Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Brasilía
1
7
Þýskaland
0-1 Thomas Muller '11
0-2 Miroslav Klose '23
0-3 Toni Kroos '24
0-4 Toni Kroos '26
0-5 Sami Khedira '29
0-6 Andre Schurrle '69
0-7 Andre Schurrle '79
Oscar '91 1-7
08.07.2014  -  20:00
Estadio Mineirao
Undanúrslit HM
Dómari: Marco Rodriguez (Mexíkó)
Byrjunarlið:
12. Julio Cesar (m)
4. David Luiz (f)
5. Fernandinho
6. Marcelo
7. Hulk
9. Fred ('71)
11. Oscar
13. Dante
17. Luis Gustavo
20. Bernard
23. Maicon

Varamenn:
1. Jefferson (m)
2. Dani Alves
3. Thiago Silva
6. Paulinho
10. Neymar
14. Maxwell
15. Henrique
16. Ramires
18. Hernanes
19. Willian ('71)
21. Jo
22. Victor

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dante ('69)

Rauð spjöld:
92. mín
David Luiz fór beint í að biðja til Guðs eftir leik.

Leik lokið!
Stærsti sigur í sögu undanúrslita HM. ÞVÍLÍKUR LEIKUR sem verður lengi í minnum hafður. Sögulegt. Framundan á Fótbolta.net er einkunnagjöf, viðtöl og fleira allt þar til þú ferð á koddann!
91. mín MARK!
Oscar (Brasilía)
BRASILÍA MINNKAR MUNINN Í SEX MÖRK!!! Löng sending fram á Oscar sem gerði vel, lék Jerome Boateng og náði að skora.
90. mín
ÞARNA ÁTTI ÁTTUNDA MARKIÐ AÐ KOMA!!! Mesut Özil komst einn á móti Julio Cesar, setti boltann framhjá markverðinum en einnig framhjá markinu sjálfu.
89. mín
Oscar fékk dauðafæri til að laga stöðuna pínusmá... en skot hans endaði í innkasti.

86. mín

79. mín MARK!
Andre Schurrle (Þýskaland)
ÞJÓÐVERJAR ERU EKKI HÆTTIR!!! Langur bolti fram og Thomas Muller setti boltann á Schurrle sem átti skot í slá og inn! Allir Þjóðverjar í sjöunda himni.
77. mín
Inn:Julian Draxler (Þýskaland) Út:Sami Khedira (Þýskaland)
Einn ungur og ferskur kemur hér inn. Draxler er leikmaður Schalke.
71. mín
Inn:Willian (Brasilía) Út:Fred (Brasilía)
Baulað á Fred sem er tekinn af velli.
69. mín MARK!
Andre Schurrle (Þýskaland)
Stoðsending: Philipp Lahm (f)
SJÖTTA MARKIÐ ER KOMIÐ! Stærsta tap brasilíska landsliðsins í sögunni var 6-0 og þannig er staðan núna. Þýska liðið spilaði auðveldlega upp völlinn og Lahm renndi knettinum á Schurrle sem skoraði.
69. mín Gult spjald: Dante (Brasilía)
Fyrir brot á Thomas Muller.

64. mín
Brasilíska goðsögnin Ronaldo er í stúkunni að lýsa leiknum fyrir brasilíska sjónvarpsstöð. Ekki mikið að gleðjast yfir fyrir hann, hans menn að steinliggja og Klose búinn að bæta markametið hans.
62. mín

61. mín
Thomas Muller með rosalegt skot en glæsileg markvarsla hjá Julio Cesar! Muller þarf eitt mark til að ná James Rodriguez sem er markahæstur á mótinu með sex mörk.
58. mín
Inn:Andre Schurrle (Þýskaland) Út:Miroslav Klose (Þýskaland)
Methafinn farinn af velli! Magnaður leikmaður! Sextán mörk. Klose fær að hvíla sig fyrir úrslitaleikinn.

55. mín
Brasilíumenn sækja stíft í upphafi seinni hálfleiks og hafa fengið flott færi en í marki Þýskalands er einn besti (ef ekki besti) markvörður heims, Manuel Neuer, og hann er staðráðinn í að halda hreinu í kvöld.
52. mín
Hættuleg sókn Brasilíu en á hárréttum tíma náði Manuel Neuer að kasta sér fyrir sendinguna sem Fred ætlaði Oscar. Það besta sem hefur sést frá heimamönnum sóknarlega.
49. mín
Það kemur kannski ekki á óvart en margir veðbankar eru þegar búnir að borga þeim sem spáðu þýska liðinu sigri. Eina spurningin er hversu stór þessi sigur mun verða?
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Hvað erum við að fara að fá í seinni hálfleik? Hvað ætla Brassarnir að gera? Fyrsta markmið hlýtur allavega að vera að stoppa í götin í vörninni og fá ekki fleiri mörk á sig.
45. mín


45. mín
Sturluð staðreynd hálfleiksins: 179 sekúndur milli marks 2 og 4 hjá Brasilíu.
45. mín
Sigurbjörn Hreiðarsson er HM-sérfræðingur Fótbolta.net:

45. mín
Hálfleikur - Fólk er í sjokki í stúkunni. Þetta er farsi, algjör farsi!
44. mín

43. mín
Stuðningsmenn Brasilíu vita ekki hvernig þeir eiga að hegða sér!! Enda er erfitt að lýsa því hversu góðir Þjóðverjarnir hafa verið. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt. Þvílík gæði! Brassarnir höndla ekki pressuna.

38. mín
Maður er sveittur eftir að hafa hamrað þessu öllu inn. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessu. Þýska liðið búið að vera í fimmta gír á meðan stuðningsmenn Brasilíu eru grátandi í stúkunni! Brasilíska vörnin sundurtætt hvað eftir annað.
29. mín MARK!
Sami Khedira (Þýskaland)
Stoðsending: Mesut Özil
ÞETTA SUNDURSPIL! Þjóðverjar komnir fimm mörkum yfir. Það stefnir í einn ótrúlegasta HM leik sögunnar gott fólk. Þetta mark virtist svo auðvelt, frábærlega gert frá Khedira sem gaf á Özil, fékk boltann aftur og kláraði.
26. mín MARK!
Toni Kroos (Þýskaland)
Stoðsending: Sami Khedira
ÉG Á EKKI ORÐ! Það er ekki tími til að lýsa mörkunum, þetta er svo ótrúlegt. Hvert markið á fætur öðru. Fernandinho tapaði boltanum og Khedira og Kroos léku sín á milli. Þetta mark kom strax eftir miðjuna.
24. mín MARK!
Toni Kroos (Þýskaland)
Stoðsending: Philipp Lahm (f)
HVAR ERU LEIKMENN BRASILÍU!! Sending frá hægri sem Toni Kroos stýrir í netið með föstu hnitmiðuðu skoti.
23. mín MARK!
Miroslav Klose (Þýskaland)
SÖGULEGT MARK!!! Sextánda mark Klose í lokakeppni HM og það er met! Frábær spilamennska, vörn Brasilíu á engin svör við því sem er í gangi. Toni Kroos gaf á Klose, fyrra skot hans var varið en hann náði svo frákastinu og skoraði.
19. mín
Maicon fékk hættulega sendingu og var kominn í ógnandi stöðu í vítateig Þýskalands þegar Philipp Lahm bjargaði með frábærri tæklingu.
16. mín
Martin Keown um mark Muller:
,,Hann er algjörlega ódekkaður. Ótrúlegt að fá þetta pláss á þessu sviði. Muller lét þetta líta út fyrir að vera einfalt en þetta snýst um einbeitingu."
11. mín MARK!
Thomas Muller (Þýskaland)
Stoðsending: Toni Kroos
MAAAARK!!! Muller með sitt fimmta mark og enn eru Þjóðverjarnir að skora eftir fast leikatriði! Hornspyrna frá Kroos og vörn Brasilíu gleymdi Muller sem stýrði knettinum í netið með hægri fæti. Þetta var auðvelt verk! David Luiz brást í vörninni.
8. mín
Hættuleg sókn Þjóðverja! Khedira átti hörkuskot en varnarmaður náði að kasta sér fyrir. Mikið tempó hér í byrjun. Magnað andrúmsloft á vellinum. Í hvert sinn sem þýska liðið snertir knöttinn blístra áhorfendur.
3. mín
Heimamenn byrja þennan leik af miklum krafti. Marcelo átti hættulegt skot framhjá. Þjóðverjarnir byrja í vörn en þeir eru í varabúningum sínum í kvöld, eru rauðir og svartir.
1. mín
LEIKURINN HAFINN - Jæja vonum að Brassarnir hætti núna að hugsa um Neymar og fari að einbeita sér að því að spila fótbolta! Allt er gott í hófi sagði einhver. Þýskaland byrjaði með boltann.

Fyrir leik
Liðin eru komin inn á völlinn og komið að þjóðsöngvunum! Hátíð og ekkert annað!
Fyrir leik
Guðmundur Hreiðarsson um Manuel Neuer, markvörð Þýskalands:
,,Hann hefur óbilandi mikla trú á sér og hann er ekkert mikið að velta því fyrir sér hvað aðrir eru að hugsa. Hann spilar framarlega, hann er oft á miðjum vellinum að fá boltann í fætur, hann er stundum að skalla boltann þar og maður hefur séð það í Meistaradeildinni. Þetta kemur mér ekkert á óvart enda er hann góður fótboltamaður."

Fyrir leik
Heimir Hallgríms á RÚV um fjarveru Neymar:
,,Ég held að þetta gæti verið falin blessun fyrir Brasilíu. Leikaðferðin hefur verið að snúast um Neymar og framherjinn nánast verið fyrir honum. Nú þurfa aðrir leikmenn sem ekki hafa sýnt mikið að stíga upp. Allt hefur snúist um Neymar en menn vita ekki alveg hvað Brasilíumenn ætla að gera án hans."
Fyrir leik

Fyrir leik
Eins og allir vita þá þarf Klose eitt mark í viðbót til að slá markamet HM sem Brasilíumaðurinn Ronaldo á. Þýskaland með óbreytt lið og því byrjar þessi sóknarmaður Lazio í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Bernard hefur orðið fyrir valinu og á að fylla skarðið sem Neymar skilur eftir sig. Þá kemur Dante inn fyrir Thiago Silva. Miroslav Klose byrjar hjá Þýskalandi.

Byrjunarlið Brasilíu: César; Maicon, Dante, Luiz, Marcelo; Fernandinho, Oscar, Gustavo; Hulk, Fred, Bernard.

Byrjunarlið Þýskalands: Neuer; Lahm, Boateng, Hummels, Howedes; Schweinsteiger, Khedira; Muller, Kroos, Ozil; Klose.

Fyrir leik
Leikmenn og þjálfarar Brasilíu eru komnir á leikvanginn. Þeir mættu allir með hvítar derhúfur merktar "Forca Neymar" til að sýna stórstjörnusóknarmanninum stuðning.
Fyrir leik

Fyrir leik
Ólafur Þórðarson spáir 2-1 sigri Þýskalands:
,,Ég held að þetta verði mjög jafn og skemmtilegur leikur. Ég held þó að Þjóðverjarnir klári þennan leik á aganum. Þýski heraginn klárar þetta."




Fyrir leik
Það verður ruglað stuð í stúkunni og fjölmörgum Neymar-grímum dreift meðal stuðningsmanna Brasilíu. Dómarinn Marco Rodriguez frá Mexíkó mun hafa í nægu að snúast en Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hefur talað um það í aðdraganda leiksins að dómarinn þurfi að vernda leikmenn og taka á grófum brotum.
Fyrir leik
Lárus Guðmundsson, sérfræðingur um þýska boltann
,,Brassarnir hafa valdið mér ákveðnum vonbrigðum. Þeir hafa verið að byggja meira upp á einstaklegsframtak heldur en liðsheild. Síðan missa þeir Neymer og Thiago Silva. Mér finnst því Þjóðverjarnir hafa ákveðið forskot fyrir leikinn í kvöld,"
Fyrir leik
Fyrri undanúrslitaleikur HM fer fram í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:00 á Mineirao leikvangnum í Belo Horizonte. Við fylgjumst vel með leiknum í beinni textalýsingu. Heimamenn í Brasilíu mæta Þýskalandi. Í aðdraganda leiksins hefur mest verið rætt um meiðsli stjörnusóknarmannsins Neymar.

Neymar verður ekki meira með á mótinu eftir að hafa meiðst í 2-1 sigrinum gegn Kólumbíu. Í hans fjarveru þarf að velja á milli Willian, Bernard, Oscar og Hernanes til að fylla skarðið.

Brasilía verður einnig án fyrirliðans Thiago Silva sem fékk sitt annað gula spjald í leiknum gegn Kólumbíu og er kominn í bann. Dante, leikmaður Bayern München, mun leysa Silva af.

Brasilía og Þýskaland hafa aðeins einu sinni áður mæst á HM en það var 2002 þar sem Brassarnir unnu 2-0 undir stjórn Scolari.

Shkodran Mustafi meiddist gegn Alsír og verður ekki meira með á mótinu og þá hefur flensa haft sín áhrif á þýska hópinn.
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
4. Benedikt Höwedes
5. Mats Hummels
6. Sami Khedira ('77)
7. Bastian Schweinsteiger
8. Mesut Özil
11. Miroslav Klose ('58)
13. Thomas Muller
16. Philipp Lahm (f)
18. Toni Kroos
20. Jerome Boateng

Varamenn:
12. Ron-Robert Zieler (m)
22. Roman Weidenfeller (m)
2. Kevin Grosskreutz
3. Matthias Ginter
9. Andre Schurrle ('58)
10. Lukas Podolski
14. Julian Draxler ('77)
15. Erik Durm
17. Per Mertesacker
19. Mario Götze
21. Shkodran Mustafi
23. Christoph Kramer

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: