Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
3
0
Haukar
Brynjar Gauti Guðjónsson '13 1-0
Víðir Þorvarðarson '41 2-0
Víðir Þorvarðarson '77 , víti 3-0
27.05.2014  -  18:00
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Frábærar, eins og alltaf heitt úti og logn
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 328
Maður leiksins: Víðir Þorvarðarson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn
Matt Garner
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
21. Dominic Khori Adams ('80)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
15. Devon Már Griffin
17. Bjarni Gunnarsson ('77)
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Yngvi Magnús Borgþórsson

Gul spjöld:
Jonathan Glenn ('84)
Gunnar Þorsteinsson ('78)
Dean Martin ('41)
Dominic Khori Adams ('7)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu af leik ÍBV og Hauka í Borgunarbikar karla 2014.
Fyrir leik
Búið er að staðfesta byrjunarliðin og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Blíðskaparveður er í Eyjum í dag. Sólin skín og það er mjög hlýtt úti auk þess sem varla nokkur vindur er. Frábært fótboltaveður.
Fyrir leik
Leikið er til þrautar eins og venjan er í bikarnum.

Eyjamenn hafa byrjað tímabilið illa og eru aðeins með eitt stig að loknum fimm umferðum í Pepsi-deildinni. Markmannsvandræði eru meðal vandræða sem liðið hefur verið í en Abel Dhaira hefur byrjað tímabilið illa og gaf til dæmis sigurmark FH á dögunum.

Guðjón Orri Sigurjónsson var þá settur í markið gegn Víkingi Reykjavík í síðustu umferð en hann gerði sig sekan um mistök í fyrra marki Víkings í 2-1 sigri Reykjavíkurliðsins.

Abel hefur nú verið settur aftur í markið gegn Haukum sem hafa einnig byrjað tímabilið illa og eru aðeins með tvö stig í 1. deildinni.

Þá kemur sóknarmaðurinn Jonathan Glenn aftur inn í byrjunarlið ÍBV en hann hefur verið harðlega gagnrýndur í upphafi móts.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikurinn er hafinn og leikmenn Hauka, í rauðu búningum sínum, hefja leikinn.
1. mín
Haukar fá hornspyrnu hér strax í byrjun leiks.
2. mín
Spyrnan ágæt en boltinn er skallaður yfir.
3. mín
Fín sókn hjá Eyjamönnum þar sem Matt Garner kom boltanum fram völlinn á Dean Martin sem kom boltanum fyrir Arnar Braga sem skýtur yfir.
4. mín
Dominic Adams með flott tilþrif, kemur með góða fyrirgjöf eftir að hafa farið illa með varnarmann Hauka en Jonathan Glenn skallar rétt yfir.
7. mín Gult spjald: Dominic Khori Adams (ÍBV)
Dominic Adams fær gult spjald í upphafi leiks fyrir að fella Gísla Eyjólfsson.
8. mín Gult spjald: Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar)
Úlfar Hrafn Pálsson fær gult spjald fyrir glannalega tæklingu.
10. mín
Það er búið að flauta aðeins of oft aukaspyrnu á fyrstu tíu mínútunum en leikurinn nær ekki að fljóta þannig.
13. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
ÍBV fær hornspyrnu eftir flotta sókn og Brynjar Gauti Guðjónsson þrumar boltanum í netið nánast á línunni eftir að markmaðurinn varði skalla frá leikmanni ÍBV.
18. mín
Þrjú skot í röð frá Haukum en öll fara þau af leikmanni ÍBV og að lokum fá þeir aukaspyrnu sem ÍBV hreinsar í innkast.
21. mín
Víðir Þorvarðarson í góðu færi en skot hans fer hátt yfir.
22. mín
ÍBV er að spila virkilega vel en Dean Martin átti frábæra fyrirgjöf sem Jonathan Glenn skallar rétt framhjá.
23. mín
Dean Matin var sloppinn í gegn þegar aðstoðardómarinn lyfti flagginu við litla hrifningu Eyjamanna.
26. mín
Enn eru Eyjamenn að reyna fyrirgjafir enda eru þær að skila mestum árangri en Sigmar Ingi á hefur verið í vandræðum með að halda boltanum í leiknum.
29. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu eftir fyrirgjöf frá Dominic Adams. Brynjar Gauti nær góðum skalla sem fer, aftur, rétt framhjá.
33. mín
Dominic Adams með enn eina fyrirgjöfina og í þetta skiptið er það Arnar Bragi Bergsson sem skallar boltann beint á markið og Sigmar Ingi ver boltann.
34. mín
Inn:Kristján Ómar Björnsson (Haukar) Út:Hafþór Þrastarson (Haukar)
Hafþór fer út af vegna meiðsla.
40. mín
ÍBV fer í skyndisókn og varnarmaður Hauka misreiknar flugið á boltanum sem endar með að ÍBV fær hornspyrnu.
41. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Brynjar Gauti Guðjónsson
Víðir skorar með frábærri bakfallsspyrnu en Brynjar Gauti skallar boltann á Víði sem klárar frábærlega.
41. mín Gult spjald: Dean Martin (ÍBV)
45. mín
Dean Martin brýtur hér ansi hressilega af sér en hann er auðvitað á gulu spjaldi og þarf að passa sig.
45. mín
Dómarinn Valgeir Valgeirsson flautar hér til loka fyrri hálfleiks. Flautunni hefur verið beitt ansi oft enda fyrri hálfleikur búinn að vera í grófari kantinum og lítið flæði er í leiknum.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn hér í Eyjum þar sem ÍBV leiðir 2-0.
46. mín
Inn:Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
Ein breyting á Haukaliðinu í hálfleik.
48. mín
Eyjamenn byrja betur en Dean Martin tekur boltann á lofti í fyrsta en skotið er máttlítið og Sigmar Ingi á ekki í neinum vandræðum með þennan bolta.
53. mín
Andri Steinn Birgisson skýtur himinhátt yfir úr dauðafæri! Hann er um tvo metra frá marklínu þegar lág sending kemur fyrir og var mun erfiðara að klúðra þessu heldur en að seta hann bara í netið. Þarna sluppu Eyjamenn heldur betur með skrekkinn.
59. mín
Matt Garner með fína tilraun frá um 30 metra færi en boltinn svífur yfir markið.
68. mín
Víðir Þorvarðarson skýtur himinhátt yfir markið úr aukaspyrnu.
70. mín
Lúmskt skot hjá Dean Martin sem Sigmar Ingi ver mjög vel.
71. mín
Brynjar Gauti með hörkuskot eftir vandræðagang í vörn Hauka sem náðu ekki að koma boltanum frá en Sigmar Ingi ver frábærlega.
75. mín
Valgeir Valgeirsson dæmir hér víti á Hauka eftir skallabaráttu sem ekkert virtist vera að. Vægast sagt furðulegur dómur.
77. mín Mark úr víti!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Sigmar Ingi var með hönd á boltanum en skotið of fast.
77. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Dean Martin (ÍBV)
78. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
80. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV) Út:Dominic Khori Adams (ÍBV)
84. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (ÍBV)
85. mín
Gunnar Þorsteinsson með fínan skalla í átt að marki eftir fyrirgjöf Víðis Þorvarðarsonar úr hornspyrnu.
86. mín
Haukar í dauðafæri! Gísli Eyjólfsson snýr á varnarmann ÍBV áður en hann þrumar í innanverða stöngina og út aftur.
Leik lokið!
Dómarinn Valgeir Valgeirsson flautar hér til leiksloka í fjörugum 3-0 sigri ÍBV.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hafþór Þrastarson ('34)
Zlatko Krickic
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Úlfar Hrafn Pálsson
11. Matthías Guðmundsson
19. Brynjar Benediktsson ('46)
21. Gísli Eyjólfsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
5. Marteinn Gauti Andrason
11. Arnar Aðalgeirsson
16. Birgir Magnús Birgisson
18. Andri Gíslason

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Ásgeir Þór Ingólfsson

Gul spjöld:
Úlfar Hrafn Pálsson ('8)

Rauð spjöld: