Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Holland
2
4
Argentína
Ron Vlaar '120 , misnotað víti 0-0
0-1 Lionel Messi (f) '120 , víti
Arjen Robben '120 , víti 1-1
1-2 Ezequiel Garay '120 , víti
Wesley Sneijder '120 , misnotað víti 1-2
1-3 Sergio Aguero '120 , víti
Dirk Kuyt '120 , víti 2-3
2-4 Maxi Rodriguez '120 , víti
09.07.2014  -  20:00
Arena de Sao Paulo
Undanúrslit HM
Dómari: Cuneyt Cakir (Tyrkland)
Byrjunarlið:
1. Jasper Cillessen (m)
2. Ron Vlaar
3. Stefan de Vrij
4. Bruno Martins Indi ('46)
5. Daley Blind
6. Nigel de Jong ('62)
9. Robin van Persie ('96)
10. Wesley Sneijder
11. Arjen Robben
15. Dirk Kuyt
20. Georginio Wijnaldum

Varamenn:
22. Michel Vorm (m)
23. Tim Krul (m)
9. Klaas-Jan Huntelaar ('96)
12. Kenny Tete ('46)
12. Paul Verhaegh
13. Joel Veltman
14. Terence Kongolo
14. Jairo Riedwald
16. Jordy Clasie ('62)
16. Vurnon Anita
18. Leroy Fer
21. Memphis Depay

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bruno Martins Indi ('45)
Klaas-Jan Huntelaar ('104)

Rauð spjöld:
120. mín
Jæja förum að segja þetta gott. Það koma viðtöl, einkunnir og allt það inn á Fótbolta.net á eftir. Góða nótt!


120. mín
Það er erfitt að segja að markvörður sé skúrkur í vítakeppni en Cillesen hafði sjálfur aldrei trú á því að hann myndi ná að verja spyrnu. Það er ástæða fyrir því að hann hefur aldrei varið víti á ferlinum.
Leik lokið!
Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM á sunnudagskvöld. Á laugardagskvöld er það bronsleikurinn; Holland - Brasilía.
120. mín Mark úr víti!
Maxi Rodriguez (Argentína)
ARGENTÍNA Í ÚRSLIT HM! ÞAÐ ER KLÁRT MÁL! Argentína - Þýskaland! Cillesen var í boltanum en varði hann í tréverkið og inn!
120. mín Mark úr víti!
Dirk Kuyt (Holland)
Skorar af miklu öryggi í bláhornið.
120. mín Mark úr víti!
Sergio Aguero (Argentína)
Cillesen var í réttu horni en ekki nægilega öflugur.
120. mín Misnotað víti!
Wesley Sneijder (Holland)
Romero náði að verja!!! Öll vötn renna til Argentínu!
120. mín Mark úr víti!
Ezequiel Garay (Argentína)
Svona á að taka víti!!! Föst spyrna upp í þaknetið.
120. mín Mark úr víti!
Arjen Robben (Holland)
Klíndi boltanum í hægra hornið. Romero í öfugt horn.
120. mín Mark úr víti!
Lionel Messi (f) (Argentína)
Argentína í bílstjórasætið! Örugg spyrna hjá Messi. Cillessen fór í rangt horn.
120. mín Misnotað víti!
Ron Vlaar (Holland)
Sergio Romero ver!!! Ömurleg spyrna!
120. mín
Holland byrjar og Ron Vlaar byrjar á punktinum...
120. mín

120. mín
LEIK LOKIÐ - ÞAÐ ER VÍTAKEPPNI! En Tim Krul kom ekki inn svo Jasper Cillessen verður í markinu!
120. mín
Dirk Kuyt fékk hörkufínt skotfæri en á síðustu stundu náði varnarmaður að komast fyrir skotið. Komið í uppbótartíma. Við erum á leið í vító!

116. mín
FÆRI!!! ÞAÐ KOM FÆRI!!! Palacio var skyndilega kominn í hörkufæri og ætlaði að skalla boltann yfir Jasper Cillesen en náði því ekki. Cillesen varði.
112. mín
Lionel Messi hefur verið algjörlega týndur í þessum leik. Alls ekki staðið undir væntingum.
110. mín
Pablo Zabaleta fékk þungt högg en það er ekkert annað í boði en að harka þetta af sér. Argentínumenn búnir með sínar skiptingar.

106. mín
Seinni hálfleikur framleningar hafinn - Það er allt undir hér.

105. mín
Hálfleikur í framlengingu
Holland 0 - 0 Argentína
Skot á markið: 1-2
Skot framhjá: 3-2
104. mín Gult spjald: Klaas-Jan Huntelaar (Holland)
101. mín
Inn:Maxi Rodriguez (Argentína) Út:Ezequiel Lavezzi (Argentína)
100. mín
Arjen Robben með skot af löngu færi en boltinn beint á Romero. Í venjulegum leik hefði þessi marktilraun ekki verðskuldað færslu en þetta er bara svo leiðinlegur leikur.
99. mín
Eftir þessa skiptingu er ljóst að Tim Krul verður ekki í marki í vítaspyrnukeppni. Holland hefur klárað sínar skiptingar.
96. mín
Inn:Klaas-Jan Huntelaar (Holland) Út:Robin van Persie (Holland)
93. mín

91. mín
Framlengingin er hafin


90. mín
HEFÐBUNDNUM LEIKTÍMA LOKIÐ - Afskaplega fátt um færi í þessum leik og þetta hefur verið drepleiðinlegt. Erum á leið í framlengingu.
90. mín
HÖRKUFÆRI!!! Í uppbótartíma kemst Robben í flott færi en þvílík tækling frá Javier Mascherano sem bjargar í horn! Rosaleg tækling. Þarna hefði Robben getað komið Hollandi í úrslitin. Eitt af sárafáum færum leiksins.

87. mín
Til að forða sér frá þessum leiðindium á Arena de Sao Paulo er gaman að hugsa út í hver staðan væri í Þýskaland - Brasilíu ef leikurinn væri enn í gangi. Við fundum heimasíðu sem getur sagt okkur frá því!
84. mín
LEIÐINLEGT! Þetta er búið að vera svo leiðinlegt að ég veit ekki hvort ég höndli að horfa á framlengingu. Skorið bara! Skorið!
82. mín
Inn:Sergio Aguero (Argentína) Út:Gonzalo Higuain (Argentína)
81. mín
Inn:Rodrigo Palacio (Argentína) Út:Enzo Perez (Argentína)
79. mín
MAAARK... NEEEIII, ekki mark. Loksins kom alvöru færi í þessum leik! Góð sókn Argentínu og sending fyrir á Gonzalo Higuain sem skaut í hliðarnetið! Vonandi kemur meira líf í þennan leik í framhaldinu.
73. mín

71. mín
Þessi leikur hefur verið afskaplega leiðinlegur og tilþrifasnauður. Var að fá snapp frá Hótel Bjarkarlundi þar sem fólk er komið saman til að horfa og mér sýndist helmingur hópsins vera sofnaður.

62. mín
Inn:Jordy Clasie (Holland) Út:Nigel de Jong (Holland)

60. mín
Hættuleg sókn Argentínu. Sending frá Ezequiel Lavezzi sem var ætluð Gonzalo Higuain en á síðustu stundu björguðu Hollendingar boltanum frá.

50. mín
Wesley Sneijder tekur aukaspyrnuna en hitti ekki á rammnn. Engin hætta.
49. mín Gult spjald: Martin Demichelis (Argentína)
Braut á Arjen Robben. Aukaspyrna á flottum stað fyrir Hollendinga.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Dirk Kuyt er enn og aftur færður um stöðu. Er núna á vinstri kantinum. Daley Blind í hjarta varnarinnar og Jamaat í hægri bakverði.
46. mín
Inn:Kenny Tete (Holland) Út:Bruno Martins Indi (Holland)

45. mín
Hálfleikur - Dapur fyrri hálfleikur að baki.
45. mín Gult spjald: Bruno Martins Indi (Holland)
Togaði í Lionel Messi.

40. mín
Arjen Robben hefur lítið látið að sér kveða. Er aðeins með fjórar snertingar á knöttinn það sem af er!
38. mín
Eins og við var að búast þá er De Jong með Messi í sinni gæslu. Fylgir þeim argentínska hvert fótmál.
33. mín
Fyrir sólarhring var Þýskaland komið í 5-0 gegn Brasilíu. Þessi leikur hefur hinsvegar verið gríðarlega rólegur og fátt markvert gerst.
30. mín
Javier Mascherano fékk höfuðhögg og lá eftir. Hann er staðinn á fætur aftur og getur haldið áfram leik. Klappað lof í lófa. Gleðiefni fyrir Argentínu að þessi mikilvægi leikmaður geti haldið áfram.
26. mín
Það er meiri kraftur í argentínska liðinu hér í upphafi leiks. Þeir ógna meira og virðast hafa meiri orku. Spurning hvort leikurinn gegn Kosta Ríka hafi mikil áhrif á Hollendinga?
16. mín
Frábærlega gert frá Gonzalo Higuain, glæsileg sending á Enzo Perez sem komst í hættulega stöðu. Brotið á honum rétt fyrir utan teig og aukaspyrna. Lionel Messi tók auðvitað skotið og hitti á rammann en vel gert hjá Jasper Cillesen sem handsamaði knöttinn af öryggi.
13. mín

10. mín
Ekkert opið færi á upphafsmínútunum. Arjen Robben komst í fína stöðu áðan en Pablo Zabaleta sýndi að hann er einn besti bakvörður heims, átti frábæra tæklingu.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Fyrir leikinn var smá þögn til minningar um Alfredo Di Stefano. Argentína byrjaði með boltann.

Fyrir leik
Jæja þetta er að bresta á! Holland - Argentína. Þjóðsöngvarnir næstir á dagskrá og svo flautar tyrkneski dómarinn til leiks.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Byrjunarlið Hollands: Cillessen; Kuyt, De Vrij, Vlaar, Martins Indi, Blind; De Jong, Wijnaldum, Sneijder; Robben, Van Persie.

Byrjunarlið Argentínu: Romero; Zabaleta, Demichelis, Garay, Rojo; Pérez, Mascherano, Biglia; Lavezzi, Higuaín, Messi.

Nigel De Jong er í byrjunarliði Hollands og fær væntanlega það hlutverk að vera yfirfrakki á Lionel Messi, hættulegasta leikmanni Argentínu. Þá er sóknarmaðurinn Robin van Persie í byrjunarliði Hollands en hann gat ekki æft í gær vegna verkja í maga. Sergio Aguero er á varamannabekk Argentínumanna.
Fyrir leik

Fyrir leik
Hollenskir fjölmiðlar hafa talað um að Nigel de Jong sé rétti maðurinn til að stöðva Messi. En er De Jong nægilega heill til að byrja í kvöld? Það er spurning sem við fáum ekki svar við strax.

Fyrir leik
Rúnar Kristinsson spáir 1-1 jafntefli:
,,Argentína fer síðan áfram eftir framleningu eða vítaspyrnukeppni. Þetta verður mjög taktískur leikur. Á endanum mun Lionel Messi skilja liðin að."
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur:
,,Allt núna fyrir Hollendinga er plús. Argentína ætlaði sér alltaf í úrslitaleikinn og jafnvel vinna mótið. Það verður mismunandi hvernig liðin leggja upp leikinn. Pressan er meiri á Argentínu og ég held því að Hollendingarnir geti nálgast leikinn öðruvísi en Argentína. Hollendingar verða að stöðva Messi. Tvöfalda eða þrefalda á hann, hvort það takist er síðan annað mál."
Fyrir leik
Er fólk búið að jafna sig eftir leikinn í gær? Þetta var hreint ótrúlegt. En nóg um það, framundan er leikur Hollands og Argentínu í kvöld og þá kemur í ljós hvort liðið mætir Þýskalandi í úrslitaleiknum næsta sunnudag.

Lionel Messi er maðurinn sem á að leiða Argentínu til sigurs á HM og hingað til hefur hann staðist pressuna.

Í kvöld mætast þjóðirnar tvær sem léku til úrslita síðast þegar HM var haldið í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Argentínu 1978.

Hollendingar hafa komið fótboltasérfræðingum á óvart. Væntingarnar voru ekki miklar en Louis van Gaal hefur kreist allt það besta úr hópnum sínum.

Búist er við því að Van Gaal stilli fram sama byrjunarliði og vann Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Jasper Cillessen verður í markinu en Tim Krul er tilbúinn ef leikurinn fer alla leið í vítaspyrnukeppni!

Nigel de Jong gæti komið við sögu en hann gat æft í gær þó flestir hafi haldið að þátttöku hans á mótinu væri lokið vegna nárameiðsla. Robin van Persie gat ekki æft í gær vegna magaverkja og er tæpur, hann er þó í líklegu byrjunarliði.

Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, verður án Angel Di Maria sem er meiddur. Sergio Aguero er þó kominn aftur eftir meiðsli og gæti verið kastað beint í byrjunarliðið. Marcos Rojo kemur úr banni og verður líklega í bakverðinum.


Byrjunarlið:
1. Sergio Romero (m)
2. Ezequiel Garay
4. Pablo Zabaleta
8. Enzo Perez ('81)
9. Gonzalo Higuain ('82)
10. Lionel Messi (f)
11. Angel Di Maria
14. Javier Mascherano
15. Martin Demichelis
16. Marcos Rojo
22. Ezequiel Lavezzi ('101)

Varamenn:
12. Agustin Orion (m)
21. Mariano Andujar (m)
3. Hugo Campagnaro
5. Fernando Gago
11. Maxi Rodriguez ('101)
13. Max Meza
17. Federico Fernandez
18. Rodrigo Palacio ('81)
19. Sergio Aguero ('82)
19. Ricardo Alvarez
23. Jose Maria Basanta

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Martin Demichelis ('49)

Rauð spjöld: