Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Chelsea
3
0
Valencia
Didier Drogba '3 1-0
Ramires '22 2-0
Didier Drogba '76 3-0
06.12.2011  -  19:45
Stamford Bridge
Meistaradeild Evrópu: E-riðill
Dómari: Cristiano Copelli (Ítalía)
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Branislav Ivanovic
3. Ashley Cole
4. Cesc Fabregas
6. Oriol Romeu
7. Ramires ('65)
10. Juan Mata ('83)
11. Didier Drogba ('78)
14. Andre Schurrle
22. Willian
26. John Terry

Varamenn:
13. Thibaut Courtois (m)
8. Frank Lampard
9. Radamel Falcao ('78)
12. John Obi Mikel ('65)
15. Mohamed Salah ('83)
21. Nemanja Matic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Oriol Romeu ('68)

Rauð spjöld:
93. mín
Jæja, þá er þessari viðureign lokið með gríðarlega sannfærandi 3-0 sigri Chelsea. Þeir eru komnir áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar, og það sem meira er - þeir fara þangað sem sigurvegarar E-riðils.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn, þremur mínútum bætt við. Þrjár mínútur í að Chelsea komist í 16 liða úrslitin.
85. mín
Bayer Leverkusen búið að jafna metin gegn Genk í Belgíu. Chelsea er samt sem áður enn að vinna riðilinn. Þess má einnig til gamans geta að einhver asni var að hlaupa inn á völlinn og er nú unnið í því að ná honum út af. Að sjálfsögðu sýna sjónvarpsmyndavélarnar ekki frá þessu.
83. mín
Inn:Mohamed Salah (Chelsea) Út:Juan Mata (Chelsea)
80. mín
Roberto Soldado kemur með hörkuskalla en Petr Cech ver vel!
78. mín
Inn:Radamel Falcao (Chelsea) Út:Didier Drogba (Chelsea)
Drogba fær hvíld síðustu mínúturnar, enda hefur hann heldur betur gegnt sínu hlutverki í kvöld. Inn í hans stað kemur Fernando Torres sem gæti vel þegið að skora gegn samlöndum sínum.
76. mín MARK!
Didier Drogba (Chelsea)
OG ÞARNA KLÁRAR DROGBA DÆMIÐ!!!!! HANN FÆR FRÁBÆRA STUNGUSENDINGU INN FYRIR FRÁ JUAN MATA OG KLÁRAR AF STAKRI SNILLD UTANFÓTAR FRMAHJÁ DIEGO ALVES OG Í NETIÐ! CHELSEA ER Á LEIÐ Í 16 LIÐA ÚRSLITIN - STAÐFEST, SKJALFEST OG ÞINGLÝST! ANDRE VILLAS-BOAS TRYLLIST GERSAMLEGA AF GLEÐI, ÞUNGU FARGI AF HONUM LÉTT!!
73. mín
Þarna gat Didier Drogba endanlega klárað leikinn. Hann fékk boltann, fór illa með Rami og komst í kjörið færi inni í teignum, en hann fór svo illa að ráði sínu og þrengdi færi sitt til muna. Skotið fór rétt framhjá.
69. mín Gult spjald: Ricardo Costa (Valencia)
69. mín
Yossi Benayoun er búinn að missa muninn fyrir Arsenal gegn Olympiakos, 2-1.
68. mín Gult spjald: Oriol Romeu (Chelsea)
65. mín
Inn:John Obi Mikel (Chelsea) Út:Ramires (Chelsea)
65. mín
Inn:Pablo (Valencia) Út:Sofiane Feghouli (Valencia)
63. mín
Þarna var Valencia nálægt því að minnka muninn!! Feghouli nær fínu skoti en Petr Cech ver vel! Hugsanlega var boltinn að vísu á leið framhjá en Valencia fær hornspyrnu.
55. mín
Inn:Aritz Aduriz (Valencia) Út:Jordi Alba (Valencia)
Valencia gerir sína fyrstu skiptingu. Ekki mikið í gangi í leiknum þessa stundina.
49. mín
Aukaspyrna Didier Drogba er vel framhjá markinu, ekkert sérstök spyrna.
48. mín
David Albelda fellir Daniel Sturridge og Chelsea á aukaspyrnu á hættulegum stað.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn, það þarf mikið að gerast hjá Valencia til að þeir séu að fara áfram í þessari keppni.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan 2-0 Chelsea í vil. Þetta lítur mjög vel út fyrir heimamenn, þeir eru svo gott sem komnir áfram. Didier Drogba er að mestu leiti búinn að vera hreint út sagt frábær.
Stefán Marteinn
Ó kæri Drogba! Það sem ég hef saknað þín! #fótbolti #óstöðvandiíþessuskapi #CFC #AVB
38. mín
Arsenal greinilega ekkert sérstaklega vel stemmdir í leiknum gegn Olympiakos. Þeir eru nú 2-0 undir, sömuleiðis er Dortmund að vinna 2-0 gegn Marseille.

Þá er Genk komið í 1-0 gegn Leverkusen í E-riðli þannig að Chelsea er að vinna riðilinn eins og staðan er núna.
36. mín
Það gengur lítið upp hjá gestunum. Þeir eru farnir að vera aðeins meira með boltann en þeir eru þó yfirleitt fljótir að gefa á andstæðing þegar þeir fara að nálgast síðasta vallarþriðjunginn.
28. mín
Áfram sækir lið Chelsea. Daniel Sturridge á rispu inni í teignum en skýtur úr þröngu færi í stað þess að leggja boltann út á liðsfélaga sína. Diego Alves ver í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
28. mín
Þess má geta að Olympiakos er að vinna Arsenal 1-0 og eru þeir grísku á leiðinni upp úr riðlinum eins og staðan er núna. Dortmund er að vinna Marseille, einnig 1-0.
24. mín
Sofiane Feghouli gerir heiðarlega tilraun að marki Chelsea en Petr Cech ver skot hans utan teigsins nokkuð auðveldlega og heldur boltanum.
22. mín MARK!
Ramires (Chelsea)
ÞETTA LÍTUR VEL ÚT FYRIR CHELSEA, ÞEIR ERU KOMNIR Í 2-0 EFTIR HERFILEG MISTÖK FRÁ VICTOR RUIZ Í VÖRN VALENCIA!!! DROGBA KEMUR MEÐ SENDINGU, RAMIRES LABBAR FRAMHJÁ RUIZ OG SKORAR FRAMHJÁ DIEGO ALVES Í MARKI VALENCIA!!
19. mín
Ekki mikið búið að vera að gerast síðustu mínútur en Chelsea er þó sterkari aðilinn og sækja þeir talsvert meira en gestirnir.
10. mín
Þrumuskot frá David Albelda en Petr Cech ver stórglæsilega í horn! Þetta er bráðskemmtilegur leikur!!
8. mín
Samkvæmt mínum heimildum var þetta mark Drogba fljótasta markið sem Chelsea hefur skorað í Meistaradeildinni.
5. mín
HÖRKUBYRJUN!! Jordi Alba fær boltan inni í teignum og þrumar knettinum í stöngina úr þröngu færi!
3. mín MARK!
Didier Drogba (Chelsea)
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA!!! DIDIER DROGBA ER BÚINN AÐ KOMA CHELSEA YFIR. HANN FÉKK SENDINGU FRÁ FYRRUM VALENCIA-MANNINUM JUAN MATA, LÉK Á VARNARMENN VALENCIA Í TEIGNUM OG SKAUT KNETTINUM Í NETIÐ! ALVES HÁRSBREIDD FRÁ ÞVÍ AÐ VERJA EN TÓKST ÞAÐ EKKI! ÞESSI LEIKUR BYRJAR MEÐ LÁTUM!!
2. mín
Raul Meireles með fyrsta skot leiksins. Sturridge vinnur boltann, rennir honum út á Drogba sem gefur á Meireles. En skot Meireles er ekki nægilega gott og fer beint á Diego Alves.
Stefán Snær Stefánsson
Gummi Ben þarf ekki nema fara yfir riðilinn og hann er strax kominn í gírinn #bestasætið #fotbolti #fáranlegaflottur
1. mín
Leikurinn er hafinn, Valencia byrjar með knöttinn.
Fyrir leik
Dómarar kvöldsins eru frá Ítalíu og þeir hafa lokið við hlutkestið. Leikurinn er í þann mund að hefjast, gríðarleg spenna á Stamford Bridge.
Fyrir leik
Þá fer heldur betur að styttast í fjörið á Brúnni. Leikmenn gera sig tilbúna í göngunum og munu hefja leik eftir fimm mínútur.
Fyrir leik
Fyrri viðureign þessara liða á Mestalla leikvanginum á Spáni lauk með 1-1 jafntefli í hörkuleik. Þar fór Diego Alves gersamlega á kostum fyrir Valencia og vonast Spánverjarnir vafalítið til að hann geti endurtekið leikinn í kvöld.
Fyrir leik
Við minnum að sjálfsögðu á samskiptavefinn Twitter þar sem menn geta látið ALLT gossa! Endilega notið hashtaggið #fotbolti ef þið viljið tala um þennan leik eða einhvern annan í Meistaradeildinni í kvöld. Vel valdar færslur birtast hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Þá er það staðfest. Frank Lampard er á varamannabekk Chelsea ásamt þó nokkrum sterkum leikmönnum á borð við Kalou, Malouda, Mikel og Torres. Hörkubekkur þarna á ferð. Oriol Romeu fær tækifærið á miðjunni í stað Lampard og grunar mig að sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun Villas-Boas.
Fyrir leik
Nýjustu fréttir herma að Frank Lampard sé ekki í byrjunarliði Chelsea í leiknum, en hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu undir stjórn Andre Villas-Boas.
Fyrir leik
Leikurinn er í lokaumferð E-riðils Meistaradeildarinnar. Chelsea gæti fallið úr leik í kvöld.

Chelsea er í öðru sæti en þarf sigur til að vera öruggt um að komast áfram. Markalaust jafntefli dugar nema Bayer Leverkusen tapi mjög óvænt í Genk.

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði að ekki yrði breytt um leikaðferð þrátt fyrir mikilvægi leiksins en Chelsea hefur fengið mörg mörk á sig það sem af er tímabili.

Staðan:
1 Bayer Leverkusen - 9 stig
2 Chelsea - 8 stig
3 Valencia - 8 stig
4 Genk - 2 stig
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Chelsea og Valencia í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Byrjunarliðin verða sett hér inn um leið og þau hafa verið kunngjörð.
Byrjunarlið:
1. Diego Alves (M)
4. Adil Rami
6. David Albelda
7. Jonas
8. Sofiane Feghouli ('65)
9. Roberto Soldado
12. Antonio Barragan
17. Jordi Alba ('55)
18. Victor Ruiz
20. Ricardo Costa
22. Jéremy Mathieu

Varamenn:
5. Mehmet Topal
13. Vicente Panadero
14. Pablo Piatti
15. Angel Dealbert Ibanez
19. Pablo ('65)
21. Daniel Parejo
21. Aritz Aduriz ('55)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ricardo Costa ('69)

Rauð spjöld: