Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
1
1
Þróttur R.
Aron Lloyd Green '36
Juraj Grizelj '40 , víti 1-0
1-1 Ragnar Pétursson '61
13.06.2014  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
Scott Mckenna Ramsay ('5)
2. Jordan Lee Edridge ('84)
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj
6. Andri Ólafsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
14. Tomislav Misura
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
3. Milos Jugovic
8. Joseph David Yoffe ('72) ('5)
14. Michael J Jónsson
25. Alexander Magnússon ('84)

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Marinó Axel Helgason

Gul spjöld:
Jósef Kristinn Jósefsson ('81)
Tomislav Misura ('68)
Joseph David Yoffe ('63)
Alex Freyr Hilmarsson ('44)
Magnús Björgvinsson ('36)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl, og verið velkomin á beina textalýsingu þar sem heimamenn taka á móti Þrótti R.
Fyrir leik
Aðeins ein breyting á liði heimamanna. Andri Ólafsson kemur inn í stað Óla Baldurs Bjarnarsonar.

Hjá Þrótturum er Ingólfur Sigurðsson sem kemur inn fyrir Andra Björn Sigurðsson.

Bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð og er óhætt að segja að bæði séu klár í kvöld.
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð. Lítið hefur gengið hjá Grindavík það sem af er.

Þróttarar geta verið sáttir með sín níu stig eftir 5 umferðir og er mikið sem breyst hefur frá því mótið hófst og eru heimamenn orðnir underdogs fyrir leikinn í kvöld. En við sjáum hvað gerist.
1. mín
Leikurinn er hafin!
3. mín
Heimamenn eru með allar vígtennur úti og eru mun ákveðnari.
5. mín
Inn:Joseph David Yoffe (Grindavík) Út:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík)
Scott Ramsay er farin útaf. Það er greinilegt að það eru meiðsli sem spila inní hjá honum
7. mín
Heimamenn að skapa sér virkilega gott færi. Magnús Björgvinsson var lagður boltinn hægra megin í teignum en Magnús hittir boltann illa og hátt yfir fór boltinn. Magnús var svo aftur komin í færi en sömu leið fór boltinn. Spurning um að stilla skóinn í 9.5 gráður.
11. mín
Ingólfur Sigurðsson á fínt skot fyrir utan teig sem Óskar Pétursson ver vel.
15. mín
Tomislav Misura á bakfalsspyrnu sem fer yfir markið eftir hornspyrnu.
15. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
17. mín Gult spjald: Matthew Eliason (Þróttur R.)
Gult spjald réttlætanlegt. Stuðningsmenn Grindavíkur vildu sjá rautt og létu hátt í sér heyra þegar Matthew Elíason tæklaði Daníel Leó Grétarsson.
20. mín
Heimamenn eru mun meira með boltann og finnst manni eins og gestirnir séu ekki alveg á tánum hér í byrjun.
24. mín
Þróttarar með aukaspyrnu á stórhættulegum stað undan vindinum. Ingólfur Sigurðsson tekur spyrnuna en boltinn fór rétt yfir þverslánna. Óskar Pétursson stóð enn á samastað í markinu eftir að Ingólfur spyrnti boltanum.
29. mín
Gestirnir eru að ná takti og farnir að halda boltanum betur á milli sín.
30. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Þróttur R.)
Juraj Grizelj lék á Aron, en Aron hélt í hann og hindraði hlaup Juraj.
35. mín
Tomislav Misura fékk aðeins að athafna sig inní teig og átti fínt skot en Trausti Sigurbjörnsson var tilbúinn og varði.
36. mín Rautt spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
36. mín Gult spjald: Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Magnús Björgvinsson braut á Aron Llyod Green, Aron hefur eitthvað sagt og gert því hann fékk sitt annað gula spjald og því rautt.
36. mín Gult spjald: Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur R.)
Fyrir valin orð til dómarans.
37. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Þróttur R.)
Taktískar breytingar eftir að þeir urðu einum færri. Inn kemur uppalin Grindvíkingur inná fyrir Þróttara R.
39. mín
Víti sem heimamenn fá. Magnús Björgvinsson fiskar vítið.
40. mín Mark úr víti!
Juraj Grizelj (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
Juraj Grizelj skorar örugglega framhjá Trausta í markinu sem fór í vitlaust horn.
43. mín
Mikið að gerast í þessum leik og finnst mér gestirnir vera óvenju væru kærir í sínum samstuðum við heimamenn.
44. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Fær gult spjald við að ýta öxl í öxl við Vilhjálm Pálmason og er síðasti maður aftur og dómari leiksins nær í gult spjald. Ég vill meina að ekkert brot hafi átt sér stað.
45. mín
Joseph David Yoffe í dauðafæri eftir sundurspil heimamanna. En Trausti Sigurbjörnsson ver glæsilega í horn sem ekkert varð úr.
45. mín
Hálfleikur!! Erfiður róður framundan hjá Gestunum. Valdimar Pálsson dómari leiksins er búinn að fara oft í vasan og ná sér í annan hvorn litinn. Gregg Oliver Ryder þjálfari Þróttar fer beint í dómarann hérna í hálfleik og er með ræðuhald. Þeir labba saman í búningsklefan.
46. mín
Leikur er hafin að nýju.
49. mín
Tomislav Misura fær boltan í lappirnar á markteigslínunni og snýr varnarmann af sér en boltinn fór rétt yfir markið.
53. mín
Ég get ekki séð að Þróttarar séu einum færri.
57. mín
Vörnin galopnast hjá Grindavík. Viljhálmur Pálmason á hörkuskot sem Óskar Pétursson ver mjög vel.
61. mín MARK!
Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
Stoðsending: Vilhjálmur Pálmason
Allt galopnast aftur hjá Grindavík. Vilhjálmur Pálmason brunar upp vinstri kantinn sendir á Ragnar Pétursson sem klárar snyrtilega framhjá Óskari í markinu.
63. mín Gult spjald: Joseph David Yoffe (Grindavík)
Yoffe fær spjald fyrir afar lítið brot.
65. mín
Vel spilað hjá heimamönnum sem endaði á því að Jordan Lee Edridge sendir boltann inn í teig en enginn er mættur. Þróttara koma strax með skyndisókn en Andri Ólafsson var með glæsilega hreinsun.
68. mín Gult spjald: Tomislav Misura (Grindavík)
Enn eitt spjaldið sem dómarinn lætur úr vasanum. Eins og með fyrra spjaldið þá var þetta ekki spjald. Ætli ræðan sem Gregg Ryder átti við dómarann í hálfleik hafi haft áhrif. Maður spyr sig.
72. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Joseph David Yoffe (Grindavík)
Yoffe út en hann kom inn fyrir Scott Ramsay. Yoffe er búinn að vera mjög góður í kvöld.
75. mín
Alex Freyr Hlmarsson var að teygja sig á eftir bolta en það leit út fyrir að hann hafi slasast. Alex heldur áfram.
78. mín
Tomislav Misura á skot og aftur fer það yfir.
79. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Matthew Eliason (Þróttur R.)
81. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Jósef Kristinn vildi fá dæmt brot en fékk ekki en réttlætanlegt spjald.
84. mín
Inn:Alexander Magnússon (Grindavík) Út:Jordan Lee Edridge (Grindavík)
86. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
90. mín
Inn:Davíð Stefánsson (Þróttur R.) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
Leik lokið!
Er þetta hægt !!! Óli Baldur Bjarnason í dauðafæri einn á móti markmanni. En Trausti Sigurbjörnsson ver aftur jafn glæsilega. Svo er flautað til leiksloka. Þvílíkur karakter hjá Gestunum að koma til baka og ná að jafna og taka stig úr þessum leik.

Viðtöl og umfjöllun koma seinna í kvöld

Þakka fyrir mig. Líf og fjör.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
10. Ingólfur Sigurðsson ('37)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Aron Lloyd Green
23. Matthew Eliason ('79)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
9. Andri Björn Sigurðsson ('79)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('90) ('37)
16. Jón Konráð Guðbergsson
16. Andri Már Bjarnason
28. Davíð Stefánsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hlynur Hauksson ('86)
Trausti Sigurbjörnsson ('36)
Aron Ýmir Pétursson ('30)
Matthew Eliason ('17)
Aron Lloyd Green ('15)

Rauð spjöld:
Aron Lloyd Green ('36)