Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
0
Valur
Fanndís Friðriksdóttir '84 1-0
14.08.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Jóhann Atli Hafliðason
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('60)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('90)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('72)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
16. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
6. Rakel Ýr Einarsdóttir
16. Elena Brynjarsdóttir
24. Sunna Baldvinsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('60)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Jóna Kristín Hauksdóttir ('67)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði marg sæl og blessuð.

Hér mun fara fram textalýsing á leik sem fyrir leik sem hefði fyrir 2-3 árum sennilega verið talinn úrslitaleikur upp á deildarmeistaratitil, en þar sem Stjarnan hafa tyllt sér þægilega á topp deildarinnar þá köllum við þennan leik ,,Eltingaleik" því þetta eru liðin sem elta Stjörnuna.

Við verðum á léttu nótunum.
Fyrir leik
Þessi lið hafa verið á ágætu skriði undanfarið, Valsstúlkur misstigu sig þó gegn Selfyssingum og Þór/KA en náðu að koma sér aftur á skrið með sigrum á Aftureldingu og nú síðast ÍA.
Fyrir leik
Blikastúlkur hafa leikið við hvurn sinn fingur eftir tvo tapleiki í röð gegn Stjörnunni, þær völtuðu yfir Fylki 4-0 og tóku svo FH í sýnisferð um sláturhúsið, sá leikur endaði 6-1 fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Ég held að þessi leikur verði virkilega spennandi og hvet ég fólk að mæta á völlinn í þessari rjómablíðu, það er ekkert betra sem fólk hefur að gera.
Fyrir leik
Nú, fyrir veðmálafíklana þarna úti þá er stuðullinn á Breiðablik 1,66 og á Val 4,00. Ykkar er valið, sjálfur hef ég trú á Valsstúlkum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt í upphitun, gott mál.
Fyrir leik
Stúlkurnar ganga nú inn til klefa og og klára loka undirbúning fyrir baráttuna sem framundan er.
Fyrir leik
Liðin hafa ekki gengið inn á völlinn en samt sem áður hefur vallaþulur kynnt liðin inn, skrýtið vægast sagt.
Fyrir leik
Liðin hafa nú gengið inná völlinn fyrir framan ca 30 áhorfendur.
1. mín
Leikurinn er hafinn
2. mín
Valsstúlkur byrja betur og eru búnar að vera í sókn í 2 mínútur núna, þær eiga horn.

Sem fer afturfyrir, markspyrna.
4. mín
Fyrsta skot leiksins eiga Breiðablik, en það er slappt og beint á Birnu, æfingabolti.
6. mín
Skemmtileg flétta hjá Mettunni, sem reynir svo stungusendingu á Svövu, en hún er örlítið of löng og boltinn á Sonný Láru í markinu.
7. mín
ALVÖRU öxl í öxl þarna, Rakel Hönnu og Gígja lenda harkalega saman og detta meira að segja báðar! Dómarinn geðþekki Jóhann Atli sá ekkert að þessu, enda var ekkert að þessu.
10. mín
Fyrsta hættulega færi leiksins, Telma fær stungusendingu innfyrir frá Aldísi, en nær ekki að gera sér mat úr henni og Birna á tánum þarna og grípur inn í á hárréttum tíma.
12. mín
Já komiði sæl og blessuð !
Fanndís lét bara vaða á markið úr aukaspyrnu af 30 metrunum, boltinn rétt framhjá, Birna hefði aldrei átt séns í þennan.
14. mín
Telma er virkilega hættuleg fram á við, fær hér sendingu inn í teig og tekur hann vel með sér, en fyrirliðinn Dóra María sér við henni og tæklar boltann í burtu.
16. mín
Fyrir áhugasama þá er stuðullinn á 1st goal Valur 2,60. Alltaf hægt að djassa smá.
18. mín
Hildur með fína sendingu upp hægri kantinn á Svövu sem er felld, aukaspyrna. Úr henni er boltinn settur afturfyrir endamörk af Blikum, hornspyrna. Úr henni verður skalli rétt yfir.
19. mín
Hættuleg sending fyrir markið frá Örnu Dís, beint á Aldísi Köru á fjærstönginni, en hún er dæmt réttilega rangstæð.
20. mín
Nú hef ég ekki fylgst mikið með Valsliðinu í sumar en Dóra María er í hafsentinum, hvaða rugl er það? Það vantar algjörlega hennar krafta fram á við. Mist er á bekknum.
24. mín
Elín Metta gerir vel þarna, fær boltann úti á vinstri kanti, snýr eina af sér og heldur annari frá sér, en skotið sem fylgdi í kjölfarið arfaslakt og hátt yfir.
24. mín
Gífurlega skemmtilegt atvik, boltinn kominn afturfyrir endalínu en Jóna reynir að elta hann, rennir sér svo eftir honum og neglir honum í aðstoðardómarann Halldór Vilhelm, óviljaverk svosem, en virkilega fyndið engu að síður.
26. mín
Gott þríhyrningaspil hjá Hildi Antons og Gígju, en fyrirgjöfin svo frá Gígju ekki nægilega góð. Blikastúlkur þeysast í sókn, en eru svo stoppaðar af Hildi.
30. mín
Hornspyrna sem Valur á.

Smá klafs inn í teig, en boltanum svo spyrnt í burtu af fyrirliða Breiðabliks, Rakel Hönnudóttur.
35. mín
Smá logn yfir þessum leik, þó svo að það sé ágætis vindur á vellinum.
38. mín
Hlynur Svan þjálfari Blika öskrar duglega á sínar stelpur og lifir sig mikið inn í leikinn, gaman að sjá þetta, hefur sennilega hlaupið meira á hliðarlínunni heldur en nokkrir leikmenn þarna inná.
41. mín
Úff... bókstaflega ekkert í gangi. Engin dauðafæri, engin skot, bara óákveðinn fótbolti með dassi af kýlingum inn á milli.
44. mín
Smá panikk þarna í Valsvörninni, Agnes ætlaði að hreina í burtu úr miðri vörninni, en setur boltann í bakið á Fanndísi, en Birna fljót út á móti og grípur inní á réttum tímapunkti.
45. mín
Flautað til hálfleiks.
Engu bætt við, enda engin ástæða til, Jóhann Atli er með þetta alveg á hreinu, vel dæmdur fyrri hálfleikur.
45. mín
Seinni hálfleikur getur allavega ekki orðið verri en sá fyrri, því get ég lofað, spái 3 mörkum í seinni!
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
49. mín
Það er eins og bæði lið séu að spila upp á jafntefli, stelpurnar eru ragar við það að fara í almennilegar sóknir og er leikurinn virkilega passívur.
51. mín
Hildur með skot af löngu færi í litlu sem engu jafnvægi eftir að hafa snúið eina vel af sér. Skotið vel framhjá.
53. mín
Telma við það að sleppa í gegn en gleymir boltanum nánast, hleypur yfir hann og Gígja kemur boltanum í burtu.
55. mín
Dóra María er með svo yfirburðar boltatækni á vellinum, synd að þeir séu ekki nýttir meira fram á við.
55. mín
Hættulegt færi hjá Val, Hallbera fær boltann eftir að hann hafði viðkomu í hendi Fjollu rétt fyrir utan teig, en skot hennar hátt yfir.
57. mín
Skot frá Fanndísi rétt fyrir utan teig, beint á Birnu í markinu
59. mín
Hildur er skotglöð í dag, á hér skot með ristinni af 25 metrum, rétt yfir.
60. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting leiksins.
61. mín
Hornspyrna sem Blikar eiga.
62. mín
Ekkert verður úr horninu nema bara það að Valur fór í sókn og Elín Metta sótti aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Kallað er í Dóru Maríu og stillir hún sér upp, aukaspyrnan er vinstra megin rétt fyrir utan teig.
63. mín
Alls ekki galin tilraun hjá fyrirliðanum, rétt yfir.
64. mín
Frábær fyrirgjöf frá Svövu, en boltinn fer framhjá Hallberu og Elín Mettu, skellur, en Valur á horn.
65. mín
BJARGAÐ Á LÍNU. Þarna bjargaði Agnes á línu eftir skalla frá Rakel Hönnudóttur. Blikar eru líklegri þessa stundina.
67. mín
Hildur reynir að finna svövu í gegn með skemmtilegri sendingu en Blikar ná að bægja hættunni frá.
67. mín Gult spjald: Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
Fyrir brot á Hildi milli miðju og vítateigs.
72. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
72. mín
Hornspyrna sem Breiðablik á.
73. mín
Önnur hornspyrna sem Breiðablik á.
74. mín
Besta færi leiksins. Þarna á Elín Metta bara að gera betur, setur boltann framhjá 1 á móti markmanni. En gerir vel að hlaupa Blikavörnina af sér án vandræða.
75. mín
Sonný Lára með stórbrotna vörslu !!!

Frábær sending hjá Hildi út á Hallberu á vinstri kantinum sem kom með fasta fyrirgjöf niðri, Elín Metta nær að teygja sig í boltann og kemur honum á markið en Sonný tekur gamla góða markmanns X-ið og ver með fótunum út úr teig.
77. mín
Áhorfendatölur: 280
79. mín
AFTUR BJARGAÐ Á LÍNU !!
og var það Agnes enn einu sinni. Guðrún Arnardóttir leikur á Dóru Maríu og á svo gott skot í fjærhornið, en þar er Agnes mætt.
84. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Afskaplega vafasöm aukaspyrna dæmd. Vel fyrir utan vítateig Vals. Fanndís Friðriks krullaði svo boltann yfir varnarveggin og í nærhornið, afskaplega vel afgreitt.
85. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur)
86. mín
Þór Hinriksson var ALLT annað en sáttur við aukaspyrnudóminn sem markið kom úr.
88. mín
Valsmenn ætla ekki að tapa þessum stigum, þær flykkja hér mönnum fram og reyna að sækja allavega punkt úr þessum leik.
90. mín
Inn:Ragna Björg Einarsdóttir (Breiðablik) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika.
91. mín
Sýnist allt stefna í að mikilvæg þrjú stig á Breiðablik í toppbaráttunni.
92. mín
Við skulum vona að Jóhann Atli fari að flauta þetta af, það er orðið ansi dimmt!
92. mín
Lokaséns fyrir Val, aukaspyrna frá hægri kanti.
92. mín
Ekkert varð úr henni.
Leik lokið!
Búið!! Breiðablik hirðir öll stigin 3.

Viðtöl og umfjöllun kemur von bráðar.
Byrjunarlið:
1. Birna Kristjánsdóttir (m)
Kristín Ýr Bjarnadóttir ('85)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
20. Gígja Valgerður Harðardóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
24. Agnes Þóra Árnadóttir

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('85)
7. Rakel Logadóttir
16. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
18. Sigrún Björk Sigurðardóttir
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: