Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
0
3
KA
0-1 Stefán Þór Pálsson '23
0-2 Stefán Þór Pálsson '70
0-3 Arsenij Buinickij '74
Gauti Gautason '83
27.06.2014  -  18:15
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2014
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
Zlatko Krickic
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
11. Matthías Guðmundsson
18. Andri Gíslason ('71)
19. Brynjar Benediktsson ('71)
21. Gísli Eyjólfsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
2. Helgi Valur Pálsson
5. Marteinn Gauti Andrason
6. Úlfar Hrafn Pálsson
10. Hilmar Geir Eiðsson ('71)
11. Arnar Aðalgeirsson
28. Haukur Björnsson

Liðsstjórn:
Hilmar Rafn Emilsson

Gul spjöld:
Hilmar Rafn Emilsson ('81)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá DB Schenkervellinum í Hafnarfirði. Hér í kvöld mætast Haukar og KA í 8.umferð 1.deildar karla.
Fyrir leik
8.umferðin í 1.deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum.

Þessi leikur er fyrsti leikur kvöldsins. Eitt stig skilur liðin af í deildinni. Haukar eru með 11 stig en KA 10 stig.
Fyrir leik
Bæði lið eru á góðu skriði í deildinni.

Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína í deildinni á meðan KA hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum.
Fyrir leik
Sigurbjörn Örn þjálfari Hauka þarf að gera tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik vegna meiðsla.

Kristján Ómar bakvörður er ekki með Haukum í kvöld auk Andra Steins sem fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik og er frá keppni næstu dagana.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Alexander Freyr Sindrason og Zlatko Krickic.
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson þjálfari KA gerir eina breytingu á sínu liði. Sóknarmaðurinn Arsenij sem tók út leikbann í síðasta leik kemur inní byrjunarliðið í stað Davíð Rúnars.
Fyrir leik
Það er frábært veður til knattspyrnu iðkunar hér á Ásvöllum. Sólin skín, logn að vanda og ágætis hiti miðað við síðustu daga.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama í tölvu þá verður leikurinn í beinni útsendingu á SportTV og hér á Fótbolti.net.

Ég sjálfur verð að lýsa þar og því verður lýsingin hér takmörkuð. Svo það sé á hreinu. Annars hvet ég auðvitað áhugasama að koma hingað í lognið á Ásvöllum. Hér er nóg af sætum í stúkunni.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru að hita upp af miklum krafti.
Fyrir leik
Leikmenn beggja liða eru komin inn í klefa. Það er glampandi sól hér á Ásvöllum.
Fyrir leik
Það er verið að kynna liðin. Leikurinn fer að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafin.
10. mín
Nokkuð rólegt hérna fyrstu mínúturnar.
23. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (KA)
KA-menn komnir eftir jafnar 20 mínútur. Stefán Þór með viðstöðulaust skot upp í nærhornið. Vel skotið!
32. mín
Mikið jafnvægi með liðunum. Hvorugt liðið gerir sig líklega að skora þessa stundina.
36. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
42. mín
Haukamenn aðeins að sækja meira þessa stundina. Þó ekki að fá nein færi.
45. mín
Hálfleikur. KA-megin yfir í hálfleik með marki frá Stefáni Þór Pálssyni.

Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik.

Eina færi Hauka fékk Andri Gíslason en hann náði ekki að halda boltanum hjá sér í upplögðu marktækifæri og því fór boltinn til Rajkovic í markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur byrjaður.
50. mín Gult spjald: Baldvin Ólafsson (KA)
58. mín
Haukar í tvígang með góðar fyrirgjafir frá hægri en þeir ná ekki til boltans. Þarna hafði mátt heyra saumnál detta, þegar boltinn fór framhjá Rajkovic en Brynjar Ben. náði ekki til boltans á fjær.
70. mín MARK!
Stefán Þór Pálsson (KA)
Glæsilegt mark. Frábær sending frá Hrannari Birni sem Stefán Þór tekur á bringuna og leggur boltann framhjá Sigmari.
71. mín
Inn:Hilmar Geir Eiðsson (Haukar) Út:Andri Gíslason (Haukar)
71. mín
Inn:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
71. mín
Uppúr engu skorarar KA sitt annað mark í leiknum. Haukar höfðu verið betri aðilinn síðustu mínútur en KA-menn þéttir til baka og skora síðan þetta mark.
74. mín MARK!
Arsenij Buinickij (KA)
Fær stungusendingu inn fyrir vörnina. Haukamenn biðja um rangstöðu en fá ekki, og Arsenij fær allan tímann í heiminum til að skora framhjá Sigmari, sem hann gerir.
81. mín Gult spjald: Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
81. mín Gult spjald: Gauti Gautason (KA)
83. mín Rautt spjald: Gauti Gautason (KA)
Annað gula spjaldið á stuttum tíma. Bæði mjög svo vafasöm. Gunnar Sverrir að kóróna dómgæslu sína með þessu.
84. mín
Inn:Karstern Vien Smith (KA) Út:Stefán Þór Pálsson (KA)
88. mín
Leikurinn að fjara út...
92. mín
Inn:Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Út:Arsenij Buinickij (KA)
Leik lokið!
Leik lokið. 3-0 sigur KA staðreynd.
Byrjunarlið:
Baldvin Ólafsson
Srdjan Rajkovic
5. Gauti Gautason
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij ('92)
11. Jóhann Helgason
19. Stefán Þór Pálsson ('84)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Karstern Vien Smith ('84)
14. Úlfar Valsson
18. Jón Heiðar Magnússon
21. Kristján Freyr Óðinsson

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson

Gul spjöld:
Gauti Gautason ('81)
Baldvin Ólafsson ('50)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('36)

Rauð spjöld:
Gauti Gautason ('83)