Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KV
3
5
Fram
0-1 Haukur Baldvinsson '6
0-1 Hafsteinn Briem '29 , misnotað víti
Garðar Ingi Leifsson '39 1-1
1-2 Aron Þórður Albertsson '43 , víti
1-3 Alexander Már Þorláksson '63
1-4 Alexander Már Þorláksson '73
1-5 Alexander Már Þorláksson '75
Magnús Bernhard Gíslason '83 2-5
Atli Jónasson '90 , víti 3-5
18.06.2014  -  19:15
Egilshöll
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Fínasta veður að venju í höllinni.
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
12. Atli Jónasson (m)
3. Benis Krasniqi
9. Magnús Bernhard Gíslason
10. Garðar Ingi Leifsson ('71)
11. Gunnar Kristjánsson
14. Steindór Oddur Ellertsson
18. Tómas Agnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson
33. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson ('64)
33. Jón Kári Ívarsson ('64)

Varamenn:
2. Auðunn Örn Gíslason
3. Örn Arnaldsson
7. Gunnar Wigelund ('71)
10. Davíð Guðrúnarson ('64)
17. Gunnar Helgi Steindórsson
24. Davíð Steinn Sigurðarson ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Kristjánsson ('85)
Garðar Ingi Leifsson ('35)
Benis Krasniqi ('31)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik KV og Fram sem fram fer í Egilshöll.

Leikurinn er í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Byrjunarlið eru væntanleg innan skamms.
Fyrir leik
Framarar gera þrjár breytingar frá 4-1 sigri sínum á Fjölni á sunnudaginn. Tryggvi Sveinn, Jóhannes Karl og Björgólfur Takefusa detta út og inn koma þeir Daði Guðmundsson, Aron Þórður Albertsson og Alexander Már Þorláksson.
Fyrir leik
KV tapaði hins vegar 4-1 í sínum síðasta leik gegn Haukum á föstudag. Þeir gera heilar fimm breytingar á sínu liði. Út fara Auðunn Örn Gylfason, Davíð Steinn Sigurðarson, Gunnar Wigelund, Davíð Guðrúnarson og Gunnar Helgi Steindórsson. Inn koma Magnús Bernharð Gíslason, Gunnar Kristjánsson, Vignir Daníel Lúðvíksson, Steindór Oddur Ellertsson og Eyjólfur Fannar Eyjólfsson.
Fyrir leik
Einar Már Þórisson á hér ágætis spjall við Gunnar Kristjánsson, Einar Már kom til Framara frá KV í vetur og léku þeir saman síðasta sumar.
Fyrir leik
Liðin eru á fullu í upphitun og Úlfar Blandon, aðstoðarþjálfari stjórnar henni hjá Frömurum. Hann kemur að baráttuorðum á meðan og brýnir fyrir mönnum að gefa sig alla í leikinn.
Fyrir leik
Nú eru 10 mínútur í leik og liðin halda til búningsherbergja og leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir leik.
Fyrir leik
Brynjar Orri Bjarnason er enn meiddur í liði KV, hann sinnir þá gæsluhlutverki í dag.
Fyrir leik
Menn klikka ekki á því að KV-lagið sé síðasta lagið sem hljómar áður en menn ganga inn á völlinn.
1. mín
KV hefur leik og sækir í átt að bíóinu.
6. mín MARK!
Haukur Baldvinsson (Fram)
Slakur varnarleikur hjá KV, þeir máttu einmitt ekki við því að fá mark á sig snemma. Hafsteinn Briem kiksaði boltann í góðu færi, boltinn barst til Hauks sem kláraði vel frá vítapunkti.
10. mín
Framarar pressa KV hátt á vellinum, þeir eiga í vissu veseni með að leysa pressuna.
12. mín
Bjarni Guðjónsson er ekki alsáttur við aðstoðardómarann sín megin en hann hefur flaggað 3-4 tæpar rangstöður á Framara í byrjun.
16. mín
Dauðafæri hjá KV! Boltinn datt til Eyjólfs Fannars á fjærstönginni eftir aukaspyrnu en hann skýtur yfir af stuttu færi.
19. mín
Aftur er Haukur í fínu færi fyrir Framara. Kristinn Jens missti háan bolta yfir sig , Aron Þórður fékk hann á vinstri kantinum gaf lága sendngu fyrir en skot Hauks frá vítateigslínu fór framhjá markinu. Hefði átt að gera betur.
21. mín
Magnús Bernharð skýtur yfir úr dauðafæri eftir góðan sprett Gunnars Kristjánssonar, það hefði þó ekki talið þar sem hann var rangstæður.
24. mín
KV eiga fallega sókn, einnar snertingar bolti - Halldór Arnarsson bindur enda á hana með fullorðinstæklingu á Gunnar Kristjánsson í teignum.
26. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (Fram)
28. mín
Víti fyrir Fram! Garðar Ingi Leifsson brýtur klaufalega af sér eftir skyndisókn Framara.
29. mín Misnotað víti!
Hafsteinn Briem (Fram)
YFIR! Hafsteinn Briem skýtur himinhátt yfir markið!
31. mín Gult spjald: Benis Krasniqi (KV)
Benis fær að mínu viti óskiljanlegt spjald.
31. mín
Ásgeir Marteinsson á skalla rétt framhjá eftir aukaspyrnu, slök dekkning hjá KV.
32. mín
Alexander Már á skalla yfir af markteig, náði honum ekki niður. Framarar sækja hart að Vesturbæingum.
35. mín Gult spjald: Garðar Ingi Leifsson (KV)
39. mín MARK!
Garðar Ingi Leifsson (KV)
KV jafnar! Garðar tekur aukaspyrnu við hlið vítateigsins og skýtur boltanum í nærhornið. Boltinn hafði líklega viðkomu í einhverjum en hann breytti varla um stefnu, skráum það á Garðar.
40. mín
Bjarni Guðjónsson var ekki sáttur við aukaspyrnudóminn en dæmd var hendi á Framara.
42. mín
Annað víti fyrir Fram! Þetta var vægast sagt strangur dómur, mér sýndist varnarmaður KV fara í boltann.
43. mín Mark úr víti!
Aron Þórður Albertsson (Fram)
Sendir Atla í vitlaust horn. Þjálfarar KV eru alls ekki sáttir, slæmt að fá á sig annað mark rétt fyrir hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur - Það er heldur betur hiti í þessum leik, nóg að gerast. Halldór Árnason, þjálfari KV, fer og á nokkur orð við dómara leiksins en menn eru ekki alsáttir við frammistöðu hans.
46. mín
Framarar hefja síðari hálfleikinn.
49. mín
Framarar hefja síðari hálfleikinn af miklum krafti og sækja hart að KV.
53. mín
Þá senda KV menn að hita, þeir hafa ekki verið sannfærandi í upphafi síðari hálfleiks.
54. mín
Alexander Már var sloppinn í gegn en er flaggaður rangstæður, þetta var tæpt.
57. mín
Boltinn var hreinsaður og barst til Bjarna Guðjónssonar á hliðarlínunni, Kristinn Jens var að elta boltann til að taka innkastið og Bjarni átti heldur slaka sendingu á hann. Kristinn Jens kallaði þá á Bjarna ,,Touchið farið strax?" og skellihló. Skondið atvik.
63. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
KV misstu boltann illa, Ósvald fékk hann á miðjulínunni og átti frábæra sendingu innfyrir á Alexander sem skaut undir Atla í markinu.
64. mín
Inn:Davíð Guðrúnarson (KV) Út:Jón Kári Ívarsson (KV)
64. mín
Inn:Davíð Steinn Sigurðarson (KV) Út:Eyjólfur Fannar Eyjólfsson (KV)
Tvöföld skipting, þeir hefðu líklega viljað fá hana fyrir markið þó.
68. mín
Magnús Bernharð á skalla yfir af stuttu færi, fyrsta lífsmark KV í síðari hálfleik.
71. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram) Út:Aron Þórður Albertsson (Fram)
Aron út, Aron inn.
71. mín
Inn:Gunnar Wigelund (KV) Út:Garðar Ingi Leifsson (KV)
Síðasta breyting KV.
73. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
Frábær sókn hjá Fram! Þetta voru 10-12 sendingar í uppbyggingunni sem leiddu til þessa marks. Sóknin endaði á því að Arnþór Ari fékk boltann, gaf á Ósvald í overlappið sem gaf fyrir og Alexander lagði boltann í markið á nærstönginni.
75. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Það er þrenna! Tvö mörk á þremur mínútum fyrir Fram og varnarleikur KV er í molum. Fín skyndisókn hjá Fram en miðja KV var ekki til staðar.
79. mín
Inn:Einar Már Þórisson (Fram) Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
Fyrrum KV-maðurinn kemur inná. Haukur búinn að eiga frábæran leik.
83. mín MARK!
Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Stoðsending: Gunnar Kristjánsson
Frábært mark, góð fyrirgjöf Gunnars frá vinstri, Magnús tekur hann á kassann snýr á Halldór Arnarsson og klárar í hornið.
85. mín Gult spjald: Gunnar Kristjánsson (KV)
89. mín
KV áttu þarna skalla yfir eftir aukaspyrnu en leikurinn er í rauninni að fjara út.
90. mín
Víti fyrir KV! Fer Atli á punktinn?
90. mín Mark úr víti!
Atli Jónasson (KV)
Stoðsending: Magnús Bernhard Gíslason
Að sjálfsögðu bregst honum ekki bogalistin á punktinum. Þvílík skytta!
Leik lokið!
Ótrúlegur 5-3 sigur Fram staðreynd.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Daði Guðmundsson
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Aron Þórður Albertsson ('71)
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson ('79)
11. Ásgeir Marteinsson
13. Ósvald Jarl Traustason
14. Halldór Arnarsson
33. Alexander Már Þorláksson

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
11. Jökull Steinn Ólafsson
16. Aron Bjarnason ('71)
21. Einar Már Þórisson ('79)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Arnarsson ('26)

Rauð spjöld: