Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
4
2
Víkingur R.
Jóhann Birnir Guðmundsson '120 , víti 1-0
1-1 Kristinn Jóhannes Magnússon '120 , víti
Bojan Stefán Ljubicic '120 , víti 2-1
2-1 Igor Taskovic '120 , misnotað víti
Elías Már Ómarsson '120 , víti 3-1
3-2 Ívar Örn Jónsson '120 , víti
Sindri Snær Magnússon '120 , misnotað víti 3-2
3-2 Aron Elís Þrándarson '120 , misnotað víti
Haraldur Freyr Guðmundsson '120 , víti 4-2
30.07.2014  -  19:15
Nettóvöllurinn
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Fínn völlur en mikið rok
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 930
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson ('64)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('89)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
11. Bojan Stefán Ljubicic ('64)
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Haraldur Freyr Guðmundsson ('86)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Jæja, kæru lesendur, hér verður bein lýsing frá stórleik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum Borgunarbikarsins.
Fyrir leik
Aron Rúnarsson Heiðdal fer beint í byrjunarlið Keflavíkur en hann kom frá Stjörnunni. Aron hefur spilað fyrir u-17 og u-19 lið Íslands.
Fyrir leik
Einar Orri Einarsson er ekki með í liði Keflavíkur vegna meiðsla.
Fyrir leik
Víkingur fékk til sín tvo Búlgara á dögunum, þá Iliyan Garov og Venteslav Ivanov en þeir byrja báðir á bekknum.
Fyrir leik
Á leið sinni í undanúrslitin unnu Keflvíkingar Augnablik, Hamar og Fram.

Víkingarnir unnu Grindavík, Fylki og BÍ/Bolungarvík.
Fyrir leik
Liðið sem vinnur hér í kvöld mætir annað hvort ÍBV eða KR í úrslitaleiknum en þau leika á morgun í Eyjum.
Fyrir leik
Keflvíkingar byrjuðu tímabilið af miklum krafti en það hefur hallað undan fæti hjá þeim og hefur þeim ekki tekist að vinna leik í deildinni síðan 22. júní en þá sigruðu þeir Fylki.
Fyrir leik
Víkingarnir hafa aftur á móti verið á miklu flugi og hafa komið mörgum á óvart. Þeir unnu Fram á dögunum og skelltu sér fyrir vikið upp í þriðja sæti Pepsi deildarinnar og upp fyrir íslandsmeistara KR.
Fyrir leik
Nú eru um 20 mínútur í að leikurinn hefjist og eru liðin að hita upp. Völlurinn er í mjög góðu standi.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á Nettóvöllinn í Keflavík og verð ég að viðurkenna að það er meiri vindur en ég gerði ráð fyrir.
Fyrir leik
Rokkaðari tónlist hérna en ég er vanur á fótboltavöllum.

Greinilegt að fólkið í Keflavík eru miklir rokkunnendur, sem er hið besta mál.
Fyrir leik
Vel mætt í Keflavík, Víkingarnir fjölmenna vel.

Ég býst við miklum látum í Keflvíkingum en þeir hittust fyrir leik og bjuggu til góða stemningu. Ef ég þekki vin minn Joey Drummer rétt þá veldur hann mér ekki vonbrigðum.
Fyrir leik
Það er búið að vera að vökva völlinn síðan ég mætti. Ætti að vera vel blautur og góður fyrir vikið.
Fyrir leik
Ég var að heyra að Óli Þórðar, Skagamaðurinn sjálfur var að kvarta yfir að það væri mikið rok hérna.

Eitthvað held ég að hann hafi nú séð það verra.
Fyrir leik
Og þá mæta liðin inn á völlinn.

Keflvíkingar taka á móti þeim með lúðrum og klöppum. Mikil stemning hérna.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn

Keflavík byrjar með boltann.
3. mín
Mjög rólegar fyrstu mínútur.

Liðin eru að þreifa fyrir sér.
5. mín
Aron Elís er mættur, labbar framhjá tveimur leikmönnum og fær aukaspyrnu. Rosalega falleg boltameðferð hjá drengnum.
5. mín
Fyrsta skot leiksins, Jóhann Birnir með skot sem Ingvar Kale á ekki í miklum erfiðleikum með.
6. mín
Keflavík leikur með vindinn í bakið.

Ingvar á erfitt með að spyrna boltanum frá marki þar sem vindurinn grípur inn.
10. mín
Lítið um góða knattspyrnu hingað til og bæði lið varkár.

Spurning hvort völlurinn hafi verið of mikið vökvaður því það eru nánast pollar á honum inni á milli.
12. mín Gult spjald: Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
Brýtur af Elíasi Má eftir sprett hjá hinum síðarnefnda.
13. mín
Keflvíkingar fengu aukaspyrnu á fínum stað en nýttu hana afar illa og Víkingar fá markspyrnu.
17. mín
Saga leiksins heldur áfram, hart barist en minna um gæði og færi.
22. mín
Fremstu menn Víkinga, þeir Dofri, Pape og Michael Abnett hafa lítið komist inn í leikinn en Keflvíkingar hafa haft góðar gætur á þeim hingað til.
24. mín
Fín fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri en enginn kemst í boltann og hann fer aftur fyrir.
29. mín
Fyrsta skot Víkinga kemur nú þegar tæpur hálftími er liðinn af leiknum. Aron Elís gerir vel í að koma boltanum á Dofra, skotið er ekki merkilegt hins vegar og Sandqvist ver það auðveldlega.
30. mín
Keflavík nálægt því að komast yfir!

Frans Elvarsson á skot af löngu færi sem hafnar í stönginni. Virkilega gott skot og Frans hreinlega óheppinn að skora ekki.
32. mín
Keflvíkingar mættu gera meira af einmitt þessu, skjóta á markið. Vindurinn er í bakið á þeim og það getur búið til stórhættu.
33. mín
Aron Elís með skemmtilega hælspyrnu og boltinn hafnar hjá Abnett sem nælir sér í aukaspyrnu.

Aron Elís tekur aukaspyrnuna sem endar með því að Víkingar fá fyrstu hornspyrnu sína í leiknum.
36. mín
Aron Rúnarsson Heiðdal, sem er að spila sinn fyrsta leik fyrir Keflavík hefur litið vel út hingað til og verið öruggur í sínum aðgerðum.
41. mín
Enn bíð ég eftir fyrsta alvöru færinu. Takovic reyndi rétt í þessu að vippa boltanum inn á Dofra en Sanquist var á undan í boltann.
43. mín
Hörður Sveinsson með skot úr fínu færi en hittir boltann afar illa og fer hann hátt yfir markið.
45. mín
Hálfleikur

Þorvaldur flautar til hálfleiks, það voru ekki einu sinni komnar 45 mínútur á klukkuna er hann flautar.

Tíðindalitlar fyrstu 45, vonum eftir betri leik í seinni hálfleik.
45. mín
Seinni hálfleikur byrjaður

Sjáum hvort Víkingum gengur betur með vindinn í bakið.
50. mín
Fyrsta skot seinni hálfleiks kemur frá Igor Taskovic úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Boltinn fer yfir markið og lítil hætta í gangi.
52. mín
Lang besta færi leiksins hingað til, Magnús Sverrir var nánast kominn einn gegn Ingvari en Halldór Smári kemur með glæsilega tæklingu á síðustu stundu.
54. mín
Keflvíkingar hafa verið hættulegri nú í byrjun síðari hálfleiks.

Endre Ove Brenne átti fyrirgjöf sem Víkingar ná að koma í burtu eftir klafst í teginum.
55. mín
Michael Abnett í fínu færi hinum megin en skot hans fór hátt yfir markið.

Leikurinn er síðan stöðvaður eftir samstuð en tveir leikmenn liggja eftir.
57. mín
Inn:Ventseslav Ivanov (Víkingur R.) Út:Michael Maynard Abnett (Víkingur R.)
Búlgarinn, Ventseslav Ivanov kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga.
58. mín
Taskovic kemur með aukaspyrnu sem Ivanov rétt missir af.

Hefði getað skorað með sinni fyrstu snertingu í íslenskum fótbolta.
62. mín
VÍKINGAR SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA!

Aron Elís og Dofri með stórskemmtilegt samspil sem endar með því að Dofri kemst í rosalegt færi. Einn gegn Sandquist en boltinn fer naumlega framhjá. Þarna átti hann í það minnsta að hitta rammann.
63. mín
Það fer ekki á milli mála að þetta var besta færi leiksins fram að þessu.

Víkingar eru byrjaðir að sækja meira.
64. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Hörður Sveinsson (Keflavík)
Hörður hefur afar lítið komist inn í leikinn.
67. mín
Ove Brenne liggur eftir og gefur bekknum skilaboð um að hann geti ekki haldið áfram.
67. mín
Inn:Aron Grétar Jafetsson (Keflavík) Út:Endre Ove Brenne (Keflavík)
Brenne er borinn útaf.
69. mín
Hef það á tilfinningunni að það verði mark í þessum leik og ekki framlengt.

Leikurinn er aðeins að opnast.
76. mín
Víkingar meira með boltann núna og Keflvíkingar eru byrjaðir að færa sig aftur á völlinn, gæti orðið hættulegt.
79. mín Gult spjald: Ventseslav Ivanov (Víkingur R.)
Fær spjald fyrir afar kjánalega, augljósa hendi á miðjum vellinum.
82. mín
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja liðinu sínu sæti í úrslitaleiknum.

Mikið undir og bæði lið virðast hrædd við að tapa leiknum.
83. mín
Tómas Guðmundsson með sendingu á Ivanov sem nær aðeins að koma við boltann en Sanquist á ekki í erfiðleikum með að verja.
86. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Fyrir að hrinda Aroni Elís hressilega.
87. mín
Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er ekki búið að vera merkilegur fótboltaleikur.

Ég bjóst við skemmtilegum leik, tveggja skemmtilegra liða. Leikurinn hefur hins vegar aldrei komist almennilega af stað og hvorugt liðið í raun búið að gera nóg til að eiga skilið að vera komið yfir.
89. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
89. mín
Ekki mikið eftir núna. Verð líklegast að borða orðin mín um að annað liðið myndi skora í venjulegum leiktíma.
90. mín
Víkingar að klára leikinn betur, fá hornspyrnur í lokin og er að pressa.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.

90. mín
Venjulegum leiktíma lokið

Ekkert var skorað eftir 90 mínútur og því verður framlengt.
90. mín
Framlengingin er komin af stað

Vonum að þreyta leikmanna og annað verði þess valdandi að við fáum loksins færi.
92. mín
Menn voru almennt ekkert sáttir við að leikurinn var framlengdur. Liverpool leikur í kvöld og margir tæpir á því að ná honum.
93. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Páll kom frá Blikum fyrir skemmstu.
98. mín
Lítið um að vera í framlengingunni en bæði lið virðast nokkuð þreytt.

Víkingar eiga eina skiptingu eftir.
100. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Og hér kemur hún einmitt.
101. mín
Ventseslav Ivanov, Búlgarinn í liði Víkings hefur lítið komist inn í leikinn en hann er að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið.
103. mín
Jonas Sanqvist og Ingvar Kale eru með betri markmönnum Pepsi deildarinnar og verður áhugavert að fylgjast með þeim, fari þessi leikur í vítakeppni en ansi margt bendir til þess núna.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu

Afar lítið athugavert gerðist þessar fyrstu 15 mínútur framlengingarinnar.
105. mín
Seinni hálfleikur framlengingarinnar hafinn
107. mín
Páll Olgeir með skot rétt framhjá.

Hjartað á einhverjum Keflvíkingum hefur eflaust tekið auka slag við þetta.
108. mín
Ivanov með skot af löngu færi sem Sandqvist er í vandræðum með en boltinn skoppaði rétt fyrir framan hann.
110. mín
Tíu mínútur eftir af framlengingunni.

Það er blanda af spennu og miklu stressi á pöllunum. Það væri grátlegt fyrir annað hvort liðið að fá mark á sig núna.
113. mín
Sigurbergur Elísson liggur eftir samstuð við Ívar Örn, virðist hafa fengið högg á andlitið.

Keflvíkingar eiga enga skiptingu eftir og verður hann því að harka þetta af sér.
116. mín
Sigurbergur með stórhættulega fyrirgjöf sem Víkingar rétt ná að koma í burtu.

Fjórar mínútur í vítaspyrnukeppni eins og staðan er núna.
117. mín
Ívar Örn með skot úr aukaspyrnu af löngu færi en framhjá fer boltinn
118. mín
Bæði lið virðast nokkuð ánægð með stöðuna eins og er.

Vítaspyrnukeppni á leiðinni. Eflaust einhverjir sem veðjuðu á það strax í byrjun leiks.
119. mín Gult spjald: Kristinn Jóhannes Magnússon (Víkingur R.)
120. mín
Framlengingunni lokið

VÍTASPYRNUKEPPNI!
120. mín
Þvílík spenna framundan.

Vítaspyrnukeppni í Keflavík, verðlaunin fyrir sigurliðið er auðvitað sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins.
120. mín
Stuðningsmenn Keflavíkur velja Frans Elvarsson mann leiksins. Hann átti fínan leik en ég er þeirra skoðunnar að nýji maðurinn, Aron Rúnarsson Heiðdal hafi verið betri en hann var afar traustur í vörninni.
120. mín
Ingvar Kale og Magnús Þórir fallast í faðma.

Spurning hvort það hafi verið einhver sálfræði í gangi þarna.

Allt að verða klárt fyrir vítakeppnina.
120. mín
Keppnin fer fram á markinu fyrir framan íþróttahúsið.

Keflavík byrjar og það er gamli maðurinn, Jóhann Birnir sem tekur fyrstu spyrnuna.
120. mín Mark úr víti!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Jóhann skorar!!

Sendir Ingvar í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Kristinn Jóhannes Magnússon (Víkingur R.)
Gríðarlega örugg spyrna
120. mín Mark úr víti!
Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Önnur örugg spyrna
120. mín Misnotað víti!
Igor Taskovic (Víkingur R.)
Fyrirliðinn hamrar honum hátt yfir !
120. mín Mark úr víti!
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Mjög öruggt hjá Elíasi, sendi Ingvar í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Flott spyrna, Sanqvist í vitlaust horn.
120. mín Misnotað víti!
Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Skelfilegt spyrna, langt yfir og framhjá og ekki myndarlegt eins og Martin Tyler myndi orða það.
120. mín Misnotað víti!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Sanqvist ver!

Léleg spyrna nánast beint á markið.
120. mín Mark úr víti!
Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
KEFLAVÍK ER KOMIÐ Í ÚRSLIT!!!

Haraldur Freyr skorar af öryggi og tryggir Keflavík sæti í úrslitum þar sem þeir mæta annað hvort ÍBV eða KR.
Leik lokið!
Keflavík vinnur í vítaspyrnukeppni!

Tæknin klikkaði á ögurstundu en Keflavík vann vítaspyrnukeppnina.

Haraldur Freyr skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði Keflavík sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason ('93)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('100)
20. Pape Mamadou Faye
21. Aron Elís Þrándarson
22. Alan Lowing
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
3. Ívar Örn Jónsson ('100)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Jóhannes Magnússon ('119)
Ventseslav Ivanov ('79)
Tómas Guðmundsson ('12)

Rauð spjöld: