Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur R.
5
1
Fylkir
Pape Mamadou Faye '6 1-0
Arnþór Ingi Kristinsson '11 2-0
Arnþór Ingi Kristinsson '22 3-0
3-1 Andrew Sousa '28
Ívar Örn Jónsson '77 4-1
Aron Elís Þrándarson '88 5-1
18.06.2014  -  19:15
Víkingsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic ('46)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Pape Mamadou Faye ('55)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
11. Dofri Snorrason ('46)
21. Aron Elís Þrándarson ('55)
29. Agnar Darri Sverrisson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('46)
Agnar Darri Sverrisson ('30)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og Fylkis í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Fyrir leik
Leikurinn hefst á slaginu 19:15 en þetta er einn af tveimur Pepsi-deildarslögum dagsins í bikarnum.
Fyrir leik
Pape Mamadou Faye, leikmaður Víkings, mætir sínum gömlu félögum hér í dag en hann er alinn upp í Fylki.
Fyrir leik
Eins og var komið inná í byrjunarliðsfréttinni hér áðan þá eru sjö breytingar hjá Víkingum. Ómar Friðriksson, Ívar Örn Jónsson, Tómas Guðmundsson, Darri Steinn Konráðsson, Henry Monaghan, Sigurður Hrannar Björnsson og Arnþór Ingi Kristinsson koma inn.
Fyrir leik
Út koma þeir Ingvar Kale, Kristinn Jóhannes Magnússon, Óttar Steinn Magnússon, Aron Elís Þrándarson, Todor Hristov, Dofri Snorrason og Kjartan Dige Baldursson.
Fyrir leik
Það er nóg af breytingum hjá Fylki líka en Björn Hákon Sveinsson er í búrinu í stað fyrir Bjarna Þórð Halldórsson.
Fyrir leik
Davíð Þór Ásbjörnsson, Viktor Örn Guðmundsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Gunnar Örn Jónsson detta út en inn koma þeir Ryan Maduro, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andrés Már Jóhannesson og Andrew Sousa.
Fyrir leik
Þó svo Arnþór Ingi hafi bara komið til Víkings á síðasta ári þá þekkir hana Víkina eins og handarbakið á sér enda átti hann stórleik í sápuóperunni, Víkin, sem strákarnir í 12:00 sáu um hér fyrir nokkrum árum.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað og það eru Fylkismenn sem byrja með boltann!
3. mín
Andrés Már á fyrstu tilraun dagsins en boltinn fer veeeel framhjá!
4. mín
Þarna voru Fylkismenn nálægt því! Fyrirgjöf frá vinstri sem Ásgeir Örn ætlar að koma sér inní en Víkingar hreinsa í innkast.
6. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
PAPE MAMADOUUUUUU!!! Hann stangar boltann inn eftir hornspyrnu, gegn sínu gamla félagi! Hann fagnar auðvitað ekki.
8. mín
Það var breyting á liðinu rétt fyrir leik. Darri Steinn Konráðsson byrjar ekki og kom Agnar Darri Sverrisson inn í hans stað.
11. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
ÞVÍLÍKT MARK, VÁÁÁÁÁ!!! Arnþór Ingi með létta bakfallsspyrnu eftir fyrirgjöf. Þetta er fullorðins!!
18. mín
Sigurður Hrannar með frábært úthlaup og lokar þarna á Zekovic að mér sýndist. Zekovic komst þar með ekki í ákjósanlegt færi og sóknin rann út í sandinn.
20. mín
Kjánalegt brot hjá Andrési! Agnar Darri er að hlaup að boltanum er Andrés grípur utan um hann. Andrés gat svosem alveg sleppt þessu.
22. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
ARNÞÓR INGI MEÐ ANNAÐ MARK!! Fylkismenn misstu boltann á hættulegum stað, Arnþór Ingi lagði hann svo framhjá Birni í markinu. Þetta er alltof auðvelt fyrir Víkinga!
28. mín MARK!
Andrew Sousa (Fylkir)
ÞVÍLÍKT MARK!!! Sousa skoraði beint úr aukaspyrnu, stöngin inn!
30. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
41. mín
Víkingar nálægt því að bæta fjórða markinu eftir hornspyrnu en skallinn fór rétt framhjá!
45. mín
Hálfleikur: 3-1 Víking í vil.

Fylkismenn minnkuðu muninn en hafa annars litið skelfilega út. Víkingar verið afar öflugir þrátt fyrir sjö breytingar á liðinu.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
46. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Kristinn Jóhannes Magnússon (Víkingur R.) Út:Igor Taskovic (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Ryan Maduro (Fylkir)
46. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
55. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
55. mín
Ekkert að frétta annað en það að maður er í bölvuðu basli með skiptingarnar. Þetta ætti þó allt að vera komið.
68. mín
ÞETTA VAR VIÐBJÓÐUR!! Stefán Ragnar sparkaði í andlitið á Ívari og hann liggur eftir. Þetta leit ekki vel út! Þetta leit nú ekkert út fyrir að vera viljandi en sennilega ekkert sérstaklega þægilegt. Ívar er mættur aftur.
68. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fylkir)
71. mín
Hákon Ingi í ákjósanlegu færi en skot hans vel yfir.
77. mín MARK!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
ÍVAAAAAR ÖRN!!! Hann er búinn að eiga frábæran leik og kórónar það með marki hér í dag. Frábær fyrirgjöf sem fór á fjærstöngina og þar var Ívar mættur til að koma boltanum í netið!
83. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Tómas Þorsteinsson (Fylkir)
88. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
AROOON ELÍS!! Hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessu. Arnþór Ingi fær boltann í teignum og kemur honum fyrir á Aron sem stangaði boltann í netið! Þetta er svo einfalt.
Leik lokið!
5-1 sigur Víkinga staðreynd. Þetta var alltof einfalt og Fylkir mætti hreinlega ekki til leiks.

Viðtöl og umfjöllun koma á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
32. Björn Hákon Sveinsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
6. Andrew Sousa
10. Andrés Már Jóhannesson ('46)
16. Tómas Þorsteinsson ('83)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
22. Ryan Maduro ('46)
24. Elís Rafn Björnsson
26. Sadmir Zekovic
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Viktor Örn Guðmundsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('46)
13. Magnús Otti Benediktsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('46)

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson

Gul spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('68)

Rauð spjöld: