Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
0
1
FH
0-1 Atli Guðnason '17
11.06.2014  -  19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson ('89)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson ('89)
7. Viðar Ari Jónsson ('77)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('63)
17. Magnús Pétur Bjarnason

Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Christopher Paul Tsonis ('62)
Illugi Þór Gunnarsson ('57)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu af leik Fjölnis og FH í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla!
Fyrir leik
Óhætt að segja að það er hörkuleikur hér á Fjölnisvellinum en bæði lið eru taplaus eftir fyrstu sex leikina.
Fyrir leik
Fjölnir hefur komið öllum á óvart með magnaðri frammistöðu sem nýliði á meðan FH hefur leikið afar vel og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Fjölnismenn hafa náð öflugum úrslitum gegn toppliðunum og er því ekkert gefið fyrir FH í kvöld.
Fyrir leik
Liðin eru komin í hús.
Fyrir leik
Markamaskínan Atli Viðar Björnsson er í byrjuanrliði FH og þá er Kassim Doumbia að sjálfsögðu í liðinu. Böddi löpp er á sínum stað.
Fyrir leik
Þórir Guðjónsson, Aron Sigurðarson og Matt Ratajczak eru ekki með Fjölnismönnum í dag.
Fyrir leik
Sól og sumar í Reykjavík, það er bara fagnaðarefni. Sumir sem eru eflaust að pirra sig á því hérna og píra augun til þess að sjá á tölvurnar en ég fagna þessu.
Fyrir leik
En að öðru. Brynjar Ásgeir Guðmundsson er kominn aftur í leikmannahóp FH eftir að hafa verið frá lengi vegna meiðsla. FH-ingar eru ekkert að hata það að fá þennan multi-position dreng aftur.
Fyrir leik
Þetta fer að hefjast!
1. mín
Leikurinn er kominn af stað!
3. mín
EMIL PÁLS!! Sam Hewson með flotta sendingu inná Emil sem lætur vaða með hægri en boltinn fer rétt framhjá markinu!
5. mín
FJÖLNIR!! Glæsilegt skot sem fer rétt framhjá markinu, þarna munaði litlu að heimamenn kæmust yfir.
6. mín
Raggi LE! Gott skot sem fór af varnarmanni og í hornspyrnu. Það varð svo ekkert úr horninu.
14. mín
DAUÐAFÆRI!! Róbert Örn ver meistaraleg eftir skalla. Haukur Lárusson virtist eiga þennan skalla en varslan hjá Róló mögnuð!
17. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
MAAAAAAAAAARK!!! Atli Guðna með laglegt skot þarna og Þórður Ingason kom engum vörnum við! Hann fékk boltann fyrir sig eftir að boltinn hafði farið af mótherja og hann gat ekki annað en skorað.
19. mín
FH-ingar höfðu ekki verið líklegri aðilinn fram að markinu.
20. mín
ATLI VIÐAR Í DAUÐAFÆRI!! Hann var kominn í gegn og átti bara eftir að leggja boltann framhjá markverðinum en vippaði yfir hann. Boltinn fór rétt yfir!
21. mín
AFTUR!!! Atli Viðar með magnaðan skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en Þórður ver meistaralega í horn!
30. mín
Eitthvað minna að frétta núna en þetta er allt FH. Líklegir til að bæta við öðru.
34. mín
ÚFF!! Óli Palli með fyrirgjöf frá hægri sem Beggi Ólafs ætlar að hreinsa í horn en ansi margir sem héldu að hann ætlaði bara að hreinsa í markið!
36. mín
FJÖLNISMENN NÁLÆGT!! Aukaspyrna frá vinstri sem fer í gegnum allan pakkann og virðist vera á leið í netið en fer framhjá.
45. mín
Það er lítið að frétta núna og virðist fyrri hálfleikurinn vera að fjara út hægt og rólega.
45. mín
Hálfleikur: Fjölnir 0-1 FH
Markið hans Atla Guðna er það sem skilur liðin að í hálfleik. Bæði lið fengið ákjósanleg færi en annars hefur þetta verið nokkuð jafnt, færalega séð.
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað!
56. mín
Ekkert að frétta fyrstu tíu en það eru 784 á vellinum. Fínt að fá þær tölur í hús.
57. mín Gult spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Atli Viðar tekinn niður er hann var að munda skotfótinn.
60. mín
,,Þú ferð í mig fíflið þitt" - Gunnar Már Guðmunds við Davíð Þór en FH-ingurinn virtist fara í síðuna á honum.
62. mín Gult spjald: Christopher Paul Tsonis (Fjölnir)
63. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Júlíus Orri Óskarsson (Fjölnir)
64. mín
Atli Guðna með skalla sem Þórður grípur örugglega.
65. mín
ATLI VIÐAR!! Atli Guðna fékk boltann og lyfti honum yfir vörn Fjölnismanna þar var Atli Viðar mættur og tók hann í fyrsta en boltinn rétt framhjá.
68. mín
FH-ingar að spila frábæran fótbolta og sífellt að ógna.
70. mín
Guðmundur Böðvar í stöng!!! Þarna munaði litlu að heimamenn jöfnuðu leikinn en boltinn fór af stönginni og framhjá markinu!
71. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
77. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
77. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
82. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
85. mín
GUNNAR MÁR!! Róló varði skallann frá Gunna, hvernig er FJölnir ekki búið að jafna!
85. mín
FJÖLNISMENN BIÐJA UM VÍTI!! Allir snartvitlausir á vellinum biðjandi um víti en fá ekki. Erfitt að sjá hvað gerðist.
86. mín
FH-ingar Í DAUÐAFÆRI!! Voru komnir einir í gegn Þórði í markinu en hann varði. FH-ingar fengu frákastið en boltinn fór rétt yfir markið! Magnaðar lokamínútur!!!
89. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) Út:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Leik lokið!
1-0 sigur FH staðreynd. Hörkuleikur þar sem sigurinn gat dottið báðum megin. Viðtöl og umfjöllun innan skamms!
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
2. Sean Michael Reynolds
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason ('77)
17. Atli Viðar Björnsson ('82)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson ('71)

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
13. Kristján Gauti Emilsson ('77)
16. Jón Ragnar Jónsson ('71)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('82)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: