Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
2
4
BÍ/Bolungarvík
Eyþór Helgi Birgisson '33 1-0
1-1 Andri Rúnar Bjarnason '48
1-2 Nikulás Jónsson '70
Steinar Már Ragnarsson '71 2-2
2-3 Mark Tubæk '80
Tomasz Luba '83 , sjálfsmark 2-4
02.07.2014  -  18:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Vindur horn í horn á völlinn, í átt frá Hellissandi að Grundarfirði. Eilítil rigning. Völlurinn blautur en lítur annars vel út.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 280
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson
Alfreð Már Hjaltalín ('87)
3. Samuel Jimenez Hernandez
5. Björn Pálsson ('87)
7. Tomasz Luba
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic
21. Fannar Hilmarsson ('77)

Varamenn:
8. Kemal Cesa
17. Kristófer Jacobson Reyes
17. Alejandro Abarca Lopez ('77)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason ('87)

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu frá Ólafsvíkurvelli þar sem ÍsafjarðarBolvíkingar koma í heimsókn!
Fyrir leik
Bæði lið koma inn í hann þennan eftir tap í síðustu umferð.

BÍ/Bolungarvík steinlá 0-6 gegn Skagamönnum en Víkingar töpuðu 0-2 gegn Leikni í Breiðholtinu.

Bæði vilja því leggja af stað aftur á sigurbrautina.
Fyrir leik
Dómari dagsins er Borgnesingurinn geðþekki Kiddi Jak og honum til aðstoðar eru þeir Steinar Berg Sævarsson og Bjarki Óskarsson.

Það er svo eðalprentarinn Ólafur Hlynur Steingrímsson sem er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum.
Fyrir leik
Liðin búin að taka "stóru" upphitunina sem stjórnað er af þjálfurunum, verið að teygja og fínisera hlutina áður en leikurinn byrjar. Það er heldur að hvessa held ég.
Fyrir leik
Þrjár breytingar eru á liði heimamanna frá tapinu gegn Leikni.

Kemal Cesa fer á bekkinn og bæði Messi og Herzog eru ekki í hóp vegna meiðsla.

Inn í þeirra stað koma Alfreð Hjaltalín, Fannar Hilmarsson og Brynjar Kristmundsson.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru gerðar á liði gestanna frá 0-6 tapinu gegn Skagamönnum, þeir Hafsteinn Rúnar Helgason og Björgvin Stefánsson detta út og í þeirra stað koma Loic Ondo og Andri Rúnar Bjarnason.
Fyrir leik
Miðað við vallarflöggin þá er ljóst að nú erum við að tala um hreina vestanátt sem þýðir að við erum með vindinn eftir endilöngum vellinum og á annað markið.

Og það er að hvessa, ekki vafi.
Fyrir leik
Alvöru íslenskur bolti framundan held ég.

Hér vinnur það lið sem nennir að berjast og vill stigin...
1. mín
Við erum lögð af stað.

Heimamenn unnu hlutkestið og byrja með vindi.
2. mín
BÍ/Bol munu spila 4231 aftarlega í fyrri hálfleik, það er klárt...

Ondo í hægri bak, Kári og Sigurgeir í hafsent og Matthías í vinstir bak.

Viktor og Pachipis djúpir og Ólafur fyrir framan. Tubæk og Nikulás á vængjum, Andri Rúnar fremstur.
5. mín
Alveg ljóst að leikurinn mun fara fram að mestu á öðrum helmingnum í dag held ég.

Bæði lið að átta sig á aðstæðum, komnar fimm markspyrnur frá Magnúsi en ekkert eftir skot heldur sendingar sem fljóta aftur fyrir.
7. mín
Víkingar spila 4-4-2 eða eiginlega bara 4-2-4 hér í byrjun.

Brynjar er hægri bak, Luba og Dokara í hafsentum og Samuel vinstri bak.

Björn og Masic eru á miðju, Alfreð og Steinar á köntum og Eyþór og Fannar uppi á topp.

Þessir síðustu fjórir eru að fljóta á milli staða og pressa mjög ofarlega.
9. mín
Fyrsti sénsinn lýsir aðstæðum vel.

Markspyrna Magnúsar lendir rétt innan við miðju þar sem Samuel sparkar í fyrsta til baka, boltinn fer yfir Magnús og lendir í þverslánni!
12. mín
Fyrsta horn heimamanna.
13. mín
Mikill darraðadans í markteig BÍ/Bol upp úr horninu en að lokum ná þeir að hreinsa frá.
17. mín
Víkingar að átta sig á aðstæðum og pressan að aukast. Skot Eyþórs í varnarmann og í horn en úr því verður ekkert.
20. mín
Eyþór með fínt skotan utan teigs en boltinn framhjá.

Ekki enn komin opin færi í þessum leik.
22. mín
Afskaplega lítið í gangi þessa stundina...
22. mín
Þá fá heimamenn aukaspyrnu af 40 metra færi, skotfæri í þessum aðstæðum.

Enda tekur Eyþór skot sem fer langt framhjá.
25. mín
Fyrsta dauðafærið fellur í fætur Alfreðs Hjaltalín sem er kominn í gegn eftir flotta sendingu Eldars, Magnús kemur út á móti og ver vel út í teiginn þar sem heimamenn ná ekki að nýta sér færin sem gefast.
28. mín
Aðstæðurnar stýra hér ferð.

Gestirnir hafa þó náð að koma framar á völlinn síðusru mínútur en sækja á fáum mönnum.
29. mín
Samuel með fínt skot utan teigs en beint á Magnús sem varði og hélt boltanum.
33. mín
Eyþór Helgi snýr varnarmann af sér laglega og á skot rétt framhjá.

Munaði ansi litlu þarna!
33. mín MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Samuel Jimenez Hernandez
Útspark Magnúsar lendir í fótum Samúels sem æðir fram og sendir inní þar sem Eyþór Helgi mætir og skallar í markið.
34. mín
Inn:Aaron Robert Spear (BÍ/Bolungarvík) Út:Viktor Júlíusson (BÍ/Bolungarvík)
Viktor haltraði útaf...Spear kominn inná.
37. mín Gult spjald: Ólafur Atli Einarsson (BÍ/Bolungarvík)
Fór með fótinn of hátt og lenti í Dokara.

Jakinn með þetta.
39. mín
Fyrsti séns gestanna.

Aukaspyrna inn á teiginn þar sem Andri er í færi en þá kom flaggið upp og rangstaða dæmd.

En þeir eru að ná smá tökum á því að spila gegn rokinu.
43. mín
Ekki mikið í gangi.

Heimamenn hafa aldrei náð upp mikilli pressu, lágt tempó í gangi.
44. mín
Horn heimamanna.

Aðeins númer þrjú í dag þrátt fyrir rokið.
44. mín
Samuel skaut úr horninu en Magnús varði út í teig og þaðan var hreinsað í burt.
45. mín
Hálfleikur.

Vindurinn í algeru aðalhlutverki. Aðeins eitt mark skorað og í raun náðu heimamenn ekki upp eins mikilli pressu og við mátti búast, utan marksins ekki nema eitt alvöru færi.

Nú er að sjá hvernig gestirnir ná að nýta sér meðvind í seglin og hvort heimamenn ná að sækja gegn rokinu.
46. mín
Við erum lögð af stað á ný í Ólafsvíkinni.

Engar breytingar á liðunum í hléinu.
48. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Eftir klafs við vítateigslínuna þar sem Dokara nær ekki að hreinsa þvæist boltinn í gegn og dettur fyrir fætur Andra sem leggur boltann óverjandi framhjá Arnari Darra.
51. mín
Andri með hörkuskot sem Arnar Darri ver vel út í teiginn og þaðan er hreinsað langt í burt.
53. mín Gult spjald: Mark Tubæk (BÍ/Bolungarvík)
Eitthvað sem við ekki sáum.
54. mín
Fyrsta skot heimamanna kemur úr skyndisókn.

Samuel fær fína sendingu frá Masic en skot hans er hátt yfir.
57. mín
Arnar Darri á í miklum vandræðum með að sparka út...
58. mín
Tubæk með gott skot úr aukaspyrnu, Arnar ver út í teig og þaðan ná menn að hreinsa.
60. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu, boltinn berst á Samuel sem reynir sendingu sem lendir ofan á þverslánni og svo yfir.
63. mín
Heimamenn farnir að læra betur á mótvindinn, eru farnir að færa sig ofar á völlinn.
66. mín Gult spjald: Aaron Robert Spear (BÍ/Bolungarvík)
Fellir Samuel í skyndisókn heimamanna.
70. mín MARK!
Nikulás Jónsson (BÍ/Bolungarvík)
Stoðsending: Andri Rúnar Bjarnason
Heimamenn búnir að vera í langri sókn og voru fámennir varnarlega þegar Andri komst upp hægri kant og dúndraði inní þar sem Nikulás átti létt verk að setja boltann í markið.
70. mín
Inn:Halldór Páll Hermannsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Loic Mbang Ondo (BÍ/Bolungarvík)
71. mín MARK!
Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Alfreð Már Hjaltalín
Heimamenn tóku miðju og fóru upp völlinn, Masic sendi á Alfreð sem átti skot sem Magnús varði, boltinn féll fyrir fætur Steinars úti í teignum sem sendi boltann í stöngina og inn.
73. mín
Gestirnir eru dottnir aftarlega á völlinn hér þrátt fyrir meðvindinn.
75. mín Gult spjald: Matthías Kroknes Jóhannsson (BÍ/Bolungarvík)
77. mín
Inn:Alejandro Abarca Lopez (Víkingur Ó.) Út:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
79. mín
Tubæk í færi, snýr Samuel af sér eftir sendingu Andra en skot hans hátt yfir.
80. mín MARK!
Mark Tubæk (BÍ/Bolungarvík)
Stoðsending: Matthías Kroknes Jóhannsson
Upp úr innkasti fær Matthías boltann og sendir á fjær þar sem Tubæk er aleinn og eftirleikurinn auðveldur.
82. mín
Eyþór vinnur sig inn í teiginn en á skot framhjá í upplögðu færi.
83. mín SJÁLFSMARK!
Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Jæja.

Luba ætlar að senda boltann til baka á Arnar í markinu en hann hittir ekki á boltann sem rennur undir hann og í markið.
87. mín
Inn:Anton Jónas Illugason (Víkingur Ó.) Út:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
87. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
88. mín
Gestirnir lagstir til baka og vilja halda sínum hlut, skiljanlega.
91. mín
Leikurinn er að fjara hér út...ekkert í gangi.
93. mín
Inn:Daníel Agnar Ásgeirsson (BÍ/Bolungarvík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leik lokið!
Gríðarlega mikilvægur sigur BÍ/Bolungarvík sem með honum lyfta sér úr fallsæti.

En jafn mikið svekkelsi fyrir heimamenn.
Byrjunarlið:
1. Magnús Þór Gunnarsson
5. Loic Mbang Ondo ('70)
6. Kári Ársælsson
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
8. Viktor Júlíusson ('34)
9. Ólafur Atli Einarsson
9. Andri Rúnar Bjarnason ('93)
15. Nikulás Jónsson
17. Andreas Pachipis
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
30. Mark Tubæk

Varamenn:
12. Fabian Broich (m)
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
11. Aaron Robert Spear ('34)
13. Halldór Páll Hermannsson ('70)
19. Pétur Bjarnason
20. Daníel Agnar Ásgeirsson ('93)
23. Gísli Rafnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Matthías Kroknes Jóhannsson ('75)
Aaron Robert Spear ('66)
Mark Tubæk ('53)
Ólafur Atli Einarsson ('37)

Rauð spjöld: