Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
4
3
Fjölnir
Sigurður Egill Lárusson '23 1-0
Daði Bergsson '31 2-0
Daði Bergsson '35 3-0
3-1 Þórir Guðjónsson '49
Kristinn Ingi Halldórsson '62 4-1
4-2 Aron Sigurðarson '72
4-3 Aron Sigurðarson '82
06.08.2014  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Ákjósanlegar
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 852
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson ('78)
6. Daði Bergsson ('56)
9. Patrick Pedersen ('85)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('85)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('56)
14. Gunnar Gunnarsson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir veriði lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leiks Vals og Fjölnis á Vodafonevellinum. Þetta er leikur í 14. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru Valsmenn í fimmta sæti deildarinnar með átján stig en Fjölnismenn eru tveimur sætum neðar með fjórum stigum færra. Markatala beggja liða er einn í mínus. Valsmenn hafa skorað nítján mörk en Fjölnismenn tveimur fleiri.
Fyrir leik
Bæði lið unnu leiki sína í síðustu umferð deildarinnar. Fjölnismenn fengu Þór í heimsókn og sigruðu örugglega 4-1. Á meðan gerðu Valsmenn fína ferð til Keflavíkur og sóttu þrjú stig með 2-1 sigri.
Fyrir leik
Um þetta leiti ættu byrjunarlið beggja liða að fara að detta í hús. Verðurguðirnir ákváðu að halda upp á það með því að hella úr fötu í andartak. Það er að rigna hressilega í augnablikinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og það er skemmst frá því að segja að hvorugur þjálfaranna gerir breytingu á sínu liði frá sigrunum í síðustu umferð.
Fyrir leik
Síðustu fimm ár hafa liðin mætt hvort öðru ellefu sinnum en flestir leikirnir eru ekki í alvöru keppnum. Fyrri leik liðanna í sumar endaði með eitt eitt jafntefli.

Það hallar eilítið á Fjölni en liðið hefur aðeins unnið einn af þessum ellefu leikjum. Valsmenn hafa unnið átta.
Fyrir leik
Þó bæði lið hafi skorað í kringum tuttugu mörk þá hefur enginn leikmanna liðanna skorað mörg mörk.

Til að mynda er Patrick Pedersen enn annar markahæstu manna þrátt fyrir að hafa leikið aðeins fjóra leiki í deildinni. Hann og Kolbeinn Kárason hafa báðir skorað þrjú mörk.

Hjá Fjölni eru það þeir Gunnar Már Guðmundsson og Christopher Paul Tsonis sem fara fyrri sínu liði. Þeir hafa báðir skorað fjögur mörk.
#fotboltinet
Venju samkvæmt minnum við á hashtagið #fotboltinet hafir þú eitthvað til málanna að leggja varðandi leikinn.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn að hita sig upp fyrir komandi átök. Þjálfararnir eru líka búnir að koma sér fyrir. Peysa Ágústar Gylfasonar vekur athygli. Menn eru ekki sammála um hvort peysan minni á páskana eða á ælu.
Fyrir leik
Dómari leiksins hér í kvöld verður Kristinn Jakobsson. Honum innan handar munu verða Gylfi Már Sigurðsson og Smári Stefánsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Nú eru rúmar tuttugu mínútur í að leikurinn verði flautaður á. Fyrstu áhorfendurnir eru að mæta í stúkuna en fram að því voru gæslumennirnir þeir einu sem voru sjáanlegir á áhorfendapöllunum.
Fyrir leik
Héðan úr blaðamannastúkunni má heyra handknattleikslið Vals taka létta æfingu. Að sjálfsögðu stýrir Ólafur Stefánsson æfingunni af fagmennsku.
Fyrir leik
Liðin eru horfin af vellinum inn í búningsherbergi og boltastrákarnir í Pepsi peysunum eru búnir að koma sér fyrir. Rigningin sem angraði fyrir klukkustund er horfin og sólin er tekin að skína. Allt eins og best verður á kosið.
Fyrir leik
Liðin hafa gengið inn á völlinn. Dómararnir eru grænklæddir, heimamenn rauðir og hvítir og gestirnir bláir og gulir.

Bjarni Ólafur Eiríksson er fyrirliði Vals hér í dag og Bergsveinn Ólafsson ber bandið hjá Fjölni.
1. mín
Leikurinn hafinn!
Kristinn Jakobsson hefur flautað leikinn á. Fjölnismenn byrja með boltann og sækja í átt að HÍ.
2. mín
Fjölnir:
Árni - Atli - Bergsveinn - Ratajczak
Ragnar - Guðmundur Böðvar - Illugi - Guðmundur Karl
Gunnar - Þórir
2. mín
Valur:
Berntsson - Maggi Lús - Nielsen - Bjarni Ólafur
Mawejje - Williamson
Sigurður Egill - Kristinn Freyr - Daði
Pedersen
5. mín
Fyrsta skot leiksins er komið. Það var í boði Þóris Guðjónssonar eftir innkast frá Ratajczak. Fékk boltann, reyndi að stinga vörnina af en endaði á að taka fast skot beint á Fjalar.
7. mín
Maggi Lú þræddi boltann af eigin vallarhelmingi gegnum alla vörn gestanna. Daði Bergson var kominn bakvið vörn Fjölnis en náði ekki að taka á móti boltanum.
13. mín
Skandinavísk samvinna skilaði Valsmönnum nærri marki. Svíinn Billy Berntsson átti fína fyrirgjöf úr hægri bakverðinum sem sveif yfir pakkann og á kollinn á Patrick Pedersen sem skallaði yfir.
14. mín
Gunnar Már með ágæta tilraun sem Fjalar ver aftur fyrir. Fyrsta hornspyrna leiksins.
15. mín
Aftur finnur Maggi Lú Daða Bergsson og í þetta sinn náði Daði boltanum. Fyrsta snertingin var ekki merkileg og í stað þess að vera einn gegn Þórði komust þrír varnarmenn til baka. Skotið var ekki gott.

Í kjölfarið átti Sigurður Egill flotta fyrirgjöf frá hægri sem Kristinn Freyr var nálægt því að ná að skalla, dauðafrír á fjærstönginni.
22. mín
Atli Már tók aukaspyrnu úr miðhringnum. Hún var föst og eftir jörðinni og rataði á Bergsvein í teignum. Snertingin var ekki nægilega góð, vantaði bara að stýra boltanum á markið, þurfti ekki einu sinni að skjóta.
23. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Snaggaralegt og flott mark. Valsmenn hafa ógnað með fyrirgjöfum og þetta mark kom eftir eina slíka. Þórir Guðjónsson og Guðmundur Karl gleymdu sér eitthvað og voru báðir upp á topp og hvorugur elti Bjarna Ólaf.

Bjarni fékk boltann á vinstri vængnum, sendi fyrir og Sigurður Egill var mættur og skallaði boltann yfir Þórð og í netið. Vel gert hjá Valsmönnum en jafnframt margt sem hefði mátt bæta hjá Fjölni.
28. mín
Atli Már bjargar á línu! Williamson var með boltann fyrir utan teig og sendi í áttina að Pedersen. Hann lét boltann fara og Daði Bergsson var mættur á markteig. Lyfti boltanum framhjá Þórði í markinu en Atli kom til baka og reddaði sínu liði.

Árni Kristinn hefur vægast sagt verið í vandræðum með Daða í þessum leik.
31. mín MARK!
Daði Bergsson (Valur)
Æji Árni Kristinn. Langur bolti úr öftustu línu Vals sem Árni ætlar að skalla til baka á Þórð. Skallinn var bjánalega laus og Daði mætti, hirti boltann og klobbaði Þórð í markinu. Árna mun líklega dreyma Daða í nótt.
35. mín MARK!
Daði Bergsson (Valur)
Stoðsending: Billy Berntsson
Þetta lítur ekki gæfulega út fyrir gula. Ein, tvær sendingar dugði til að sundurspila vörn gestanna. Sending fyrir frá Billy og Daði hafði stungið sér inn fyrir vörnina og setti boltann auðveldlega í netið af markteignum.
37. mín
Þessi tilþrif Gunnars Más hefðu alveg mátt enda með marki. Árni Kristinn sendi fyrir frá hægri og Gunnar, kattliðugur, skellti sér í bakfallsspyrnu. Boltinn fór ekki langt yfir markið en yfir þó.
39. mín
Allir varamenn Fjölnis eru farnir að hita upp. Yrði ekkert hissa ef Haukur Lárusson myndi stimpla sig inn til vinnu í hálfleik.
41. mín
Daði er nánast byrjaður að gera grín að Árna. Fíflaði hann algerlega upp úr skónum með laglegri gabbhreyfingu og sendi boltann fyrir. Kristinn Freyr tók boltann með hælnum og var aðeins hársbreidd fá því að setja hann í netið.
42. mín
Þessi tvö mörk virðast hafa gert Daða aðeins of kokhraustan. Var að ljúka við að henda í eina rabona fyrirgjöf sem ekkert varð úr.
43. mín
Maggi Lú var mættur upp í horn og átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið. Patrick Pedersen náði föstum skalla sem Þórður náði að verja yfir markið.
45. mín
Gunnar Már er í tómu tjóni. Fékk högg eftir hornspyrnu og virðist hálf ónýtur. Það lofar ekki góðu fyrir Fjölni.
45. mín
Hálfleikur kominn hér á Hlíðarenda. Allt stefnir í öruggan sigur Vals.
45. mín
Ef einhver hefur áhuga á að vita þá er Björn Zoëga, fyrrum forstjóri Landspítalans, mættur Valsmegin í stúkuna.
#fotboltinet
Minni á ný á #fotboltinet hafið þið eitthvað um leikinn að segja.

45. mín
Það verður tvöföld Fjölnis skipting. Aron Sigurðarson og Viðar Ari Jónsson eru að gera sig klára í að koma inn á.
45. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
46. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Tvöföld skipting gestanna. Síðari hálfleikur hafinn.
48. mín
Aron Sig ferskur í upphafi. Leggur upp ásættanlegt skotfæri fyrir Ragnar Leós sem skaut langt framhjá.
49. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
Skiptingin skilar strax árangri. Aron fíflaði Billy Berntsson og sendi svo fyrir. Þórir náði skrítnum skalla sem fór hátt í loft upp og lak yfir Þórð í fallegum boga.
54. mín
Daði Bergsson sestur í grasið og kallar á skiptingu. Heldur um vinstra lærið.
56. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Daði Bergsson (Valur)
60. mín
Ragnar Leósson sem ágæta tilraun beint úr aukaspyrnu sem fer hárfrínt framhjá markinu.
62. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Afar vel afgreitt hjá Kristni Inga. Sigurður Egill, kom inn á miðjuna, sendi á Kristin Frey sem stakk boltanum inn fyrir vörnina. Kristinn Ingi náði að afgreiða boltann í fjærhornið fram hjá Þórði og Bergsveini sem gerði sitt besta til að tækla fyrir boltann.
69. mín
Patrick Pedersen náði fyrirgjöf frá endalínu eftir laglegt samspil Valsara. Sigurður Egill tók skotið en hitti boltann illa og það var aldrei nálægt markinu.
72. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Þetta mark var af dýrari gerðinni. Fékk boltann á vítateigshorninu hægra megin, fór á hægri fótinn, framhjá Berntsson og skaut að marki. Boltinn fór í fallegum boga upp í fjærhornið. Afar fallegt.
74. mín
Það svo fyndið að segja það en það hefur nánast ekkert gerst í þessum síðari hálfleik fyrir utan mörkin þrjú.

Nú rétt í þessu átti Ratajczak sendingu fyrir sem Viðar náði að skalla en beint á Fjalar.
76. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Síðasta skipting Fjölnis í leiknum.
78. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
79. mín
Christopher Tsonis í algeru dauðafæri. Löng sending fram og Gunnar Már vinnur skallaeinvígi við Nielsen. Tsonis fann sig einn á auðum sjó gegn Fjalari og náði á undraverðan hátt að skjóta framhjá.

Línuvörðurinn hlýtur að hafa metið það svo að Nielsen hafi skallað boltann því Tsonis var augljóslega rangstæður.
82. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Gunnar Már Guðmundsson
Brotið var á Gunnari Má á miðjum vellinum og Aron var ekki lengi að stökkva til og taka boltann af Ragnari Leóssyni og pantaði að taka þessa spyrnu.

Spyrnan fór framhjá veggnum, skoppaði smá fyrir framan Fjalar og endaði í netinu. Ágæt innkoma Arons. Tvö mörk og stoðsending.
84. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!! Þvílíkt klúður!

Hornspyrna gestanna er skölluð og af varnarmanni og berst til Gunnars Más. Hann hamrar boltann fyrir og boltinn lak í gegnum markteiginn. Atli Már var aleinn, gjörsamlega aleinn, þrjátíu sentimetrum frá marki og náði ekki að snerta boltann. Hefði átt að jafna þarna afar auðveldlega.
85. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Síðasta skipting þessa leiks.
86. mín
Nú taka stuðningsmenn við sér og byrja að hvetja sín lið. Gætu orðið afar spennandi lokamínútur.
89. mín
Ragnar Leósson með fast skot úr þröngu færi sem Fjalar ver í horn. Valsmenn hafa dottið aftarlega og ætla að halda í horfinu þessar síðustu mínútur.
90. mín
Uppbótartími farinn í gang. Á sama tíma og Fjölnismenn dæla boltanum inn í teig heimamanna byrjar sólin að skína beint í augun á þeim.
90. mín Gult spjald: Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
Í afar prúðum leik þá nælir Árni Kristinn sér í spjald með því að strauja Sigurð Egil út við hliðarlínuna.
90. mín
Hornspyrna. Allir leikmenn á vallarhelmingi Vals.
90. mín
Fjalar Þorgeirsson liggur eftir hornið og kraðakið sem því fylgdi.
90. mín
Komnar sex mínútur fram yfir venjulegan leiktíma.
Leik lokið!
Kiddi Jak hefur flautað til loka leiksins. Bráðfjörugur leikur.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson ('76)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('45)
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('46)

Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson ('46)
10. Aron Sigurðarson ('45)
15. Haukur Lárusson

Liðsstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Árni Kristinn Gunnarsson ('90)

Rauð spjöld: