Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Selfoss
5
3
ÍBV
Dagný Brynjarsdóttir '10 1-0
1-1 Þórhildur Ólafsdóttir '70
Thelma Björk Einarsdóttir '120 , víti 2-1
2-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir '120 , víti
Celeste Boureille '120 , víti 3-2
3-3 Shaneka Jodian Gordon '120 , víti
Alexa Gaul '120 , víti 4-3
4-3 Nadia Patricia Lawrence '120 , misnotað víti
Dagný Brynjarsdóttir '120 , víti 5-3
5-3 Kristín Erna Sigurlásdóttir '120 , misnotað víti
28.06.2014  -  14:30
JÁVERK-völlurinn
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Bjart, skýjað en þurrt. Mælirinn í bílnum sagði 14 gráður. Treystum því. Örlítil sunnan gjóla.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
24. Alexa Gaul (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Anna María Friðgeirsdóttir ('74)
Erna Guðjónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Bergrún Linda Björgvinsdóttir ('90)
20. Thelma Björk Einarsdóttir
21. Celeste Boureille
23. Kristrún Rut Antonsdóttir
30. Blake Ashley Stockton

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Arna Ómarsdóttir ('90)
18. Andrea Ýr Gústavsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin á leik Selfoss og ÍBV í borgunarbikar kvenna.
Fyrir leik
Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem liðin mætast. Fyrra skiptið var sömuleiðis á JÁVERK vellinum. Sá leikur fór 1-2 ÍBV í vil. Lið Selfoss hefur eflst mikið síðan og því gætu verið önnur úrslit í kortunum.
Fyrir leik
Fólk er að týnast á völlinn á meðan stúlkurnar ganga inn á völlinn.
1. mín
Selfoss byrjar með boltann. Leikur er hafinn.
1. mín
Tvö innköst nú þegar. Selfoss er að reyna að hnoða í sókn.
2. mín
Thelma Björk með fína sendingu inn í teig. Of hátt fyrir Önnu Maríu inni í teig.
3. mín
Það er greinilega einhver laugardagur í fólki og sennilega margir að ferðast, það er ekki mætingunni fyrir að fara í stúkunni allavega.
3. mín
Erna með stórglæsilega sendingu á Önnu Maríu á kanntinum. Hún kemur boltanum á Gummu inni í teig en hún hittir boltann vitlaust sprakar yfir.
5. mín
Shaneka með góða senidngu á Sabrínu hjá ÍBV. Alexa Gaul náði þó vel til boltans í marki Selfoss og boltinn kominn aftur í leik.
7. mín
Anna María klobbar Sabrínu og kemur boltanum á Ernu sem reynir skot af löngu færi en missir marks.
9. mín
Anna María komst í ágætt færi til að koma boltanum á Gummu en var of sein og ÍBV nær boltanum.
10. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
MAAAARK!! Anna María Friðgeirsdóttir með flotta fyrirgjöf á Dagný Brynjarsdóttur sem skallar boltann örugglega í markið. 1-0.
12. mín
Darraðadans í teig Selfoss. Vörn Selfoss gerði mistök og Kristín Erna er ekki fjarri því að komast í færi en dómari flautar á brot sem ég sá ekki.
13. mín
Nú fer að styttast í að fyrri hálfleik framlengingar ljúki. Ekkert mark komið enn. Selfoss miklu meira í sókn.
14. mín
Shaneka með fína einstaklingsframistöðu. á svo skot í átt að marki sem fer framhjá.
15. mín
Shaneka enn og aftur að galdra. Á fyrst fína sendingu inní og á svo flott skot sem fer framhjá.
16. mín
Þjónustan hérna á JÁVERK vellinum til fyrirmyndar. Komið með kaffi handa stráknum og meira að segja hellt í bolla fyrir mig.
16. mín
Annars er lítið að gerast í leiknum á meðan.
18. mín
Dagný Brynjars með frábæra sendingu sem Anna María skallar inn í teig. Nær ekki til samherja hins vegar.
18. mín
Guðmundur dómari flautar á lítið brot, flautar hins vegar svo fast að hann spýtir flautunni útúr sér og niður á grasið.
19. mín
SÆLL VERTU! Flott sending inn í teig hjá ÍBV og Kristín Erna kemur boltanum á mark en fer í stöngina. Laust skot en besta færi ÍBV hingað til.
20. mín
OHH! Anna María reynir flotta stungusendingu inn í teig á Gummu en vörn ÍBV vel vakandi og kemur boltanum úr hættu.
23. mín
Það er fátt að gerast eins og er. Á meðan ætla ég að fá að halda áfram að hæla kaffinu hérna, það er frábært. Mæli hiklaust með því að fólk næli sér í bolla á JÁVERK vellinum.
25. mín
Anna María með flotta sendingu inn í teig en Gumma nær ekki til hans, Bryndís Lára gerir það hins vegar og kemur boltanum á samherja.
26. mín
JÆÆÆJA!! Shaneka alveg hreint frábær. Sleppur ein í gegnum vörnina. Alexa Gaul kemur á móti og fer alveg útúr teignum og reynir að tækla boltann. Er samt nærri því tækla Shaneku en boltann. Shaneka reynir sendingu inn í teig en Alexa komin aftur inn í teig og grípur hann.
28. mín
Þarna mátti ekki miklu muna!
29. mín
Anna María fiskar boltann af Sóley Guðmundsdóttur, kemur boltanum á Dagný Brynjars sem í kjölfarið kemur boltanum í átt að Gummu sem er ofurliði borin og ÍBV nær að hreinsa.
30. mín
Sú MASKÍNA sem Shaneka er. Frábær hælsending á Kristínu Ernu sem reynir skot á mark en boltinn fer út í horn.
31. mín
Afleit hornspyrna sem Anna María hreinsar örugglega.
33. mín
HVURSU NÆRRI!? Dagný Brynjars á skot utan af velli eftir flotta sókn Selfoss. Boltinn fer rétt framhjá.
35. mín
Æjæj! Thelma Björk nýbúin að sýna fína takta en hrasar síðan og ÍBV nær til boltans. Thelma samt mjög fljót til baka og kemur boltanum útaf.
36. mín
ÍBV á aukaspyrnu frá miðjum vellinum. Sjáum hvað kemur úr því!
37. mín
Ekkert, það kom ekkert úr því. Liðin skiptast á að vera með boltann en eru föst á miðjum vellinum.
38. mín
ÍBV á aukaspyrnu sem Dagný Brynjars skallar úr teignum.
39. mín
Ég er bara allskostar ekki viss um að það sé bara ein Dagný Brynjars inná vellinum. Hún er allt í öllu, í sókn og vörn.
42. mín
HAAAAA!? Gumma með frábæra sendingu á Dagnýu sem sleppur inn fyrir teig. Er tækluð en stendur það af sér. Kemst svo gríðar nærri því að koma boltanum í mark en varnarmaður ÍBV nær til boltans og því horn.
44. mín
Annað horn!
44. mín
Kom ekkert útúr þessu. ÍBV með boltann. Eða Selfoss. Þetta er fram og til baka.
45. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á góðum stað. Erna er líkleg til að taka spyrnuna enda gríðar góð í því.
45. mín
Kemur! Erna með flotta spyrnu sem Bryndís Lára ver. Dómari flautar til hálfleiks. Ég kem eftir skamma stund aftur.
45. mín
Liðin eru að raða sér upp á vellinum. Mér sýnist ekki nokkur breyting hafa átt sér stað.
46. mín
ÍBV hefur seinnihálfleik. NÚNA!
48. mín Gult spjald: Saga Huld Helgadóttir (ÍBV)
Saga Huld uppsker gult spjald eftir brot á Dagný Brynjars.
49. mín
Dagný með flotta spyrnu. Fer þó framhjá og ÍBV með boltann.
49. mín
Selfoss fær hornspyrnu eftir fína sókn.
49. mín
Celeste skallar boltann hátt yfir. ÍBV með markspyrnu.
52. mín
Shaneka á flott upphlaup. Dagný Brynjars eini leikmaður Selfoss sem nær að stöðva hana. Þær eru Yaya Toure og Nemanja Matic vallarins. Hávaxnar og sterkar.
54. mín
VÁ VÁ VÁ!!! Shaneka enn og aftur með hlaupið, kemur boltanum á liðsfélaga. Alexa komin allt of langt út og markið óvaldað. Nadia á laust skot í átt að marki sem Alexa rétt nær að stoppa. Á línunni!
55. mín
Ef þetta væri HM þá hefði sjónvarpsliðið sýnt fram á ágæti marklínutækninnar sem er notast við í Brasilíunni þessa dagana.
58. mín
Leikmenn og þjálfari ÍBV lætur vel í sér heyra. Shaneka datt í teignum en ekkert dæmt. Ég sá þetta ekki nægilega vel.
59. mín
Gunnar Borgþórsson biður lið sitt um meiri gæði og meiri hraða. Ég er sammála. Þetta á við um bæði lið.
60. mín
Alexa Gaul teflir á tæpasta vað í sínum teig. Kristín Erna dugleg að pressa.
62. mín
Celeste Boureille með hreint út sagt frááábært hlaup. Kemur boltanum á Ernu sem er í frábæru færi en skýtur beint á markmann. Illa farið með frábært færi.
63. mín
Leikur stöðvaður. Sýndist Sigríður Lára fá boltann beint í andlitið. Liðin stappa í sig stálinu á meðan.
68. mín
Inn:Svava Tara Ólafsdóttir (ÍBV) Út:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (ÍBV)
ÍBV gerir sína fyrstu skiptingu. Týðindalaust annars undanfarnar mínútur. Selfoss átti hornspyrnu sem endaði með markspyrnu.
70. mín MARK!
Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Shaneka Jodian Gordon
MAAARK! Þórhildur ólafsdóttir JAFNAR fyrir gestina! Nú fer að færast fjör í leikinn.
71. mín
Ég tók ekki eftir því að það hefðu verið breytingar hjá ÍBV í hálfleik. Er að reyna að finna út hver fór útaf.
74. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Eva Lind kemur inná í stað Önnu Maríu sem átti stoðsendinguna í marki Selfoss.
75. mín
Úff. Selfoss á 2 gríðar beittar sóknir. Ná ekki að koma boltanum í markið
76. mín
Shaneka á gott hlaup sem endar með skoti sem fer rétt framhjá.
78. mín
Vesna Smiljkovic á gott skot utan af velli sem Thelma skallar útaf. Horn hjá ÍBV.
79. mín
Alexa Gaul grípur boltann örugglega og kemur boltanum í spil.
81. mín
Shaneka ætlar sér að skora! Slapp í gegnum vörnina og var hársbreidd frá því að komast framhjá Alexu Gaul en Alexa grípur boltann. Vel gert hjá báðum, samt aðeins betur gert hjá Alexu.
82. mín
HVAÐ er að frétta!! Kristín Erna laumaði boltanum framhjá Alexu en boltinn RÉTT framhjá.
83. mín
ÍBV virðast vilja þetta meira. Það er eitthvað vonleysi í Selfossi núna.
88. mín
það er stutt í leikslok. ÍBV er líklegraeins og er.
90. mín
Inn:Arna Ómarsdóttir (Selfoss) Út:Bergrún Linda Björgvinsdóttir (Selfoss)
Selfoss gerir skiptingu. Það á greimilega að þe´tta vörnina, þörf á því.
90. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á frábærum stað. Rangur dómur, mín skoðun.
90. mín
90. mín
Leik lokið. Það er þá framlenging.
91. mín
Framlenging hafin! Ég sem ætlaði að slá garðinn eftir leik. Vonandi að þetta fari ekki í vítaspyrnukeppni.
94. mín
Erna á fínt skot fyrir utan teig sem Bryndís Lára ver örugglega.
96. mín
Gunnar Borgþórs hefur eitthvað sagt í pásunni eftir 90. mínúturnar. Selfoss miklu hættulegri núna.
99. mín
Dagný Brynjars fellur inn í teig en ekkert dæmt.
100. mín
Shaneka óvölduð inni í teig en Alexa kemur á móti og hreinsar vel.
101. mín
HVAAAÐ! Gumma ein gegn 3 ÍBV stúlkum beint fyrir framan mark. Nær lausu skoti eftir að hafa ekki fengið nokkra hjálp frá samherjum sínum.
105. mín
Fyrri hálfleik lokið. Liðin stappa í sig síðasta stálinu.
106. mín
Seinni hálfleikur í framlengingu hafinn. Selfoss byrjar með boltann.
107. mín
Selfoss fær innkast á góðum stað.
108. mín
Selfoss áfram aðeins skeinuhættari en ÍBV á núna bitlausa sókn.
109. mín
JÆJA! ÍBV hársbreidd frá því að skora.
109. mín
HVEEERNIG!? Boltinn skoppar fyrir framan markið eftir innkast en Eva Lind örlítið of sein og nær ekki að koma boltanum í mark.
111. mín
Thelma með fína sendingu inn í teig en Gumma nær ekki til hans. Markspyrna.
112. mín
Kristín Erna hengir haus eftir að hafa komist í GOTT færi en Alexa nær að verja í horn. Hornspyrna.
113. mín
Dagný skallar í burtu.
115. mín
Hvernig er það. Endar þetta kannski bara á vítaspyrnukeppni?
118. mín
Nú þarf eitthvað að fara að gerast. Nema þetta fari bara í vítaspyrnukeppni.
119. mín
Eva Lind svooo nærri því að skalla boltann í mark! En allt kom fyrir ekki.
120. mín
Vítaspyrnukeppni!
120. mín
Selfoss tekur fyrstu spyrnuna.
120. mín Mark úr víti!
Thelma Björk Einarsdóttir (Selfoss)
Thelma skorar örugglega!
120. mín Mark úr víti!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Sigríður Lára fíflar Alexu. Skorar örugglega.
120. mín Mark úr víti!
Celeste Boureille (Selfoss)
Celeste skorar af nokkru öryggi. Ekki miklu þó.
120. mín Mark úr víti!
Shaneka Jodian Gordon (ÍBV)
Shaneka, sem hefur verið öll í öllu skorar fyrir ÍBV.
120. mín Mark úr víti!
Alexa Gaul (Selfoss)
Alexa Gaul skorar fyrir Selfoss!
120. mín
BÍDDU HA!?
120. mín Misnotað víti!
Nadia Patricia Lawrence (ÍBV)
NADIA KLÚÐRAR TVEM VÍTUM!! Fyrsta var ógilt og það seinna fór í sama horn og Alexa ver bæði!
120. mín Mark úr víti!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Dagný Brynjars skorar af miklu öryggi!
120. mín Misnotað víti!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Alexa Gaul VER skot frá Kristínu Ernu fyrirliða!! Þvílíkt og annað eins.
120. mín
Ég þakka fyrir mig, viðtöl og umfjöllun koma á eftir á Fótbolti.net.
Leik lokið!
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sabrína Lind Adolfsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
6. Sara Rós Einarsdóttir
7. Vesna Smiljkovic
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Nadia Patricia Lawrence
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon
24. Saga Huld Helgadóttir
29. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('68)

Varamenn:
4. Ármey Valdimarsdóttir
14. Svava Tara Ólafsdóttir ('68)
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir
18. Tanja Rut Jónsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Bjartey Helgadóttir
Sigríður Sæland Óðinsdóttir

Gul spjöld:
Saga Huld Helgadóttir ('48)

Rauð spjöld: