Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
0
1
ÍA
Vilhjálmur Pálmason '35
0-1 Jón Vilhelm Ákason '39
01.06.2014  -  20:00
Gervigrasvöllur Laugardal
1. deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson ('73)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
9. Andri Björn Sigurðsson ('42)
10. Rafn Andri Haraldsson ('60)
14. Hlynur Hauksson
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Matthew Eliason

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
3. Árni Þór Jakobsson
10. Ingólfur Sigurðsson
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('60)
16. Jón Konráð Guðbergsson ('73)
23. Aron Lloyd Green ('42)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Vilhjálmur Pálmason ('35)
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir, hér verður fylgst með leik Þróttar og ÍA en leikurinn er einmitt í beinni útsendingu á SportTv.
Fyrir leik
Þróttarar hafa byrjað þetta mót gríðarlega vel og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Skagamenn eru hins vegar með þrjú stig eftir einn sigur og tvö töp.
Fyrir leik
Matthew Eliason, sóknarmaður Þróttar hefur byrjað þetta mót gríðarlega vel og er búinn að skora í hverjum einasta leik hingað til en hann er alls með fjögur mörk í þrem leikjum.
Fyrir leik
Skagamenn töpuðu síðasta deildarleik 2-3 gegn Víkingi Ólafsvík eftir að hafa verið 2-0 yfir.

Þróttur vann á sama tíma Selfoss 1-0.
Fyrir leik
Það er byrjað að hellirigna hér í Laugardalnum en ég á bara von á skemmtilegri leik fyrir vikið.
Fyrir leik
Markahrókurinn Hjörtur Hjartarson er á bekknum hjá ÍA en hann var mjög sterkur hjá Þrótti á árum áður og skoraði ófá mörkin í rauðu og hvítu.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn og allt að verða klárt.
1. mín
Leikurinn er hafinn
1. mín
Skagamenn byrja með látum, Arnar Már Guðjónsson með skot utan teigs sem Trausti ver vel.
2. mín
Þróttarar strax komnir hinum megin, Matthew Elisason kemst einn í gegn en Árni Snær kemur vel á móti og ver vel.
2. mín
Þvílík byrjun á þessum leik. Bæði lið komin með fín færi og þá sérstaklega Þróttur en Eliason var í mjög góðu færi.
6. mín
Matt Eliason með fínt skot sem Árni Snær gerir vel í að halda.
8. mín
Vilhjálmur Pálmason með skot hátt yfir markið.

Skemmtilegur leikur hingað til.
13. mín
Ármann Smári í fínu skallafæri eftir aukaspyrnu en beint í fangið á Trausta.
14. mín
Eftir svakalega byrjun hefur leikurinn aðeins róast niður. Jafnræði í þessu núna.
15. mín
Ármann Smári í öðru skallafæri, í þetta skipti er skallinn betri en Trausti gerði frábærlega að ná að verja. Hallur Flosason fékk síðan færi í kjölfarið en skot hans fór framhjá.

Þarna voru ÍA grátlega nálægt því að komast yfir, sérstaklega úr færinu hans Ármanns.
16. mín
Í annað skipti sem Ármann fær frían skalla í vítateig Þróttar. Þetta endar illa fyrir Þrótt ef þetta heldur svona áfram.
23. mín
Þróttarar fá tvær hornspyrnur í röð en ná ekki að nýta þær.

Ekki mikið um færi þessa stundina.
24. mín
Garðar Gunnlaugsson með skot yfir markið eftir fyrirgjöf frá Arnari Má.
28. mín
Eliason í fínu færi en Ármann Smári á frábæra tæklingu. Ármann er búinn að eiga góðann leik hingað til.
31. mín
Rafn Andri með aukaspyrnu rétt utan teigs, dauðafæri fyrir góða spyrnumenn.

Spyrnan fer hins vegar beint í vegginn og í horn.
33. mín
Skagamenn vilja fá mark!

En Kristinn dæmir ekki. Garðar í fínu færi sem Þróttarar bjarga á línu.

Eggert Kári fær síðan skallafæri í kjölfarið en boltinn fer hárfínt framhjá.
35. mín Rautt spjald: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Vilhjálmur fer vægast sagt harkalega í Darren Lough og fær að launum beint rautt spjald. Líklega réttur dómur þar sem takkarnir voru hátt uppi og fóru beint í löppina á Englendingnum.
37. mín
Spurning hvort Skagamenn ná að nýta sér þetta. Mikið áfall fyrir heimamenn.
39. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm með mark!!

Aukaspyrna rétt utan teigs sem fer í vegginn, breytir um stefnu og í netið. Trausti átti ekki séns í markinu.
40. mín
Skelfilegar síðustu fimm mínútur Þrótturum. Fyrst missa þeir mann af velli og fá síðan á sig mark aðeins nokkrum mínútum síðar.
42. mín
Inn:Aron Lloyd Green (Þróttur R.) Út:Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.)
44. mín
Matt Eliason heldur um lærið á sér og er búinn að vera að kveinka sér. Greinilegt að hann er ekki heill heilsu.
45. mín
Skagamenn hársbreidd frá því að bæta við. Arnar Már með skalla eftir sendingu frá Garðari Gunnlaugssyni sem Trausti ver frábærlega.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða í hálfleik og eru manni fleiri.

Þeir urðu betri eftir því sem leið á hálfleikinn og er staðan nokkuð sanngjörn.
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
47. mín
Garðar Gunnlaugsson með skot utan teigs sem fer rétt framhjá markinu. Fyrsta skot háfleiksins.
51. mín
Skagamenn pressa vel í upphafi hálfleiksins, greinilegt að þeir ætla að setja annað mark sem fyrst.
52. mín
DAUÐAFÆRI!!

Þróttarar virkilega nálægt því að jafna. Hlynur Hauksson með skot, nánast frá markteig gestanna en Árni Snær ver mjög vel.
57. mín
Nokkuð rólegt yfir þessu eins og er.

Leikurinn mikið leikinn á miðsvæðinu.
58. mín
Glæsilega varið!

Skagamenn nálægt því að bæta við. Hallur Flosason með skalla sem Trausti ver frábærlega í horn.

Trausti búinn að vera besti leikmaður Þróttar í leiknum.
60. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.) Út:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
67. mín
Þróttarar byrjaðir að færa sig framar á völlinn og freista þess að jafna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri.
69. mín Gult spjald: Eggert Kári Karlsson (ÍA)
71. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
73. mín
Inn:Jón Konráð Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
73. mín
Inn:Hjörtur Júlíus Hjartarson (ÍA) Út:Ingimar Elí Hlynsson (ÍA)
Hjörtur kemur inn gegn sínum gömlu félögum.
75. mín
Hallur Flosason með skot rétt yfir markið.

Það kæmi ekki á óvart ef það verður annað mark í kvöld. Bara spurning hvoru megin það lendir.
79. mín
Skagamenn eru að þjarma að heimamönnum og fá nokkrar hornspyrnur í röð sem eru stórhættulegar.

Hjörtur Hjartar reynir síðan bakfallspyrnu sem fer framhjá.
84. mín
Alexander Veigar í mjög góðu skotfæri en hann kýs að senda boltann, sendingin er hins vegar mislukkuð.

Þarna verður strákurinn að skjóta
87. mín
Skagamenn í nokkrum frábærum færum í sömu sókninni.

Fyrst ver Árni frá Hirti og Þróttarar bjarga í kjölfarið á línu.

Jón Vilhelm fær síðan upplagt skotfæri sem fer framhjá.

Trúi því varla að staðan sé ennþá bara 0-1.
90. mín
Trausti markmaður Þróttara nálægt því að skora, líklegast síðasti séns heimaliðsins.

Þróttur fékk tækifæri til að senda boltann inn í teiginn og Trausti skellti sér í sóknina en varnarmenn ÍA komast fyrir.
Leik lokið!
Ellefu Skagamenn vinna tíu Þróttara, nokkuð sanngjarnt þegar á heildina er litið.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson ('73)
3. Sindri Snæfells Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason
19. Eggert Kári Karlsson ('71)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('71)
15. Teitur Pétursson
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson

Gul spjöld:
Eggert Kári Karlsson ('69)

Rauð spjöld: