Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
1
Keflavík
0-1 Jóhann Birnir Guðmundsson '10
Ingiberg Ólafur Jónsson '43 1-1
Ingiberg Ólafur Jónsson '81
10.06.2014  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Einar Bjarni Ómarsson
10. Jóhannes Karl Guðjónsson ('65)
11. Ásgeir Marteinsson ('83)
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('49)
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
30. Björgólfur Hideaki Takefusa

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson ('65)
9. Haukur Baldvinsson ('49)
14. Halldór Arnarsson ('83)
16. Aron Bjarnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('95)
Haukur Baldvinsson ('88)
Hafsteinn Briem ('83)
Björgólfur Hideaki Takefusa ('34)
Einar Bjarni Ómarsson ('18)
Ingiberg Ólafur Jónsson ('9)

Rauð spjöld:
Ingiberg Ólafur Jónsson ('81)
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Einn leikur er í Pepsi-deildinni í kvöld en það er viðureign Fram og Keflavíkur. Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautar til leiks 19:15 og munum við á Fótbolta.net fylgjast með hverju skrefi. Um er að ræða fyrsta deildarleik Fram í sumar á Laugardalsvelli en völlurinn er loksins kominn í viðunandi ástand.
Fyrir leik
Framarar eru einu stigi fyrir ofan fallsæti en þeir töpuðu 3-2 fyrir KR í síðasta leik. Frammistaða bláliða í leiknum var þó ansi góð þrátt fyrir að stigin hafi ekki komið í hús. Viktor Bjarki Arnarsson var valinn maður leiksins og fróðlegt að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti á Laugardalsvelli í kvöld.
Fyrir leik
Keflvíkingar eru með ellefu stig, þremur stigum frá toppsætinu. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fjölni í síðustu umferð.
Fyrir leik
Af heimasíðu Keflavíkur:
Keflavík og Fram hafa leikið 90 leiki í efstu deild. Sá fyrsti fór fram árið 1958 og lauk með 2-2 jafntefli þar sem Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson skoruðu fyrir Keflavík. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin; Keflavík hefur unnið 35 leiki en Fram 28 og liðin hafa skilið jöfn 27 sinnum.
Fyrir leik
Keflavík vann viðureign þessara liða á Laugardalsvelli í fyrra 3-2 en þar gerðu Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic og Hörður Sveinsson mörk Keflvíkinga en Viktor Bjarki Arnarsson og Haukur Baldvinsson skoruðu fyrir Fram. Einar Orri er ekki að fara að skora í dag enda í leikbanni.
Fyrir leik
Bet365 að bjóða upp á hressandi stuðla. 2,40 á Fram, 3,40 á jafntefli og 2,80 á Keflavík.
Fyrir leik
Hér í Laugardalnum er Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, búinn að taka sér göngutúr um völlinn. Byrjunarliðin koma inn eftir nokkrar mínútur.
Fyrir leik
Markvörðurinn Jonas Sandqvist er ekki með Keflavík í kvöld og Árni Freyr Ásgeirsson kemur inn í markið. Árni hefur ekki mikla reynslu, á fjóra leiki að baki í Pepsi-deildinni en sá síðasti kom 2012.

Elías Már Ómarsson kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið erlendis í landsliðsverkefni og þá er miðvörðurinn Halldór Kristinn Halldórsson á bekknum.

Ingiberg Ólafur Jónsson kemur inn í byrjunarlið Fram í stað Orra Gunnarssonar.
Jón Orri Ólafsson:
Paul McShane er alltaf góður á blautum Laugardalsvelli. Ef það væru flóðljós væri þetta búið fyrir mína menn.
Fyrir leik
Jæja fáum menn í fjölmiðlastúkunni til að spá í spilin:

Tómas Þór Þórðarson:
2-2 jafntefli.

Haraldur Árni Hróðmarsson:
Framarar voru flottir gegn KR. Eru með nánast sama byrjunarlið en munu ekki gíra sig upp í þennan leik. 2-1 sigur Keflavíkur.

Anton Ingi Leifsson:
2-1 fyrir Fram. Ósvald Jarl með eitt mark.

Víðir Sigurðsson:
3-2 Keflavíkursigur.
Fyrir leik
Laugardalsvöllurinn er blautur eftir úrkomu dagsins. Vonandi er það bara ávísun á hressandi og skemmtilegan markaleik.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Engir varabúningar í kvöld, bæði lið eru í sínum hefðbundnu búningum.
Fyrir leik
Markið sem Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði var hans 40. mark í efstu deild samkvæmt talningu Víðis Sigurðssonar á mbl.is.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Keflvíkingar byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að Laugardalslauginni í fyrri hálfleik.
4. mín
Viktor Bjarki á þeysispretti upp völlinn, reyndi að koma knettinum á Björgólf en það gekk ekki. Hugmyndin góð en sendingin ekki í sama klassa.
6. mín
Sindri Snær Magnússon með fyrsta skot á mark. Laflaust og af löngu færi. Engin hætta á ferðum þarna.
8. mín
Hætta upp við mark Keflavíkur! Jói Kalli renndi boltanum á Viktor Bjarka sem tók góðan sprett og átti flotta sendingu fyrir á Arnþór Ara sem skallaði að marki en hitti ekki rammann. Flott færi!
9. mín
STÖNGIN! Hörður Sveinsson með skot í stöngina eftir að hafa fengið sendingu innfyrir frá Elíasi Má. Mark liggur í loftinu.
9. mín Gult spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Peysutog, togaði í Bojan Ljubicic sem hafði komist framhjá honum.
10. mín MARK!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Hörður Sveinsson
Elías Már með stórskemmtileg tilþrif og skapaði stórhættu. Framarar reyndu að verjast en á tilviljanakenndan hátt fór boltinn af Herði Sveinssyni og fyrir markið þar sem Jóhann Birnir átti ekki í vandræðum með að setja boltann í netið.
17. mín
Keflvíkingar talsvert meira með boltann þessar mínútur. Markið hefur aðeins slegið heimamenn út af laginu.
18. mín
Ásgeir Marteinsson renndi knettinum á Björgólf Takefusa sem tók skot en hitti ekki á rammann. Ágæt tilraun.
18. mín Gult spjald: Einar Bjarni Ómarsson (Fram)
Framarar mikið að brjóta af sér hér í byrjun leiks. Einar Bjarni kominn í bókina.
Tómas Þór Þórðarson:
Bjarni Guðjóns í Didriksen regnkápunni í kvöld. 17.900 af sláni í Ellingsen.
22. mín
Fram í fínu færi, Ingiberg Ólafur Jónsson sem leikur í hægri bakverðinum með skalla naumlega yfir.
28. mín
DAUÐAFÆRI!! Einar Bjarni Ómarsson í dauðafæri í teignum eftir að Árni Freyr varði skalla sem Ingiberg Ólafur Jónsson átti. Slappt skot hjá Einari yfir markið.
31. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Ásgeir Marteinsson með skemmtilegan snúning, náði að snúa á Unnar og fékk hornspyrnu. Sindri Snær Magnússon bjargaði svo á marklínu eftir skalla Ingibergs.
34. mín Gult spjald: Björgólfur Hideaki Takefusa (Fram)
Viktor Bjarki þarf aðhlynningu eftir að hafa verið í návígi við Paul McShane. Guðmundur Ársæll dómari dæmdi ekkert og Björgólfur lét í sér heyra en uppskar ekkert annað en gult spjald.
37. mín
Magnús Þórir Matthíasson með fyrirgjöf. Hörður Sveinsson skaut en hátt yfir markið.
43. mín MARK!
Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Darraðadans í teignum eftir hornspyrnu og Ingiberg Ólafur sem hefur gert sig ítrekað líklegan í föstum leikatriðum í leiknum nær að skora!
44. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Hafsteinn Briem með skot en Magnús Þórir Matthíasson náði að bjarga á línu. Í annað sinn sem Keflvíkingar bjarga á línu í leiknum.
45. mín
Hálfleikur - Fjörugur leikur á Laugardalsvelli en staðan er verðskulduð.
45. mín
Samkvæmt tölfræðiþjónustu urslit.net er 7-7 í marktilraunum. Fram hefur fengið 4 hornspyrnur en Keflavík 5. Allt í járnum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
48. mín
Keflvíkingar byrja seinni hálfleik á hættulegri sókn, skot sem Framarar náðu að bjarga í horn. Viktor Bjarki hefur fengið eitthvað högg og liggur eftir meiddur á vellinum. Hlé á leiknum.
49. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram)
52. mín
HVERNIG FÓR HANN AÐ ÞVÍ AÐ SKORA EKKI?? Tvö dauðafæri hjá Hauki Baldvinssyni án þess að markvörður væri í markinu! Árni Freyr markvörður lá óvígur eftir á vellinum! Fyrra skotið hjá Hauki fór í stöngina og það seinna framhjá.
54. mín
Árni Freyr markvörður virðist alveg steinrotaður og liggur eftir á vellinum. Hefur lent saman við einhvern. Sindri Kristinn Ólafsson, strákur fæddur 1997, að koma inn í markið.
55. mín
Inn:Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Út:Árni Freyr Ásgeirsson (Keflavík)
Fyrsti leikur Sindra með meistaraflokki í Íslandsmóti.
64. mín
Hafsteinn Briem með marktilraun, lúðrar knettinum framhjá. Fréttir að berast af því að kallað hafi verið á lækni úr stúkunni til að skoða Árna Frey markvörð.
65. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Fram) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
69. mín
Inn:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
71. mín
Hættuleg skyndisókn Framara. Aron Þórður Albertsson með góða fyrirgjöf og Arnþór Ari var nálægt því að ná til boltans.
72. mín
Sjúkrabíll að yfirgefa Laugardalsvöll eftir meiðslin hjá Árna.
73. mín
Elías Már með góða skottilraun af löngu færi... fær hornspyrnu.
74. mín Gult spjald: Endre Ove Brenne (Keflavík)
Stöðvaði Björgólf í hraðri sókn.
78. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
80. mín
Fram í hættulegri sókn en eins og oft áður vantar herslumuninn. Arnþór Ari átti skot yfir markið.
81. mín Rautt spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Ingiberg með svakalega tæklingu og fær fyrir vikið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ingiberg þykist vera hissa en það þýðir ekki að mótmæla þessu.
83. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (Fram)
83. mín
Inn:Halldór Arnarsson (Fram) Út:Ásgeir Marteinsson (Fram)
88. mín Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Fram)
89. mín Gult spjald: Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík)
Spjaldaveisla í gangi á lokakaflanum.
90. mín
GÓÐ VARSLA! Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, með flotta markvörslu eftir skot sem Frans Elvarsson átti! Komið á uppbótartíma. Það verður nokkrum mínútum bætt við.
91. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
92. mín
Theodór Guðni með skalla á markið en laflaus og auðvelur fyrir Ögmund.
95. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Fram)
Leik lokið!
Enn eitt 1-1 jafnteflið í Pepsi-deildinni. Í blálokin fékk Aron Þórður Albertsson dauðafæri en skallaði þegar hann hefði getað tekið boltann niður.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('78)
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('69)
13. Unnar Már Unnarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m) ('55)
3. Andri Fannar Freysson
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
25. Frans Elvarsson ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('91)
Theodór Guðni Halldórsson ('89)
Endre Ove Brenne ('74)

Rauð spjöld: