Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
2
Víkingur R.
Iain James Williamson '28 1-0
1-1 Aron Elís Þrándarson '29
1-2 Henry Monaghan '83
15.06.2014  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Gunnar Gunnarsson ('63)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
14. Haukur Ásberg Hilmarsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('79)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Víkings í Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
Ingvar Þór Kale byrjar í rammanum hjá Víkingum en hann var afar tæpur fyrir leikinn. Hann meiddist gegn Þórsurum og samkvæmt mínum upplýsingum þá átti hann ekki að byrja í dag en það var sennilega ákveðið bara í dag.
Fyrir leik
Milos Milojevic ræðir við Sigurð Hrannar Björnsson, varamarkvörð Víkinga og segir honum að vera tilbúinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Sigurður Hrannar er mættur út að hita upp með markmannsþjálfaranum.
Fyrir leik
Það eru breytingar hjá Valsmönnum. Mads Lennart Nielsen er ekki með vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Fyrir leik
Lucas Ohlander og Iain Williamson koma inn en Kolbeinn Kárason dettur út og auðvitað Mads.
Fyrir leik
Víkingar stilla upp sama byrjunarliði og gegn Þórsurum þar sem liðið sigraði 3-2.
Fyrir leik
Völlurinn er þokkalegur. Ég spái markaleik hérna á Vodafone, það er klárt.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað!
3. mín
Víkingar fá hornspyrnu, ágæt sókn þarna hjá þeim og vel spilandi.
5. mín
Fremur lítið að gerast fyrstu mínúturnar.
7. mín
Valsmenn fá fyrstu alvöru tilraun kvöldsins en boltinn fór rétt yfir markið.
15. mín
TODOR HRISTOV!!! Hann fékk þarna frábæra sendingu vinstra megin í teignum og lét vaða á markið en boltinn fór af varnarmanni og framhjá.
21. mín
Kale er búinn sýnist mér. Hann er allof tæpur á meiðslum, ég spái því að hann klári hálfleikinn og fari svo af velli.
21. mín
Hann ætlar að reyna að harka þetta af sér enda drengur sem kallar ekki allt ömmu sína.
24. mín
Kristinn Freyr virtist hafa lent í samstuði við Aron Elís Þrándarson með þeim afleiðingum að Aron fékk högg á höfuðið. Hann þarf aðhlynningu en mun þó harka þetta af sér.
26. mín
HÖRKUSKOT!! Sigurður Egill með gott skot úr teignum en Kristinn Ingi átti þá góða fyrirgjöf. Kale varði í horn!
27. mín
Kristinn Freyr!! Nær góðu skoti sem fer af varnarmanni og í horn. Þetta er allt Valur núna!
28. mín MARK!
Iain James Williamson (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
IAAAAAIN!!! Sigurður Egill með langt innkast á Hauk Pál sem kom boltanum áleiðis á Iain og hann gat ekki annað en komið boltanum framhjá Kale og í netið!!
29. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
ARON ELÍS!!!! Þetta var ekki lengi að gerast. Sólaði þarna Magga Lú og kom svo boltanum í netið. Það er fjör á Vodafone-vellinum!!
45. mín
VÁÁÁÁ!! Aron Elís, hvernig er þessi maður ekki farinn út? Hann leikur á 2 ef ekki 3 leikmenn Vals áður en hann lætur vaða en boltinn fer rétt framhjá!
45. mín
Hálfleikur! 1-1. Gleymdi að koma inná þetta, maður getur oft gleymt sér í gleðinni!
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað!
48. mín
Kristinn Freyr með hörkuskot sem Kale handsamar nokkuð örugglega!
51. mín
Kristinn Ingi ætlaði að reyna screamer en boltinn vel yfir.
52. mín
Inn:Henry Monaghan (Víkingur R.) Út:Óttar Steinn Magnússon (Víkingur R.)
Víkingar gera skiptingu. Henry Monaghan að koma inná fyrir Óttar.
63. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Gunnar Gunnarsson (Valur)
65. mín
Vonandi fáum við fleiri mörk í þennan leik. Jafnræði með liðunum en eitthvað segir mér að það verði fleiri mörk.
66. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Indriði Áki Þorláksson (Valur)
68. mín
Haukur Páll að reyna svaka kúnstir en Kale nær boltanum og nú fá Valsarar aukaspyrnu er Kolbeinn Kára er tekinn niður!
70. mín
Haukur Páll tekur spyrnuna en boltinn fer yfir markið!
76. mín
Það er nóg að gerast, Valsarar eru líklegri síðustu mínútur. Vantar samt herslumuninn.
77. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Víkingur R.) Út:Todor Hristov (Víkingur R.)
79. mín
Aron Elís tekinn niður rétt fyrir utan vítateiginn hjá Völsurum!
79. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
80. mín
Aron tekur sjálfur aukaspyrnuna en boltinn fer framhjá markinu.
83. mín MARK!
Henry Monaghan (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
MAAAAAAARK!!!! Varamaðurinn Henry Monaghan skorar eftir fyrirgjöf frá Aroni Elís. Hann kom með fyrirgjöf frá vinstri og þar var Henry mættur, sýndist Fjalar vera í þessu en dugði þó ekki til!
83. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Valur) Út:Lucas Ohlander (Valur)
87. mín
ARON ELÍS!!! Kominn í gegn en Maggi Lú var hliðina á honum. Aron náði að rúlla boltanum í átt að markinu en Fjalar varði meistaralega!
88. mín
VÁÁÁ KALE MEÐ ROSALEGA MARKVÖRSLU!! Haukur Páll með skalla sem Ingvar ver á einhvern fáránlegan hátt. Þetta var ótrúlegt!
90. mín
ÆJÆJÆJ!!! Ingvar Kale hleypur í skógarhlaup og bjargar með skalla en fær Hauk Pál inn í sig. Þetta lítur illa út, báðir liggja eftir og Kale var nú tæpur fyrir þennan leik.
90. mín
Báðir eru komnir á fætur og tilbúnir í slaginn!
Leik lokið!
Sigur Víkinga staðreynd. Magnaður baráttusigur og nýliðarnir með tvo sigra í röð. Valur er án sigurs í síðustu tveimur leikjum hinsvegar.
Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Pape Mamadou Faye
21. Aron Elís Þrándarson
22. Alan Lowing

Varamenn:
3. Ívar Örn Jónsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
27. Tómas Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: