék nú rækilega á Bergsvein Ólafsson og renndi boltanum út á Almarr. Almarr kom með hættulega fyrirgjöf en hún flaug yfir teiginn.
23. mín
Fjölnismenn fengu aukaspyrnu um þa bil 35 mtrum frá marki. Þórir Guðjónsson lét bara vaða og Stefán Logi sló boltann í hornspyrnu, sem heimamönnum tókst ekki að nýta sér.
26. mín
Gary er að gera Fjölnismenn að fíflum!! Leikur á Bergsvein og einn til áður en Gunnar Már þrumar hann niður rétt fyrir utan teiginn! Virkilega vel gert hjá Gary og KR fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
27. mín
Óskar Örn lætur bara vaða. Þrumuskot og Þórður Ingason kýlir boltann út. KR-ingar koma boltanum aftur inn í teig en rangstaða dæmd.
29. mín
Þarna munaði ekki nema einum sjöunda úr hársbreidd að KR skoraði!! Gary fiskaði aukaspyrnu, Óskar Örn kom með stórhættulegan bolta inn í teig og Grétar Sigfinnur náði skalla rétt rétt framhjá! Ég held að þetta hljóti bara að fara að enda með svart-hvítu marki hér í Grafarvogi.
34. mín
Þórir Guðjónsson með skot úr teignum eftir fína sendingu frá Aroni en færið er þröngt og skotið vel framhjá.
36. mín
Smá líf að færast í heimamenn. Þeir eru farnir að færa sig aðeins framar en tekst þó illa að skapa sér álitleg færi.
38. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu. Góð löng sending frá Ragnari Leóssyni en Aron Bjarki skallar hana í horn til að koma í veg fyrir að nafni hans Sigurðarson nái boltanum.

Hornspyran er ágæt. KR-ingar skalla boltann út, Guðmundur Karl fylgir eftir með skoti beint í varnarmenn KR og gestirnir geysast upp í skyndisókn. Hún gengur ekki upp.
40. mín
Klaufalegt hjá Stefáni Loga. Fer út úr teignum, sólar Fjölnismann en hleypur með boltann út fyrir hliðarlínu.
43. mín
Fín sókn hjá KR. Gary rennir boltanum á Óskar Örn sem kemur í overlappinu og leggur boltann fyrir. Þar skallar Haukur Heiðar boltann en yfir markið.
44. mín Gult spjald: Abdel-Farid Zato-Arouna (KR)
Fyrsta gula spjald leiksins lítur dagsins ljós. Farid var nýbúinn að brjóta á Gunnari Má og tæklar svo Aron Sig aftan frá og uppsker gult frá Valgeiri.
45. mín MARK!
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!! HAUKUR LÁRUSSON, TURNINN SJÁLFUR, MÆTIR Í HLAUPINU OG HAMRAR BOLTANN INN MEÐ HÖFÐINU EFTIR FRÁBÆRA AUKASPYRNU RAGNARS LEÓSSONAR!!
45. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Aron Bjarki Jósepsson
ANNAÐ MARK!!!!! KR-INGAR JAFNA FYRIR LEIKHLÉ!!! GARY MARTIN JAFNAR METIN EFTIR HORNSPYRNU!! KR-INGAR TÓKU SNÖGGA MIÐJU, FENGU HORN. ÞAR KOM ARON BJARKI JÓSEPSSON OG SKALLAÐI BOLTANN EN ÞÓRÐUR VARÐI VEL!! GARY MARTIN VAR ÞAR MÆTTUR OG FYLGDI EFTIR! BOLTINN FÓR EKKI Í NETIÐ EN AÐSTOÐARDÓMARINN FLAGGAÐI MARK! SAGÐI BOLTANN HAFA FARIÐ YFIR LÍNUNA!! 1-1!!!!! ÓTRÚLEGT!
45. mín
Hálfleikur. Fjölnismenn fengu varla að taka miðjuna. Ótrúlegar lokamínútur. Fjölnismenn náðu forystunni talsvert gegn gangi leiksins, en tekst ekki að halda einbeitningunni og fá mark í andlitið. Gríðarlega svekkjandi fyrir nýliðana.
45. mín
Eins og áðan kom fram, þá virtist tæpt að boltinn frá Gary hefði farið yfir línuna. Daníel Rúnarsson ljósmyndari hjá Fréttablaðinu/Vísi náði þó mynd sem að hans sögn sýnir að boltinn var greinilega inni. Frábært að heyra.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Fullrar sanngirni er gætt í þessum leik, og þar sem Fjölnir byrjaði með boltann áðan leyfir Valgeir KR-ingum að byrja núna.
46. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
Skipting gerð hjá KR í hálfleik. Fyrirliðinn Baldur farinn af velli og Grétar Sigfinnur tekur við bandinu. Þorsteinn Már Ragnarsson kemur inn á fyrir Baldur.
48. mín
Heimamenn keyra upp völlinn og Aron Sigurðar tekur skot af löngu færi en það fer vel framhjá.
50. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!! Þórir Guðjónsson með skot sem fer í Aron Bjarka og boltinn lekur rétt framhjá!! Hornspyrna sem Þórir tekur. Lág spyrna og Aron Sig reynir hælspyrnuna, en boltinn endar í hrömmum Stefáns Loga.
54. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Fyrsta skipting Fjölnismanna. Aron Sig tekinn af velli. Frábær leikmaður sem hefur þó ekki alveg heillað mig í þeim tveimur leikjum sem ég hef séð með Fjölni í sumar.
55. mín
ENN OG AFTUR VER ÞÓRÐUR MEISTARALEGA!!! Óskar Örn með frábæran sprett, geysist inn í teig og þrumar á markið en Þórður ver frábærlega í horn.
56. mín
Hættuleg hornspyrna! Stuttur bolti frá Gary á Ivar Furu, Gary fær boltann aftur og kemur honum á Egil að mér sýnist, sem þrumar á markið. KR-ingar vilja hendi en svo virðist sem boltinn hafi frekar farið í magann á Hauki Lár. Hann steinliggur eftir þetta!
58. mín
Gunnar Már er að fylgja nýjustu tískunni, var bara að sjá þetta núna. Hann er í einumbleikum skó og einum bláum. Herra Fjölnir er að púlla þetta lúkk mjög vel.
59. mín
Almarr með skot af löngu færi en boltinn fer hátt yfir.
60. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Fjölni. Þórir Guðjóns á Guðmund Karl, sem leggur boltann á Ragnar Leósson. Ragnar með hættulega lága sendingu inn í teig en Grétar kemst fyrir og Stefán Logi klófestir boltann. Hörkuspenna í þessu!
66. mín
KR-ingar ljónheppnir þarna!! Fáránlegt brot frá Almarri en sembetur fer er það örfáa sentimetra fyrir utan teiginn og aukaspyrna dæmd. Svoooo nálæt því að vera víti.
67. mín
Stórhættuleg aukaspyrna!! Fastur bolti meðfram jörðinni og Matthew er hársbreidd frá því að skora en bjargað.
67. mín
DAAAAUÐAFÆRI HJÁ FJÖLNI!!!! VOND MISTÖK HJÁ GRÉTARI OG VARAMAÐURINN TSONIS ER EINN Á MÓTI STEFÁNI!! Stefáni tekst þó að verja vel, skotið eiginlega beint á hann!!
69. mín
Það á að hrósa dómurum þegar þeir gera vel. Mér finnst Valgeir Valgeirsson hafa verið frábær á flautunni.
71. mín
FJÖLNISMENN BJARGA Á LÍNU!!!! Haukur Heiðar með frábæra sendingu á Gary, sem kemur með enn betri sendingu á ÞorsteinMá, sem er einn á móti Þórði. Aftur ver Þórður glæsilega, Þorsteinn nær frákastinu en tekst ekki að ná alvöru sparki. Varnarmaður Fjölnis kemur og bjargar á línu, sýndist það vera Haukur!
72. mín
KR-ingar fengu hornspyrnu. Fín spyrna frá Óskari Erni en Haukur Heiðar skallar yfir.
74. mín Gult spjald: Egill Jónsson (KR)
Klaufalegt hjá Agli. Allt of seinn í tæklingu og fær spjald, réttilega.
74. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
Hvað er Rúnar Kristins að hugsa? Gerir skiptingu, Kjartan Henry kemur inn á og það er gott og blessað. En hversvegna í ósköpunum tekur hannGary Martin af velli? Hefur verið besti maður vallarins án alls vafa!
74. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Ágúst Gylfason gerir einnig skiptingu. Gunnar Valur fer af velli og Einar Karl Ingvarsson kemur inn á.
76. mín
Christopher Tsonis í algeru duaðafæir!!! Frír skalli en framhjá!!
80. mín
KR-INGAR SKORA EN ÞAÐ ER DÆMT AF!!! GRÉTAR SIGFINNUR SKALLAR BOLTANN Í NETIÐ EFTIR AUKASPYRNU EN RANGSTAÐA DÆMD!! STÓR STÓR ÁKVÖRÐUN!!
83. mín
Ragnar Leósson með laust skot sem Stefán Logi ver.
85. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
87. mín
Guðmundur Karl með hörkuskot fyrir utan teig en Stefán Logi ver í hornspyrnu!! Hörkuspennandi lokamínútur!
89. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Guðmundur þrumar niður Hauk Heiðar og fær gult spjald. Haukur liggur eftir en stendur upp að lokum og heldur áfram.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli!! KR-ingar gerðu allt hvað þeir gátu til að vinna en tókst ekki að fara alla leið og leiknum lýkur með jafntefli! Öskubuskuævintýri Fjölnis heldur áfram en KR að tapa dýrmætum tveimur stigum!!! Ég ætla að hlaupa niður í viðtöl!
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
7. Gary Martin ('74)
8. Baldur Sigurðsson ('46)
11. Almarr Ormarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
28. Ivar Furu

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('46)
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('74)
19. Baldvin Benediktsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Egill Jónsson ('74)
Abdel-Farid Zato-Arouna ('44)

Rauð spjöld: