Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
1
ÍBV
Agnar Bragi Magnússon '25 1-0
Albert Brynjar Ingason '41 2-0
2-1 Andri Ólafsson '80
3-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson '87 , sjálfsmark
06.08.2014  -  18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 785
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('76)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
25. Agnar Bragi Magnússon ('46)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('88)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Finnur Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('88)
9. Hákon Ingi Jónsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('46)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Elís Rafn Björnsson ('59)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Reykjavík! Heimaleikjatörn Fylkismanna heldur áfram í kvöld þegar þeir taka á móti ÍBV í hörkuspennandi fallbaráttuslag. Fylkir er tveimur stigum frá fallsæti en ÍBV er fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fótbolta.net:
"Fylkir hefur ekki náð að nýta sér þessa heimaleikjatörn enn sem komið er, einungis náð í einn sigur af þremur mögulegum. Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvernig Eyjamenn koma til leiks eftir þjóðhátíð. Hef þá tilfinningu að þeir eigi eftir að sigla lygna sjó það sem eftir lifir móts."
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust á Hásteinsvelli í þriðju umferð vann Fylkir 3-1 útisigur. Jonathan Glenn kom ÍBV yfir en Andrew Sousa, Gunnar Örn Jónsson og Andrés Már Jóhannesson svöruðu.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson, yngsti dómari Pepsi-deildarinnar, dæmir þennan leik í kvöld. Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin verða opinberuð von bráðar. Það er byrjað að rigna hér í Árbænum og spáð rigningu meðan á leik stendur en þá kemur nýja stúkan sér heldur betur vel!
Fyrir leik
ÍBV gerir þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Ian Jeffs, Bjarni Gunnarsson og Andri Ólafsson koma inn fyrir Gunnar Þorsteinsson, Jökul Elísabetarson og Arnar Braga Bergsson sem allir fara á bekkinn.
Fyrir leik
Íslenska veðrið maður. Íslenska veðrið. Nú er bara komin sól og blíða. Takk fyrir það. Kem örugglega samt með færslu um það á eftir að aftur sé byrjað að rigna.
Fyrir leik
Lagið "Létt yfir lautarferð", stuðningsmannalag Fylkis, hljómar í Lautinni núna meðan liðin hita upp. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stóð sig frábærlega í afgreiðslunni inn í Dalinn á Þjóðhátíð og vonast eftir þremur stigum með í Herjólf í kvöld.
Fyrir leik
Tvær breytingar á liði Fylkis frá 0-2 tapi gegn FH í síðustu umferð. Gunnar Örn Jónsson er meiddur og Andrew Sousa var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Albert Brynjar Ingason og Agnar Bragi Magnússon koma inn.
Fyrir leik
Guðmundur Marinó Ingvarsson, Vísi.is
Albert Brynjar skorar í 1-3 tapi Fylkis.

Kristján Jónsson, bolvíska stálið á mbl.is:
Það verður veisla í kvöld. 4-4.

Viktor Lekve, vallarþulur:
Erfiður 3-0 sigur hjá mínum mönnum.
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í leik og enn og aftur gjörbreytist veðrið. Já það er farið að hellirigna.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er mættur. Sýnist hann vera með sleikjó. Er samt ekki alveg viss. Liðin ganga inn á völlinn.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Þetta verður vonandi veisla.
4. mín
Eyjamenn ákveðnari í byrjun og fá aukaspyrnu á fínum stað, um 3 metrum fyrir utan teiginn.
5. mín
Víðir Þorvarðarson með skot á markið úr aukaspyrnunni en skotið slappt og laust og auðvelt viðureignar fyrir Bjarna Þórð.
7. mín
Bjarni Gunnarsson er í hægri bakverði ÍBV, Eiður og Brynjar Gauti á sínum stað í hjarta varnarinnar og Matt Garner í vinstri bak. Andri Ólafsson er djúpur á miðjunni.
8. mín
Víðir Þorvarðarson sprækur í upphafi leiks. Átti skot á markið en aftur vantaði kraft. Auðvelt fyrir Bjarna.
10. mín
Fylkismenn spila með Albert Brynjar í fremstu víglínu að sjálfsögðu en svo er Agnar Bragi Magnússon á miðjunni. Sannkallaður miðjuturn og á væntanlega að flikka boltanum til Alberts.
14. mín
HÆTTULEG sókn Fylkis! Agnar Bragi fékk gott pláss og átti stungusendingu á Albert Brynjar sem ætlaði að rúlla knettinum á Ásgeir Örn Arnþórsson en Abel Dhaira náði að handsama knöttinn á síðustu stundu.
21. mín
Eyjamenn örlítið bitmeiri en vantar aðeins meiri gæði í sóknarleik liðanna til að búa til alvöru færi.
23. mín
Slappt skot hjá ÍBV en Bjarni Þórður í miklu veseni á blautum vellinum og boltinn fer í hornspyrnu.
25. mín MARK!
Agnar Bragi Magnússon (Fylkir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
TURNINN SJÁLFUR!!! Agnar Bragi hirti frákastið eftir að Abel Dhaira varði skot Alberts Brynjars Ingasonar úr dauðafæri. Agnar Bragi setti knöttinn svo undir Abel! Aðdragandinn flottur hjá Árbæjarliðinu, fínt spil.
27. mín
Ásgeir Örn Arnþórsson í fínu færi en skaut yfir! Ekki nægilega vel gert. Eyjamenn þurfa að jafna sig á þessu marki, þeir voru betri áður en Fylkir náði að skora.
31. mín
Oddur Ingi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, átti að fá gult spjald. Braut á Víði Þorvarðarsyni og stöðvaði hraða sókn. Ívar Orri lét tiltal nægja.
34. mín
Gæðin í leiknum alveg langt frá því að vera mikil. Reyndar enginn sem bjóst við að boðið yrði upp á gæðafótbolta hér í kvöld.
37. mín
Andri Ólafsson með skalla rétt framhjá eftir úthlaup Bjarna Þórðar. Bjarni virkar mjög óöruggur enda ekki átt gott sumar og sjálfstraustið væntanlega ekki mikið.
40. mín
Þórarinn Ingi með hörkugóða fyrirgjöf á Dean Martin sem skallaði á markið en varið. Svo skapaðist mikil hætta upp við mark ÍBV þar sem Andrés Már Jóhannesson fékk mjög gott færi og Abel Dhaira varði með naumindum.
41. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
HANN ER KOMINN Á BLAÐ Í ÁRBÆNUM! Albert Brynjar Ingason skoraði af stuttu færi eftir að hafa fengið sendingu frá Andrési. HRIKALEG MISTÖK sem Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, en hann sendi boltann úr vörninni beint á Andrés undir engri pressu.
44. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Áminning fyrir mótmæli.
45. mín
Hálfleikur - Heimamenn í Fylki í hörkufínni stöðu. Herslumuninn hefur vantað sóknarlega hjá ÍBV en menn eru ekki sjálfum sér líkir í vörninni.

46. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Agnar Bragi Magnússon (Fylkir)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Fylkir sækir í átt að Árbæjarlauginni í seinni hálfleik.
47. mín
Ágætis tilraun hjá Ian Jeffs eða "Jeffsy" eins og lýsandi Útvarp Suðurlands hér við hlið mér kallar hann. Skot naumlega framhjá.
51. mín
Fylkismenn fara sér engu óðslega hérna í upphafi seinni hálfleiksins enda í góðri stöðu í leiknum. Leyfa Eyjamönnum að vera með boltann en reyna að halda skipulagi og gefa ekki færi á sér.

57. mín
Guðmundur Marinó Ingvarsson á Vísi heldur um andlit sitt og blótar gæðaleysinu í leiknum. Mönnum oft gengið illa að hitta á samherja og það er ekki vænlegt til árangurs í þessari íþrótt.
59. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Braut á Ian Jeffs.
63. mín
Veðurfréttir: Nú er glampandi sól og úði. Frábært fótboltaveður.
64. mín
Inn:Atli Fannar Jónsson (ÍBV) Út:Dean Martin (ÍBV)
73. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Ian David Jeffs (ÍBV)
75. mín
Elís Rafn með hörkuskot rétt framhjá.
76. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
80. mín MARK!
Andri Ólafsson (ÍBV)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
MAAAARK!!! Þórarinn Ingi Valdimarsson með langa sendingu og Andri Ólafsson sýnir kraft sinn þegar hann skallar boltann í boga í fjærhornið! Það virtist ekkert mark á leiðinni en þetta er líflína fyrir gestina!
85. mín
Það er komið stress í heimamenn í stúkunni. Við fylgjumst grannt með gangi mála á lokamínútunum og uppfærum afskaplega vel.
86. mín
ÍBV með horn sem Bjarni Þórður Halldórsson greip.
87. mín SJÁLFSMARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Stoðsending: Tómas Þorsteinsson
FYLKISMENN GERA ÚT UM ÞETTA! Tómas Joð Þorsteinsson með sendingu fyrir markið og boltinn fer af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni og í markið! Sjálfsmark!
88. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
88. mín
Inn:Arnar Bragi Bergsson (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
90. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Leik lokið!
Gríðarlega sterkur sigur Fylkis í fallbaráttunni! Fylkir með 14 stig en Eyjamenn 13.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Andri Ólafsson ('88)
Jonathan Glenn
Ian David Jeffs ('73)
Matt Garner
11. Víðir Þorvarðarson
17. Bjarni Gunnarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason ('73)
6. Gunnar Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('90)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('44)

Rauð spjöld: