Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
2
0
Haukar
Hilmar Árni Halldórsson '26 , misnotað víti 0-0
Hilmar Árni Halldórsson '65 1-0
Sindri Björnsson '71 2-0
05.06.2014  -  20:00
Leiknisvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
10. Fannar Þór Arnarsson ('70)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('86)
21. Hilmar Árni Halldórsson
23. Gestur Ingi Harðarson

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
16. Frymezim Veselaj ('86)
26. Hrannar Bogi Jónsson
27. Magnús Már Einarsson ('73)
88. Sindri Björnsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Við heilsum hér úr hlíðum Breiðholts þar sem Leiknir og Haukar eigast við í 1. deildinni á gervigrasvelli Leiknis. Hér eru menn búnir að kveikja upp í grillinu og gestir og gangandi farnir að gæða sér á borgurum frá Jóa Núma og félögum. Margir tala um langbestu vallarborgara landsins.
Fyrir leik
Leiknismenn hafa farið afskaplega vel af stað á mótinu og eru með fullt hús að loknum þremur umferðum. Haukar hafa hinsvegar valdið verulegum vonbrigðum og eru aðeins með tvö stig. Sigurbjörn Hreiðarsson tók við þjálfun Hauka fyrir tímabilið.
Fyrir leik
Þegar þessi lið áttust við á Leiknisvelli í fyrra, 27. júní nánar tiltekið, enduðu leikar 0-0. Við vonum að það endurtaki sig ekki. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Hauka, átti stórleik í þeim leik. Þegar liðin léku í Hafnarfirði endaði 1-1. Brynjar Benediktsson skoraði fyrir Hauka en Brynjar Hlöðversson fyrir Leikni. Báðir eru enn í þessum liðum.
Fyrir leik
Rauði baróninn sjálfur, Garðar Örn Hinriksson, er flautuleikari kvöldsins. Aðstoðardómarar eru Andri Vigfússon og Björn Valdimarsson. Bjóðum Þriðja liðið velkomið til leiks.
Fyrir leik
Leiknir gerir tvær breytingar frá byrjunarliði í síðasta leik, sigri gegn KV. Gestur Ingi Harðarson og Sævar Freyr Alexandersson koma inn en Bandaríkjamennirnir Brandon Scott og Matt Horth eru á bekknum.

Haukar gera talsverðar breytingar á liðinu frá jafnteflinu gegn Tindastóli. Ásgeir Ingólfsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hllmar Geir Eiðsson og Matthías Guðmundsson koma allir inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Fjórir fyrrum leikmenn Leiknis í hóp hjá Haukum. Hilmar Trausti Arnarsson lék á sínum tíma eitt tímabil með Leikni. Þá er Andri Steinn Birgisson einnig í byrjunarliði Hauka. Tveir aðrir fyrrum leikmenn Breiðholtsliðsins verma tréverkið hjá gestunum; Zlatko Krickic og Brynjar Benediktsson.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er á gervigrasvelli Leiknis en fróðir menn segja að næsti heimaleikur verði á aðalvellinum sem er farinn að líta betur út með hverjum degi. Hér er flott veður og heitustu sumarsmellirnir frá DJ Þóri óma á vallarstæðinu og um nærliggjandi hverfi.
1. mín
Leikur hafinn - Baróninn hefur flautað til leiks. Afskaplega slök mæting í upphafi en vonandi mun rætast úr því á næstu mínútum.
5. mín
HÖRKUFÆRI! Leiknismenn voru að fá hörkufæri. Gestur Ingi með fyrirgjöf og Sævar Freyr skallaði en yfir markið.
12. mín
Hiti í leiknum og Gestur Ingi féll eftir baráttu við Hilmar Geir. Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis var ekki sáttur og lét í sér heyra. Garðar dómari rak hann á bekkinn.
14. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar) Út:Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Hilmar fyrirliði fer meiddur af velli.
16. mín
Leiknismenn fara betur af stað og ógna marki Hauka.
20. mín
Stórhætta upp við mark Hauka eftir hornspyrnu Leiknis! Fannar með hörkuskot sem Sigmar Ingi varði vel. Leiknismenn vildu fá vítaspyrnu í kjölfarið, töldu að um hendi hafi verið að ræða. Ekkert var dæmt.
26. mín Misnotað víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Leiknir fékk víti! Alexander Freyr Sindrason braut af sér! Hilmar Árni á punktinn. Sigmar fór í rétt horn og varði vel þó vissulega hafi spyrnan alls ekki verið upp á tíu.
28. mín
Spurning hvort þessi vítavarsla færi Haukum aukinn kraft?
31. mín
Óttar Bjarni með skot í hliðarnetið eftir hornspyrnu. Leiknismenn mun bitmeiri fram á við.
37. mín
Leiknismenn hafa fengið átta hornspyrnur en Haukar enga.
44. mín
Vigfús Arnar fékk skotfæri fyrir utan teig og lét vaða en naumlega framhjá eftir vel útfærða sókn. Leiknismenn halda áfram að vera með undirtökin en hafa ekki fundið leiðina í markið.
45. mín
Hálfleikur - Markalaust í leik sem hefur þó alls ekki verið leiðinlegur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
47. mín
Andri Steinn Birgisson kom sér í flott færi fyrir Hauka en Leiknismenn björguðu á síðustu stundu í horn. Fyrsta horn Hauka í leiknum.
52. mín
Haukar virkar mun ákveðnari hérna í upphafi seinni hálfleiks.
55. mín
Hilmar Geir Eiðsson með skot framhjá. Haukar líklegri þessar mínútur.
61. mín
SLÁIN! Vigfús Arnar með skot úr aukaspyrnu sem fór í ofanverða slánna. Leiknismenn nálægt því að brjóta ísinn fræga.
62. mín
Boltinn í netinu hjá Haukum en Kristján Páll var flaggaður rangstæður. Eru Leiknismenn að taka völdin á ný?
64. mín
Inn:Zlatko Krickic (Haukar) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
65. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Kristján Páll Jónsson
ÞVÍLÍKT MARK!!! Hilmar Árni Halldórsson með gull af marki! Fékk boltann fyrir utan teig og lét vaða. Boltinn söng í netinu. Draumaskot. Þetta eina mark var þess virði að borga sig á völlinn.
70. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
71. mín MARK!
Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Kristján Páll Jónsson
EINS OG FYRRA MARKIÐ VAR FLOTT ÞÁ VAR ÞETTA Á HINUM ENDANUM! Boltinn gjörsamlega laaak inn í netið. Nú er staðan orðin ansi erfið fyrir Hauka.
73. mín
Inn:Magnús Már Einarsson (Leiknir R.) Út:Sævar Freyr Alexandersson (Leiknir R.)
75. mín
Magnús Már fékk óvænt færi og skaut en framhjá fór boltinn.
76. mín
Inn:Andri Gíslason (Haukar) Út:Gísli Eyjólfsson (Haukar)
77. mín
Stórhætta eftir skyndisókn Leiknis! Kristján Páll tók skotið þegar hann átti klárlega og hiklaust að renna boltanum á Magnús Má sem var í betra færi. Hlutlaust mat.
85. mín
Sindri Björnsson í hörkufæri en vantaði meiri kraft í skotið. Ekkert sem bendir til þess að Haukar muni ná að koma sér inn í þennan leik.
86. mín
Inn:Frymezim Veselaj (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Fyrsti leikur á Íslandsmóti í meistaraflokki hjá þessum unga leikmanni sem er af albönskum uppruna.
88. mín
Hilmar Árni með frábært skot en vel varið hjá Sigmari.
Leik lokið!
Algjörlega verðskuldaður Leiknissigur en liðið er með fullt hús í 1. deildinni, á toppnum!
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Hilmar Trausti Arnarsson ('14)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
10. Hilmar Geir Eiðsson ('64)
11. Matthías Guðmundsson
21. Gísli Eyjólfsson ('76)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
6. Úlfar Hrafn Pálsson ('14)
18. Andri Gíslason ('76)
19. Brynjar Benediktsson

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: